Dagsbrún


Dagsbrún - 16.04.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 16.04.1916, Blaðsíða 2
56 DAGSBRÚN Um húsabygging Rvíkurbæjar, Nú er svo komið að allflestir Reykvikingar eru sannfærðir um að bæjarfélagið verði með einhverju móti að ráða fram úr húsnæðiseklunni. En flokk- ana skilur á um leiðirnar. Al- þýðuflokkurinn heldur fast við þá stefnu sina að bærinn eigi að byggja mörg hús og eiga þau sjálfur um aldur og æfi. Afturhaldsflokkurinn dansar nauðugur með í byggingarmál- ivu og virðist með engu móti geta hugsað til að bærinn eigi hús sem arðberandi eign. Þeir vilja láta einstaka menn byggja, en að bærinn láni þeim féð, eða ábyrgist það. Sömuleiðis að hann láti land undir þessi hús með sérstaklega góðum kjörum. Setjum svo að þetta yrði of- an á að bærinn lánaði t. d. hálfa miljón í þessu skyni. Húsin yrðu bygð, ef til vill einstök, dreyfð, sitt með hverju móti, eða þá »kassa« margar hæðir eins og virðist vaka fyrir Jóni Þorlákssyni. Hvort sem heldur væri, og hvort sem ein- stakir menn eða félög ættu þessi hús, mundu þau verða álíka dýr og þau eru nú, ef aðstreymið héldi áfram til bæj- arins og húsaleiga þess vegna óhæfilega há eins og nú er, þá mundu eigendurnir fylgjast með straumnum, setja húsa- teiguna upp og græða eftir föngum. En fátæklingarnir væru engu betur farnir en nú, þrátt fyrir þessa aðgerð. Og bæjarfélagið getur ekki með svona lagaðri hjálp ráðið neitt við óeðlilega hækkun húsaleig- unnar. Peningunum væri frá þvi sjónarmiði, sama sem kast- að i sjóinn. En ef bærinn byggir sjálfur verður annað uppi á teningn- um. Hann á nægar lóðir og byggingarefni, bæði sand og möl. Hann getur látið vinna að þessu verki á þeim tíma þegar minst er um atvinnu í bænum. Hann mundi Játa byggja marga tugi húsa með alveg sömu gerð og samstæð að mestu. Þar með yrðu út- veggir minni, og hægt að nota sömu mótin mörgum sinnum og er hvorttveggja afar mikill sparnaður. Þar sem um svo stórl fyrirtæki væri að ræða mætti nota vinnusparandi vél- ar miklu meira en einstakir menn gera. Af öllu þessu yrðu húsin líklega alt að því helm- ingi ódýrari en nú gerist. Bær- inn gæti þessvegna leigt helm- ingi ódýrara en aðrir menn. En það væri ekki sanngjarnt og millivegurinn bestur. Sfegj- um að dæmið á undan sé rétt, og að bærinn leigði Vi eða 25°/o ódýrara en húseigendur gera nu. (Sbr. gr. »Hvað gera menn erlendis?«) Þá græddi bærinn beinlínis á byggingunni. Leigj- endurnir sömuleiðis, og þessi fasta verðlækkun hefði óbein- linis áhrif á alla húsaleigu í bænum (lækkandi). Það væri til góðs, því að nú er leigan alt of há, og nálgast sumstaðar okur, Eina ráðið til að bæta úr þessu er að bærinn byggi á næstu árum c. 200 íbúðir. Viðar. Úr Stykkishölmi. Stykkishólmi 26. marz 1916. Kæra Dagsbrún! Eg man ekki til að eg hafi séð Dagsbrún minnast neitt á verkamannafélagsskap hér i Stykkishólmi, en þar eð verk- mannafélag er búið að vera hér staifandi meira en ár, álít eg ekki nema sjálfsagt, að fræða lesendur Dagsbrúnar um verk- félagsskaparhreyfinguna hér. 12. jan. 1915 var boðað til fundar hér meðal verkmanna í þeim tilgangi að koma hér á fót verkmannafélagi. A fund- inum mættu um 100 verk- menn og verkkonur, sem gerð- ust stofnendur félagsins. Lög félagsins voru samþykt á fund- inum er ákveðið verkkaup. Félagið hlaut nafnið »Fram- sókn«. Það virðist ekki úr vegi að minnast á vinnulag og þau kjör sem verkmenn verða að sætta sig við hér alment áður félagið var stofnað. Vinna hefir verið hér mjög stopul, svo undantekning má heita hafi maður haft vinnu hjá sama manni meira en nokkra tíma i einu. Til þess að verða ekki af þessari litlu og óstöðugu vinnu, urða þeir að vera til strax og kallað var, hvort held- ur var á nóttu eða degi, án þess þó að fá nokkuð hærra kaup fyrir næturvinnu. Vinnu- tími enginn ákveðiun, þeir urðu að gera sér að góðu að byrja og hætla vinnu þegar vinnuveitanda likaði. Kaup- gjald var að vetrinum og haust- in 20—25 aur. fyrir karlmenn en 15 til 20 aur. fyrir kvenn- menn. Þar að auki urðu þeir að gera sér að góðu, að taka verkkaup sitt út í vörum hjá kaupmanni, gátu varla fengið peninga til að greiða með op- inber gjöld. Þetta hafði pá afleiðing, að verkmenn urðu að sætta sig við þá okurverzl- un sem Stykkishólmur er orð- inn svo kunnur fyrir. Félagsmönnum var því Ijóst, að ekki væri einhlýtt að fá kaupið hækkað. Kaupmenn mundu jafna það upp með vöruverðinu. Þeir réðust því til að ná sér í vörurnar ann- arstaðar frá, og frá því um miðjan september til ársloka fengu þeir vörur fyrir 9000 kr. og hefir talist svo til, að fé- lagsmenn hafi grætt á þessum vörukaupum, miðað víð al- ment peningaverð hjá kaup- mönnum hér á staðnum fast að 2000 kr. Komið hefir til orða að stofna kaupfélag innan verkmannafé- lagsins, og getur svo farið að ekki verði langt þar tíl það kemst í framkvæmd. Nýverið hefir félagið sett það ákvæði inn í lög sín, að verkfélagsmenn væru skyldir að taka peningaborgun fyrir vinnu sína, og dylst engum sem til þekkir, að um það verði baráttan hörðust, því kaupmenn eru svoskamrnsýnir og einblýna svo á sinn stund- arhag, að þeir skoði þessa á- kvörðun verkmannafélagsins með llku hugarfari og nátt- tröllin forðurn er þau sáu dags- brún í austurátt. Ekki þurf- um vér verkmenn að kviða fyrir úrslitum þessa máls. Ef við erum samtaka er sigurinn vís. En því miður erum við ekki lausir við það, fremur hér en annarstaðar, að hafa mitt á meðal vor, huglitlar og einfaldar mannverur, sem hvergi virðast kunna við sig nema í tjóðurbandi kaupmann- anna. Að endingu vil eg taka það fram, að eg álít bráðnauðsyn- legt að verkmannafélög lands- ins -myndi sambandsfélag*) og hefi eg þá skoðun að slíkt væri hinn mesti styrkur fyrir þessa hreyfingu. Þá væri ekki ókleyft að hafa mann í þjón- ustu sambandsfélagsins, til að ferðast um að koma betra skipulagi á þennan félagsskap. Væri maðurinn heppilega val- inn er eg þess fullviss, að starfið myndi bera góðan árangur. Eg býst við að komið sé nógu langt mál fyrir Dagsbrún að flytja að þessu sinni, en við og við mun eg senda henni kveðjú. Hörður Hólmverji. Svo fór þá verkfallið í Hafn- arfirði, eins og við var að bú- ast, endaði með algerðum sigri verkafólksins. Þessar 50 stúlk- ur sem Morgunblaðið sagði að þeir Ólafarnir tveir hefðu ráðið til sín á Vestfjörðum, eru nú komnar allar þrettán, því ekki voru þær nú fleiri sem komu fyrst, og svo bættist ein, við nú með Gullfossi, svo þær eru 14 alls. »Fáir Ijúga meira en helm- ing«, segir málshátturinn. Morg- unblaðið lýgur hér nær ferfalt, eða voru það nafnarnir sem létu hr. Finsen hlaupa með þessa lygafrétt? *) Sambandiö er nú stofnað. Ritstj. Ég fer ekki úr Bjamaborg! An þess nokkur grandgæfi- leg skoðun færi fram á Bjarna- borg, hefir bæjarstjórnin nú samþykt (móti atkvæðum verkamannafnlltrúanna), að kaupa hana, og ætlar svo að reka okkur ibúana úr henni út i húsnæðisleisið til þess að koma fyrir í henni þurfaling- um bæjarins. Eg segi fyrir mig að þó ibúðirnar i Bjarnaborg séu ekkert ágæti þá flyt eg ekki þaðan. Ef á að reka mig,., þaðan fyrir þá sök eina, að eg hef heldur þolað basl, en að segja mig til sveitar (á bæjarsjóð) þá skal fátækra- neíndin fá að sjá mér fyrir húsnæði enda verður mér þá sá- kostur nauðugur. Er það nú vit, að bæta úr húsnæðis- leysinu í bænum með þvi að reka mig og aðra ibúa út úr þeim hreysum, sem við búum i, út í húsnæðisleysið, út á gaddinn. Gott er að við verkamenn erum búnir að fá menn frá okkur inn í bæjarstjórnina, og aldrei hef eg varið atkvæði mínu eins vel og í vetur. En við þurfum fleiri inn i bæjar- stjórnina, og skulum líka fá meiri hlutann fljótlega, og líka í þinginu, því þessir tollar á öllum skrattanum, sem við kaupum, ætla okkur alveg að drepa, þó við tökum ekki eftir því, frekar en lömbin, sem verið er að reka til slátrunar. Missi eg atkvæðisréttinn fyrir það að bærinn kaupir Bjarna- borgina, þá skal eg verða svo eitraður að eg skal koma, a& minsta kosti 20, af stað til þess að kjósa, sem annars mundu sitja heima, og eg skal aldrei linna að bauna á höfð- ingjunum, fari það. Eg skrifa kannske aftur í »Dagsbrún«, ef ritstjórinn vili leiðrétta það, því eg hef ekki mikinn lærdóm, en eg hef mina meiningu, og veit hvað* eg syng. BúL Þorlákshöfn. Vill ekki »Dagsbrún« geta þess, að fyrir nokkru birtist í Suðurlandi stórmerkileg grein eftir Gest Eiuarsson bónda á Hæli. Sýnir hann þar fram á að héruðin austanfjalls þurfí annaðhvort höfn, eða járnbraut til Reykjavíkur, og kostnaður- inn við fyrir tæki þessi, hvort heldur sem er, muni verða lagður að mestu á þá, sém njóta hlunnindanna af verkinu- Þannig yrði járnbrautarkosnað- urinn að hvíla á Reykjavik og suður láglendinu, en af Þorláks- höfn á bændum austanfjalls einum saman. En eftir því sem áætlanir benda til mundi nægi- leg viðgerð í Þorlákshöfn ekki

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.