Dagsbrún


Dagsbrún - 26.03.1916, Side 2

Dagsbrún - 26.03.1916, Side 2
44 DAGSBRÚN Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu sætsaít. Dagsbrún heldur fund í Groodtemplarahúsinu á Mánudaginn 27. þ. m. kl. l'h s. d. Hækkun á kaupi (á dag- og eftirvinnu) fyrir félagsmenn, verður til umræðu. Nauðsynlegt er að hver einasti félagsmaður komi á fundinn. Getið þess á Mánudagsmorguninn við vinnuveitendur, að þið hættið vinnu kl. 7 þetta kvöld. Iieykjavík, 24. Marz 1916. £B»tjór*iiin. Vitleysur Jóns Þorlákssonar. Nokkrar af' þeim. Því miður er altof litið rúm í Dagsbrún til þess að hún geti talið upp allar þær Qarstæður og vitleysur, sem hr. landsverk- fræðingur Jón Þorláksson hefir látið sér um munn fara í raf- magnsmálinu. Það verður því að nægja hér að taka aðeins fáar þeirra. Á síðasta bæjarstjórnarfundi fór hr. Jón mörgum og fögrum orðum um húsnæðisekluna.hér hér í bænum, og komst svo að þeirri niðurstöðu að fátækling- arnir, sein búa í einu herbergi eða tveimur, hefðu einna hvað mest gagn af því að komið yrði á raflýsingu, af þvi að þeir þyrftu altaf að láta loga Ijós! Nú vita allir heilvita menn (og þar á meðal Jón Þorláksson, þó hann láti svona) að bærinn getur ekki í einu ráðist í að reisa rafmagnsstöð, sem kostar 400 þús. kr., og að byggja ibúðarhús handa verkamönn- um. Hvert skyldi þá nú vera betra, fyrir þá, sem neyðast til þess að búa í ónógum híbýlum, að bærinn færi að byggja, svo þeir gætu fengið viðunandi bú- staði fyrir hæfilegt verð, eða að bærinn reisti rafmagnsstöð, svo þeir gætu fengið raíljós, til þess að upplýsa með eymdina? Allir vita, að af öllu því marga, sem liggur á hér í bæ, liggur mest af öllu á því að bygt sé, svfo Qöldi manns, þurfi ekki að búa í heilsuspillandi híbýlum. Jón Þorláksson veit þetta líka, þó hann geri sér það upp, að hann sé svo vitlaus að hann sjái það ekki. En ef nú væri reist hér raf- stöð, mundu fátækir verkamenn fá rafljós í bústaði sina? Eru likindi til þess að þeir húseigendur, sem nú fást ekki til þess að gera nauðsynlegustu endurbætur á bústöðum, sem þó eru leigðir út með ránverði, mundu fara að veita rafmagni inn í þessi sömu híbýli, svo leigjendurnir gætu haft rafljós? Ónei, það er ekki hætta á því! Fátækir verkamenn mundu því engin rafljós fá, nema þeir kostuðu sjálfir rafveituna, (sem þeir svo ekki fengu endurgoldna ef þeir flyttu). Raflýsingin yrði því ekki fyrir verkamenn, og það eru öll likindi til þess að hr. Jón Þorláksson sé svo kunnugur hér í Rvík, að hann segi hitt móti betri vitand. Önnur vitleysa hr. Jóns er það, að rafmagnið bæti úr at- vinnuskortinum, sem hér er á vetrin. Rafmagnið hlýtur þvert á móti að verða til þess að auka atvinnuleysið, að minsta kosti fyrst í stað, þar er mörg vinna, sem nú er unnin með handafli, mun verða unnin með vélum. Það þarf ekki rafmagn, til þess að bæta úr vinnuleysinu, heldur það, að vinnukraftinum sem er ónotaður, sé fylkt (or- ganiseraður). Það þyrfti ekkert atvinnuleysi að vera hér á landi á vetrin, ef þingið, bæjar- og sveitastjórnirnar, hefðu vilja og vit, til þess að byrja á at- vinnurekstri til að bæta úr vetr- arvinnuleysinu. En hvað á að gera á vetrin? Ritstj. þessa blaðs skrifaði hér um árið ritgerð í .Eimreiðina* um ýmsan atvinnu- rekstur, er reka mætti til þess að bæta úr afvinnuleysinu, og í »Tímarit Kaupfélaga« og í fyrstu blöð »Dagsbrúnar« um prjónles, er framleiða mætti af feiknin öll á vetrin, og er hér vísað til þess. Hr. Jón talaði um móiðnað fyrir bæinn, sem hægt væri að stofna, til þegar rafmagn væri fengið. Þetta er ein af vitleys- um hr. Jóns, þvi það þarf ekki að reisa 400 þús. kr. rafmagns- stöð, til þess að hægt sé að koma á móiðnaði, því móiðnað má sem bezt reka með hestafli (sbr. ritgerð hr. Ásgeirs Torfa- sonar efnafræðings í »Eimreið- inni«), og bærinn gæti, sem bezt komið sér upp móiðnaðarstöð fyrir nokkur þúsund kr. (og ætti að líkindum að gera það). Ein vitleysa skal nefnd enn. Hr. Jón talaði um að veita heitu vatni úr laugunum, hingað til borgarinnar, og hafa það til upphitunar. Þetta er engin vit- leysa, það má vel vera að þetta megi gera; en það er vitleysa að setja þetta í samband við rafmagnsstöð á 400 þús. kr., því slík vatnsleiðsla með heitu vatni i einangruðum pípum, yrði svo stórt og kostnaðar- samt fyrirtæki, að það, ef það á annað borð svaraði svo vel kostnaði, að það borgaði sig að leggja út í það, gæti borið eigin aflstöð. Setjum að það hefði ekki verið byrjað á hafnarbyggingu hér í Rvík. Hver efast um að herra Jón mundi þá hafa talið rafmagnsstöð eitt af aðalskil- yrðunum fyrir því að höfn yrði bygð? Sjálfsagt enginn! Meira um vitleysur hr. Jóns Þorlákssonar seinna. Andrés Björnsson. Andrés Björnsson cand. phil. er látinn. Hann varð úti á veginum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, og fanst ör- endur í svonefndu Gálgahrauni all langt frá veginum, eftir nokkra daga leit. Hafði hann lagt ölvaður af stað úr Hafn- arfirði og þvi vilst af réttri leið, og varð það honum að bana. Veðrið var hið ákjósan- legasta. Andrés var gáfaður maður, og að mörgu leiti hinn mannvæn- lcgasti, og hefði vafalaust nú verið talinn meðal allra mann- vænlegustu yngri manna hér- lendra, hefði hann ekki verið drykkjumaður. Það eru sumir sem álíta mönnum það i sjálfs- vald sett, hvort þeir eru drykkjumenn eða hófsemdar- menn. En slikt er hin mesta fjarstæða, slíku ræður misjafnt eðli manna, en ekki vilji. Andrés varð liðlega þrítugur. Hann var i alla staði liinn á- gætasti drengur, og er honum bezt líst með því að segja, að hann mundi hafa fyrirlitið þá hræsni blaðanna hér í Rvík, sem sagt hafa frá láti hans, að geta ekki hver var orsök þess. Úr bréfi Frá Sigurði á Yztafelli. Mig minnir að »Dagsbrún« haldi því fram, að bærinn (R.vík) eigi að byggja handa fólkinu. Þar er eg nokkuð á únnari skoðun. Eg vil að fólk- iö byggi fyrir bæinn »coopera- tivt«, sem mest eftir hinum nýju og farsælu dæmum í Höfn, sem Timar. heíir vist tvisvar getið um. Bærinn á að leggja til landið, með sem vægastri leigu í úthverfi eða nálægt bænum, og sé svo til hagað að talsverðar lóðir geti fylgt til garðyrkjunota. Bærinn^ sér um vegagerðir, vatn, lýs- ingu o. m. 11. á sama máta og i miðbænum væri, og veitir baktrygging fyrir lánum til húsagerðar mót aukaveðrétti í húsum og mannvirkjum hins nýja bæjahluta. íbúar auka verðmætið fljótlega með sínum handaverkum, sem framkvæmd eru í frítímum, og vextir og: afborgun koma af sjálfu sér, í mismun húsaleigu og auka- tekjum af jarðrækt einnig fyr- ir betri meðferð á sameign e» leiguábúð. Fólkið verður frjáls- ara, hugrakkara, ástundunar- samara, mentaðra o. m. fl.„ sem er ávöxtur sjálfshjálpar og samstarfs. Nýlendubúar þjóta á hjóluro eða i sporvagni til og frá starfasvæðinu í bænum sjálf- um, en búa svo að öðru leyti eins og í sveit. Auðvitað væri nauðsynlegt að vera vandur í vali mauna þeirra, sem byrja. Þeir þurfa að geta lagt eittlwað fram sjálfir, hafa líkur fyrir stöðugri atvinnu, vera ráðsettir og með> sjálfstæðislöngun o. m. fl. Þér sjáið að eg hefi hér fyr- ir augum samvinnubyggingar- félag eflir »Andelsprincipinu«y sem ekki er óprófuð hugmynd, og eins hitt að færa út byggð- ina svo borgin þoki fyrir landsbyggð, eða lagi sig eftir þesskonar nýbreytnisfyrir- komulögum, sem nú er óðuro verið að framkvæma erlendis og eigi þykir nógsamlega lofuð- Hr. ritstj. Sig. Jónsson. Yztafelli. Það er rétt skilið, Dagsbrún heldur því fram að bærinn, eigi að byggja, og það af því, að það er eina ráðið til þess að bæta á þolanlegan hátt úr húsnæðiseklunni. Þvi það eru Ileiri, sem þurfa að hafa við- unandi þak yfir höfuðið, en þeir, sem »hafa líkur fyrir stöðugri atvinnu«, og eru »ráð- settir, og með sjálfstæðislöngun o. m. fl.« Samvinnubyggingar- félög geta gert gagn, þar, senr ómögulegt er að aka bæjar- félaginu til þess að byggja, en þar, sem það er hægt, er betra að bærinn byggi. í fyrsta lagi af því, að það er ekki nema lítill hluti af verkamönnum, sem yfir höfuð að tala getur komið til mála að geti bygk I öðru lagi: Verkakaupið er ekki hærra en það, að mönn- um veitir ekki af því öllu fyr- ir sig og sína fjölskyldu til þess að lifa af þvi. Og séð frá sjónarmiði þjóðfélagsins er ekki vafi á, að það borgar sig betur að verkamenn noti þann hlutæ af kaupi sínu, sem þeir, ef þeir bygðu, yrðu að láta í af- borgun, lil þess að gera betur við börn sín. Þetta á þó auð- vitað ekki við, ef verkameniY eiga ekki kost á að búa í' heilnæmum húsakynnum með1

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.