Dagsbrún


Dagsbrún - 15.05.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 15.05.1916, Blaðsíða 1
FHEMJIÐ EKKI RANQINDI —- , — DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEI-IN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRATIÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIIÍSSON 19. tbl. Reykjavlk, Mánudaginn 1 5. Maí. 1916. Landlisti Alþýðuflokksins. 2. Pe/r*) hafa virt líf sjó- mannsÍHS á 400 krónur. En þegar Hannes Hafstein fer frá sem ráðherra, rétta þingmenn að honum 5000 kr. í eftirlaun og það þó að hann hafi meira en sem svarar þeirri upphæð i laun frá íslandsbanka. En sjómannsekkjan sem missir manninn sinn í sjóinn, fær 400 ki\, útborgaðar á 4 árum, eitt hundrað á ári, til að ala upp föðurlausu hörnin. Og í'yrir þessar 400 kr. hefir þó sjómaðurinn orðið að greiða tiltölulega hátt árlegt iðgjald. 3. Peir hafa ekkert gert sem gagn er að, til að tryggja það að lífi sjómannanna væri ekki að óþörfu stofnað í hættu. Fyrir fáeinum árum komst upp, að einn útgerðarmaður, sem verið heíir stoð og stytta embættismannaílokksins, ætlaði að neyða háseta til að fara út aftur á grautfúnu þilskipi, sem var að sökkva undir þeim inni á höfn. Alls ekkert eftirlit er með aðbúnaði, þrifnaði, loft- ræstingu o. s. frv., á togurun- um íslensku. Heldur er ekk- ert gert til að hindra þann ó- vana að láta hásetana vinna þannig á togurunum, að hafa það eitt til marks hvenær hlé skuli á vinnu, að mennirnir hnigi niður yfirkomnir af svefni og þreytu. Áð neita pví að þetta komi mjög ojt fyrir á ís- lensku iogurunum, er að fegra ósvífið athœfi með ósvifinni 4. Þeir hafa ekkert gert til að losa alþýðuna, við sjávar- síðuna, úr klóm kaupmanna- valdsins. Landsstjórnin er meira að segja svo gjörsamlega innilukt í greip kaupmensk- unnar, að hún þorði ekki annað en selja kaupmönnum landssjóðsvörurnar, til að verða ekki fyrir reiði þeirra. 5. Peir hafa ekkert gert til að tryggja það, að híbýli þau, sem alþýðan liíir i, séu mönn- um boðleg, og hættulaus heilsu manna. Pö er það opinbert að ' víða í kauptúnum lifir fólk i kjöllurnm, þakherbergj- um og bakkleíum, þar sem dýravinir mundu ekki vilja geyma hundinn sinn nætur- langt. Þeir hafa sett nefnd til að rannsaka launakjör em- bættismanna, en áreiðanlega alls ekki látið sér til hugar koma að láta nefnd rannsaka *) Embættismennirnir húsnæði fátæklinga í kaupstöð- unum. Og þannig mætti lengi telja bæði ójöfnuð í verld, og ófyr- irgefanlega vanrækslu í því að láta ógert., það sem gera þurfti. Allar þessar syndir hvíla á nú- verandi og fyrverandi valdhöf um. Sú stétt sem nú myndar al- þýðuflokkinn hefir á undan- förnum árum selt embættis- valdinu i þinginu sjálfdæmi. Það hefir launað sjálfdæmið eins og að framan er sýnt. Þess vegna segir nú alþýðan í kaup- stöðunum við sína gömlu full- trúa: Hingað og ekki lengra. Ef til vill verður nú þeim, sem þetta lesa, eitthvað ljósara hvesvegna Alþýðutlokkurinn ætlar í sumar og haust og jafnan eftirleiðis að senda menn úr sínum flokki (sjó- menn, verkamenn, iðnaðar- menu o. s. frv.) inn í þingið og í aðrar trúnaðarstöður, sem þeir ráða yfir með atkvæði sínu. Þeir gera það ekki til að hefnast á neinum, eða níð- ast á neinum, heldur til að bjarga stéll sinni úr bráðum yfirvofandi voða. Fulltrúar alþýðunnar eiga að kippa i lag því misrétti sem stuðningsmenn þeirra hafa orðið að þola, og varna þvi að á alþýðuna verði iagðir nýir fjötrar. En þeir hafa annað takmark, sem fjær liggur og lengur er verið að ná. Auðsuppsprettur íslands eru ríkar, og þær eru sum- part ónotaðar og sumpart illa notaðar. Auður hafsins er mikill, og hverfur mestur hluti þess, er þaðan fæst, í hendur erlendra og innlendra auðkýf- inga. Eiga fiskikaupmennirnir þar drjúgan þátt i, Þessu má og verður breylt á betra veg, þegar þjóðfélagið tekur riflegan þált í útgerðinni, og hefir alla verslun landsins, við útlönd, i höndum sér. Yatns- aíl landsins er enn ónotað og þó eru það einhver hin mestu náttúrugæði, sem til eru í allri álfunni. Þjóðfélagið islenska getur á sinum tíma beislað þann mikla mátt, og ausið þar upp auði til að fæða og klæða miljónir manna. Þegar Iitið er á þessi geymdu gæði, sem íslendingar geta hagnýtt sér, þegar þeir hafa vit og vilja til. finst manni enn hörmulegra til þess að vita að þúsundir manna af þjóðinni lifa nú eins og skjálfandi, blaktandi strá, vitandi varla hver gæði lífið hefir að bjóða, af því að æfin öll gengur i endalaust strit til að halda við veikum loga lífs- ins, og til að safna fé handa vanþakklátum og skammsýn- um drottnum, sem fita sig af þeim molum, er falia af borð- um aumingjanna. Hrafn. Verkfall háseta, i. Vei’kfallinu á togurunum er nú lokið. Hvað liafa hásetar unnið á? Fyrst og fremst það, að koma lifrarverðinu upp í 60 kr., og i öðru lagi, að fá það verð rit- að inn í viðskiftabækurnar, Hinsvegar komu hásetar því ekki frarn sem var aðalatriðið. að fá skrásett samkvæmt Iög- um Hásetaíélagsins, en það er fleira sem er gott, en fullur sigur. II. En hvað hafa útgerðarmenn unnið? Spyrjið þá að því, »Dagsbrún« er það ókunnugt Liklegt er að togararnir fái aðeins lOOtn. af lifur til síld- veiðatímans, og þar sem út- gerðarmenn geta aðeins okrað ca. 25 kr. á hverri tunnu, (verðið er nú ca. 85 kr.) Þá verður gróði þeirra á lifrinni aðeins 2500 kr. á hverju skipi. Og fyrir þennan gróða hafa út- gerðarmen látið skipið liggja í höfn i hálfan mánuð! Skyldi þetta alferli ekki hafa styrkt lánstraust hcrra Thor Jensen fvrv. miljónafélagsforseta? III. En skipstjórarnir, hvað um þá? Ja, nokkrir af þeim, en fáir þó, fengu tækifæri til að sýna að þeir voru engir upp- skafningar, og að þeir héldu með hásetum að svo miklu leyti sem staða þeirra leyfði. Aðrir fengu attur tækifæri til að sýna hroka þann sem jafn- an kemur fram þegar miklir peningar safnast þar að sem litið er af vitinu, eða af ment- un. Yfirleitt inun það mælast illa fyrir hvernig meiri hlut. skipstjórana sneri sér, s. s móti hásetum, í stað þess að vera hlutlausir. IIII. Þá er eftir að minnast á þrjá ritstjóra, sem á miður heppilegan liátt, hafa vakið á sér athygli almennings. Það er ritstj. Lögréttu, Morgun- blaðsins og Visis. Um þann fyrsta er það að segja að hann veit hvorki út né suður i þessu verkfallsmáli, en aftur á móti munu hinir tveir, þrátt fyrir kvarnirnar, vel verið þess vitandi hvað þeir voru að gera, þegar þeir fluttu allar lygarnar. Og svo virðist, sem þessir vérkfallsdagar hafi verið hátíð fyrir þá, enda hafa þeir hvern dag velt sér í blöðum sínum í lygum um alþýðuna: Hugleiðingar um landsrétl og skatta. Eftir Glúm Geirason. Um nokkur ár hefir sú hug- mynd látið á sér bæra, að auka bygð hér á landi, með stofnun nýbýla og grasbýla. — Hefir þessi hugmynd aftur og aftur látið á sér bæra i ræðum og rili, og jafnvel íengið stuðning hjá löggjafarvaldinu. Menn hafa séð, að fólkið vantaði land til að lifa af, og landið vartaði líka fólk. Einmitt þetta: fólkið vantar land og landið vantar fólk, hefir orðið að römmuin hnút, sem enn er óleystur. Landið, sem er lítið meira en hálfnumið, vanlar tilfinnan- anlega fólk til að breyta mó- unum í tún, og flóunum í engi; og fólkið er til, en það fœr ekki landið til að rækta og lifa af, eða þá, ef hægt er að fá land, þá er það með þeim kjörum, að ekki er hægt að taka það. Er þetla afleiðing þess, að jafnhliða því, sem rætt er um að auka bygðina með nýbýlum, hafa landseignir þjóðarinnar (þjóðjarðir), verið seldar, hefir Iandið á þann hátt komist meir og meir í hendur einstaklinga, sem í stað þesss að gefa mönnum kost á að fá hluta áf þeim (jörðunum) til ræktunar og nýbýlastofnun- ar, liafa margir þessir sjálfs- eignarbændur keypt smábýlin næstu við jarðir sínar og lagt þau í eyði, til að hafa sem mest land til að reka (fleyt- ings)-búskap á. Auk þessa, að jarðír er verið að stækka á kostnað smábýl- anna, jafnhliða því, sem smá- býlahugmyndin lætur á sér bæra, er ennfremur talsvert farið að bera á því að jarðir séu keyptar og seldar aðeins í gróðaskini, hefir á sumum stöðurn, fyrir það, myndast ó- eðlilega hátt verð á jörðum, sem gerir lítt kleyfl eða ó- kleyft, að taka land til rækt- unar, og bændurnir á jörðum

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.