Dagsbrún


Dagsbrún - 07.05.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 07.05.1916, Blaðsíða 1
DAGSBRÚN d L I D BKKl RANQINDI BLAD JAFNAÐARMANNA GEPIN ÓT MKB STYRK NÖKKURHAJÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 18. tbl. Reykjavik, Sunnudaginn 7. Maí. 1916. Verkfall háseta Þegar botnvörpuveiði byrj- aði hér á landi, voru hásetar ráðnir upp á mánaðurkaup og auk þess ákveðna »præmiu« af hverju ílskhundraði er á skip lcom. Þessu breyttu útgjörð- armenn svo þannig að »præ- raian« var afnumin, en í þess stað fengu hásetar (ásamt skip- stjóra, stýrimanni og báts- manni) að eiga alla þá lifur sern á skip fekkst. Keypti út- gerðarmaður oftast Iifrina, og var látið heita að hún væri goldin fullu verði. En þegar lifrin steig, kom fram að út- gerðarmenn höfðu haft með sér samtök, og eigi goldið lifr- ina að fullu, enda sögðu þeir nú að hásetar œtlu ekki lifrina, og á síðastliðnu hausti fréttist það, að sumir útgerðarmenn sæu ofsjónir yfir gróða þeim er há- setar hefðu af hinu háa litrar- verði, og ætluðu því að taka eignarréttinn til lifrarinnar af básetunum, en borga þeim i bess stað einhverja lítilsháttar »præmíu« af hverri lifrartunnu (rétt til þess að fá þá til að hirða hana). Þessi frétt varð til þess að hásetar ugðu að sér, og áhugi lifnaði meðal þeirra um að þeir stofnuðu tneð sér félagsskap. Það voru bvi beinlínis nokkrir útgerðar- oienn (eða máske aðeins einn) sem af sinni óseðjandi græðgi varð orsök til þess að Háseta- íélag Reykjavíkur varð stofnað. í aukalögum félagsins stend- tar, að lifrin skuli seld hæzta rerði sem unt er að fá, án til- hlutunar frá útgerðarmanni, sem þó eigi kost á að kaupa hana hæzta verði er aðrir bjóða. Með öðrum orðum, að hásetar eigi lifrina, en að útgerðar- menn eigi forkaupsrélt að henni. Eftir fundarsamþykt félagsins áttu ákyæði þessi að ganga í gíldi 1. Marz, en 16. Febr. gerðu nokkrir menn úr stjórn útgerðarmannafélagsins, samn- tng um að 35 kr. skyldu borg- aðar fyrir lifrarfatið í mánuð- unum Marz og Apríl, en eftir þann tíma var verðið óákveðið »nema stjórnir beggja nefndra félaga komi sér saman um tast verð til þess tíma er síldveiðin hefst í Júlímánuði. Skömmu eftir að þessi samn- ingur var gerður steig lifur upp í 60 kr. tunnan, og siðar upp í 80—90 kr. (Þessa dag- ana mun verðið vera um 84 kr). Gróði útgerðarmanna af lifrinni varð því afarmikill. 27. April var íundur haldinn í Hásetafélaginu og þar sam- þykt svohljóðandi tillaga: »Þar eð þeir tímar eru úti með Aprílmánuði, er samið hefir verið um fast verð á lif- ur við útgerðarmenn, ályktar tundunnn, að allir félagsmenn • skuli tafarlaust ganga í land af togurum, fáist ekki lögskráð samkvæmt lögum Hásetafél- agsins«. Tillagan sjálf er svo ljós að hún þarf engrar skýringar við: tíminn sem samið hafði verið um, um lifur var að verða úti, og það var vilji fundarins að aukalög félagsins yrðu nú látin ganga í gildi. Fimm togarar voru inni þeg- ar verkfallið byrjaði: Mars, Eggert Ólafsson, Maí, Bragi og Snorri goði, en hinum síðast- nefnda var leyft að fara út aftur þar eð verkfallið var eigi orðið alment, meðan ekki voru fleiri togarar komnir inn. Snorri goði kom svo inn nokkr- um dögum seinna og var þá gengið af honum eins og öðr- um skipum. Mai fór út með alla skipshöfnina morguninn eftir að verkfailið byrjaði og vita menn ekki með hvaða hætti það varð. Þegar þetta er skrifað (föstu- dagsmorgun), eru allir togarar komnir inn nema Þór og Maí, og er verkfall á þeim öllum. Ennfremur er verkfall á tog- urunum Víðir og Ýmir í Hafn- arfirði (en þar ókomnir Atlas og Albatros). Skipatjórarnir á Braga og Mars eru ákafamenn og þar eð þeir höfðu nokkra utanfélagsmenn um borð, lögðu þeir af stað héðan á sunnu- daginn, og hafði annar þeirra með sér 10 nýja oliustakka. Sigldu þeir til Akraness og Keflavikur en hvergi var menn að fá. Þeir eru þvi báðir komnir aftur á höfnina. fivað á milli ber. Margur mun spyrja hve mikilli upphæð það nemi á mánuði fyrir hvern togara, að hásetar fái fult verð fyrir lifr- ina frá því sem verið hefir þessa undanförnu mánuði. Ja hverju munar það? í mesta lagi 3500 kr. um mánuðinn á hvern togara þessa tvo mán- uði til síldveiðatimans. Hvernig stendur þá á því, að útgerðar- menn hafa ekki gengið að þessu, í stað þess að bíða margfalt meiri skaða af því að láta togarana liggja í höfn meira en viku? Já, orsökin er sjálfsagt i fyrsta lagi sú, að út- gerðarmenn hafa haldið að fé- lagsskapur háseta væri ekki eins traustur og reynd hefur á orðið, og í öðru lagi hafa þeir haldið, að hægt mundi að fá menn annarstaðar að. En nú er svo langt á liðið, að allir gætnari menn innan útgerðar- mannafélagsins sjá að miklu heppilegra er fyrir útgerðar- menn, að ganga að hinum sanngjörnu hröfum háseta, sem ekki eru aðrar en þær, sem þeir sjálfir hafa komið á, heldur en bíða stórtjón að ó- þörfu. En þá kemur nýtt til, sem sé það, að einstaka maður innan útgerðarmannafélagsins virðist meta meira, að láta ekki undan, heldur en það tjón er þeir baka sjálfum sér og öðrum útgerðarmönnum og landinu í heild sinni. Einn togari (Islendingurinn) er utan útgerðarfélagsins, og sagði eigandi hans (hr. Elías Stefánsson) straks að sér dytti ekki í hug að láta stöðva skipið útaf jafn smávægilegum krötum og þeim, er hásetar fara fram á. Líkt og þetta munu flestir hinna hyggnari meðal útgerðamanna hugsa, en þeir eru rígbundnir félags- skap sínum með geisiháum sektum, en auðvitað er ekki nema timaspursmál hvenær þessir hinir hyggnari meðal útgerðarmanna verða í meiri- hluta í félagi sínu. Skipin verða að gansa. Flestir útgerðarmenn eru búnir að selja síldarafla sinn í sumar fyrirfram, skipin verða að ganga. Yrði skipunum lagt upp nú til byrjunar síldveiða- tímans, mundu skipshafnirnar tvístrast austur og norður, þvi allsstaðar er hátt kaup i boði. og þó hægt. yrði að manna nokkur skip til sildveiða með verkfallsbrjótum, munduverka- mannafélögin norðanlands geta gert þeim slikan óleik, að tví- sýnt yrði um hag at þeirri út- gerð. Það er því óskandi að hinir hyggnari meðal úlgerðarmanna verði fljótlega í meirihluta i útgerðarmannafélaginu,, og að þeir láti ekki einstaka ofur- kappsmenn baka útgerðinni og landinu í heild sinni meira tjón en örðið er. Ábyrgðin. »Vísir« og »Morgunblaðið« eru stöðugt að jagast á ábgrgð- inni sem hvili á hásetum og á stjórn Hásetafélagsins. Hver vill bera ábj'rgðina á þvi, að hásetar heimti skýlausan rétt sinn, helgaðan af gamalli venju, viðurkendan?— Þaðmunstjórn Hásetafélagsins gera, hun mun glöð taka upp á sig alla ábyrgð á þvi sem hásetar hafa gert. En hver ber ábyrgðina á því, ef að litilsigld skitmcnni, sem tilviljunin hefir gert að rit- stjórum, reyna með lygafrétt- um að æsa útgerðarmenn til þess að ganga ekki að rétt- mætum kröfum háseta, sér sjálfum og landinu til tjóns? Réttlætið og samhaldið. Gjörvalla Reykjavik rak í rogastanz yfir þvi, að hér skyldi verða gert verkfall. En ennþá meiri furðu en sjálft verkfallið hefir þó hið ágæta samhald meðal háseta valdið, og mest hafa mótstöðumennirnir furðað sig á þvi. En bvernig stendur þá á þessu ágæta samhaldi? Ja, ein aðal-orsökin er sú, að hver einasti félagsmaður er sannfœrður um að ekki sé verið að fara fram á neitt nema það sem er í fylsta máta réttlátt og sanngjarnt gagn- vart útgerðarmönnum. Meðvitundin um þetta hefir gefið hásetum styrk sinn og þrautsegju. Hvers vegna hafa hásetar á réttu að standa? Þegar ráðið er upp á hlut í afla, ber þeim sem hlutinn eiga, að njóta góðs af því, er hann stígur í verði, alveg eins og þeir hafa tapið af því að hann fellur. Lifrin er á togurum sá hlutur aflans sem hásetum ber, samkvæmt gamalli venju, sem útgerðarmenn hafa sjálfir kom- ið á. Þess vegna eiga togara- hásetar að eiga lifrina alveS eins þegar hún er komin upp i hátt verð, eins og þeir áttu hana þegar hún var að eins 10 kr. virði. Aðstaða leigu-lygaranna til verkfalls- ins mun rækilega athuguð við tækifæri.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.