Dagsbrún


Dagsbrún - 12.03.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 12.03.1916, Blaðsíða 3
DAGSBEÚN 37 sína menn, t. d. þá sem hafa 5000 kr. í eftirlaun þó að þeir hafi annað embætti með 6—8000 kr., eins Hafstein bankastjóri (og hann er ekki verri en hinir klíkuhöfðiugjarnir, þó að hann hafi ögn stærri bita). Verkamenn verða sendir inn i þingið til að hrinda af stétt- inni þvi oki, sem nú þjáir hana. Og þar næst til að sjá um að landinu verði stjórnað þannig, að allir íslendingar geti lifað eins og frjálsir og siðaðir inenn — hvorki í óhófs eyðslu, svalli og munaði, eða í sárri og von- lausri eymd. Geir. Sigurgeir og Magnús. Eftir að hafa verið að semja og sjóða saman i hálfan mánuð, hafa þeir nú birt sína greinina hvor, þeir Sigurgeir og Magnús verkstjórar í Hafnarfirði, annar i »Morgunbl.« en hinn í »Vísi«. Magnús er gramur yfir því að nokkur skuli draga í efa að hann hafi góðan vilja og gott hugarþel til verkalýðsins, en aftur er Sigurgeir alveg hjartaglað- ur og liarð-ánægður yfir því að honum virðist »Dagsbrún« telja hann með »heldri« mönnunum, og má sjá það af grein hans er byrjar svona: »Jafnaöarmannablaðið »l)ags- brún«, hefir i 6. og 8. tölublaði sínu, sýnt mér þann heiður að gera mig að umtalsefni. Eg tel mér það heiður að það minnist svona ræki- lega á mig, þvi þar ineð liefir það skiþað inér á bekk með ýmsum betri og duglegri mönnum þessa lands-----«. Það er ekki ætlun »Dagsbr.« að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur; þó mun seinna hér í blaðinu lýst afreksverkum þeirra Sigurgeirs og Magnúsar i verkamannafélagínu í Hafnar- firði. Greinarstúf þennan má eigi slá svo botninn i, að ekki sé minst á eitt atriði í grein Magnúsar, sem sé það, að hann brigslar hr. K. G. um það að hann búi i kjallara, þvi með því að viðhafa slíkan dónaskap sannar Magnús svart á hvjtu að hann sjálfur sé dóni. Gamanvísur sungnar á kvoldskemtun Hásetafélags Hafnarfjarðar. Lag: Heira er eg kominn o. s. frv. Hér skal nú verkfallsins margnefnda minst og margs sem að af því nam leiða, en fráleitt það verður fólki til neins úr flækjunum slikum að greiða. Því kaupmenn þeir segja að strax skuli stopp ef strákarnir vilja’ okkur duga, og þó að þeir geti’ ekki girt um sinn kropp það gerir ci buga vorn huga. Hann Ólafur Daviðsson, drengurinn sá, oú drífur sig vestur á firði og kvenmannahópana kýs þar að fá, sem kaupmönnum reynist ei byrði. Og Olafur Böðvarsson hrópar nú hátt húrra, um framkvæmdir sinar, eg segi það bara að sinnið er kátt, þið sjáið nú stúlkurnar minar. Og innrétta gera þeir háreista höll úr hesthúsum vestur í firði, og sjálfsagt þá blakta þar fánar sem fjöll því fólkið er meir enn þess virði. Á »Beljunni« Ólafur æðir sem má, þá er hann nú göfugur businn, en svo kemur eitt sem að athuga á: ef alt skildi fara á hausinn. Dað borgar sig meir en á »Beljunni« þrátt að brjótast um illfæra vegi; að auglýsa’ í blaði svo birtist það hátt hann blessaðar stúlkurnar eigi. Og nú mega karlar og kerlingafans kútast á burtu í næði, þvi stúlkurnar okkar þær stíga nú dans á stóru fiskverkunarsvæði. Og nú gengur vinnan svo veglega til, hér verður nú kaffið ei drukkið, á öllu þeir gera þau ágætu skil að ekkert fer lengur i sukkið. Það sjá allir heilvita’ að Sigurgeir minn má sífeldar hugraunir þola, því tárin þau hrynja um hrukkótta kinn og hann sýnist altaf að vola. Þó batni nú Magnúsi svefnleysið sárt hann sefur þá máske of lengi, með óráði vaknar og æpir svo dárt: »0, að mér verkfallið þrengir. Þið eruð bófar það segi eg satt að svefnleysi valdið þið mönnum, þvi héðan af aldrei mua huganum glatt uns hegnt get eg verkafallsmönnum«. A Vestfjörðum æða þeir Ólafur fram i ósköpum stúlkur aö fala, en kvenfólkið segir: »við sjá viljum þann og síðan að heyra þá tala«. Og hástóll er reistur und herrana þá og hér skal nú fundurinn standa kvennfólkið hingað skal koma og sjá ef það kýs þeim að ganga til handa. Hann Ólafur Böðvarsson bröltir nú fram og býst við að sér verði hrósað, en stúlkurnar barasta stara á hann og strax eftir heyrisl svo glósað. »Ef hinn er ei fallegri fer eg ei hót því friðleika ber hann ei mikinn«, talar svo sérhver hin siðgóða snót, »eg sé það aö við erum svikin«. En þá birtist halur með broshýra brá og bezt er að gá að sér fremur. Pá hrópa þær allar í ósköpum: »sjá hann Ólafur Davíðsson kemur. Eg fríðara aldregi litið hef Ijós eg lifi’ ekki — svo er eg skotin — hjá öllum oss hlýtur hann einróma hrós, og öll er nú mótspyrna þrotin«. X. Prentarafélagið samþykti á fundi nú í vikunni, að styrkja »Dggsbrún« með 20 kr. í Apríl, 20 kr. í Júni og 20 kr. í Ágúsl. Blaðið þakkar mjög vel fyrir. Vitleysur Morgunblaðsins. í Morgunblaðinu koma svo margar vitleysur, sem stafa af kæruleysi eða fáfræði þeirra er rita það, að ekki veitti af tveim dálkum vikulega í »Dags- brún«, ef ætti að leiðrétta það alt. Hér skulu aðeins nefnd tvö dæmi úr mánudagsblaðinu. Þar stendur að borgin Bitlis sé »höfuðborg i héraðinu Vila- jetet i Armeníu«, en hvert skólabarnið veit að stjórnar- hérað i tyrkneska rikinu heitir vilajet (eins og þau heita shire á Englandi og departement á Frakklandi). Morgunblaðið seg- ir því að Bitlis sé höfuðborg í héraðinu héraðl Ennfremur stendur þar þetta: Slæmar póstgöngur. Póstur frá Salo- niki til Odessa er nú sendur um Sviþjóð til Rússlands. Tekur sá flutningur rúmlega tvær vikur, en annars er ekki nema nokkra stunda ferð milli þesara borga. Milli þessara tveggja borga er um 900 km. i beina línu en járnbrautin mun vera að minsta kosli helmingi lengri. En eftir sögusögn Mgbl. er þetta ekki nema nokkra stunda ferð! Gísli E. H. Kláus og Konráð. Eftir Jón Söng. Konrád ráðagóði (sprauta í framfarafélaginu »Aftur«): Hana nú! Þar gerði Þorlákur það skarpt fyrir hornið! Kláns riki (sömuleiðis sprauta í »Aftur«): Við hvað áttu? Konráð: Nú auðvitað þessar 9 þúsundir, eða 3 þúsundir, ef bæjarstjórnin verður ekki nógu vitlaus til þess að borga hon- um niu þúsundirnar fyrir það, sem heilbrigð skynsemi segir að bæjarverkfræðingurinn eigi að gera ókeypis! Aldrei hefði nú Sveinbjörnsson skólstæðing- ur þinn haft vit á að gera svona uppskrúfaða kröfu — allra sízt ef hann hefði verið launaður af landssjóði. Kláns: Nei, heyrðu nú, Kjart- an minn — Konráð ætlaði eg að segja. Nú fer eg i annað sinn að halda að þú hafir ekki vit á pólitík, og það segi eg þér satt, að ef þú heldur svona áfram þá verðurðu aldrei þing- mannsefni okkar ílokks. En nú skal eg reyna að koma vitinu fyrir þig, og þá það fyrst, að Sveinbjörnsson mundi aldrei hafa hent önnur eins vitleysa, og tilboð Þorláks er, því hann hefir vit á prósentum, en það hefir Þorlákur ekki, og ætti hann þó að þekkja þær! Konráð: Já, það segirðu satt! Kláus: Þorlákur sér ekki að tímarnir eru að breytast; dá- lætið á okkur heldri mönnun- um er að minka — og því er nú fjandans ver. Það dugar þessvegna ekki að það komi fram altof berlega ósvífin pen- ingagræðgi, með því skaðar Þorlákur ekki aðeins sjálfan sig, heldur líka okkur hina. Þor- lákur hefir því verið klaufi. Konráð: En hann er góður í járnbrautinni — — — Kláus: Minstu nú ekki á það. Þar var hann ekki minni klauf- 1 inn. Eg er nú ekki búinn að ráða algerlega við mig hvort eg verð með járnbraut eða ekki, því eg veit ekki með vissu enn- þá hvort eg geti grætt á henni. En mér finst að vinir járn- brautarinnar , ættu að segja: Hamingjan varðveiti okkur frá honum Þorláki. Því enginn skaðar málstað, eins mikið og sá, sem færir röng rök fyrir réttum málstað, en það er ein- mitt það sem Láki hefir gert, og verið rekið ofan í hann aftur. Konráð: Járnbrautarbækling- urinn hans var þó góður. Kláus: Góður? Það var sví- virðilegur pési, sem ekki ætti að vanta á nokkrum kamri á landinu, og helst ekki í Færeyj- um heldur! Óþefur við Austurvöll. Dularfult fyrirbrigði. Vísindaleg rannsókn. Hr. ritstjóri! Eg hefi tekið að mér að rannsaka mjög merkilegt og dularfult fyrirbrigði er flestir af íbúum þessarar borgar urðu varir við í byrjun þessarar viku, það er að segja á Sunnu- daginn og Mánudaginn 5. og 6. þ. m.. en fyrirbrigði þetta var mjög einkennilegur óþefur, sem fyrri daginn hélst allan daginn á vissum stöðum í borginni, en sem á Mánudagsmorguninn breiddist skyndilega út um alla Rvík, um sama leyti og Morg- unblaðið var borið út. Skal eg þá fyrst skýra frá hvernig fyrirbrygði þetta kom mér fyrir — eg held eg verði að segja — nef. Eg var tölu- vert á gangi um miðbæinn á Sunnudaginn, og lagði þá mjög iilan daun að vitum mér, er eg gekk norðaustan við Austur- völl. Daunn þessi var svo ein- kennilegur að strax var auð- fundið að það var ekki vana- legur óþefur (odaunus omnibus, var. islandus, svo sem við vis- indamennirnir köllum hann). Eg hefi safnað vitnisburði nær 50 skilmerkra manna og set eg hér útdrátt úr vitnisburði nokkra þeirra. Þess skal getið, að flest- um ber saman um að óþefurinn hafi verið mestur á svæðinu milli ísafoldarprentsm. og húsi »Milljónafélagsins«, og sömu- leiðis að hann hafi verið mestur fyrripart dagsins hjá húsi Mill- jónafélagsins (þar sem Morgun- blaðið hefir skrifstofu) en seinni part dagsins Við ísafoldarprent-

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.