Dagsbrún


Dagsbrún - 09.04.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 09.04.1916, Blaðsíða 4
54 DAGSBRÚN Pafekarávarp. Hjartans þakk- læti votta eg hér með öllum þeim í verkamannafélaginu Dags- brún, sem auðsýndu mér hlut- tekningu með peningagjöfum við fráfall Sigurgeirs Kristjánssonar. Póreii Árnadóttir. Nútíð og framtið. Þegar verið er að ræða kjör og hagsmuni almennings á bvern hátt megi ráða bót á þeim mörgu misfellum, sem á þeim eru, þá má ekki eingöngu ræða um framtíðina, það má ekki gleyma alveg nútíðinni. Vér megum ekki starblína svo á það, sem vér viljum fá og sem vér álítum að vér eigum rétt á að fá, en sem vér sjáum að vér munum ekki geta náð í nánustu framtíð, að við gætum þess eigi að stíga þýðingarmikil smáskref sem færa oss nær takmarkinu. Jeg skal að vísu játa að langt er frá því, að ég þekki jafnað- arstefnuna út í ystu æsar, en en eftir þvi, sem mér hefir skil- ist, stefnir hún, að því að þjóð- félagið í heild sinni hafi sem flest framleiðslutæki í sínum eigin höndum og njóti ágóðans af þeim. Að þjóðfélagið taki á sig ýmsar skyldur er nú hvíla á herðum einstaklinganna, og þá oft á herðum þeirra er síst eru færir um að bera þær. Jafn- aðarmenn vilja t. d. að þjóðfél- agið Iáti öllum í té ókeypis læknishjálp og þessháttar, þegar sjúkdóma ber að höndum. Þetta virðist nú, ef til vill, sumum nokkuð »djúpt tekið í árinnicf, en fyrir mínar sjónir kemur kenning þessi, sem nokkurs konar stækkuð mynd af sjúkra- samlögunum, eða með öðrum orðum áframhald af þeim. En ég þykist líka sjá, að í nánustu framtíð verði þessu skipulagi ekki komið á. Við verðum því að hafa dálitla þolinmæði enn, og hagnýta okkur eftir föngum réttindi þau og hlunnindi er núiídin getur látið oss i té, án þess þó að missa sjónar á tak- marki voru, sem vér œllum að ná í /ramtíðinni. Þess vegna álít ég það skýlausa skyldu hvers manns, sem á þess nokkurn kost, að tryggja sér og sínum, meðöl, læknishjálp, sjukrahús- vist o. s. frv., sem sjúkrasam- lögin láta oss í té, þetta geta áreiðanlega fleiri en gera. Það er eingöngu tómlæti manna, sem hér er um að kenna, sem víðar, og sem, ef til vill, flytur einhvern eða einhverja á sína sveit, áður en lýkur, og er ef til vill þegar búið að því. Hver sæmilega skýr maður ætti að sjá, að með þeim launum og útgjöldum sem verkamenn hafa orðið og verða nú að sætta sig við, eru þeir ekki einfærir um að mæta heimsókn alvarlegra, og ef til vill, langvínnra sjúk- dóma, en þó að sjúkrasamlögin sjái ekki öllu eilíflega borgið, er þau þó óneitanlnga góð vörn, — Þeir sem, án orsaka, ganga fram hjá sjúkrasamlögunum, eða slá því á frest að gerasí félags- menn, drýgja að mínu áliti, stórsgnd gagnvart sjálfu sér og sínu slcglduliði. Ekki þurfa menn að forðast sjúkrasamlög vegna þess að menn þiggi þar ölmusu, það er þvert á móti, samlagsmenn eiga heimting á fyrirfram ákveðinni dagpeninga- upphæð, læknishjálp, lyfjum. sjúkrahúsvist o. s. frv., þeir geta gengið að því sem hverri annari eign sinni, sem nokkurskonar varasjóði, en þurfa ekki að sækja um það lil nokkurs manns. Vér eigum því nú og í nán- ustu framtíð að liagnýta okkur sjúkrasamlögin, og þeir, sem enn eru ekki orðnir samlagsmenn, en eiga þess kost — og þeir eru margir — eiga að ganga í þau tafartaust. í framtíðinni rætist væntanlega hugsjón jafnaðar- manna, sú er ég mintist g hér að framan, — en hvort sem langt eða skamt verður að bíða þess, þá er eitt víst, og það er, að sjákrasumlögin verða þar elcki til fgrirstöðu. Pórgeir Myndagátur. Aíyndagátuna í síðasta blaði réðu aðeins fjórir rétt: Guðm. Jónsson, Kristinn Jónsson þingholtstræti 25, Ásg. E. Lindar- götu 5, og Sveinn Víkingur stud. art. Kélt ráðning er: Gr-ettir Ás-m-und-arson = Grettir Ásmundarson, Af prentururn i Gutenberg var dregið um pessi 4 nöfn, (prír, sem allir hétu Björn, báru vitni) og hlaut Guðmundur Jónsson verð- launin. Hann er beðinn að láta vita hvert á að senda blaðið. Hér er gáta: Hún er nú reyndar gömul en endurbætt af Rikarði. Verðlaunin. Dregið verður miili þeirra er ráða hana, og fær sá er hepnastur verður Dagsbrún ókeypis 1916, en et hann er áskrifandi nú, ókeypis næsta ár (nema hann vilji heldur láta senda einhverjum blaðið, ein- hversstaðar út um land). Ráðningin verður að vera komin til blaðsins til fimtudagkvöld. Himinn og jörð. Þrestir. Aðeins ein tegund prasta verpir hér á landi, en pað er skógarpröst- urinn (Turdus iliacus), en tvær aðr- ar þrastategundir sjást hér við og við, gráþrösturinn, er Norðmenn svo nefna, ogsvartprösturinn (T. merula) Hinn síðarnefndi kemur mikið oft- Gamlar og- nýjar sögn- og- fræðibæur, innlendar og erlendar, fást með 100/o—75% afslætti í ^ékabúðinni á laugaveg 22. Þeir sem þurfa að spara vegna dýrtíðarinnar, græða á því að verzla við Bókabúðina. Matjurtaírte. Blómsturíræ. Begoniulaukar og fleiri tegundir nýkomnar. Mesta úrval! Alt fræ frá f. á. selt'með hálfvirði í Klæðaverzlun Guðm. Sigurðssonar. Svanl. Benidiktsdióttir Cílía SéQpRyr úCáíslín margar teg nýkomnar sparar peninga — sparar þvottl yEtíð nýtl. Einnig mikið af Sliiuf um og hvít- um, svörtum og mislitum. Fjölbreytt úrval. Engin verðhækkun í Klæðavcrzl. Guðin. Sig-urðssouar. ar hingað, og er ekki ótrúlegt, að pað mætti gera hann landlægan liér, pví hann er ekki farfugl, (efhonum væri geíið á vctrin pegar liann kemur), og hengdir upp hreiður- kassar fyrir hann. Svartþrösturinn er mjög fallegur fug), og hljóð hans fögur. Skógarþrösturinn erfarfugl; kem- ur hann stundum pegar í Marz- mánuði, og er par til í Oktober eða jafnvel Nóvember. Hann verpir' hér á landi einkum í birki- eða öðru kjarri, en pó einnig víða ann- arsstaðar, t. d. heyrði sá, sem petta ritar, skógarpröstinn syngja hér [í Rvík, nálega á hverri nóttu allan j Júnimánuð í fj'rra, og sá hann líka J altaf við og við. Söngur skógar- prastarins er sérlega Ijúfur, og pykir mörgum hann alt eins fagur og söngur söngþrastarins (d. Sang- drossel). Vafalaust mætti liæna skógarprestina að mannahíbýlum og einnig auka tölu þeirra með pví að hengja upp fyrir pá hreiðurkassa. Skógarprösturinn fer á vetrum suður i Afríku. og líklegast alveg suður í Kap. Þetta og hitt. Yestmanneying'ar skutu í haust saman liðugum pús- und krónum til úthlutunar meðal ekkna peirra manna er fórust við ísafjarðardjúp 27. nóv í haust. »Helgi magri« frá Akureyri, sem er fyrsta íslenzka skipið er stundar veiðar við Noreg, var búinn að fá 60 þús. kr. afla þegar síðast fréttist. Blaðið »íslendingnr« er vinsamlegast beðinn að hafa pað eftir Ól. Friðr, að bisamrottu- sagan, sem stóð í 6. tbl. »ísl.« sé argasta lygasaga. Við þurfum að fá ýmsar nýar dýrategundir til landsins, pess vegna geta sögur, lik- ar þeirri, er nefnd var, gert skaða, pótt vitlausar séu. Prentsmiðjan Gutenberg. Bækur u m jafnaðarstefnuna. Öllum þeim, sem þekkja vilja jafnaðarstefnuna vel, er nauðsynlegt að lesa um hana á útlendum málum, því enn- þá vantar bækur um hana á íslenzku. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar hefir þessar bækur um jafnaðarstefnuna: H. G. Wells: Nye Verdener. Verð 1 kr. 50 aur. Á. Bebel: Kvinden og Soci- alismen. Verð 1 kr. W. Sombert: Socialismen. Mönnum út um land erráð- lagt að draga ekki að panta þessar bækur, þar bókaverzl- unin hefir tiltölulega fáar af þeim. Utanáskrift er: Bókaverzlun S. Eymundssonar, Reykjavík. Jafnaðarstefnu-moli. Við jafnaðarmenn viljum sum- staðar gera mun, þar, sem nú jöfnuður. Nú eru t. d. þeir sem ríkir eru hér um bil undan- tekningarlaust metnir mikils, jafnvel þó þeir séu heimskir og illgjarnir, og eins eru fátækling- arnir yfirleitt virtir lítið. Við viljum meta menn eingöngu eftir því live duglegir, góðir og njTtir þeir eru, en ekki eftir því hve ríkir þeir eru. Við neitum því að vitið og manngæðin hafi aðsetur í peningapyngjunni.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.