Dagsbrún


Dagsbrún - 19.03.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 19.03.1916, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 41 an þeir þektu ekki annað betra. En »Norðri« er þar á eftir tím- anum. Hann veit ekki, eða læst ekki vita, að það er kominn nýr stjórnmálarlokkur. Alþýðu- menn, sem sjá að hugsjónir gömlu flokkanna eru horfnar og hafa því bundist samtökum til að ná rétti sínum. Menn sem eru búnir að fá viðbjóð á ónytjungshætti og eigin hags- munapólitík gömlu flokkstjór- anna. Einnig segir »Norðri« sínu máli til sönnunar, að sumir heimastjórnarmenn hafi kosið B-listann og sumir sjálfstæðis- menn C-listann. En þetta breytir engu — svarlur sauður breytir ekki lit, þó hann sé lagðaður með hvítu. Það, sem Dagsbrún segir um ruglingin á listunum, hefir stungið »Norðra« illa. Gremjan yfir að getið var um samtaka- leysið hjá »heimastjórnar-kaup- manna« klíkunni gerir »Norðra« fyrir alvöru reiðann. En hvað mikið sem hann brígslar og skammar, getur hann ekki hrakið, að það var aðeins 31 kjósandi á C-listanum sem ekki höfðu ruglað nöfnum, og tapaði listinn við það allmörgum at- kvæðum — allir kunnu ekki að tölusetja. Við þetta verður ásökunin um «sleggjudóma og rakalaus ó- sannindk, alveg ómerk, og visa eg henni hér með beim til föðurhúsa. Fregnritari Dagsbr. á Akuregri. Kveðja til Þórðar. Satt að segja veit ég ekki hvernig eg á að taka skrif yðar í næst síðasta blaði, það lítur svo út, sem þér hafið ætlað að svara fyrirspurn þeirri, er eg beindi til yðar i 9. tölubl., en ef svo hefir verið, þá hefir sá leiðí Ijóður orðið á ráði yðar, að þér hafið algjörlega gleymt því. Aftur á móti skrif-4 ið þér hitt og annað, sem kemur spurningunni ekkert við. Hvenær hef eg t. d. beðið yður um að útskýra hvað sjálfstilfinning sé. Sýnist yður sú beiðni felast i fyrirspurn- inni? Þessi hjákátlegi útúr- snúningur yðar er auðvitað aukaatriði, en þó óþarfur. Aðalatriðið er hvað þér hafið meint þegar þér settuð þessa umræddu setningu í greinina »Gjafir og Fátækl«: r>Haldi það bara áfram að rita um r>Sam- verjaa o. s frv.«. Ritslj. »Dags- brúnar« skyldi það á þann besta veg, sem unt var, en hví hafið þér ekki játað þann skilning réttan. Auðvitað alít eg, að hvorki þér né nokkur annar hafi leyfi til að blanda »Samverjanum« eða öðrum þessháttar slofnunum inní per- sónulegt hnútukast til einstakrn manna, er þó langt frá því að eg ætli mér að fara að verja V. F. — í síðari grein yðar, segið þér: »Góðgerðarstarfsem- in veður uppi«. Þykir yðar of mikið af góðgerðarsemi? Það væri að vísu æskilegt að slík starfsemi væri óþörf, en við vitum nú vel að svo er ekki, okkur liggur því meira á ein- hyerju öðru-, en að hnjáta í menn fyrir að leggja þar gott til mála, hvað svo, sem þeir heita. Eg er nú búinn að leggja nokkrar spurningar fyrir yður hér og vona eg að þér farið ekki framhjá þeim öllum, ef þér kynnuð að finna ástæðu til að svara þessu að einhverju leyti, en þá vona eg líka að þér skrifið svo Ijóst að jafn- vel þeir, sem ekki lesa »Mgbl.« geti skilið yður, annars gæti lesendum þess blaðs fjölgað fyrir yðar tiiverknað. Hvað troðna tóbakspungnum, sem þér minnist á, viðvíkur, þá er yður sjálfsagt óhætt að virða hann fyrir yður í hvað mikilli eða lítilli fjarlægð, sem yður þóknast, það er mjög ótrúlegt að nokkur fari að ónáða yður við þann starfa. Eins og yfirskriftin segir, er þetta kveðja til yðar og vænti eg þess að þurfa ekki að eiga meira orðakast við yður í þetta sinn, hvað, sem síðar kann að verða, og segi því: Verið þér sælir. Guðgeir Jónsson. Skósmíðavinnustofur og heilbrigðissamþyktin. Eftir þvi sem kunnugur maður hefir sagt blaðinu frá þá eru hér í bænum aðeins 3 — þrjár — skósmiðavinnu- stofur er fullnægja þörfum heilbrigðissamþyktarinnar. Er heilbrigðissamþyktin aðeins til þess að brjóta hana? Illkynjuð veikindi hafa stungið sér niður hér og hvar um borgina, þessa siðustu daga. Veiki þessi er mjög ill- kynjaður þjóðernisrembingur, sem lýsir sér í því, að þeir sjúku þjóta í það að halda fyrirlestra, eða skrifa langar blaðagreinar, um það, hve háskasamlegt það sé íslenzkri tungu (og þjóðerni), ef sá sið- ur verður alment tekinn upp hér á landi, að nota ættarnöfn. Ýmsir góðir menn hér í bæ, hafa verið þungt haldnir af þessari einkennilegu flogaveiki, sem læknarnir kunna engin ráð við, má til nefna þá Árna Pálsson bókavörð og Boga Ólafsson kennara o. fl. Enn- fremur er vert að geta þess, að hr. Bjarni Jónsson frá Vogi, sem í 20 ár eða meir, heíir þjáðst af ólæknandi þjóðernis- rembingi, en þó verið all íslenzkir preíitarar. Prentsmiðju í Kaupmannahöfn vantar 5 til / islenzka prentara (setjara). Tilboð ásamt meðmælum (þar á meðal meðmæli frá hinni íslenzku »fagforening« prentara) sendist mrk. »Islandske Typografer« ritstjóra þessa blaðs fyrir 5 Apríl. heilsugóður síðustu árin, hefir slegið niður um þessar mundir og er nú mjög þungt haldinn, Væri óskandi að hinum sjúku batnaði sem fyrst þessi ó- skemtilega veiki, þó ekki sé hún hættuleg. Spurning. Er eigandi Duusverzlunar danskur djöfull? Gísli. Nei, hann er íslenzkur! Ritstf. Kostakjör „ísafoldar" í því tbl. »ísafoldar« sem kom út nú í vikunni birtist aftur auglýsingin »Kostakjör ísafoldar«. í blaðinu þar á undan stóð ekki auglýsing þessi (ráðherrablaðinu) en í næstu þremur tbl. aftur þar á undan stóð hún. Nú má vera að marg- ur sem ekki þekkir »ísafold« álíti að hér sé verið að misbjóða kaupendum blaðsins, en þar eð hið sanna er einmitt þvert á móti, skal þetta skýrt lítið eitt. »ísafold« hefir nú um langan tíma fært lesendum sínum nákvæm- lega sömu ófriðarskeytin og þeir voru áður búnir að lesa i »Morgunblaðinu« og er þetta gert í allra bezta tilgangi, sem sé þeim, að gera kaupendunum leiðinda-kvalirnar við lestur blaðsins sem allra styztar, því vitanlega hlaupa allir yfir það i »ísafold«, sem þeir eru áður búnir að Jesa í »Morgunblað- inu«, einkum þegar það, sem um er að ræða, eru gamlar stríðsfréttir. En svo sem menn vita, hefir upp á síðkastið bor- ist mjög lítið af stríðs-skeytum til »Morgunbl.«, svo ritsjóra »ísaf.« hefir ekki verið mögu- legt að gleðja lesendurna með því að hálf-fylla blaðið með gömlum striðsfréttum, en þá varð að taka það sem til var — kostakjörin. Hvernig væri að láta sam- lagningartöfluna koma nokkrum sinnum, varla færi nokkur maður að lesa hana — nema þá ef hann Einar Arnórsson ráðherra færi að reikna út eftir henni, hvað íslandsbanki — og hluthafar hans — græddu á því, ef að bankastjórum Lands- bankans yrði vikið frá. Hjómleikar. Hr. Páll ísólfsson heldur i dag á ný hljómleika i Dóm- kirkjunni. Hörrnuleg slys, Hver ber ábyrgðina? Nú alveg nýlega hafa átt sér stað tvö átakanlega hroðaleg slys af dínamitssprenginum, með örstuttu millibili, og það siðara, sem var við hafnar- vinnuna sælu, leiddi til þess að eyðileggja skyndilega eitt mannslíf, og má happatilviljun heíta að ekki fóru fleiri sömu leiðina, eða fleiri menn lemstr- uðust meir eða minna. Mig furðar það stórum hvað blöðin, og enda fólkið hér i bænum, tekur þessum hörmu- legu slysum með miklu jafn- aðargeði, eins og ekkert sé um þetta að segja, eða við þvj að gera. Ekki svo mikið að blöð- in leitist við að skýra frá til- drögum að sliku voðaslysi, sem þvi siðara, svo menn geti skil- ið orsökina. Auk heldur þeim detti í hug að draga af því nokkra ályktun, eða benda á hve brýn nauðsyn er á, að hvaða glópur sem er ekki hafi leyfa til að meðböndla hættu- leg eíni, sem hann annað hvort ekki ber skyn á að meðhöndla, eða kærir sig ekki um að fylgja sjálfsögðum varúðarreglum, og teflir því fleiri mannslífum í voða að óþörfu. Eða finst blöðunum þetta minna máli skifta heldur en ýms hégómi, sem engann varð- ar um og fáir skilja enn, semfc þau þó eru iðuglega að tönl- ast á? Ég hefi ekki haft tæki- færi til að fá svo nákvæmar fréttir af þessum slysum, að ég geti skýrt nákvæmlega frá tildrögum, því eins oft vill verða undir slíkum kringum- stæðum ber mönnurn ekki saman, og því ómögulegt að fá ábyggilegar skýrslur af sliku nema með réttarrannsókn, sem ég álit hreint og beint sjálf- sagða við slik slys, sem þessj. En ég og aðrir, sem unnið hafa við dínamitssprengingar, og lært að skilja þá ábyrgð, sem slíkri vinnu fylgir, vitum það, að svona stys (þó sér- staklega það síðara) eiga ekkí, meiga ekki og þurfa ekki að koma fgrir, og skal eg nú rök- styðja þessa skoðun mína. Það er vist öllum ljóst, að slysið orsakaðist af því að pjakkað var með járnbor ofani holu, sem dínamit var i, og þar af varð sprengingin. — Nú er vitanlegt, að stranglega er bannað, að nota »hlaðstokk« úr nokkru öðru efni en tré við dinamitshleðslu, og því furðulegt, að slíkt skuli koma

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.