Dagsbrún


Dagsbrún - 26.03.1916, Side 4

Dagsbrún - 26.03.1916, Side 4
46 D A G S B RÚN Gamlar og- nýjar sögu- og- fræðibækur, innlendar og erlendar, fást með 10®/«—75#/o afslættl í Sókabúðinni á faugaveg 22. Þeir sem þurfa að spara vegna dýrtiðarinnar, græða á því að verzla við Bókabúðina. Cfíta SZepfíyr sJCálslín 1 margar teg nýkomnar sparar peninga — sparar þvott! Ætíð nýtt. Einnig mikið af Slaufnm og Htílsbindum hvít- um, svörtum og mislitum. Fjölbreytt úrval. Engin verðhækkun í Klæðaverzl. Guðm. Sig’urðssonar. meira i rentu í sparisjóðnum, heldur en húseigandinn greiðir honum. En ef lóðiij hækkar i verði eins og venjulega er, þá stafar sú hækkun alls ekki af tilverknaði þess einstaklings, seiti bygði á lóðinni, heldur af almennum framförum i bæn- um. T. d. er ein lóð í miðri Reykjavik, sem nú er virt á 100,000 kr., en var fyrir fáum árum keypt og seld fyrir 14,000. Eigendur lóðarinnar hafa ekk- ert gert, fremur en aðrir menn i bænum, til að hækka hana í verði. Þessvegna á ekki þessi gróði að lenda hjá þeim, held- ur hjá þjóðfélaginu í heild sinni. Segjum nú að hin áður- nefnda lóð, sem um 1920 væri virt á 2000 kr. og gæfi bænum í rentu 80 kr., yrði árið 2000 orðin 100,000 kr. virði. Þá fengi bærinn í tekjur af þess- ari eign sinni 4000 kr. Og ein- mitt svona er fram|}róunin í hverri einustu borg í heimin- um, sem er að vaxa. Lóðirnar hækka svo að segja árlega í verði, við vöxt og eílingu borgarinnar, og sá fær gróð- ann sem þær á, hvort heldur er bæjarfélagið eða einstak- lingar. Land utanbæjar, sem ein- staklingar fá til ræktunar (en raunar ætti bærinn að rækta það sjálfur), ætti aldrei að láta með öðrum skilyrðum, en þeim, að bærinn mætti taka það aftur hvenær sem hann vildi með því að borga rækt- unarkostnaðinn t. d. 300 kr. á dagssláttuna eða meira ef sannvirði væri hærra. Afgjald af erfðafestulandi skyldi háð mati á 10 ára fresti eins og Ióðirnar. Sú meginregla, sem hér er bygt á, er að láta rétt vera rétt og hvern halda sínu, þjóðfélagið og einstaklinginn, gagnstætt því, sem hefur áður viðgengist í þessu efni, að sumir borgarar græddu óhæfi- lega mikið á tjóni bæjarfé- lagsins. Til að koma þessu í kring þarf að breyla erfðafesiulögun- um, að því er rœktunarland snertir, og fá samin heppileg lög um erfðafestu á hússtœðum. Það ætti að geta orðið á næsta þingi. Engum haldgóðum mótbár- um er unt að hreyfa gegn þessari stefnu. Manninum, sem húsið á, er það aðalatriðið, að fá land undir húsið, land sem hann fær ótakmarkaðan og öruggan notarétt yfir. Og fyrir efnalitla menn, sem vilja byggja er það hinn mesti léttir að fá þannig með lægstu pen- ingavöxtum lán fyrir lóð, án nokkurrar persónuábyrgðar. Hinsvegar skapar bærinn sér með þessu móti stöðuga og sívaxandi tekjulind, og kemur það sér vel fyrir bæjarfélag, sem er á hausnum fyrir lang- varandi óstjórn forráðamanna sinna. Að búast við rangind- um af matsnefndum, er fjar- stæða, þar sem jafnan er unt að áfrýja ákvæðum þeirra, ef um sýnilega misbeitingu þeirra er að ræða. Hr. Jón Þorláksson hefir stungið upp á að bærinn tæki lán handa mönnum sem vilja byggja sér hús. Þetta er hin mesta firra, og að afleiðingum til helst sambærilegt við hús- stæðagjafirnar gömlu. Hin eina hjálp, sem bærinn getur og á að veita mönnum, er vilja byggja sér hús, er sú að leigja þeim lóðirnar með þeim skil- yrðum sem bent hefir verið á hér að framan. í síðari kafla þessarar greinar verður talað um verðhækkunarskatt á lóð- um, sem eru í eign einstakra manna. Dulinn. Úr herbúðum hinna. Talið er vízt að hr. Sig. Eggerz verði frambjóðandi í þingkosn. í Vestur-Skaftafellss. og Einar Arnórsson í Árnes- sýslu, þegar þeir eru fallnir við landskjörið — hver á sínum lista. Athugulir menn, sem vel þekkja til veðrabreytinga f ísafold, fullyrða að hr. Sveinn Björnsson muni bjóða sig fram í Barðastrandasýslu. Skemra þótti ekki tiltælulegt að fara með Svein, en (næstum) norð- ur á Hornstrendur! Mælt er að Heimastjórnar- menn ætli að gefa út stefnu- skrá fyrir flokkinn og að 1. grein sé: Að trúa á Hannes Hafslein. 2. gr.: Að trúa á Hannes Hafstein og 3. gr.: Að trúa á Hannes Hafstein. Það fylgir sögunni, að greinar stefnuskrárinnar séu aðeins þrjár. Hneyksli. (Lauslega eftir »Vísi« 20/3-) Eg á ekki annað orð til yfir þá ráðstöfun bæjarstjórnarinnar á síðasla fundi, að banna raf- magnsnefndinni að fá isl. mann (t. d. Norðmanninn Smith) til þess að rannsaka og gera áætlun um kostnað við bygg- ingu og rekstur rafmagnsstöðv- ar fyrir bæinn. í nefndinni eru tveir verkfræðingar og flónslegt að álíta ekki hr. Jón Þorláks- son þæjarfulltrúa fyllilega hæfan til þess að dæma um það hvort það borgi sig ekki fyrir bæinn, að borga hr. Jóni Þorlákssyni verkfræðing (og tveim öðrum) niu þúsund krónur fyrir að rannsaka rafmagnsmálið. Hvað halda þessir sjö spekingar að sagt yrði í Noregi ef einhver bæjarstiórn þar færi að leita út úr landinu eftir hæfum manni, ef enginn væri til í landinu? Hér á landi hafa verið reistar margar rafmagnsstöðvar, og þó sumar þeirra hafi mishepnast, þá eru þó margar þeirra sem eru ekki alveg óbrúklegar, og er það þá ekki að svívirða is- Ienzku þjóðina? Eg veit að Jóni Þorlákssyni svíður sáran hvernig þetta mál fór, ekki vegna auranna sem hann missir við þetta, heldur af því að það er svivirða ís- lenzku þjóðina að álíta Jón Þorláksson ekki hafa vit á því sem hann ekkert vit hefir á. Borgari. eru að leita samninga við vinnu- veitendur um hærra kaup. Hefir kaup þeirra elcki stigið neitt síðan dýrtíðin byrjaði. Mun seinna sagt hér í blaðinu frá afdrifum þessa máls. Úr eigin herbúðum. Alþýðnsambandið. F'orseti sambandsins hefir nú verið kosinn Ottó N. torláks- son (úr Dagsbrún). í stjórn eru ennfremur: ól. Friðriksson (úr Hásetaf. Rvikur) varafors. Helgi Björnsson (úr Dagsbrún) gjaldk. Jón Baldvinsson (úr Prentaraf.) ritari, Jónína Jóna- tansd. (úr verkakvenf.) Sveinn Auðunsson (úr verkamf. Hafn- arfj.) og Guðm. Daviðsson (úr Dagsbrún). Fulltrúafundur í dag kl. 2 i Bárubúð uppi. Dagsbrún. Fundur Mánudagskvöld. Er íslenzkan ófullkomin? Um íslenzkuna segir herra Bjarni Jónsson frá Vogi, að hún sé »eitt hið fegursta og fullkomnasta móðurmál, sem mannanna börn eiga kost á«. En hvað segir Bjarni þá um það, að nokkrir menn eru að svioirða íslenzkuna, með því að segja að hún (ein allra tungu- mála mentaþjóðanna) sé svo ófullkomin, að hún þoli ekki, að þeir, sem eiga hana fyrir móðurmál, auðkenni sig með ættarnöfnum? Ætlar Bjarni að líða það, að menn svívirði þannig »eina hina fullkomnustu« tungu heimsins, móðurmálið hans, sem »hefir vafið sig um hverja hugsun« hans »og hug- arhræring sem líknarhjúpur« (ekki líknarbelgur) og borið gleði hans »út í birtuna og daginn, sem rómþýtt og radd- mikið bergmál«. Nafnbreytingar. Engilbert Einarsson verzlunar- maður, og bræður hans tveir, hafa látið lögskrá sér ættarnafnið Haf- berg. Þorsteinn Gíslason skáld (ritstj. Lögréttu) hefur látið lögskrá sér og niðjum sínum ættarnafnið Gíslason. Myndagátur. Myndagátuna í síðasta blaði réðu alls rétt um 20. Rétt ráðning er: leggur = beín li kart = beinhákarl. Þeir sem kæra sig um beinhákarl að verðlaunum, geri svo vel og sæki hann í sumar, sjö mílur fram af Reykjanesi. Einn af vinum blaðsins hafði ráðið gátuna »Legghlífar«, annar »Skráphákarl«. Hér kemur gáta, sem líklegast enginn getur ráðið. Hún er samin af Páli Jónssyni kennara á Hvann- eyri, en útgefin á ný endurbætt af af Ríkarði R. Jónssyni myndhöggv- ara. Hér er gátan. Spreytið ykkur núl Himinn og jörð. Löng grein næst. Prentsmiðjan Gutenberg. Prentarar

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.