Dagsbrún


Dagsbrún - 02.04.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 02.04.1916, Blaðsíða 2
48 DAGSBRÚN sé svo mikil að »þeir skeyti hvorki um skömm né heiður, skaða eða svivirðing«. Takmarkið þetta eina: »Drekka, drekka, drekka, drekka á meðan maður getur rent niður«. Eins^ og »kveðið« var fyrir mentamenn bæjarins hér á ár- unum. Þótt nokkrir efnispiltar bíði fjörtjón beinlínis af völdum of- drykkju árlega, auk heilsuspillis og siðferðislömunar margra ann- ara, — þá þykja það smávegis fórnir á stall Bakkusar, enda vinna flest blöðin trúlega að því að þagga niður hlutdeild Bakk- usar í þeim Qförum, Það má ekkí styggja drykkjubræðurnar »finu«, sem nokkurnvegínn standa uppréttir enn þá, og því siður má ýta við erlendu smigl- urunum, sem gera sér áfengis- þorsta sumra mentamanna og verzlunarmanna að féþúfu. ^ Reykvíkingum og Hafnfirðing- um, auk margra annara, er í fersku minni síðasta wafreks- verk« Bakkusar vor á meðal, — en eins og blöðin séu að bendla »hans hágöfgi« við slíkt, — og sennilega verður heldur ekki verið »að rekast í því« við á- fengissalann á »ísJandi« hver hlutdeild hans sé i verkinu. — Ætli stórstúkan sé sofnuð eða hvað? Það er altalað, að ýmsir leið- togar andbanninga hér í bæ ætli sér að koma lagafrumvarpi að á næsta alþingi, þar sem að- flutningsbannlögin séu afnumin, en sölubanni haldið, svo að hver maður megi að ósekju panta á- fengi handa sjálfum sér (og ná- ungum sinum(?)). Og aðalá- stæðurnar eiga svo að sögn að vera þær, að bannið sé tilgangs- laust, — svifti landssjóð toll- tekjum en sporni ekki gegn of- drykkju, því að menn drekki áfengi nærri því opinberlega á ýmsum skemtunum bæjarins og kaupstaðanna og glati líjR. og viti af drykkjuskap eins og fyrri. Það er því sízt að undra þótt þeir fagni yfir drykkjufleytun- um með ströndum fram, ham- ist gegn þvi að nokkuð sé tak- mörkuð áfengissalan á skipum Eimskipafélagsins íslenzka og telji sér hvert ofdrykkjuskipið til »inntekta«. — Siíkir andbanningar blygðast sín ekki fyrir að spana óþrosk- aða unglinga til drykkjuskapar og bannlagabrota. — En spá mín er, að dýr verði þeim slik bardagaaðferð gegn bannlögun- um. Pað ber ekki alt upp á sama daginn. Þótt »frændafár sveita- piltur«, sem andbanningahöfð- ingjum er sama um, farist í dag í áfengiselfunni, þá er ekki ó- hugsandi að Bakkus höggvi nær þeim á morgun, — ef þeir halda áfram að hjálþa honum inn fyrir landbelgina. Hitt mættu þeir og muna, að þrátt fyrir öll baonlagabrot og áfengiseyðslusemi nokkurra mentamanna og verzlunarmanna, þá líður fjöldamörgum heimil- um hér i bæ og viðar miklu betur að öllu leyti síðan bann- lögin komu. Þeir sem kunnugir eru fátækramálum þessa bæjar vita t. d. ofur vel að þeir eru ekki fáir fjölskyldumennirnir, sem áður eyddu mestöllu kaupi sínu fyrir áfengi og voru með köflum reglulegur heimiliskross, en eru nú alveg ólíkir í þeim efnum. — Og þótt það séu al- múgamenn, gleyma kjósendur þeim vonandi ekki þegar at- kvæði verða greidd »um afnára bannlaganna«. — — Sagt er að stúdentum hafi heldur en ekki gramist að eg hafði á orði um daginn að farið yrði að nefna nöfn þeirra í blöðunum sem fylgispakastir eru við Bakkus. En meira mætti þeim gremjast við áfengið: hvernig það fer að auglýsa. Og það mega þeir vita að bæjar- menn spyrja alment nú: Hver verðar nœstur? 2% 1916. Bannvinur. Tilkynning\ Samkvæmt fundarsamþykt verkmannafélagsins »Dagsbrún« 27. þ. m., verður kaup félagsmanna frá þessum degí, það sem hér segir: Á virkum dögum frá kl. 6 árd. til 6 síðd. 45 aurar um klst. frá kl. 6; —10 s. d. 60 aurar.. Á öllum helgidögum, að meðtöldum sumardeg- inum fyrsta, 1 kr. um klt, Reykjavik, 31. rharzl91b. Stiorniii Hljómleikar Jí^ofts C^tiÖiiáitiiidÍssoiJiait* verða endurteknir á sunnudaginn 2 Apríl í Bárubúð. Hr. fiinil Tiioroddsen aðstoðar. j Á.ögöngumiðar verða seldir í bókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar & ísafoldar á Föstudag og Laugardag og i Bárubúð á Sunnudaginn kl. 10—12 og 2—5 og við innganginn. Kosta 1 krónu. Landsjóðskolin. Hversu lengi «iga fátækir verkamenn, að horfa upp á kolabreiðurnar, sem landsjóður á hér i Reykjavik, án þess að geta fengið keypt af þeina eitt einasta pund? Kolin eru nú kominn í það geypi verð hjá eina kolasalan- um, sem hér er, að verkamenn hafa ekki ráð á að kaupa þau. Landstjórnin verður að fara að gera sér Ijóst hvers vegna hún lét kaupa þessi kol, hvort það var til þess. að geia bætt úr dýrtýðinni fyrir mönnum, eða hvort það var bara tit þess að mynda einskonar vara kolaforða fyrir útgerðar- menn. Á. 1 Verkmannafélagið »Dags- brún« samþykti á fjölmennum fundi nú í vikunni að hækka vinnulaun þannig, að enginn félagsmaður má vinna fyrir minna kaupi en 45 aura um tímann, frá kl. 6 á morgnana til kl. 6 á kvöldin, en frá þeim tíma til kl. 10 á kvöldin, 60 aura. Ennfremur setti félagið kaupið fyrir félagsmenn sína upp í 1 kr. um klukkutimann á sunnudögum — sama verð og borgað er fyrir næturvinnu. Vinnukaupið var fyrir stríðið 35 aurar um tímann hér i Reykjavik, en var i fyrravor sett upp um 5 aura og nú aft- ur um aðra 5. Það heflr því samtals síðan striðið byrjaði stigið að eins um tæp 29%, en á sama tima hafa margar helstu nauðsynjar verkamanna stigið um 40%. Kaupið er því enn- þá — þrátt fyrir þessa síðustu hækkun -- liðlega 11% lægra en það var fyrir stríðið, miðað við vöruverð. Með öðrum orðum: tímakaupið þyrfti að vera í9 aurar1) til þess að verkamenn fengju eins mikið nú fgrir einnar klukkustundar vinnu, og þeir jengu áður en strlðið héfst. Tilætlun félagsim með að hækka verð á sunnudagavinnu er að takmarka hana sem mest, og er feað vafalaust rétt stefna, hvort sein a máíið er litið frá sjónarmiði verkamanna sjálfra i -eða frá þjóðfélagslegu sjónar- miði. íþeim sem vinna strit- "vinnti alla vikuna, veitir sann- -arlega ekki af því að hvíla sig sunnudaginn. Enda er það •ekkert líf, að geta ekki verið að minsta kosti einn dag í viku hei-Hia hjá konu og börnum. Tilgangurinn er vissulega sá, að vinna til þess að lifa, en éfcki að lifa til þess að strita Sumstaðar erlendis er nú að komast á sá siður, að halda hvíldardag hálfan annan dag í viku, t. d. i Englandi, þar er það að verða föst regla, að vinna ekki nea?a hálfan laug- ardaginn. hugsa sér að nokkur assurance geti haft slíkt i hárri né lágri ábyrgð, þegar loginn stendur út úr á fleiri hliðar, skúffulaust. Eldvarnarlaust gólf og alt í hinni tilfinnanlegustu* niðurlægingu. Það væri svei mér fróðlegt réttarhald, sem haldið yrði um slíkt hús, ef til kæmi. Slíkar gjörðir þings eru þing- inu til sóma(!!l). Lög um það, sem að virðist helst eiga að vera lög um heilbrygðismál vanta, og að eldavélar skulu vera þannig, að það sé varla hægt að umflýja bruna og skaða bæði á lífi og eignum. Hvað lengi á þetta svona til að ganga, þar til sagt verður til þeirra, sem lögunum eiga að stjórna. Leigjandi, Aðsent. Þá er búið að»athuga hvað heilbrygðislögin eru rík af ákvæðum um ábyrgð á því hvað húseigendur mega sér stóra svívirðu, með því að hafa þessar húsakompur í allra herfilegasla standi. Peim er leyft að gjöra þær að örgustu svínastíum, fullar af drepandi bagterium, þegar það er fátæk- lingur, sem á hlut að máli. Þá er eldstæðið enn herfi- legra. Það er ómögulegt að 1) 45 + liðl. tl»/o af 35. Frá ÞórðL Guðgeir Jónsson! Þér sögðuði í fyrirspurninni eitthvað á þá leið, að ýmislegt væri athuga- vert við skrif mín, en þó eink- anlega við þessi orð: »HaIdið bara áfram o. s. frv.«. Það tölduð þér aðalatriði, þar lögð- uð þér áherzlu á! Það, að þér sögðuð, að margt þyrfti að skýra, sem eg hafði skrifað skyldi eg sem óbeinlínis fyrir- spurn. Eg sá að þér skylduð ekki aðalmerginn í því, sem eg sagði, og þessvegna gaf eg yður kost á því að skilja mig. Aðal- merginn skýrði eg, en aukaat- "ðiiiu, sem þér lögðuð áherzl- una á, slepti eg. Hér segi eg amen, og mér nr við að segja að gott væri að eg þyrfli ekki að eiga við marga skilnings-brekkusnigla frá þessu til eilífðar-nóns. Verið þér guði befalaðir! P. M.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.