Dagsbrún


Dagsbrún - 26.03.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 26.03.1916, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 45 BÆatjnrtafrse. Blómstnrfrse.. Begoniulaukar og fleiri tegundir nýkomnar. Mesta tkrval! Alt fræ frá f. á. selt með hálfvirði i Klæðaverzlun Guðm. Sigurðssonar. Svanl. ^enicliktsíióttir öðru móti en ,að þeir byggi sjálfir. En hér er aðeins verið að tala um hvort sé betra fyr- irkomulag til þess að bæta úr húsnæðisleysinu, að bærinn byggi, eða að verkamenn geri það sjálfir, og svarið verður, hvort á málið er litið frá sjón- armiði yerkamanna, eða þjóð- félagsins: Bœrinn. Vinsamlegast yðar Ó. F. Bannlögin. Herra ritstjóri! Þökk fyrir að þér ætlið að láta blað yðar styðja bannlaga- stefnuna. Með þvi aflið þér því styrktarmanna meðal ýmsra sem annars mundu láta það afskiftalaust, en hrindið engum frá því, sem annars væru lík- legir stuðningsmenn. En meira þarf að gera en tala eða skrifa alment um málið. Það þarf að taka til greini- legrar meðferðar hvert hneyxlis- atvik hér i bæ af völdum áfengis í opinberri grein, svo að þeir seku læri fremur að skammast sín fyrir að brjóta landslög, og lögreglan sofni ekki alveg. Ekki til neins fyrir oss bannvini að bíða eftir yfirstjórn Reglunnar. Stórtemplar yrkir erliljóð og guðspekissálma og vill engan »fornærma«. Ástvald- ur reiknar og reiknar og getur þó ekki reiknað hvað margir brennivínskútar eru innfluttir. Pétur telur upp ungfrúrnar eða »giftar jómfrúr« i Reglunni og skrifar Valtý vini sínum. Ind- riði er uppgefínn á öðru en skjalli um »Verðandi«. Jón er altaf að telja stjörnurnar í austri, og vorkennir með ind- verskri þolinmæði stjörnufullum bræðrum sínum. Haraldur er að gera nýjatestamentið að andatrúarbók, og enginn pró- fessor né prestur þorir að and- mæla þeirri speki. Guðmundur býst við uppreisn lukna og fer því hægt í sakirnar. Sem sagt máttarstólpar bann- laganna eru ýmist sofnaðir eða önnum kafnir í öðru, og við vinir þeirra erum því sem höf- uðlaus her. Og drykkjumenn hóta »að klaga okkur fyrir yfir- dóminum« ef við gefum þeim olnbogaskot. En ef þér viljið láta blaðið »Dagsbrún« taka praktiskt á málinu, þá skal ekki vanta stuðningsmenn. Það er nú t. d. altalað í bænum að fyllirí mikið hafi verið á árshátíð verzlunarmanna siðast, og er það sett í samband við að Bragi hafi verið nýkom- inn sunnan um haf, og sagt að bakkusarþýin hafi leigt sér her- bergi i Bárunni, þar sem eng- inn bindindis-»donsi« mátti líta inn. Eg veil ekki hvort þessi orðrómur er sannur, en það þarf að skora á lögregluna að rannsaka það, því að sé það satt, að tveir stúdentar eða kandidatar hafi nýlega verið sektaðir, annar um 100 kr. og hinn 200 kr., fyrir flytja áfengi í kompurnar í Bárunni, þótt það væri úr Braga. Búðalokur eru liklega ekki rétthærri en háskólaborgarar, og hvorir- tveggja geta orðið, ekki hálf- heldur alstúderaðir ræningjar þegar Bakkus kemur á þá her- fjötrum. Blessaðir setjið nú ekki upp neina silkihanzka þegar þér farið að skrifa um þetta, og ef þér gætuð notað eitthvað af þessu í blaðið yðar þá er það velkomið, enda þótt eg sé ekki annað en óbreyttur liðsmaðar. Yerkamannafélög og Kaupíélag verkam. Akureyrar. Eftir Sigarð Jónsson ritstj. Tekið úr »Timar. kaupfél.« með leyfi höfundarins. A siðast liðnum mannsaldri, eða svo sem fráþvi 1880, hafa ákaflega miklar breytingar orðið í þjóðlífi okkar, meiri en nokkurn tima áður, á jafn- stuttu tímabili. Þefta nær til flestra greina lífsstarfseminnar: Stjórnarfars, atvinnureksturs, almennrar þekkingar, félags- legrar samvinnu, stéttaskift- ingar, m. fi. o. fl. Og margt af þessu fer sjáanlega í vöxt með ári hverju. íslendingar hafa, frá því landið byggðist, aðallega verið bœndaþjóð — eins og Norð- forfeður þeirra —. En á nefndu árabili hefir ýmsum öðrum stéttum fjölgað hér stórkost- lega, þó bændastéttin sé enn fjölmennust. Það eru kauptún- in, sem í seinni tíð hafa dregið til sín fjölda manna, og þar hafa því komið upp nýjar stéttir manna: Iðnaðarmenn, hásetar, verkamenn o. fl. Kauptúnin hafa tekið við flestu af þvi fólki, sem ekki þóttist hafa olbogarúm í sveitunum, eða sem útþrá og æfinfýra- lönguri knúði til breytinga. Þar hafa kauptúnin verið hæl- Ameríkuvörurnar eru komnar i kaupfélag verkamanna. Þeir sem hafa pantað vörur hjá félaginu, ættu að vitja þeirra sem fyrst. ið og æfintýralandið, og þau hafa þvi um leið, að miklu leyti, stöðvað strauminn til Ameríku. Þó manni hljóti að vísu að vera hugarhaldið um það, að allir menn geti verið sem far- sælastir, hvar sem er í heim- inum, þá er það eðlilegt og al- gengast, að umhyggja og árn- aðaróskir beinist frekar að samlöndum manns, en fjær- skyldum þjóðum. Þess vegna fylgir og sérstaklega hlýr hug- ur þeim löndum okkar, sem leita gæfunnar handan við hafið, þó við vitum að kynslóð þeirra hverfi fijótlega úr tölu íslendinga. Hinir, sem ekki fiytja sig lengra, en að hafinu, hafa þó enn mesta hluttekning þeirra, sem eftir sitja heima. Þeir eru ekki horfnir okkar fámenna þjóðflokki. Þar enn kostur á margháttuðu sam- starfi i almennum málum, á öllum línum frá dalabotnum að sjávarströndum, og einnig úti á hafinu sjálfu umhverfis annes og voga. En meðal þessara nýju stétta í kauptún- unum, eru það aftur einkum tveir flokkar, sem standa okkur landræktarmönnum einna næst, sökum þess, að eðli og fram- kvæmd starfanna er með svo miklum skyldleik við okkar líf. Þessir flokkar eru: Hásetar og verkam- Iðnaðarmenn standa okkur tæplega eins nærri. Þeir eru ekki »útimenn« eins og hinir, hugsunarhættir og lífsskoðanir mótast þar því nokkuð á annan hátt, og svo getur þjóðin frekar komist af án framleiðslu þeirra en hinna. í flestum stærri kauptúnum okkar munu þessir tveir flokk- ar: Hásetar og verkamenn, mynda yfir helming fólkstöl- unnar, með fjölskyldum sínum og árlega fjölgun fólksins mun vera mest i þeim stéttum. Hvernig er svo daglega lifið og framtiðarhorfurnar í þessum stéttum? Ar frá ári krefur þessi spurn- ing vaxandi athugunar, bæði innan stéttanna og utan þeirra eigi að eins vegna fólksfjölgun- arinnar sjálfrar, svo þar af leiðandi er um hagsmuni fleiri manna að tefla, heldur engu síður vegna hins, að i bæjun- um hjá okkur sækir hröðnm fetum í sama horfið og í bæj- unum erlendis: að djúpið er alt af að aukast milli auðsafns og örbirgðar. Frh. Trésmiðirnir. Á fjölmennum trésmíðafundi sem haldinn var hér i bænum siðastl. Sunnudag, samþyktu frésmiðir að lágmark á kaupgj. frá 1. Apríl n. k. um óákveð- inn tima skyldi vera: 60 aurar um kl.st. fyrir útivinnu — yið húsabyggingar, en 75 au. fyrir kl.st. í eftirvinnu og á sunnud. Á vinnustofum — við hús- gagnasmiði 50 au. um kl.st., en 60 au. fyrir eftirvinnu og Sunnud. Ennfremur að samnings- vinna (akkord) hækkaði um 20 prct. frá því er nú væri. (Vísir). Dýraverndarinn. Dýraverndarinn er nýútkom- inn með ágætisritgerðum, eins og vant er; en það er ekki nóg fyrir félagið að gefa út ritið. Það þarf að gera meira, líta betur í kringum sig, hvað gerist hér í bænum um meðferð dýra, einkum hesta. Eg man ekki betur en stjórn félagsins hafi verið falið fyrir löngu að koma því til vegar við bæjárstjórn Reykjavíkur, að takmörk yrðu sett um, hvað ökumenn mættu vera yngstir, en ekki sést neitt bóla á* að það sé enn komið í framkvæmd. Er oft leitt að sjá, hversu ungæðislega strákarnir, sem hreykja sér í ökumanns- sæti, fara með hesta, og skal það tekið fram, að helzt er ungviði þetta frá brauðgerðar- húsunum. Ennfremur væri nógu fróð- legt fyrir stjórn félagsins að fá sér göngu út á Eiðsgranda og horfa á veginn, sem hestarnir eru látnir þræla með sandvagna úr fjörunni upp á mararbakk- ann. Það hefir oft verið ljót sjón að sjá það í vetur. Gaddakylfur eru sem óðast að koma upp aftur, og í vöxt virðist það fara að hafa aðeins einn ökumann með tveimur eða fleiri hestum og bætist þá á vagndráttinn að draga einn eða fleiri hesta með. Margt fleira mætti nefna, sem athugavert er. O. N. P. Sjálfstæðisflokkarnir, Þeir eru tveir sjálfstæðisflokk- arnir er sig svo nefna, »Þvers- um«, er kalla sig »hina sönnu sjálfstæðismenn« (sbr. hinn eina ekta kína-lífselixír, húmbúkslyf) og »langsum« (ísafoldarliðið), sem mjög væri vel við eigandi að kölluðu sig »hina ósviknu sjálfstæðismenn«, af því þeir hafa aldrei verið sviknir. "¦¦W

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.