Dagsbrún


Dagsbrún - 15.05.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 15.05.1916, Blaðsíða 2
66 DAGSBRÚN þeim, sem mest hafa stígið í verði, berjast í bökkum, því landsleigan*) gleypir svo tiltölu- Iega stóran skerf af afrakstri búa þeirra. Frh. Örlítil athugasemd. Morgunblaðið þykist eiga rétt á kvittun frá mér fyrir »innleggið« og er rétt, að sá haíx brek sem biður. Eg lýsi þá hér með Vilhjálm Finsen opinberan og margjaldan ó- sannindamann að öllum þeim dglgjum sem blað hans hefir flutt um að eg hafi stofnað til uerkfalls Hásetafélagsins. Sömu- leiðis fyrir aðdróttanir hans um að eg hafi eggjað nokkurn mann nokkurntlma til víta- verðra athafna. Skora eg á nefndan ritstjóra að lögsækja mig fyrir þessi ummæli, ef hann þorir. Jafnframt nota eg tækifærið til að þakka Vísi og þeim mörgu mönnum sem heimsk- ast hafa til að hafa eftir honum lygasöguna á dögunum um ferðalag mitt út á höfnina. Það er bíræfin og ósvífin blaða- menska að ílytja lognar frá- sagnir um atburði sem margir tugir manna eru vitni að, og bera hið gagnstæða um. Svo fjarstæður er allur þessi uppspuni að eg hafði ekki einu sinni hugmynd um, að verk- fall væri hér í aðsígi fyr en fregnin um það barst út um bæinn. Og lwern sem heldur hinu gagnstœða fram hér eftir, lýsi eg vísvitandi lygara. Hins- vegar er mér engin launung á að eg álít jafnaðarmensku sjálfsagt og óhjákvæmilegt varnarvopn fátæklinga hér á landi sem annarstaðar. Og eg mundi ekki breyta skoðun í þessu efni eða öðru, þó að miklu meiri, betri og voldugri maður en Vilhjálmur Finsen hótaði atvinnumissi. Vð öðru leyti mun eg ekki hirða um bæjarslúðrið og blöð þau sem telja sér 'sæma að gerast málpípur þess. Jónas Jónsson frá Hriílu. Svik togaraeigenda. Hafi það eigi frá byrjun verið ætlun togaraeigendanna að svíkja samninginn, sem þeir eru altaf að klifa á, því gengu þeir þá ekki strax að kröfum Hásetafélagsins um að ákvæðið um lifrina yrði ritað inn i vist- ráðabækurnar, og á tryggilegan hátt? Því gerðu þeir það ekki? Auðvitað af þvi að þeir ætl- uðu aldrei að borga gangverð, eins og gert er ráð fyrir í samningnum. Hverjir eru í Hásetaféíaginu. 3. grein laga Hásetafélags Revkjavíkur hljóðar þannig:] ^ Rétt til þess að vera með- limir hafa allir hásetar, er at- vinnu stunda á hafskipum. Nú verður félagsmaður stýrimaður eða skipstjóri og er hann þá úr félaginu. Og 4. gr. þannig: Eigi hafa aðrir en þeir, er 3. tiltekur, rétt til þess að vera meðlimir félagsins, nema þeir séu meðal stofnenda þess, eða inntaka þeirra hafi verið sam- þykt á tveimur lögmætum fundum í röð, enda sé at- kvæðagreiðslan leynileg. í Hásetafélaginu eru aðeins 3, — þrír menn sem ekki eru hásetar, eða hafa verið það nýlega. Er þetta selt af því Morgunblaðið hafði hér um daginn engu skárra til að ljúga en því, að í félaginu væii fjöldi manna er ekki væru hásetar. Lasinn unglingspiltur. Unglingspillur, Gísli Jónsson að nafni, lýsir því hátíðlega yflr i Morgunhlaðinu, að hann hafi ekki samið neina al ræð- unum, sem stjórn Hásetafé- lagsins (?) hefir haldið. Það er einkennilegt upp á hverju unglingar geta fundið, þegar þeir þjást af þeirri veik- inni að langa til þess að láta bera á sér. Yfiriýsingar. Hér með lýsi eg því yfir að það eru hrein og bein ósannindi að eg hafi samið ræðuna sem Hannes Hafstein hélt við konungskomuna. Jón Sinnep. Með því að það hefir borist til eyrna minna að eg hafi átt að sernja ræðurnar fyrir Jón heitinn Sigurðsson forseta, finn eg mig knúðan að þegja ekki lengur. Hafi útgefandi þessara aðdróttana ætlast til þess að málefni fslendinga yrði styrkur að þeim, er aðferð lians jafn vanhugsað sem ófögur. Pað er svo stutt síðan eg var fermdur, að bersýnilegt er að eg var ekki fæddur fyrir dauða Jóns Sigurðs- sonar, en trúi menn ekki þessu mun eg skrifa stóra grein með litlu viti, i Morgunblaðið. Gisli vélbátur. Eg lýsi hér með yfir að það er tilhæfulaus lýgi að eg liafi skrifað ritstjórnargreinar í »Dagsbrún« fyrir Olaf Friðriksson.7^Sömuleiðis það að eg haff'ekki skrifað bullið um verkfallið í »Vísi«, undirritað »Kunn- ugur«. Árni Árnason (aldrei á Höfðahólum). Reykjavik. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Jóhanna Jónsdóttir og Markús Jónsson sjómaður. Nafnlauð bréf til ritstjórans verða birt í næsta blaði. Skaðabætur. Sigurjón Pétursson][fer fram á skaðahætur af ritstj. þessa blaðs, fyrir að hafa sagt á fregnmiða frá viðskiftabanninu sem Hásetafélagið lagði á hann. (það er upphafið nú). Hann fer ekki fram á nema 20 þús- undir. ukunnugt er, hver hafi narrað Sigurjón út í þessa vitleysu. Dagsbrún kemur úl aflur á laugar- daginn. Frá hásetum. Æði margir hásetar eru farnir burt úr bænum, því nóg atvinna heíir boðist ann- arstaðar. Flestir fóru þó aftur á sömu skipin. Borgað 4 árganga Dagsbrúnar fyrirfram tneð 10 kr.: Asgeir Eggertsson, Húsavik. Borgað 2 árg. með 5 kr. Bjarni ’Guðmundsson, Höfn, Hornafirði. Kveðjur. Ásg1. Eyþórsson. Pér álitið að yður beri verðlaun fyrir gátuna í 14. tbl. Ef þér athugið 13. tbl. munið þér sjá að yður bera ekki verðlaunin, en ef þér sannfærist ekki um það, þá skulum við setja málið i gerð, og hlýta þeini dómi er upp verður kveðinn. G ilösk: Pakka sendinguna, kemur þegar rúm leyfir. Jón Þórvarðarson Baldursgötu nr. 1. vantar íbúð. Viti einhver um brúklega íbúð, sem hægt er að fá, er hann beðinn umað láta Jón vita það, eða ritstjóra þessa blaðs. Kosníngasjóður Alþýðuflokksins. Gjaldkeri hans er Helgi Björnsson Laufásveg 27, og sé samskotum í hann komið þangað. Bókabúðin er flutt á Laugav. 4. Matjurtarfræ - Blómfræ Blómlaukar flestar t esumlir og það besta. Nú er sáðtími og fögur glugga- blóm er besta híbýla- prýði, er selt í (klæða- verzlun Guðm. Sigurðs- sonar) Laugaveg ÍO Svanl. Benediktsdóttir. XlæBaverzlhb og saumastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt fataefni ekta litir. JL^Ijót af- «greiOsla — Vönduð viima. TVý lataefiii með hverju skipi, Sparið peninga. 9 duglega háseta vantar á síldveiðaskip, sem á að stunda síldveiðar frá Eyja- íirði í snmar. Ennfr. vantar ÍO duglega fiskimenn á kútter »Skarp- héðinn«. Upplýsingar gefur Guðleifur Hjörleifsson. Myndagátur. Gátuna í 17 tbl. réðu aðeins tveir: Theodor Jenson og Magnús Gísla- son skáld. Hér kemur býsnastrembin gáta. Hún er eftir Rikharð Jónsson myndhöggvara: Ærunni borgið. Eg kenni mjög í brjósti um þig Jens þegar eg heyrði að þú hefðir orðið gjaldþrota. — Já eg hef líka barist harðri baráttu. en misti samt ekki æruna. — Guði sé loí — já og svo eignirnar, eg var svo hygginn að »gefa« sonum mínum þær allar þegar fór að kreppa að mér. XX. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.