Dagsbrún


Dagsbrún - 19.03.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 19.03.1916, Blaðsíða 4
42 D A G S B RÚN fyrir, því að þótt að óvanir menn ekki beri skyn á hvað af slíku leiðir, þá ætti öllum verksijórum, sem við slíka vinnu fást, að vera það ljóst, hve áríðandi það er, að koma mönnum, þeim er þeir stjórna, í skilning um hvað slíkt gildir. Annars er það regla allra góðra stjórnara, að láta ekki aðra með dínamit fara en þá eina, sem það hafa fullkom- lega lært, og eru nógu gætnir, og ef þeirri reglu er fylgt, koma svona tilfelli ekki fyrir, því vanir og gætnir spreng- ingamenn telja skotin um leið og þau springa, þeir vita hvað mörg þau eiga að vera, og vanti upp á töluna, fara þeir að hæfilegum tima liðnum og leita uppi þær holur er ekki hefur sprungið í, og gera ráð- stöfun til að í þeim springi einnig, og þá fyrst en ekki fyr er óhætt að hleypa fólki að vinnu á spreningasvæðinu. Eg vil nú alvarlega skora á alla verkstjóra og aðra, sem við sprengingar fást að fylgja betur hér eftir en hingað til, þeim fyrirskipuðu og sjálfsögðu var- úðarreglum, sem gilda við slík verk, því auðvitað eiga fleiri en þeir verkstjórar, sem um- rædd slys urðu hjá hlut að máli. Ég hefi séð marga af þeim Islendingum, sem hafa við sprengingar, vera fram úr öllu hófi óvarkára, og vinna þveröfugt við það er vera ber, og er hrein furða hve sjaldan slys hefir af hlotist. Það má benda á að hér inni í bænum hafa orðið stórskemdir á mannvirkjum af sprengingum, og margt fólk verið í voða, og þarf ekki að leita langt aftur í tímann að dæmum er sanna það, og sýnist þvi full »þörf að setja skorður við slíku áður en fleiri slys hljótast af, því væntanlega hafa menn nú fengið nóg af þeim, til að geta trúað að varúðar þurfi yið. Eg tel víst, að verkalýðsfélög telji sér ljúft og skylt að taka þetta mál til rækilegrar yfir- vegunar, og beita sér fyrir því, að framvegis verði ekki öðrum en peim er kunna, liðið að meðhöndla dynamit. Reynandi væri að útbreíddustu blöðin flyttu nauðsynlegustu reglur um notkun dynamits og hvettu menn til að fylgja þeim. Það er et til vill ómögulegt að fyrirbyggja að slys geti viljað til við hættulegt verk. En það minsta, sem verður að heimta af þeim er fyrir verkum segja er það, að svo hafi verið að farið, að engum verði um kent. Reykjavík, 12. marz 1916. Práinn. Fyi*i*l©stui» um »þjóð- ina og einstaklinginn« hélt hr. Sigurður Þ. Johnson, á Sunnu- daginn var, í Bárubúð. Ýmislegt var það i fyrirlestri þessum. sem »Dagsbrún« ekki getur fallist á, en margt var þar ágætlega sagt, og var mjög skemtilegt að vera áheyrandi. Það leyndi sér ekki að fyr- irlesarinn er bæði skynsamur og áhugasamur maður, og ættu þeir, sem heima sátu, í þetta sinn, að fara, ef hann endur- tekur lesturinn. (slenzk mannanöfn. Svo heitir bók sem nýlega er komin út, og eru í henni leið- beiningar til þess að mynda karlaheiti eftir kvenheitum (eða hið síðarnefnda eftir hinu fyr- nefnda), og leiðbeiningar við eftirnafns-val. Eru þeir dr. Guðm. Finnbogason, Pálmi Pálmason islenzkukennari við Mentaskólann og Einar Hjör- leifsson skáld höfundar bókar- innar. Bók þessi hefir vakið allmikla eftirtekt, og þar eð það eru í henni ýms nýmæli um myndun eftirnafna (ættnafna), þá hafa margir hneykslast á henni. En á slíku er nú ekki mikið mark takandi, öll nýbreytni mætir mótstöðu. Yfirleitt verður að álítast að höfundunum hafi tekist vel, þó nöfn þau er þeir stinga upp á séu ekki öll jafn smekkleg. Sá sem þetta ritar setur einkum það út á þau að þau eru öll tveggja atkvæða orð (eftirnöfn- in). Eigi virðist heldur ástæða til þess að sleppa öllum nöfn- um sem þ er í. Þeir sem vilja kynna sér tillögur höfundanna, lesi bókina (hún kostar aðeins 75 aura). Það skal tekið fram hér, að svo sem gefur að skilja er leyfilegt að laka sér önnur eftirnöfn en þau sem í bókinni eru, og er þetta sagt lil leið- beiningar öllum þeim mörgu sem eru orðnir leiðir á því að rifin séu upp bréf til þeirra, af mönnum þeim samnefndum, eða þeir teknir í misgripum fyrir aðra menn, þeim óvið- komandi. Úr eigin herbúðum. Verkam.fól. »Hlíf» Hafnarf. hefir kosið þá Svein Auð- unnsson og Davið Kristjánsson til þess að mæta á fulltrúaþingi Alþýðusambands íslands. Prentarafélagið hefir kosið þá Jón Baldvins- son og Pétur Lárusson til hins sama, en þá Jón Þórðarson og Ágúst Jósefsson bæjarfull- trúa, til vara. Fyrsti fundur Alþýðusambands íslands var haldinn á Sunnudaginn var. Fundur aftur í dag kl. 2 í Bárubúð. CiRía S&epfíyr tKálsíín margar teg nýkomnar sparar peninga — sparar Jwott! Ætíð nýtl. Einnig mikið af Slaufum og Hálsbindam hvít- um, svörtum og mislitum. Fjölbreytt úrval. Engin verðhækkun í Klæðavcrzl. Guðm. Síig'urðsísonar. Nýr ritstjóri. í sumar er var, var það fullyrt að Einar Arnórsson ráðherra mundi eigi — þó það kæmi fyrir að hann léti af ráðherrastöðu — aftur gerast prófessor við Háskólann (laun 4 þús.), heldur mundi hann ætla sér að verða sýsluguð í Árnessýslu (tekjur 10 til 12 þús.). Fyrir nokkru fullyrti blaðið »Landið«*) að Einar Arnórsson mundi ætla sér að verða bankasljóri. Eftir nýjustu fregnum er þetta algerlega rangt hjá »Land- inu«. Hr. Einar Arnórsson ætlar sér, ef hann einhverntíma lætur af ráðherrastjórn, að verða ritstjóri andtrúar-guðspekis- og kirkjublaðs- ins »ísafold«, sem þá á að breyta um stefnu, þannig að það hætti að vera dulfyrirbrigðaguðspekisanda- trúarkirkjublað og verði aftur stjórnmálablað. Búist er jafnvel við að hr. Einar Arnórsson taki við ritstjórn ísafoldar áður en hann lætur af ráðherraembætti, og halda menn það af því, að hann hafði stjórnað blaði þvi, er kom út af »ísa- fold« á laugardaginn var, þó ekki stæði það í blaðinu. Ekki vita menn hvort hr. Ólafur Björnsson gegndi ráðherraembættinu meðan herra Einar var að rita »ísafold«; segja það sumir, en aðrir ósanna það. Heyrt A, »Skj»l<lt>reid«. A.: » . . . »ísafold«, þar er nú komin breytingin á«. B.: »Já, mér þykir það; mér datt í hug, þegar eg sá Laugasdags- blaðið, það sem stendur í þjóðsög- unni: »hér má nú sjá flngraför and- skotans á ýsunnk. »JElclfj(m á, Breið«.lirð>i« heitir ritgerð, sem dr. Helgi Péturss hefir birt í »Lögréttu« nýlega. Spáir höf. að eldgos séu í vændum á Breiðafirði, og má stórmerkilegt heita, ef segja má slíkt fyrir. Ekki á höf. þó von á gosunum strax; ef til vill koma þau ekki fyr en nær veröur komið því takmarki, en nú, »að snúa svo öflum náttúrunnar til þjónustu við þroska lífsins, aðjafn- vel eldgosakrafturinn fái ekki að geysa taumlaust«. Margt er fleira í ritgerðinni, sem skynsamir menn hafa gaman af að lesa. Himinn og jörð. Sljörnnstærðir. Til hægðarauka fyrir þá, sem at- huga stjörnurnar, er þeim skift í stœrðir, ekki eftir hinni réttu stærð þeirra, heldur eftir þvi, hve skærar þær virðast héðan af okkar hnetti. Athugaðu stjörnurnar í Karlsvagn- inum. Par eru fjórar stjörnur af 2. stærð, tvær af 3. stærð og ein af 4. stærð. Bétt hjá miðstjörnunni (hún *) Blaðið sem hr. Björn Krist- jánsson er ekki aðalútgefandi að, en Jakob Smári ritstjóri, Loftur Gunnarsson afgreiðslumaður, og Jóhannes Jósefsson kaupandi að. heitir Mizar) í stöng Karlsvagnsins er stjarna, sem skín mjög dauft, hún (heitir Alcor og) er stjarna af 5. stærð. Pegar líður á kvöldið, má sjá skæra stjörnu (í austri) niður af »stöng« vagnsins; það er stjarnan Arktúrus, sem er 1. stærðar. Þær stjörnur, sem eru daufari en Alcor, eru 6. stærðar, en fáir sjá þær ber- um augum. Athugaðu nú vel stjörnurnar í Karlsvagninum, þá sérðu huerjar fjórar af þeim eru annarar stærðar, hverjar þriðju, og hver fjórðu stærð- ar. Pað borgar sig, að athuga stjörnurnar! Skæra stjarnar, sem sést á kvöld- in í vestri, er reikistjarnan Venus. Myndagátur. Báðningarnar á gátunum í síðasta blaði eru sem hér segir: 1. Tóm as = Tómas. 2 B og i = Bogi. 3. Tóm sen = Tómsen. Báðningin á verðlaunagátunni er: (Pór =) guð mund ás andi = Guð- mund á Sandi. Fjórar ráðningar bárust blaðinu í tíma, og voru þær frá Ólafi Pór- arinssyni Njálsgðtu 54, Svanfríði Hjartardóttur Suðurgötu 8 B, Ingu Porkelsdóttur Stýrimannastíg 8 B og frá »1925« (A I B E?) Úr því hamingjunni þóknaðisl að láta blað- inu berast svona margar ráðningar, ætlar blaðið að gefa fern verðlaun (haldið að það ryðji sig!) Um verð- launin var dregið í prentsmiðjunni Gutenberg í gær kl. 12,i. Verðlaunin hlutu: Inga Porkelsdóttir og »1925«. Bókin til Ingu Porkelsd. verður send í dag. »1925« er beðin að ráðstafa sínum verðlaunum. Hér kemur ný gáta eftir Bíkarð: Verðlaun fyrir að ráða þessa gátu er það, sem myndin táknar — en sækja verða menn það sjálfir. Kveðjur. \ Thor E. Tnlinius. Bitstj. þakkar fyrir blöðin! Læknir. Bitstj. þakkar fyrir bæði bréfin. Pér megið reiða yður á, að verka- menn bjóða fram landlista! »1925«. Pér segið að gátan nr. 3 (Tómsen) sé »illa til fundin«. Pað er satt. Sendið blaðinu einhverjar betri. Obreyttnr liðsmftðnr. Bréf yðar mun birt í næsta blaði. Strútan. Vísurnar hefðu verið góðar hefðu þær verið úr eintómum nöfnum úr mannanafna-bókinni Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.