Dagsbrún


Dagsbrún - 02.04.1916, Qupperneq 3

Dagsbrún - 02.04.1916, Qupperneq 3
DAGSBRÚN 49 Hvað gengur bæjarstjórninni með tograramálið? Margar þúsundir af íbúum þessa bæjar biða óþreyjufullir eftir svari. Yerkamannafélög: Og Kaupfélag verkam, Akureyrar. Eftír Sigurð Jónsson ritstj. Tekið úr »Tímar. kaupfél.« með leyfi höfundarins. (Frh.) ---- Verkmannastétt okkar hefir, fram undir allra síðustu árin, liðið þolanlega, alment tekið. Fjöldinn allur af eldri verka- mönnum hefir komið úr sveit- unum, með ekki mjög veiklaðan þrótt og oftast með dálítil efni. Þeir hafa því haft af talsverð- um forða að taka i nýju stöð- unni. Næsta kynslóðin, sem nú er óðum að koma fram á starfasviðið, hefir af minni forða að taka, og á einnig i flestu verri aðstöðu. Daglega lífið er þvi fyrir mörgum alls eigi gott og framtiðarhorfurnar fremur skuggalegar, ef alt er látið ráð- ast eins og verkast vill. Fó því sé enn eigi komið svo fyrir verkmannastétt okkar eins og algengt er í stórbæjum erlendis, þar sem margir verka- menn eru tímum saman at- vinnulausir og eiga að búa við sárasta volæði, andlega og efna- lega, þá er vissara að taka ráð sín í tíma í þessu efni, ef við viljum eigi að hér hrúgist bráð- lega saman slórborgasori, þó í smærri stil verði en erlendis gerist. Þetta finna og verkamenn sjálflr, sem betur fer. Þeir sjá hættuna og leita að ráðum til að komast hjá henni. Og ráðin eru hin sömu, sem ætið hafa bezt gefist þeim mátt- arminni: sambjálpin og sam- starfið, Samhjátpin er ómissandi 1 daglega lífinu, en nær alt of skamt á veg, ef hún kemur ekki aðallega fram i samstarfi. Það sýna allar stórgjáfir auð- mannanna, sem hafa fremur lítil áhríf á áimpjnna neyð fjöld- ans nó á dö^um. Alt öðru máli gegnir í’Tieð ýmsar tilraunir verkúmanna, erlendis, á sumum stöðum í seinni tíð, þar sem þeir snúa sér að samstarfmu innan flokksins, undir stjóm valinna trúnaðarmanna 'úr þeirra eigin verkahring. Að erlendum dæmum erú nú vhér á landi óðum að myndast og festast i sessi verkmannafé- lög í kauptúnum, sem Ieita sambands sin á meðal. Þessi félög hafa nú sitt sérstaka blað, og margt annað hafa þau með höndum, sem á að efla þekk- ingu og hagsæld félagsmanna. Þetta samstarf er að visu nauð- synlegt, en það er samt ekki nema undirbúningur til annara verulegra framkvæmda. Næstu stigin eru þá: að inn- leiða almenna samábyrgðartil- fiiming og slofna ýmis konar samtagsfyrirtœki (starfa »soIi- dariskt« og »(',ooperativt«). (Frh). Mahnskaðaveður skall á skyndilega fyrra Föstu- dag og varð það níu ís- lenzkum sjómönnum að bana. Munaði litlu að ekki druknaði fimmföld sú tala sjó- manna, þvi vist má telja, skips- hafnirnar af 4 bátum úr Grindavik samtals 38 menn, hefðu druknað, hefði skips- höfnin á fiskiskipinu »Esther« héðan úr Reykjavik ekki bor- ið gæfu til þess að bjarga þeim, Ýmsir góðir félagar úr Há- setaf. Rvikur eru á »Esther« t. d. Ingvar Þorsteinsson o. fl. Einkennileg sjón er að sjá húsið nr. 10 C. í Lækjargötu. Það kviknaði í því um daginn í ofviðrinu, og brann alt að innan, en stendur þó ennþá, því fyrir ötula framgöngu slökkviliðsins, tókst að drepa eldinn, án þess húsið brynni til grunna. og er slikt víst eins dæmi um timburhús, hér á landi. Slökkviliðið átti ekki sjö dag- ana sæla í brunanum, því hörku- frost var brunanóttina, en slökkviliðarnir eru nú víst flestir mestu karlmenni og kæra sig kollótta. Af brmiaiiðinu varð fyrstur á vettvang sami maðurinn og Várð það við æfingarnar tvær i fvrra- sumar. Einum degi fyr fá áskrifendur blaðið, en þeir sem kaupa það í lausasölu. Gerist pvi éstkrifendur. Samskot. Á siðasta fundi verkm.fél. »Dsgsbrún« var skýrt frá því að félagsmaður, sem var ný- dáinn hefði látið eftir sig mjög bágstadda ekkju. Skutu félags- menn þá saman og urðu það 84 kr. 49 aurar. Þetta ætti að gera i hvert skifti þegar fátækur félagsmað- ur deyr. P*entvllia. í greininni >»Bannlögin« í siðasta blaði stóð uppreisn »lnkna« í stað uppreisn lækna. Bækur um jafnaðarstefnuna. Öllum þeim, sem þekkja vilja jafnaðarstefnuna vel, er nauðsynlegt að lesa um hana á útlendum málum, þvi enn- þá vantar bækur um hana á islenzku, Rókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar hefir þessar bækur um jafnaðarstefnuna: H. G. Wells: Nye Verdener. Verð 1 kr. 50 aur. A. Bebel: Kvinden og Soci- alismen. Verð 1 kr. W. Sombert: Socialismen. Verð 3 kr. 50 aur. Mönnum út um land er ráð- lagt að draga ekki að panta þessar bækur, þar bókaverzl- unin hefir tiltölulega fáar af þeim. Utanáskrift er: Bókaverzlun S. Eymundssonar, Reykjavík. Magnús úr Hafnarfirði. Tveir uienn urðu satnferða úr Itafnaríirði til Rvikur. Hét annar Magnús og var kallaður prúði, pví hann var hið mesta prúðmenni; en ekki segir sagan hvað hinn maður- inn hafl heitið, en hér mun hann nefndur Stefán. Begar þeir sam- ferðamennirnir voru komnir til Rvíkur og voru að fara niður Skóla- vörðustig, mæta þeir prúðbúnum manni, og tekur Magnús djúpt ofan fyrir honum. »Hver var hann?« spyr Stefán. Magnús nefnir nafn eins versta fjárbrallarans í Reykja- vík. »Nei, eg er alveg hissa«, segir Stefán. »Og pú heilsar svoleiðis IDanni. Ertu gamalkunnugur hon- um?« »Ónei, það er eg nú elcki; eg hef varla talað við hann; en hann er vellríkur«, Eftir nokkra stund tnættu þeir verkamanni, sem kastaði vingjarn- lega á þá kveðju. En Magnús tók ekki undir, heldur starði út i loftið. »Heilsarðu ekki honum Jóni frænda þínum?« spyr Stefán. »Eg get ekki verið að heilsa öllum, sem eg mæti — og þá sizt þeim sem búa i kjöllurum«. »Á«, sagði Stetán, bað Magnús vera sælan, og geklc inn i búð, sem þeir voru komnir að. »Bölvaður drullusokkurinn«, heyrði búðarmaðurinn hann segja, en vissi ekki við hvern hann átti. Magnús hefði sjálfsagt heldur ekki vitað það, þó hann hefði heyrt til Stefáns. Hefur lesarinn nokkur ráð með að komast eftir þvi, við hvern hann átti? Prentarar. Samkomulag er nú komið á milli prentara og prentsmiðju- eigenda um að kaup prentara hækki um fimm krónur á viku hjá þeim sem eru eldri sveinar en eins árs, hjá nýsveinum 4 kr* og 50 aurar, og hjá vélsetj- urum um 3 kr. Samtal. Pó'rir: Hver skyldi borga brús- ann ? ' Jón: Hvaða brúsa? Pórir: Eg á við hver muní borga honum Árna ritlaun. Jón: Nú þú átt við hver borgi kúlana. Hver heldurðu að borgi þá nema bræðurnir sjálfir. Svoleiöis höfðingjar láta ekki vinna fyrir sig fyrir ekki neitt! Því máttu trúa. Vélbáturir.n Guðrún sökkk í ofviðrinu í fyrri vik- unni fyrir sunnan land, en skipshöfnin á vélbátnum »Freyja« bjargaði skipshöfninni. Sú saga gengur, að enskur togari sem hitti »Guðrúnu« hafi neitað að bjarga skipshöfninni, Ef þetta er satt, er nauðsynlegt að það verði staðfest með rétt- arhaldi. Reyndist það satt, ættu hásetafélögin að gera samþykt um að banna félögum sínum að ráðast á skip hjá skipstjór- anum, sem var á þessum enska togara (það má fá nafn hans, úr því skipið þektist) og ekki heldur hjá þvi útgerðarfélagi, sem togarann átti. Síðan ættu íslenzku blöðin aðf birta til- kynningu um þetta á ensku, og um hvaða svívirðingu þessi togari hefir með athæfi skip- stjórans bakað brezku þjóð- inni. Yrði það vafalaust til þess að enginn enskur togaraskip- stjóri þyrði að fara að ráði sinu, eins og þessi er sagður að hafa farið, « L S» Motto: Aö vera fæddur snill- ingur 'og vera skilinn, er dásamlegt. — Aö vera snillingur og misskilinn, er djöfullegt. »Loks höfum viö fengið að sjá hiö margþráöa snildarverk«, sagöi einn danskur rithöfundur, þegar hann sá Höddu Pöddu leikna í Khöfn. Þessi orð duttu mér í hug á Sunnudaginn var, þegar eg heyröi hljómleik fiólín-, orgel- og skilvindu- snillingsins I. Sveinsson. Hr. I. S. hefur ferðast víða í útlandinu, eink- um í. Vestmannaeyjum og Færeyj- um, og hvarvetna verið tekiö ágæt- lega. Hljómleikar hans siðasta Sunnudag tókust ágætlega; húsiö var nær fult, og mun fátt hafa vantað þar af heldra fólki bæjarins. Lék snillingurinn fyrst uokkur lög svo einkennileg, að þau hljóta að hafa verið eftir hann sjálfan. Enn- fremur nokkur, sem skv. skránni voru eftir ýms önnur tónskáld, en sem voru svo aðdáanlega leikin, að ómögulegt var að þekkja þau. Að lokum spilaði lir. I. S. nokkrar smáfuglaraddir á fiðlu, svo sem hrossagauks, mýrissnípu, skilvindu- grát og fossanið, og þótti mönnum langmest koma til hins siðasta. Var fossaniðurinn spilaður í fullar 5 mínútur, og svo aðdáanlega fint, að það heyrði hann ekki nokkur maður, eg hef nú ekki vit á musik

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.