Dagsbrún


Dagsbrún - 19.03.1916, Qupperneq 1

Dagsbrún - 19.03.1916, Qupperneq 1
DAGSBRUN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÖT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON FREMJIÐ EKKI RANOINDI ÞOLID BKKI RANQINOI 12. tbl. Reykjavlk, Sunnudaginn 19. Marz. 1916. JRafmagnsmálid. Bæjarstjórnin hefir falið borgarstjóra að leitast fyrir er- lendis,,um hæfan mann til þess að rannsaka málið. Tillaga hr. Jóns Þorlákssonar var feld. Uppgjöf saka." Eftir uppreistir eða almennar óejírðir kemur jafnan til mála hverjum beri að hegna og hverj- um að fyrirgefa. Hið sama mun nú koma til mála í íslenzku pólitíkinni. Alþýðan er að byrja nýjar stefnur bæði 1 bæjum og sveitum. Gömlu skipin eru yfir- gefin og þeim sökt í gleymskunnar djúp. En við þessi vistaskifti kemur að því, að menn þurfa að velja. Hvað er ónýtt og má í eld kastast? Hvað er nýtilegt og getur orðið til framtíðar í nýju skipulagi? Stjórnmálasaga síðustu ára er löng og ljót: Sífelt hringl, flokkssvik, uppreistir, »bræð- ingar« og hrossakaup. Öllu hefir verið fórnað fyrir völd og bitlinga. Ef alþýðan á að gera sér i vonir um betri framtíð, þá verður hún að gera strangari kröfur til sin og sinna trúnað- manna heldur en hingað til hefir átt sér stað. Það þarf að hegna þeim sem valdir eru að svikum og hringli undanfarinna ára, með því að láta þá aldrei framar fara með fulltrúavöld. Peim má ekki gefa upp sakir. Nýjar hugsjónir hafa komið með nýjum inönnum. Og þeim einum er trúandi til að leiða þær til sigurs. Alþýðan hefir líka verið blekt og afvegaleidd, elt í þremur eða fleiri flokkum leiðtoga, sem fyrst og fremst börðust fyrir eigin hagsmunum, og til að svala valdafýkn sinni. En alþýðan hefir ekki sjálf verið spilt. Hún hefir barist í góðri trú. Hún hefir álitið baráltuna réttmæta og engar kröfur gert til banka- fáðsembætta eða annara »bita«, sem mest hafa spilt þinginu. Þessvegna getur alþýðan 'tekið þátt í nýrri og hreinni pólitík. Henni má að skaðlausu gefa upp sakir. Og úr flokki hennar verða að koma þeir máttarviðir, Sem taka við þunga og ábyrgð valdanna af billingalýð og bankaráðssmœlingjum undanfar- ^ndi ára. En ekkert er okkur jafn hauðsynlegt í pólitískri baráttu þeirri, sem nú fer í hönd eins og það, að vera fastir og óbifan- legir andstœðingar allra gömlu leiðtoganna. Peir hafa allir unnið sér til óhelgis. Og hver trún- aðarmaður alþýðunnar, sem treystir þeim, er sýktur af »bankaráðsveikinni«, því að svo mætti í stystu máli kalla þing- spillingu undanfarinna ára. Gætum þess, að styðja engan mann til trúnaðarstarfa fyrir alþýðuna, sem ekki er algerlega frjáls og óháður gagnvart póli- tísku klíkuhöfðingjunum. Kjósandi. Húsabyggingar, í Rej'kjavik eru fleiri verka- menn en nokkrum öðrum stað á landinu. Þar er auðvaldið mest, og þar hefir það traust- ast skipulag. En af því að þjóð- félagsmeinin, frá sjónarmiði verkamannsins, eru þar flest og stærst, verður Reykjavík að vera á undan öðrum í framkvæmd- unum. En það sem höfuðstað- urinn gerir í dag, það gera hin kauptúnin á morgun. Þessvegna hafa allar framfarir sem alþýð- I an hér kemur fyrst af stað, al- menna þýðingu fyrir alt landið. Eins og getið hefir verið um í Dagsbrún er það alsiða er- lendis að bæjarfélög eigi lönd og hús og hefir það alstaðar gefist ágætlega fyrir fátækling- ana. Þeir hafa fengið betri hús fyrir lægri leigu en hjá einstök- um mönnum. Samt hafa hús þessi borgað sig vel fyrir bæj- arfélögin. Nú er húsnæðiseklan í Reykjavík farin að keyra fram úr hófi, og mun fara síversn- andi, meðfram af því, að þó að leigan sé há, þá græða þó efna- mennirnir meira á að eiga tog- ara, heldur en hús. Þessvegna er lítið bygt. Húseigendur halda því fram að bærinn megi ekki keppa við einstaka menn. Hví ekki? Mætti alls ekki keppa um mjólkurframleiðslu við þá dá- indismenn, sem bærinn hefir gefið löndin kringum Rvík, svo að þeir geti okrað á fólkinu? Og má bæjarfélagið alls ekki gæta hagsmuna þeirra sem eru leigjendur, eins og hinna sem eiga húsin? Skrítin er sú kenn- ing og vitlaus í meira lagi. Af öllum framkvæmdum ligg- ur bænum mest á hásum, og hann þarf að byggja þau á sinni lóð, hvað sem Jón Þor- láksson segir. Nú í sumar verður að byggja t. d. einar 25 ibúðir til að byrja með. Best væri að þessi hús væru tvílyft, og sam- föst. Garður fram að götunni og garður á bak við. Þá gæti hver fjölskylda haft dálítinn blett til að hirða um, og handa börnum sínum. Húsin þurfa að vera samstæð til að spara efni, enda er það siður í öllum borg- um og hinn mesti sparnaður. Húsin ) geta verið björt og loft- góð fyrir því, ef garðar eru báðu megin við hverja húsaröð. Ennfremur ættu húsin öll að vera af sömu gerð, svo að nota mætti sömu mótin við mörg hús, og væri það til mikils sparnaðar. Ennfremur ætti bær- inn að hafa nýtísku vélar við byggingar þessar til þess að kostnaðurinn yrði sem minstur, og húsaleiga gæti verið sem lægst. Nóg er neyðin samt hjá fátæklingunum, þó að sparað yrði á einum lið. Bæjarfulltrúar verkamanna eiga óskift þakklæti fyrir að hafa komið málinu inn í bæj- arstjórn. Og nöfnum þeirra sem á móti því verða, þarf að halda á lofti, þeim til loflegrar minn- ingar og fátækum kjósendum tíl viðvörunar. Grímur Grímsson. Harðærissjóður. Furðumikið hefir Hásetafélag- inu í Reykjavík áunnist á einu missiri. Eins og allir vita stóð til í haust að þröngva að kosti hásetanna, m. a. að taka af þeim alla lifrina, og var fyr- verandi framkvæmdarstjóri Mill- jónafélagsins þar fremstur í ílokki. Nú hafa útgerðarménn myndað hring með sér til að kúga alþýðuna og lækka kaupið, og lagt við stórsektir, ef einhver úr þeirra hóp vill ekki taka þátt í þeirri göfugu athöfn. Og eftir því sem þeir segja sem kunnugastir eru hugarfari út- gerðarmanna, hafa þeir full- kominn hug á að brjóta niður félagsskap sjómanna lil að geta aftur verið einráðir um kaupið, aðbúnaðinn og vinnutímann. Móti þessu er ekki nema eitt ráð: Að safna fé i harðœrissjóð. Fyr en varir munu útgerðar- menn reyna, með þeim fjárafla sem vinna sjómannanpa hefir fært þeim í land, að kúga þá svo að þeir sætti sig við hung- urlaun, og geti enga björg sér veitt móti útgerðarmönnunum. Það var að visu eðlilegt, og alveg rétt í fyrstu, að hafa lágt félagsgjald, eins og nú er. En til lengdar er það alveg ónóg. Nú er að sumu leyti góðæri, einkum fyrir togaramenn. Þess- vegna ber að grípa tækifærið til að búa sig undir komandi óhöpp. Gamall háseti. Bragð er að þá barnð finnur! Núna í vikunni var löng grein í »Mgbl.« um aðfarir Duusverzlunar í Keflavík — og þær ekki sem fallegastar. Yestu óvinir alþýð- unnar eru nú samt ekki Duus og hans líkar, sem með því að reyna að beita heimsku- legri harðstjórn fá alla upp á móti sér — já jafnvel einnig »Morgunblaðið«, og má nú þá heita að kasti tólfunum. Nei verstu óvinirnir eru þeir, sem gera úlf sínum gæruskinn úr ýmskonar vinalátum i alþýð- unnar garð t. d. með því að sletta úr sér l°/o af ársarðinum og láta svo blöðin — sem flest hafa það fyrir aðalmarkmið að svngja höfðingjunum lof og dýrð — telja fólki trú um að þetla sé stórgjöf! Nokkur orð um sullaveikisbandorminn íslenzka Sullaveikisbandormurinn ís- lenzki er 3—5 millimetrar (og alt upp í sentimeter) að stærð, og lítur út eins og hvítur þráðar- endi fyrir beru auga. Hann lifir i þörmum hundsins og verpir þar eggjum. Egg þessi berast svo með saur hundsins út úr þörmum hans, og geta svo komizt í menn og skepnur (sauðfe og nautgripi). Ormur- inn fullvaxinn lifir ekki í mönn- um, sauðfé né nautgripum, heldur einungis lægra þroska- stig hans, blaðra (sullur) sem svo veldursullaveikinni. Skepn- urnar smittast i gegnum grasið, menn ef til vill, en mest við snertingu á hundunum, við að kjassa og strjúka þá og svo af matarílátum sem hundar koma of nærri. Hundarnir sýkjast mjögsjald- an af mönnum, eins og skiijan- legt er, heldur af skepnunum, er þeir éta sollin líffæri þeirra, ósoðin vitanlega. í þörmum hundsins fullþroskast svo dýrið. Praktiskt tekið sýkjast hundar ekki af bandormum, nema að þeir éti sollin liffæri þessara áðurtöldu dýra, og dýrin (sauð- fé, nautgripir og menn) ekki, nema að egg berist í þau frá

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.