Dagsbrún


Dagsbrún - 23.04.1916, Síða 2

Dagsbrún - 23.04.1916, Síða 2
60 DAGSBRÚN Bannlögin. Athugasemd við grein óbreytts liðs- manns í 13. tðlubllaði Dagsbrúnar. Frh. ---- Hvað sýnist liðsmanni? Ekki get eg fallistjá það með liðsm., að skopast að þvi menn hafa önnur áhugamál á prjón- um við hliðina á bindindis- og bannmálinu. Mér finst það miklu fremur gleðiefni, að það eru ekki andlausir bjálfar sem fyrir því máli berjast. Það er að visu aðfinsluvert, ef maður, sem hefir tekið við starfi undir merkjum bannmanna, forsóm- ar það, en hitt er líka athuga- vert, að kjósa þá menn til um- fangsmikilla starfa, sem menn vita að eru alveg kafnir ann- ríki við störf eða áhugamál, svo engin von er til að þeir geti bætt nýjum á sig, jafnvel þótt hinir sömu séu tilleiðanlegír að taka við þeim. í skop upptalningi sínum segir liðsm: »Astvaldur reikn- ar og reiknar, og getur þó ekkt reiknað hvað margir brenni- vínskútar eru innfluttar. Pétur telur upp ungfrúrnar eða «gift- ar Jómfrúr« í Reglunni og skrifar Valtý vini sínum«. Það er bæði grátlegt og broslegt að sjá þetta ásamt fleiru í þessum upptalningi sem saurslettu á laglega skrifaðri og áreiðanlega velmeintri blaðagrein. Liðs- manni ætti að vera kunnugt að Sigurbjörn Á Gíslason hefir verið og er einn sá allra ótrauð- asti i því starfi sem liðsm. hefir sýnilega óhug á, og að hann einmitt er manna frábitnastur þvi að gaspra um það með »reiknings-óra-bollaleggingum« eins og helst mætti ætla eftir ummælum liðsm., hefir tekið margoft með hagsýni til starfa, og stungið eða klipið óþægilega á »kýlum« bannfénda og það svo að »rógur« hefir úr runnið. Þetta er svo kunnugt almenn- ingi, — »Templar« og öðrum blöðum, þó að þakkalausu — að liðsm. var ekkki vorkun að vita það eins vel og um hinn ómerkilega nábúakrít út af grein Péturs Zóphóníassonar í Eimreiðinni, sÞrjátíu ára stríðið« sem um tíma fylti all- ar eyður í Morgunblaðinu. En þarna sjá menn hversu miklu það munar að hafa gengið á »þrykk út« í blöðum eða vera alkunna án þess að hafa — komið á prent. Framh. Good-Templar. Fyrirspurn. Getið þér ekki hr. ritstjóri, frætt mig um, hver borgar kostnaðinn af utanför Jóns landsverkfræðings Þorláksson- ar. Verkamaður. Svar: Landsjóður. Himinn og jörð. Smyrillinn. (falco æsalon) er kominn. Hann er vanur að koma í þessum mán- uði og haida af stað aftur til heitari landa í September. Vafalaust kemur það flatt upp á þá, sem ekki vissu að þrösturinn væri farfugl, að smyr- illinn sé það. Skæra stjarnan. sem sézt á kvöldin í vestri, er reikistjarnan Venus. Myndagátur. Myndagálan í siðasta blaði var rétt ráðin þannig: V og B í arni = Vog Bíarni. Að eins einn sendi ráðningu: Magnús Gíslason skáld. Guðm. Jónsson og N. N. á Klappar- stíg sem unnu verðlaun um daginn hafa ekki ráðstafað þeim enn þá. Hér kemur nú myndagáta, hún er eftir Ríkarð myndhöggvara eins og margar fleiri góðar. IjveraveHir unðir jiaki; Ferð inn í franitíðina. Frh. Það er nótti Eg stend á miðri götunni; hún er breið, og það eru trjá- garðar milli hennar og hús- anna, en þau eru margvísleg í laginu, og virðist mér svipað umhorfs, og þar sem efnamenn hafa sumarbústaði sina erlendis. Eg er rétt kominn að þvi að fara að finna að því hvað götu- ljósin séu fá, þá verður skyndi- lega bjart i hinum enda göt- unnar, og eg sé mann koma gangandi og heyri fótatakið við frosna götuna. — Ef þetta er í Apríl, eins og þegar eg lagði af stað, þá er nú áliðið nætur, því eg sé Karlsvagninn á norð- vesturloftinu, og stöngin veit upp. Maðurinn nálagast, hann drepur við og við hendinni við ljóskerastólpunum, sem hann gengur fram hjá, og kveikir með þvi ljós fram undan sér, en þau slokkna af sjálfu sér eftir fáar minútur, — sama fyrirkomulagið hygg eg og haft er til þess að spara ljós í stiga- göngum erlendis. Hefi eg vilst á leiðinni inn i framtiðina? Tréin hér við veg- inn eru svo fönguleg að mér er nær að halda að eg sé ekki á íslandi, og maðurinn sem nálgast, eg sé nú framan í hann, það er sveríingi. Á hvaða máli á eg að ávarpa hann? »Sælir verið þér« segi eg við hann á islenzku, og tek ofan pottlokið. Og þó eg búist ekki við að hann skilji mig, þá bæti eg við: »Viljið Jþér gera svo vel og segja mér hvað þetta land heitir sem við erum í? Hann staðnæmist, og mjög tannbert bros, sannfærir mig um að hann sé af ósvildnni Afríkuætt. »Sumir kalla það ísland«, svarar hann, »en ekki má bera mig fyrir því að það nafn sé heppilega valið«. »Mig minti að íslendingar væru ljósir á hörund«, segi eg. »Það eru þeir nú líka flestir«, segir hann, »við erum aðeins eitthvað þrjú fjögur þúsund íslendingar, sem erum af blámannakyni, eða um tvöhundruðasti partur þjóð- arinnar. »Þér talið allvel ís- lensku«, bætti hann svo við »hverrar þjóðar eruð þér?« »Ja—« segi eg og dreg seiminn; eg veit sem sé að sánnleikur- inn er oft ótrúlegri en það sem ósatt er, þess vegna er eg fyrst að hugsa um að Ijúga í hann, svo hann trúi mér, en hætti við það. »Ja — eg skal segja yður: eg er íslendingur — og ekki lakari en þér, því eg er af germanska kynstofn- inum fræga; af vikingunum sem hentu börnum á spjóts- odda, og uppnefndu þá, sem ekki vildu vera með í þeim leik. Eg er kominn af norsku héraðshöfðingjunum, sem ekki þoldu að hafa konung, er blandaði sér í héraðsmálin, og þessvegna fluttu búferlum hingað til íslands, en höfðu smælingjana með sér, til þess að geta kúgað þá hér í næði. Eg er kominn af þeim frægu feðrum, sem hjuggu upp skóg- ana og breyttu þeim j bera mela, af því að þá vantaði sveðjur til þess að bera í skall- ana hvor á öðrum. —« Það hafði slokknað á ljóskerunum meðan eg lét dæluna ganga, en þessi svarti kunningi minn kveikti á þeim aftur með því að styðja á hnapp á ljóskers- stólpanum, er við stóðum við. »Ja svo, þér eruð fslendingur«, sagði nú sá svarti, »hvaðan beryðurað?« »Það ernú einmitt það!« sagði eg og langaði til þess að klappa á öxlina á hon- um, en kom mér ekki vel að því, af því mér fanst hann svo fínn. Hann var i vandaðri loðkápu. »Eg kem«, eg lækk- aði rómin, »úr fortíðinni!« »Úr fortíðinni?« »Já, sem eg segi — nánar tiltekið: árinu 1916«. »Æ, nú skil eg segir hann, og hið dökka andlit 'hans ljómar alt í einu brosi. »Þér komið úr fortíðinni! Bíðum við; árið 1916? þá hafið þér máske setið til borðs með þeim skáldunum Matthíasi, Hannesi og Bjarna, og unnið með þeim að útrýmingu skyrs og súrra sviða? Jæja — eg þarf að flýta mér á aflstöðina, því vinnutími minn fer að byrja; þér verðið þvi að fyrir- gefa að eg hefi ekki tíma núna til þess að ljúga neinu í yður i staðinn — en við hittumst ef til vill seinna!« Hann rak upp skellihlátur, kinkaði til mín kolli, og skundaði burt, en eg stóð grafkyr stundar- korn og sá ljósin kvikna á und- an honum og slokkna aftur. Frh. „Hringferð Hringsins". Svo hljóðandi grein hefur Dagsbrún verið beðin fyrir: Svo nefnist hin nýstárlaga skemt- un, sem kvenfjelagið wHringurinna1 ætlar að efna til á annan Páskadag. Svipað fyrirkomulag á skemtidegi, eins og hér er um að ræða er orð- ið algengt erlendis, og margir hér munu kannast við frá Kaupmanna- höfn (Rundskuedag). Slíka daga er uppi fótur og flt í borginni, flestir skemtistsaðir eru opnir peim, sem aðgönguhefti dagsins hafa og allir beztu kraftar hjálpast að að skemta. Líkt pessu verður hér. Kl. 2 hefst skemtunin, og frá þeim tima og til kl. 7 e. h. verðurjafnan nm tvo skemtistaði að velja á hverri kl. stund. Skemtanir þessar verða eins fjölbreyttar og unt er, svo sem: einsöngvar, kórsöngvar, hljóðfæra- sláttur bæði í kirkju og annarstað- ar, fyrirlestrar, upplesjur o. fl. Hver og einn getur því valið skemtun eftir sínu hæfl. Auk þessa hefur félagið opinn veitingasal í Goodtemplarahúsinu og þar verður einnig skemt allan daginn með söng og hljóðfæraslætti en að eins þeir, sem aðgönguhefti hafa geta keypt sér hressingu þar. Heftin, sem innihalda aðgöngu- miða að öllum þeim skemtunum, sem dagurinn hefur að bjóða, fást í bókaverzlun ísafoldar og kosta að eins 1 krónu hvert. Pau eru seld í lokuðu umslagi og hafa nokkur þeirra það sér til ágætis fremur hin- um, að í þau er festur lítill miði, en honum fylgir aftur einhver hepni: eigulegur hlutur eða leyfi til að fara til ljósmyndara og fá[6 myndir af sér ókeypis. Betrí sumargjöf getur enginn geflð en aðgöngumiða að »HrÍDgferð Hringsins«. Allir Reykvíkingar þekkja félagið og eru því vinveittir þessvegna er betra fyrir fólk að kaupa sér hefti sem fyrst, allir vilja styrkja »Hringinn«. »Hringurinn« hefir starfað i 11 ár og á þeim tíma heflr hann hjálpað um 60 berklaveikum sjúklingum ur Reykjavik, með fjárframlögum. Á þessum árum mun félagið vera búið að leggja af mörkum rúmar 7000 krónur. M, Góð tíðindi. I þeirri dýrtíð sem nú geng- ur, hefir almenningur varla ráð á að ganga með hálslin — það er svo dýrt að láta »stífa« flibb- ana. En þanu kostnað geta menn sparað sér, og gengið þó mnð hálstau, með því að kaupa hið ódýra en haldgóða Zephyr- hálslín frá klæðaverzlun Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10. Þetta hálslín þarf ekki að »stífa« heldur nægir að þvo það með votum svampi. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.