Dagsbrún


Dagsbrún - 02.04.1916, Side 1

Dagsbrún - 02.04.1916, Side 1
IEMJIÐ EKKI | I ^ f ^ 1 ‘ ■ I I | ÞOLIÐBKt RANQ,ND, J L/ O o D n U 1N LBANQ,ND, BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 14. tbl. Reykjavik, Sunnudaginn 2. April. 1916.* Alþyðusamband íslands lieitir sambandsfélag íslenzkra verkamanna, sjómanna og iðn- aðarmanna, sem nú er búið stofna. Svo sem getið hefir verið um hér í blaðinu, eru þegar samin lög þess, og kos- in stjórn, og verður félögum út um land boðið að ganga í sambandið, svo fljótt sem þvi verður við komið. Sambandið hefir þegar tekið ákvörðun um að bjóða fram lista við landskjörið, og mun fljótlega verða tekin ákvörðun um hvaða menn alþýðuflokk- urinn hefir í boði. Hverjir þáð verða, veit enginn ennþá, en ráðherrar verða það ekki, hvorki nú- eða fyrverandi, ekki heldur aðrir embættis- menn, né kaupmenn, heldur verða það einbeittir og skyn- samir alþýðumenn, og umfram alt; menn, sem full ástœða er til þess að treysta, að þeir svíki ekki alþýðuna þegar á þing er komið. Alþýðusambandið er nú að semja sér stefnuskrá. Er það mikið verk og elcki alveg vanda- laust, þvi margt er hér á ís- landi öðruvísi en annarsstaðar þar, sem jafnaðarmenn heyja baráttu. Verður stefnuskráin birt, þá hún er fullger. Vinnusjóðir. »Ef þú vilt liomast áfram í heiminum verðurðu að spara«. Þeir sem þetta segja halda oftast að allir geti orðið ríkir með því að fylgja þessu ráði. En þeir gá ekki að hvað miklu auðveldara það er fyrir ríka manninn, sem hefir 10,000 kr. í árslaun, að spara, en fyrir mann sem hefir einar 1000 kr. og stóran barnahóp að sjá fyrir. Tíu þúsund krónu maðurinn getur haft 7—8 þús. króna af- gang árlega, ef hann er ekki mjög eyðslusamur, án þess þó að neita sér um lífsþægindi. Þessa spöruðu peninga leggur hann síðan i fyrirtæki er gefur honum 20—80°/o í ársarð, og jafnvel meira. Já, hann þarf ekki að leggja nema 8000 kr. einusinni í þánnig fyrirtæki til að fá 2000 kr. árlega með 25°/o vöxtum. Ef vextirnir leggjast við höfuðstólinn verða þessar 2000 kr. að fimm árum liðnum orðnar 24,426,56. Þannig vex auður hans eins og snjóköggull sem vellur ofan brekku í leys- ingu. Eitt þúsund króna maðurinn hefir enga útgerð eða annað arðberandi fyrirtæki, sem hann gæti vaxtað í sína peninga, til þess eru þeir of litlir. Þó hann geti með því að svelta börnin, konuna og sjálfan sig, og lifa í afarslæmum húsakynnum, ef til vill sparað 70—80 krónur á ári, leggur hann þær í sparisjóð gegn 4°/o vöxtum. Pannig er eina krónan fátœka mannsins 19 ár að verða tvcer lcrónur (í kr. 98f. En eina krónan rika mannsins verður á sama tima um sextíu og fjórar krónur (63,58), séu vextirnir 25°/o. Svo hefir ríki maðurinn láns- traust í bankanum, og þar fær bann lánað fé fátæka mannsins fyrir 6°/» vöxtu, (ef fátæki mað- urinn hefir nokkuð getað spar- að) féð leggur hann svo í arð- vænt fyrirtæki og græðir á því. Nú keinur til kasta fátæku mannanna, að taka sjálfir þenn- an ágóða — gróðann af fram- leiðslutækjunum. Og það geta þeir gert með því að stofna vinnusjóði. Vinnusjóðirnir ættu að mydast þannig að meðlimir verklýðsfé- laga legðu einhverja vissa upp- hæð, t. d. 5—10 krónur á ári í sérstakan sjóð* (hver félags- maður ætti sinn hluta í sjóðn- um), sem ávaxtaður yrði, þegar hann væri orðinn nógu hár, á þann hátt að honum yrði varið til að koma á fót einhverju arð- berandi fyrirtæki, sem starfrækt yrði einkum þegar lítið er um aðra vinnu. Nóg verkefni er fyrir hendi. Skinnin eru flutt út úr landinu óunnin, og seld landsmönnum aftur unnin, að viðbættum vinnulaunum, burð- argjaldi, fram og aftur, og ómakslaunum. Miklum kostn- aði mætti komast hjá, ef varan væri unnin í landinu sjálfu. Svo er einnig með ullina. Ýmis- legt fleira kaupum við að mestu eða öllu vinnu á í útlöndum, svo sem fatnað, færi, net, tunn- ur o. m. fl. er vinna mætti hér í landinu sjálfu. Versta böl verkamannanna er vetrar-vinnuleysið, það er því eitt af lífsskilyrðum þjóðarinnar í framtíðinni að koma upp iðn- aði til að vinna úr efnuin þeim sem ausið er úr auðsuppsprett- um hennar, svo menn hafi alt árið nóg að slarfa. Þeir, sein nú hafa hér pen- ingaráðin leggja auðvitað féð í þau fyrirtæki, sem þeir græða mest á sjálfur án tillits til þess hvort það er heppilegt fyrir þjóðfélagið. Verkamenn verða því að bæta úr böli þessu sjálfir með samvinnu. Krónurnar, sem hvor fyrir sig gelur sparað, verða ekki margar, og gera bara ríku mennina ríkari, eins og áður er sagt, en leggi þeir þær sam- an í einn sjóð, er hægt að gera margt gott með því. Upphæðin til þess er ekki há, þegar þess er gætt, hvað mikið menn græða á að vera í verkalýðsfélögum, og hve mikil heill það væri að hafa atvinnu alt árið. Þingið hefir kostað menn til utanfarar til að kynnast land- búnaðar og sjávarútvegsstörfum. Þjóðin ætti einnig að senda menn utan til að nema ýmsar iðnir. Iðnaðinum mætti koma á fót með aðferð þeirri er að framan er nefnd, og fengist þá, í einu: vetrarvinna og framleiðslutœkin opinber eign. Gæti það orðið til þess að ísland sykki ekki i það forað fátæktar og auðvalds er önnur mentalönd heimsins sitja í nú. Örn Hvað bœndur verða að skilja. Bændur ættu sem fyrst að láta sér skiljast, að framtíð land- búnaðarins er ekki komin undir ódýrum vinnukrafti, heldur undir því að bændur hætti búskapar- laginu, sem Njáll hafði, og taki .upp nýjan búskap. Framtíðar- landbúnaður Iandsins hlýtur að byggjast á ræktuðu landi og vélavinnu, og margt bendir á að bændastétt framtíðarinnar verði einyrkjar, og að þeir muni hafa með sér sameignarfyrirkomulag á dýrari vélum. Ennfremur eru líkindi til að býli framtíðarinnar muni standa þétt, og að hver bóndi muni ekki hafa meir undir, en vel það, sem hann, og fjölskylda hans, getur ræktað. Ivaupgjald .hlýtur að stíga i sifellu næsta mannsaldurinn, rás timanna ber það með sér, enda er það og réttlátt, þessvegna er landbúnaðurinn íslenski dauða- dæmdur, verði ekki tekið upp nýtt búskaparlag. í þessu sam- bandi er vert að athuga, að framleiðsla korns og annara landbúnaðar-afurða er ódýrari í Bandaríkjum Ameríku, en í í Rússlandi, þó verkamanna- kaupið sé helmingi til þrefalt hærra í Ameríku, en Rússlandi. Að framleiðslukostnaðurinn verð- ur samt minni í Ameríku stafar af því að Ámeríkumenn kunna að nota vélar, en að Rússar eiga að mestu leyti eftir að læra það. Nokkur alþýðu-þingmál. Svo sem getið er um á öðr- um stað hér í blaðinu, verður bráðlega birt stefnuskrá alþýðu- flokksins. Skal hér skýrt frá nokkrum atriðum er flokkuriun telur mtklu varða. Innflutningstollar og vörutoll- ur séu afnumdir. Tollar þessir hvíla svo sem kunnugt er, með öllum þunga sínum á alþýðunni og eru því afaróréttlátir*). í stað þess vill flokkurinn láta landssjóð fá tekjur: 1. með tekjuskatti, er greiðist af öllum tekjum, þó þannig, að þeir fjölskyldumenn, er hafa minni tekjur en ein- hverja tiltekna upphæð t. d. 1500 kr„ greiði engan skatt, en aftur hækki skatturinn tiltölulega meira, eftir þvi sem tekjurnar eru meiri. 2. með verðhækkunarskatti á lóðum og löndum. 3. með einkaverzlun á ýmsmn vörutegundum, svo sem kolum, steinolíu, salti og tóbaki. 3. með arði af atvinnurekstri. Mál þessi, og önnur er flokk- urinn setur á stefnuskrá sína, verða rækilega rædd seinna. *) Gísli Gislason geldur þannig jatnmikiö í landsjóð og Thor Jensen og Sigurður H. meira en Ásgeir Pétursson! Þjóðarskömm. Sé nokkuð sem varpar veru- legum skugga á þjóðlif vort í augum erlendra ferðamanna er hingað koma, — og i augum flestra óblindaðra íslendinga, — þá er það áfengissalan á flest- öllum farþegaskipum er fara hér með ströndum fratn. Það er eng- in smáræðis minkun allri þjóð- inni að allmargir svokallaðir heldri menn bæði hér í bæ og víðar í kaupstöðum vorum skuli vera svo vinhneigðir og ólög- hlíðnir að þeir ganga á eftir brytum og hásetum á skipum þessum að brjóta landslög og »hjálpa sér um eina flösku«. Þegar skipin eru að koma og fara bópast þessir »herrar« um borð í þessum veglegu(!) erinda- gerðum, og táka sér stundum far hafna á milli ýmist viljandi t- eða óviljandi í fyllirii, — til þess að svala sér. Það er eins og áfengisgræðgin

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.