Dagsbrún


Dagsbrún - 02.04.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 02.04.1916, Blaðsíða 4
D A G S B RUN og verð þvi að taka'mér í munn orð kunnra listdómenda, sem ekki hafa vit á þvi, sem þeir skrifa um. »Eitthvað er í pví, pó eg finni pað ekki«. Lille Egolf. Bataríin og HeilDrigöissamJyktin. Hér í bænum eru 11 bakarí; af þeim fylgir ef til vill eitt einasta heilbrigðissamþyktinni. Hvar sefur heilbrigðisnefndin og hinn launaði heilbrigðisfull- trúi? Úr eigin herbúðum. Verkamannafélagið »Frara« á Sauðárkróki. ístjórn þess eru: Magnús ^Guðmundsson (form.) Pétur Hannesson (rit- ari) og Ólafur Guðmundsson (gjaldkeri). Féíagsmeðlimir eru nú 63. Bakarafélag íslands. í stjórn þess eru Siggeir Einarsson (form.), Theódór Magnússon (féhirðir) og Kristján Hall (ritari). Skammagreinin í „Vísi". Sæll frændi Árni Árnason, skammakfaftur frá Höfðahól- um! Þú skrifar skammagrein um »Dagsbrún« í »Vísi« nú i vik- nnni, en árás þin er svo mátt- Jaus, að eg er dauðhræddur um að vinir þinir haldi að eg hafi sjálfur borgað þér fyrir að smiða hana. Þú lætur sem þér hafi mislíkað mjög greinin »Trollstjóradýrkun«, sem stóð í blaðinu í fyrra. Hvernig stendur á því, að þú ert fyrst nú, i lok marzmán., orðinn bál- reiður yfir grein, sem stóð í »Dagsbrún« í byrjun desember? Þetta er gáta, en því miður svo auðráðin, að það er ekki vert að heita þeim verðlaunum, sem ræður. Eða þorirðu að voga því sem þú hefir í einni ferð innan við skinntreyjuna? Ef þú heíðir lesið þessa um- ræddu greiní »Dagsbrún« öðru- vísi en fjandinn bannlögin, má vel vera, að mér hefði þótt ómaksins vert að hrekja allar vitleysur þinar, t. d. þá, að ráð- ist væri að konum trollstjór- anna í greininni, en eins og ástatt er, þykir mér það ekki ómaksins vert. Eg býst ekki við að hinn fyr- verándi forstjóri Miljónafélags- ins, hr. bæjarfulltrúi Thor Jensen, kunni þér neinar þakkir fyrir það, að fara að hreyfa nú á ný gjafamálinu. Það er skilj- anlegt að hann helst vilji láta hvíla þögn um gjafirnar frægu, og um það hvernig hann um sama leyti og gjöfunum var útbýtt, var að reyna að þröngva kosti hásetanna á»Skallagrimi«, til þess að ná frá þeim, eins miklu og gjafirnar námu. Það er oft gaman að þér, Árni minn frá Höfðahólum! Ekki síst þegar þú kemur fram á sjónarsviðið sem málfræðing- ur. í haust varstu að ólátast í »Fréttum« yfir þvi, að soð- fiskur (sem svo er nefndur um alt land, þó þú ekki vitir það) skuli vera nefndur soðfiskur, og í Vísisgreininni ofbýðurþér sú heimska að kalla bíóin og apóthekin »framleiðslatæki«. Mér dettur í hug, það sem hann séra Jón sagði við hann séra Jón: »Það er ekki alt vitlaust, sem vitlausir ekki skilja«, en ekki er eg þó hér að bregða þér um heimsku, því þú ert alt annað en það, þó þú sért búinn að drekkja öllu bezta viti þínu í brennivíni og öðr- um sterkum drykkjum, sem villimenn eru sólgnir i. Ekki ertu síður skemtilegur sem náttúrufræðingur en mál- fræðingur! Þér þykir það heimska mikil að segja að ekki verpi nema ein álft við hvert vatn. Ja, hvað skal maður nú segja! Eg fyrir mitt leyti verð að játa, að eg hefi aldrei heyrt getið um að álptarsteggirverptu. Og eg er satt að segja alger- lega vantrúaður á að þú gætir komið álftarstegg til þess að verpa svo miklu sem einu litlu fúleggi, jafnvel ekki þó þú fóðr- aðir hann á dagblaðinu »Vísir« eða annari jafnkjarngóðri fæðu, og læsir daglega yfir honum einn af þínum alþektu rök- studdu fyrirlestrum. Ó.F. Hvað „Politiken" kallar þá, í danska blaðinu Politiken er (28/5) fréttabréf frá Rvík og er þar sagt frá því að í Bæjar- stjórn hér í Rvík hafi nýlega verið kosnir tveir afturhalds- menn (Konservative) og þrír jafnaðarmenn. Þetta er orð að sönnu, því svo lítur út sem hr. Thor Jensen ætli að verða versti þröskuldurinn á vegi togáramálsins, og þá á hr. landsverkfræðingur ekki síður nafnið með rétlu. Hann er að sönnu það skynsamari en hinn, að hann sér, að það þýðir ekki að standa eins og staður hest- ur á móti kröfum alþýðunnar, og tekur því það ráðið, að bera fram algerlega ótímabært mál — rafmagnsmálið — bara til þess að hindra með því framgang svo nauðsynlegra mála, sem húsabyggingarmáls- ins og togaramálsins, Já, og svo auðvitað til þess að grœða á því peninga sjálfur. (Atbugasemd: Ritstj. »Dags- hrúnar« býr í Suðurgötu 14, er þess getið hér til hægðar- auka fyrir hr. Jón Þorláksson, ef hann sér sér fært að hrekja þessi ummæli með því að stefna ritstjóranum fyrir þau). Gamlar og- nýjar sögu- og fræöibæur, innlendar og erlendar, fást með 10°/°—75°/<> afslœtti í pkabúSiíim á íaugaveg 22. Þeir sem þurfa að spara vegna dýrtíðarinnar, græða á þvi að verzla við Bókabúðina. £Rfa SEopRyr JCáíslín margar teg nýkomnar sparar peninga — sparar þvottl Ætiö nýtl. Einnig mikið af Slauíum og Híilislt>intliim hvit- um, svörtum og mislitum. Fjölbreytt úrval. Engin verðhækkun í Klæðavcrzl. Guðm. Sigurðssonar. Myndagátnrnar. Rétt ráðin var gátan i siðasta blaði: Pjóðviljinn ungi. Pessir lesendur sendu blaðinu ráðningu: Stefán Eiríksson mynd- skeri, Guðm. Höskuldsson, Frakka- stíg 24, Óláfía S. Jónsdóttir, Jóhann T. Egilsson, Bergsstaðastræti 40, »114«, 1925, Guðrún Ó. Sigurðardótt- ir, Brekkustig 7, L. Lige, G. Júlía Kristjánsdóttir, Laugavegi 8, Jónas Sverrir Samúelsson, Laugavegi 53 B., Elka Björnsdóttir, Laugavegi 60, L. L., Jón Sigurösson, Laugavegi 56, Pórður Narfason, Auðbjörn S. Em- ilsson, Norðurpól, Guðm. T. Guð- mundsson, Gestur Ó. Friðbergsson. Pess skal getið, að verðlaun eru að'eins^borguð fyrir pærgátur, sem pess er sérstaklega getið um pegar pær standa i blaðinu. Hér kemur nú gáta, sem ekkert spaug er að ráða! Ríkarður segir að hún sé eftir mann, sem ekki vilji láta sín getið — líklegast er pað einhver speking- urfrá Austurlöndum (eða að minsta kosti austan úr Flóa) sem hefir búið hana til, eða pað er galdraniaður vestan undan Jökli. Verölaun. Sem verðlaun fyrir að ráða pessa gátu rétt, verður gefið eitt elntak af Dagsbrún frá pví nú, til árstoka 19J7, og verður blaðið sent heim til vinnandans ókeypis, eins pó hann flytji tíl Kina. Himinn og jörð. Blöðrnselnr. Vænan blöðrusel drap Einar Frið- riksson á Hafranesi vorið 1907. Var selur pessi hálfa sjöundu alin á lengd, og var húðin ein (blaut) nær hundrað pund. Hafi einhver drepið vænni sel væri gaman að fá að heyra um pað. ' Farfuglarnir. Nú eru peir að byrja að koma, og væri gaman, ef sem flestir les- endur blaðsins vildu skrifa hjá sér, hvenær þeir fyrst verða varir við hverja tegund. Þrösturinn er vanur að koma um petta leyti. Ritan (skeglan) sömuleiðis, enda er hún pegar komin. Af farfuglum sem koma í pessum mánuði má nefna mariu- erluna, kjóana (tvær tegundir) og smyrillinn. (Grein um farfugla er í 9. tbl. blaðsins í fyrra). (Langa greinin veröur enn aö bíða). Bakarar. Bakarasveinar hér í Reykja- vik eru að fara fram á lítils- háttar bætur á kjörum sínum; hafa þeir léitað samkomulags við bakarameistara, sem ennþá sem komið er, hafa litið sem ekkert sint sanngjörnum kröf- um sveinanna. Heyrst hefur að sveinarnir ætli að segja upp starfi sínu, ef meistararnir ekki vilja semja neitt, enda er trú- legt að svo sé, því nóga vinnu er að fá útivið, og það betur borgaða. Löngum orðheppinn. Hinn fyrveragdi tilvonandi þing- maður Húnvetninga, hr. Árni Árna- son frá Höfðahólum hefir löngum haft pað álit á sér, að hann gæti verið orðheppinn. Ekki mun petta álit á hr. Arna Árnasyni minka víö pað að hann hefir valið skammar- greíninni í »Vísir« fyrirsögnina »Ó- sæmileg blaðamenska*. Safnbreyting. Guðm. Bjarnason klæðskeri, Klapp- arstíg 1 C heflr tekið sér ættarnafnið Vikar. Þetta og hitt. Leiðin allra. Pað þótti tíðindum sæta þegarsú frétt harst út í vetur að Wilson bandarikjaforseti ætlaði að fara að gifta sig í annað sinn. Pó hafa þaö þótt ennþá meiri tiðindi, að Kitch- ener lávarður, hermálaráðherrann brezki, sem ný er 66 ára gamall, og ekki hefir verið giftur áður, ætlar nú að fara að giftast. Kærasta hans er ekkja eftir Minto lávarð, sem eitt sinn var undirkongur á Indlandi. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.