Dagsbrún


Dagsbrún - 16.04.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 16.04.1916, Blaðsíða 4
58 DAGSBRÚN Qveravellir unðir þakt: Ferð inn í frarntíðina. Aðdragandi. Þegar líður á daginn fer eg að hlakka til þess að geta lesið, þegar eg er kominn í rúmið. Og þó eg sé vanalega svo lúinn á kvöldin, að eg leggi fljótlega frá mér bókina, þá hlakka eg jafnmikið til þessa lesturs daginn eftir. En nú hefi eg í þrjú kvöld lagst á koddann án þess að hafa bók með mér í rúmið, svo þú hlýt- ur að sjá, að það stendur eitt- hvað mikið til. Svo er það og; eg er að fara í ferðalag. Langt? Já, lengra en til suð- urpólsins, og þaðan inn að miðdepli jarðarinnar. Ætlarðu upp í tunglið? Lengra. Ætl- arðu að sækja Marzbúana heim? Lengra. Nú, þú ætlar þér í eitthvert sóíkerfi, svo ó- skiljanlega langt burtu að ljósið sem geislaði út frá þvi, áður en mannlegt auga hafði litið landið, sem hamingjan gaf okkur íslendingum, er fyrst nú að berast til jarðarinnar? Nei, ekki heldur það. Eg ætla í alt aðra átt; eg ætla ekki út fyrir landssteinana. Eg ætla inn í framtíðina. En ekki langt inn í hana. Mig langar minna til þess að vita, 1000 ár fram í tímann, en til þess að sjá það, sem nær liggur nútíðinni. Eftir 10G0 ár. Mikil ósköp! Framfarirnar hjá þessari fyr- verandi uppréttustu apategund jarðarinnar, verða þá orðnar svo ótrúlegar frá nútímans sjón- armiði, að ekki einu sinni H. G. Wells, gæti gert sér þær í hugarlund, þó vit hans væri margfaldað með sjalfu sér. Og því síður gætu minni spámenn eins og Rosny eða Flammarion gert sér sanni-nærri hugmynd um þá tíma. Eg er því staðráðinn i þvi að fara ekki langt fram í tim- ann. En hvaða leið á eg að fara, eða hvernig? Tímavélin hans Wells! Þessi, sem hann lét manninn fara á alt fram í þverrandi sólskin á jörðunni. Á eg að látast finna hana undir súð, innan um gamla kassa og járnrusl, vera svo í hálfan mánuð næstum nótt og dag i samráði við ísólf og Jón úr- smið, að reyna að koma henni af stað. Hverfa svo alt í einu fyrir augunum á þeim hæfi- lega langt inn í framtíðina, og það þegar við vorum orðnir vonlausir um að koma henni af stað. Geta svo ekki í heilt ár komið vélinni í gang aftur, til heimferðar, en stýra henni vitlaust, þegar það loksins tekst, fara of langt aftur í tímann og hitta á þann dag, sem faðir minn, þá drengur, sá hóp af háhyrningum drepa hrefnu á Akureyrar-polli, rífa af henni spikið, og éta. Spjalla við föð- ur minn, tólf ára gamlan, hnit- miða vélinni, og hitta á viku- daginn næstan eftir að eg lagði á stað í byrjun, og fá þá að vita, að ísólfur og Jón væru kærðir fyrir að hafa myrt mig, því eg hefði horfið skyndilega. Leggja af stað enn á ný, og enn á ný, þar til eg loks, grá- hærður af angist, kæmist aftur í líðandi stundina, og sæi um að ísólfur og Jón slippu úr æfifangelsinu er þeir saklausir hefðu verið dæmdir í. — — En mér líkar ekki þetta, það er Wells, stældur um of. Hvað á eg þá að gera? Lát- ast dáleiddur, og vakna upp eftir 113 ár, eins og söguhetj- an hjá Bellamy í »Árið 2000«? Eða sofa í liðag 200 ár eins og maðurínn i WHEN THE SLEEPER WHAKES. Eða á eg að finna indverskt smyrsl sem g'erir mann sjáandi inn i fram- tíðina, ef maður ber það á gagnaugu og iljar og ákallar Visnú. Eða láta séra Kristján, æðsta prest andatrúarmanna, fá mér Eggert Ólafsson attur- genginn, til fylgdar inn í fram- tíðina? Mér líkar ekkert af þessu, en kemur ráð í hug. Eg set i mig kjark, eins og barn sem ætlar að gleypa bragðvont lyf, og stíg eitt spor, — ekki til vinstri né hægri, ekki fram né aftur, ekki upp né niður, held- beint inn í framtíðina. Nú stlg eg sporið, og hér byrjar 1. kapituli Frh. Reykjavík. Ritstjóri »Suðiirlainis« Þorfinnur Kristjánsson var hér á ferð nú í yikunni. Sagði hann nær kolalaust eystra nú, — annars töluverðan hita í mönnum út af meiðyrðamál- um og rifbaldaskap. Oaskolin, sem stöðin er nýbúin að fá, endast liklegast fram í Ágúst. Góð kaup. A Sunnudaginn var, var selt á Reykjavíkurgðtum, blað, er var af sömu arkarstærð og Dagsbrún, en samtals átta blaðsíður. Af pessum álta síðum var helmingurinn aug- lýsingar; lesmál var pví aðeins 4 síður, en pessar 4 síður af lesmáli vorti seldar á 10 aura. Nú, petta er nú kannske ekki svo dýrt, því les- málið var auðvitað sérlega kjarn- góð andleg fæsa. Blaðið var sem sé — Morgunblaðið. Verkamenn! Biðjið kaupmann yðar um Sanitas alkunnu seetsaft. Gamlar og nýjar sögu- og* fræðibæur, innlendar og erlendar, fást með 10°/o—75% afslætti í pkabúSinni á íaugaveg 22. Þeir sem þurfa að spara vegna dýrtíðarinnar, græða á því að verzla við Bókabúðina. Myndagátur. Myndagátuna í síðasta blaði réðu rétt: Stefán Eiriksson myndskeri. Aðalbjörn Stefánsson prentari, Torfi Hermannsson Grettisgötu 46, Guð- jón Jónsson Vatnsstíg 4, Árni Jóns- son Nýlendugötu 19 B. Sigm. Jó- hannss. (?) N, N. Klapparstíg 19. »1900« Guðm. Jósefsson, Lugaveg 19 B. Fellstar, Porbjörg Nikulás- dóttir, Vesturg. 56, H. Biering, Lauga- veg 6, XA—XX--54. Njörður og Jón, 1925. Tvær síðusta ráðníng- arnar komu nú eiginlega of seint. Ennfremur sendi Þórarinn Bjarna- son, Kárastíg 4, blaðinu pessa ráðn- ingu: Táknmynd lýðir hrósa hér, hennar get eg svona: Pað Jófríður eflaust er yfirsetukona. Samtals send.ngu, og var dregið í milli peirra í prentsmiðjunni Gut- enberg og var Príbjörn Stefáns- Halldórs- og tíenediktsson vitni. Verðlaunin hlaut: N. N. Klapparstíg 19. Hér kemur ný myndagáta. Engin verðlaun fyrir hana. Þetta og hitt. Brnnasímarnir og sötnljósin, Einhver J. V.-B. stakk upp á pví í »Vísi«, að látið væri loga á peim götuljósum er næst eru brunasim- unum. Þetta er góð uppástunga, pað ætti meira að segja að vera Ijósker, auðkent frá ððrum ljóskerum með rauðu gleri, við hvern brunasíma. For á Akureyri. Það er víst Ijóta forin á Akureyri núna, gefur Iíklegast ekkert eftir Reykj avíkur-fori n n i. Ritstj. pessa blaðs fékk hrað-sím- skeyti frá ójafnaðarmannínum K. H. G., um að senda sér skóhlífar með Flóru. Til peirra forvitnu: Hann fékk skóhlífarnar. Til peirra forvitnustu: Þær voru nr. 7, og rauðar að inn- an. — Hvernig pær voru að utan, getið pið sjálfir séð, pegar pið mætið Karli næst, banni forin pað ckki. Himinn og jörð. Þröstnrinn kominn. Hún kom mátulega snemmagrein- in í síðasta blaði, um prestina. Á Sunnudagsmorguninn var, sá, sá sem petta ritar, fyrsta pröstinn, á pessu vorí, á Austurvelli. Það hefir blásið kalt á móti peim, ef peir hafa pá verið nýkomnir. Hér út með sjónum hefir nú í vikunni mátt sjá mesta fjölda af pröstum. Þeir eru auöpektir á rauða blcltinum á hliðunum. Ketill Greipsson hefir sent blaðinu grein, sem sökum rúmleysis heíir oröið að biða. »Skógrarþröstnrinn« , heitir grein í Mbl. í gær. Höf. pykir keimska að segja að pröstur- inn sé farfugl, en auðsjáanlega vill- ist hann á sólskríkju og presti — ef pað pá ekki er hratn eða álft, sem hann hefir haldið að væri pröstur. Það má pekkja asnan á íleiru, en eyrunum! Arni. Þu heldur ritstjóri góður, að Thor Jensen hafi fengið hann Árna frá Umboðshólum til að skamma þig fyrir sina hönd. En það er eg viss um að þu getur ekki rétt til. Árni er spekulant og að hann hafi óbeðið farið að hrósa Jensen, en skamma þig, í þeirri von að bann gæti síðar snikt bita eða Sopa út úr Jensen, því gæti eg betur trúað. Eg hugsa að Jensen sé enginn þægð í þessum liðsmanni. En annars vildi eg ráðleggja Árna að tala sem minst um óheiðarleg skrif. Gamli í hettu. A. V. Það hefir ekki staðið í blað- inu að T. J. muni haía fengið Árna til þess. Staka. Vetrartiðin veldur kviða, vindar stríða geysandi. Kemur síðar sólskyns blíða svell úr hlíðum leysandi. Hrafn. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.