Dagsbrún


Dagsbrún - 23.04.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 23.04.1916, Blaðsíða 1
 PREMJIÐ BKKI RANGINDI ]DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA § RITSTJÓRI OG ABYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 17. tbl. Reykjavik, Sunnudaginn 23. Apríl. 1916. Alþíngiskosningamar sem fram eiga að fara á þessu ári munu sína það, að islenzka þjóðin sjálf, þ. e. alþýðan, ætlar sér framvegis, að ráða málum sínum. Þjóðin er orðin leið á þvi að kjósa embættismenn, og aðra atvinnuþingmenn, sem ýmist koma engu í verk, nema að hækka laun þeirra^embættis- manna, sem bezt eru launaðir, eða lögum, sem eru slík ómynd að þau væru betur ósamin, af því að þau tefja fyrir að samin verði viðunandi lög um sama efni. Má tilnefna lögin um líf- tryggingu sjómanna, sem meta mannslífið tfeeplega 400 kr. Alþýðuflokkurinn hefir nú sett upp landlista, og er búist við því, að auk þess verði fram- bjóðendur frá alþýðunni í æði mörgum kjördæmum, og er undirbúningur undir þær kosn- ingar nú að byrja. Hins vegar er embættis- og kaupmannaliðið einnig að týgja sig til kosninga. Embættismennina grunar, að eftirlaunin og ýmislegt annað sé í veði; og kaupmennirnir og stórútgerðarmennirnir vita, að verði »heldri« menn ekki í meiri- hluta á næsta þingi, þá verða lagðir á þá skattar, sem um munar, en tollabyrðunum velt af alþýðunni. Og þeir mega líka reiða sig á, að það verður gert, svo fljótt og unt er. Burt með embættis- og kaup- mannaokið! Tveir moldveðursmenn. Sveinn Björnsson fyrverandi þingmaður Reykjavíkur, skrif- aði i haust grein i »lsafold«, þar sem hann þóttist vera að berjast móti ríg þeim, milli sveitamanna og verkamanna, sem hann sjálfur, og blöð þau er hann á ítök í, (ísafold, Visir og Morgunblaðið) hafði komið af stað. Auðvitað var hann í þessari grein, (sem átti að heita skrifuð móti grein eftir »Borg- firðing« i Lögréttu) einmitt að ala á rígnum milli sjávarins og sveitanna, þó hann færi fimlegar að en hr. Jakob Möller í sumar, þegar hann var með úldna silunginn í Vísi (sú frammistaða öll var samt laun- uð með bankabitling). Svo mikið moldveður sem hr Sv. Bj. gerði, þá er nú kominn annar maður fram á sjónarsviðið sem er verri en Sveínn. Þaður er einhver blessaðar Jón G. Sigurðsson, vestur á Snæfellsnesi. Hann skrifar langa grein í þrjú síð- ustu, eða næstsíðustu blöðin aí Lögréttu, skammar fyrst Svein (með réttu), en þyrlar svo sjálfur upp enn svartara mold- viðrí en hann, og reynir með heimskulegu tali að æsa bænd- ur og sveitamenn upp á móti kaupstaðarbúum, og verður ekki annað skilið á grein hans, en að hann álíti að allir kaup- staðarmenn lifi í leti og iðju- leysi, og geri ekki annað en að taka í nefið, og éta rúsínur. En sem betur fer, mun lítið farið eftir skrifum slíkra mold- veðursmanna. Af Akureyri. er skrifað 15. mars. Verkamannafélagið sendi ný- lega þá Trausta Reykdal og Jón Friðfinnsson, til Dalvikur. Þeir stofnuðu þar verkam.félag með 30 mönnum. I verkam.fé- laginu á Hjalteyri eru 27 manns. Verkamannafélag Akureyrar hefir 300 meðlimi. Verka- kyenfélagið »Einíngin« hefir 160 meðlimi. Trésmíðafélag Akureyrar hef- ir 28 meðlimi. Ökumönnafélag Akureyrar hefir 20 meðlimi. Verkamannafélag Akureyrar sýndi hér þrisvar tvo sjónleiki »Þér eigið dóttir« og »Saklaus og slægur« eftir Pál Jónsson. Þar er margt vel sagt t. d. þessi vísa: Meta fáir manngildið, pótt margt um dggð vér skröfnm og œrunnar purfum ekki við, ef auð vér nógan höfum. Kauplágmark er hér nú hjá verkam.fél. ^35 aur. á timann. Þó mun alment hafa verið borgað 40 aurar við útbúning á fiskiskipum, sem nú eru flest lögð út. Búist við að setja lágmarkið 40 aura bráðlega. Lágmarkskaup trésmíðafél- agsins er frá í vetur 50 aur. í verkstæðisvinnu og 00 aurar í útivinnu. Lágmarkskaup ökumannafé- lagsins er 75 aurar á tímann. Lágmarkskaup verkakvenna- félagsins nýákveðið 00 aura á síldartunnu og 35 aura á tím- ann í síldarvinnu (ápökkun o. s. frv.). Kaup við fiskverk- un er enn eigi ákveðið. Mikil eftirspurn er hér nú þegar eftir vinnufólki, til sum- arsins. Útlend félög hafa boðið stúlkum hér 20 krónur á mán- uði í fœðispeninga, frítt hús- nœði, kol og oliu, og 60 aara á síldartunnuna, sum jafnvel meira. Þeir vita af reynslunni að það borgar sig vel fyrir þá að gjalda þolanlegt kaup. Jón. Jón Þorláksíon er að rembast við aö gera Heimstjórnarflokkinn aö framsóknarflokki í fortíö og fram- tíð. Skyldi framsóknin sú ekki verða svipuð og hjá manninum, sem valt ofan alla Bröttubrekku og sagði: »Petta held eg að eg hafi verið fljótastur á fæti«. A y>Suðurland«, Fallið úr. Greinin í 14. tbl. eftir »Leigjanda« átti að enda þannig: »Hvað lengi á petta svona til að ganga, par til sagt verður til peirra, sem löguaum eiga að stjórna: Mene mene tekel ufarsin«. En síðustu orðin höfðu fallið úr. Borgarstjóri segir að menn eigi að koma og kæra-það fyrir sér, ef illa er gergið frá eldstæðum, eins og t. d. er skýrt frá í grein leigj- anda. Slys við Vestmannaeyjar, Þau eru sorglega tíð slysin um þessar mundir. Núna í f. viku hefir orðið nýtt slys: Vélbáturinn HaíTari fórst við Heimaey í Vestmannaeyjum, og druknuðu þar þrír menn, en tveir björguðu sér á sundi til lands. Ekki er þess getið hvort hinir, sem druknuðu, kunnu að synda, eða hvort það mundi hafa bjargað lífi þeirra. Frá hásetum. Altaf er að bætast við tölu félagsmanna í Hásetafélagi Rvíkur; eru félagsmenn nú 579 að tölu. Vilhjálmur Vig- fússon (á Sigurfara), kom með 11 nýja félagsmenn um dag- inn, og Ólafur Árnason (á Skarphéðni), kom með fimm. Á mörgum togurum eru allir hásetarnir félagsmenn, t. d. á Ingólfi Arnarsyni. Bátsmað- urinn þar um borð, Guðm. Halldórsson, kom með þá 4 síðustu núna i vikunni. * * Það slys vildi til á »Maí«, nú i vikuni, að Sigurður Gríms- son, Hlíðarhúsum. fótbrotnaði. Úr Stykkishólmi er skrifað: Nýlega hefir verkamannafé- lagið sett það ákvæði í lög sín að öll vinna sem félagsmenn taka þátt í, skuli greidd í pen- ingum. Lítur helst út fyrir að mönnum ætli að veitast það erfitt að fá því framgengt, og er það mest fyrir roluhátt sumra félagsmanna. Það er erfitt að koma á nokkrum félagsskap til umbóta, þar sem jafnmargir eru bundnir á skuldaklafann hjá kaupmönnum, og hér er. Lágmark félagsins á vinnu- launum er: Frá 1. Okt, til 1. Apríl, karla, 30 aura, kvenna, 25 aura, Frá 1. Apríl til 1. Okt. karla, 35 aura og kvenna, 30 aura. Eft- irvinna 5 aurum hærri bæði tímabilin. Næturvinna að vetrinum, karla, 40 aura, kvenna, 35 aura. Næt- urvinna að sumrinu, karla, 50 aura, kvenna, 40 aura. Sunnu- dagavinna karla 65 aura kvenna 45 aura. Til vina blaðsins. Prentun og pappír hefir stígið svo í verði að það kostar nú 50 kr. að prenta hvert blað. Þeir' sem ,hafa gleymt að borga blaðið eru því vinsamlegast beðnir um að borga það straks þegar þeir verða krafðir. Þeir sem geta og vilja, eru beðnir að borga fyrirfram tvo eða fjóra árganga blaðsins með 5 eða 10 krónum. Finnið Ólaf Friðriksson upp á þetta í skrif- stofunni í Gamla Bio, eða í Suðurgötu 14. Borgað 4 árganga »Dagsbrúnar fyrirfram með 10 krónum hver: Jónas Snorrason Þverá Lax- árdal, Glúmur Hólmgeirsson Vallakoti, Sigurgeir Friðriksson Skógaseli. r Ur eigin herbúðum. Ný stjórn í Prentarafélagimu Einar Hermannsson formaður, Einar Sigurðsson ritari og Jón Sigurjónsson gjaldkeri.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.