Dagsbrún


Dagsbrún - 09.04.1916, Qupperneq 1

Dagsbrún - 09.04.1916, Qupperneq 1
IEMjÍðTkkTI 1 ^ L Jf I l^Y rp01LIÐEKl« —'J U Au O D n U 1N L—J BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐP.IKSSON 1 5. tbl. Reykjavik, Sunnudaginn 9. Apríl. 1916. Verkamannalöggjöf, Eftir Erliny Friðjónsson. Eitt af því sein síðasta þing fól ráðherra, var að útvega sem gleggstar upplýsingar um útlenda verkamannalöggjöf, en aftur feldi þingið tillögu um það að skora á stjórnina, að semjafrum- varp til verkamannalöggjafar og lefegja fyrir næsta þing. »Mikil er viskan mannanna« sagði karlinn, þegar hann fór í ranghveifa duggarapeisuna. Þing- ið ranghverfir þessu máli í hönd-( um sínum, og samþykkir þar næst að ekkert skuli verðá í því gert, sem gagn sé að. Rétia leiðin. Hefði þinginu verið Ijós rélta Ieiðin í þessu máli, og það eitthvað viljað •gera, þá hefði það óefað skotið því undir alkvæði verkamanna- stéttarinnar, hvað helst þyrfti fyrir hana að gera af hendi löggjafarvaldsins; leiðin stóð opin fyrir þinginu hefði það viljað. Ekki var annað en snúa sér til verkainannafélaganna, og kynna sér hvar skórinn krepti fastast að. Þótt þingið hefði vilj- að láta eitthvað þarft af sér leiða í þessu máli, mun tæplega von á því að löggjöf fyrir verka- menn verði samin þeim til gagns, án hluttöku þeirra sjálfra í löggjöfinni. Tillögurétlnr. Eg geri hér ekki ráð fyrir öðru en tillögu- rétti, sem verkamenn hefðu um þá löggjöf, sem þeir ættu við að búa; það inun flestum Ijóst að enn hafa þeir engan fulltrúa á þingi og hafa því ekki getað ráðið neinu um þau réttindi sem landslög skapa sérstökum stéttum þjóðfélagsins, enda þarf ekki lengi að leita lil þess að verða þess var, að löggjafar- valdið hefir betur gætt hags- muna annara stétta landsins en verkamannastéttarinnar. Hér skal lítið eitt nánar vikið að því. Alkvæðisrélturinn. Itétt er að geta þess fyrst, að mikill hluti verkamanna hefir alt fram að þessu ári, verið útilokaður frá því að greiða atkvæði í þjóð- málum, — hann hefir verið sviftur þeim réttipdum, sem hverjum hugsandi manni þykir verst að vera sviftur og því hefir verið óspart haldið á lofti að verkamaðurinn væri ekki verður þess að hafa þann rétt. Skattamálin eru i þvi ástandi að langt er frá, að við þau sé unandi. Meginið af tekjurn landsins ern óbeinir tollar, sem aðallega hvila á efnalitlu fjöl- skyldufólki, þurrabúðarmönnum og fátæku kaupstaðarfólki og ekkert er gert af hendi löggjaf- arvaldsins til þess að bæta úr þessu ranglæti, sem þó er ber- sýnilegt liverjum manni. Ur þessu verður ekki bætt nema með hagfeldari löggjöf, en þeirri sem Iandsmenn hafa nú við að búa, og löggjafarvaldið ætti að finna skyldu sína til þess að bæta úr þessu ranglæli sem fyrst; það hefir í öndverðu skapað þennan órétt með rang- látri skattalöggjöf og því stend- ur næst að bæta fyrir syndir forfeðranna í þessu efni. Uilend löggjöf. f*ingið vill kynna sér útlenda löggjöf sem tytur að mnbyrðis félagsmálum verkamanna. Sjálfsagt væri liægt að læra margt gott af út- lendri löggjöf, en þinginu stæði nær að kynna sér liana á því sviði sem verkamannafélögin ná ekki yfir eins og t. d. í skatta- málum landsins. Gerðir lög- gjafarvaldsins í sjúkra- og líf- trjggingarmálum verkamanna þurfa sannarlega stóra endur- hót við ef þeim á að hlýta til lengdar og í þeim málum er ó- hætt að segja að löggjafarvaldið hefir gert ilt eitt, skyldað sjó- menn til að tryggja líf sitt í dýrasta og ósanngjarnasta líftrygg ingarfélagi sem þekkist hér á landi, og árangurinn af sjúkra- félögum hefir orðið sá að þeir fátækustu hafa borið hver ann- ars bvrðar. Löggjafarvaldið hefir verndað þá efnaðri frá því að bera byrðarnar með þeim fá- tæku. Ljót saga, en því miður sönn, Framh. - ---------- Brotið skilyrði. Eins og mörgum er kunnugt nýtur Jón Ólafsson, fyrrum rit- stjóri, nú 3000 kr. árlegs styrks úr landssjóði, og er kallað, að það sé til að gera orðabók ís- lenzkrar tungu. Tvö hefti eru komin út af bók þessari. Hið fyrrra var svo gallað, að einn maður, Einar Arnórsson nú- verandi ráðherra, tíndi saman á rúmri viku, eitthvað um 1000 orð sem hefðu átt að yera í þessu hefti (fyrir utan orðið »aktaskrift« sem líka vantaði í orðaskrána) en voru þar ekki. Siðara heftinu hafa menn ekki litið við, því að flestir vissu, hvernig það mundi vera. Að- eins ein hlið málsins mun vera rakin með því sem nær vísindalegri nákvæmnii í heft- um þessum. Það eru klám- yrði málsins. Og til að festa þessi gullkorn enn betur í minni, rökstyður orðabókar- höfundurinn þessi orð annað- hvort méð heilum eða hálfum klámvísum, eða sérstaklega viðbjóðslegum óstuðluðum samsetningi eftir höfundinn sjálfan eða hans nóta. Að öðru leyti er bókin algerlega ónýt, og ver en ógerð, þvi að þessi byrjun tefur fyrir að vei'kið verði unnið af hæfum mönn- um síðar. Þetta vissu menn raunar fyrirfram, og sennilega engir betur en sumir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með þess- ari fjárveitingu. En þeir bundu fjárveitinguna’ skilyrði, sem í þeirra augum mun hafa átt að friðþægja fyrir misgefið at- kvæði. Peir kröjðusl að Jón hœtti að blanda sér i pólitík, og lojaði liann því. Þar með átti að vera lokið þingsetu Jóns og opinberum afskiftum af þjóðmálum. Og þessi breyting var að áliti margra manna innan og utan þings, svo eftir- sóknarverð, að fjárveitingin, 3000 kr. á ári, var talin rétt- lætanleg. Þjóðin mun yfir- leitt hafa verið á sömu skoðun, en jafnframt haldið fast við það skilyrði, að styrkþegi bland- aði sér ekki framar í opinber mál. En Jón virðist nú hafa glevmt því að 3000 krónunum fylgdi skilyrði. í nýútkominni Iðunni veltir hann sér yfir jafnaðarstefnuna, telur liana sérsiaklega meini blandna villu, og bregður mönnum, sem hafa óhlutdrægt skýrt frá viss- um atriðum þeirrar stefnu um grunnhygni, fljótfærni, þekking- arleyrsi, og gefur i skyn að verk þeirra sé vel til fallið að afla »þeim fylgis grunnvitra manna og óvandaðs skríls«. Eftir þessu munu þeir menn hér á landi, sem hallast að jafnaðarstefnunni eiga að fá þessi virðingarheiti. Ef svo skyldi reynast að Jón Ólafsson yrði nú vakinn upp til að tefja íýrir viðgangi jafnaðarmensk- unnar hér á landi, þa er ó- vandari eftirleikurinn. Þá er alveg sjálfgefið, og raunar hvort sem er, að styðja að því að losa landið við þennan bitling til J. Ó. — Og þetta ætti að verða alþýðuflokknum því auð- veldara, sem annar flokkur, nfl. hinir óháðu bændur, hafa lýst yfir fullkomínni andúð á þess- konar bitlingum. Hin eina sanna réttlæling fjárátyrksins til Jóns Ólafssonar, nfl. sú, að þjóðina vanhagi um orðabók }rfir klámyrði íslenskrar tungu, en tæplega nógu veigamikil til að láta áðurnefnda upphæð verða að eftirlaunum handa »aktaskrifaranum«. J. J. Staka. Léttum hossar lieimurinn linitir krossa’ á tossa seltur hnossum lieimskinginn hlýtur tossa-blossa. Hrafn. Öfugstreymi. Það er margt öfugstreymið hér á landi, og eitt er það, að landssjóður og bæjarsjóðir munu jafnaðarlega hafa borgað lægri vinnulaun en aðrir. í fyrrasumar munu að eins fáir verkamenn hafa haft 35 aura um kl.tímann í vegavinnu, flestir lægra. Þetta er bæði verkamönnum sjálfum og land- inu til háðungar. Og það er að miklu leyti verkamönnum sjálf- um að kcnna, ef þetta viðgengst í sumar, því útlit er fyrir næga vinnu nú, og það er ekkert mætara að vinna hjá landssjóði f)rrir lágl kaup, heldur en hjá öðrum. Forráðamenn lands- sjóðs ættu heldur ekki að sjá eftir þolanlegu kaupi til verka- manna, þvi það er þjóðarhagn- aður, hitt er bæði þjóðarskaðí og þjóðarskömm, að verka- menn hafi sultarlaun, og það tekur út yfir allan þjófabálk, þegar »það opinbera« legstsvo lágt, að klípa utan úr lágu kaupi fálækra verkamanna, á sama tima og það elur sælkera Mr yniir sem spila á piano eða liarmonium verða að eiga freyjuspor. *óÍ"«‘öiumA

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.