Dagsbrún


Dagsbrún - 21.05.1916, Síða 1

Dagsbrún - 21.05.1916, Síða 1
tBMJID EKKIj I fL^ i. -3 ■ I |^k| fpOLIDEKI ranqiwdij | j y^j ^ n i| U IN LRAWQ,WPI BLAÐ JAFNAÐARMANNA I GEFIN DT MEÐ STYRK NOKKURRA'JÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐDR: ÓLAFDR FRIÐRIKSSON 20. tbl. Reykjavik, Sunnudaginn 21. Maí. 1916. Landskosningarnar' Svo sem menn vita, er nú starfandi milliþinganefnd til að athuga launakjör embættis- manna og eftirlaunin »vinsælu«, Fjöldi embættismanna hefir setið á undanförnum þingum, og hafa þeir séð svo um, að sultarlaun fengu þeir elcki úr sjóðnum, sem þeir höfðu lykl- ana að. Einnig hefir oltið meira og minna af molum á hverju þingi, til ýmsra »dindla« þeirra hálaunuðu, sem skjöll- uðu þá við hvert tækifæri, skrif- uðu lof um þá, og voru þeim hjálplegir við kosningar. Nýjar kosningar fara nú i hönd. Ráðandi menn i gömlu flokkunum eru hálaunaðir em- bættismenn, og ætla þeir sér sýnilega að halda áfram að skamta sér sjálfir launin, því hálaunaða embættismenn setja þeir efsta á landlistana sína. En alþýðan íslenska er tarin að efast um hvort heppilegt er að láta þá ákveða launin sin sjálfa, og er þvi farin að hugsa um að setja alþýðumenn á á þingið, og lofa embættis- mönnunum að sitja heima og gegna störfum sínum. BændasamtÖkin eru öllum kunn og mótspyrna sú er þau hafa vakið hjá »leiðandi« blöð- um gömlu flokkanna. En nú eru verkamenn að vakna. Verklýðsfélögin eru búin að stofna samband sín á milli: Alþýðusamband íslands. Stofn- þingið hefir staðið undanfarið í Reykjavík, og þar verið full- trúar frá þeim félögum, sem náðst hefir til. Á þinginu kom það í ljós að verkmenn voru að verða vitlausir (!) eins og bændurnir, — þeim datt í hug að setja upp landlista til að láta ekki embættismennina hafa alveg lyklavöldin. Þeir »hálaunuðu« og dindl- arnir, sjá hættu þá er af þessu leiðir fyrir »sjálfstjórn« þeirra, vald þeirra i veði. Nú voru góð ráð dýr. Hvernig átti að koma vitinu fyrir verkmenn? Varla dugði að nota við þá sama ráðið og og maðurinn, sem hálf- gaf landinu símastöðvar- húsið á Akureyri, notar til að reyna að fá atkvæði bænda, segja þeim að þeir séu svo vitlausir að ekki sé til neins að senda bónda á þing. Nei, annað ráð var betra, það var þessi aðdáanlega klausa, sem kom í Norðurland 8. April þ. á. »Fullráðið talið að verka- menn ætli að setja upp sér-' stakan lista til landslcosn- inganna. Forustumenn flokks- ins í Reykjavík hafa sjálfir lítið fylgi meðal verkamanna þar og ætla því að sögn, að reyna að sameina verkamenn um einhverja »stærð« sem búsett sé lengst í burtu og ókunnug í Reykjavik, þvi »fjarlægðin gerir fjöllin blá«! — Allir geta séð hvað þetta er skynsamlegt og góðgirnislegt. Fjölmennasta stétt landsins vill fá að taka beinan þátt i stjórn landsmála, og um leið taka þjónar embættismannanna, þeir sem lifa á pólitik, til, og reyna að gera manninn sem efstur á að verða á landlistanum, áður en nokkur veit hver það er, tortryggilegan í augum al- mennings. Ef verkamenn hefðu þurft á einhverjuum óþektum manni að halda, er átti heima »sem lengst frá Reykjavík«, þá hefðu þeir eflaust tekið ein- hvern vinnumann austur á Langanesi, en ekki Erling Friðjónsson, mann sem þektur er orðinn fyrir þáttöku sína i opinberum málum, er í bæj- arstjórn á Akureyri, og Kaup- félagsstjóri verkamanna þar. Nei, alþýðuféndur, þessi fluga dugar ekki fremur en annað er þið sendið til höfuðs al- þýðulistunum. Verkamenn láta enga hreppapólitík haja áhrif á kosningar sínar, þeir skipa sér allir sem einn maður um sinn lista, án tillits til þess hvort maðurinn er úr Reykjavík eða ekki. Aðalatriðið er að mað- urinn sé sannur alþýðuvinur, og góðum hæfileikum búinn, og það efast enginn um, sem Erling þekkir. Almúgamaður. Jón Iitli S.... Litli Jón af litlu má lítið taka, — fátt hann á. Fjarðlægð í, við fjöllin blá, fáir litla manninn sjá. X Ágjöfm. »Vér skulum ei æðrast þó inn komi sjór«. Eg er nú að fara aftur út á sjóinn, en áður en eg fer langar mig til þess að skrifa nokkur orð í Dagsbrún, af því að eg er einn af þeim mörgu, sem mállaus er á fundum, þó mikið búi niðri fyrir. Við töldum okkur visan sig- urinn, þess vegna féll okkur illa hvernig fór, og þótti í fyrstu minna vert um það sem náð- ist, en það sem ekki fékst. Við komum þó lifrinni upp í 60 kr., og allir hásetar vita að það var eingöngu verkfallinu að þakka. Meira var þó um vert, að við fengum treyst fé- lagsskapinn, og fengum tæki- færi til þess að sýna fádæma góða samheldni, og jukum með því það traust er við höfðum á okkur sjálfum, um leið og við fyrir það höfum hlotið virðingu allra góðra manna, já og jafnvel virðingu peningapokanna, og þeirra aumingja manna í skipstjóra- stöðu, sem hafa orðið fyrir því óláni að græða svo mikið, (á striti okkar) að þeir hafa fylst hroka, og, af menningar- skorti, haldið að þeir sýndu fyrirmensku í þvi að sýna hrottaskap, þeim, sem lægra voru settir. En mest gagn að verkfallinu tel eg fyrir mig vera hvíldina sem eg fékk, þvi eg er sann- færður um að eg hefi lengt lif mitt um heilt ár með henni. Það veitli sannarlega ekki af, á hverju ári (og þá ekki sízt í ár) að hásetar fengu hálfsmán- aðar-hvíld, eftir vetrarvökurn- ar, áður en þeir leggja í þann þrældóm, sem það er að fást við »kóðin við Hvalbak« (eins og Guðleifur komst eitt sinn að orði). í fyrsta sinn á æfinni, hefi eg, meðan á þessu verkfalli stóð, miklast með sjálfum mér yfir því að eg er íslendingur, þvi nú fyrst hefi eg séð hvaða kraftur býr i samtaka íslenzkri' alþýðu, og að hún áður en langt líður, mun taka stjórn landsins í sínar hendur, og koma á hér á landi þeim um- bótum, sem það er skylda okkar gagnvart sjálfum okkur og heiminum, að koma á. Fylkingum alþýðunnar og auð- og embæltisvaldsins, er ekki slegið saman enn þá. Orusta sú er hér átti sér stað var að eins byrjuin, en eins og við vitum, og margsagt er af einum af foringjum okkar, (sem hamingjan hefir gefið vald til þess með töluðu orði sínu, að fylla mig og aðra þeim guðmóði, sem þarf til jjess að ganga til orustu við það sem sýnist ofurefli) þá liggur aðalorustuvöllurinn á sviði alþingiskosninganna. Mun- ið það alþýðumenn og konur! Við hásetar áttum í höggi, við fengum ágjöf, en dettur nokkrum lifandi manni í hug að við hirðum um slettur? Togaraháseti. Landhelgin Þau lög sem okkur íslend- ingum er allra mest ant um, eru landhelgislögin, sem Danir kosta tugum þúsunda árlega til þess að sjá um að ekki séu brotin, með litlum árangri þó. Við íslendingar viljum sjálfir hafa á hendi landhelgisvarn- irnar, og höfum, til þess að reyna að koma fram þeim vilja okkar nú um nokkur ár lagt fé í sérstakan sjóð. Okk- ur er ant um landhelgislögin, af því að þau eiga að varna því að fiskurinn í sjónum, sem annar aðalatvinnuvegur vor er bygður á, sé upprættur með óhæfum veiðiaðferðum, og þess vegna er öll botuvörpu- veiði bönnuð í landhelgi, jafnt innlendum sem útlendum, og það erjmikilsvirði fyrir sjáfar- útveginn í heild sinni, að lögin séu haldin. Skammabréf? Ritstj. þessa blaðs fékk tvö nafnlaus bréf, um fyrri helgi, og er annað þeirra prentað hér. Bréf þetta var undirskrif- að »Háseti« og skrifað með ritvél. »Hvert er það skitmenni sem hefir gert sér einfeldni og fá- vizku fátæklinganna að fé þúfu? Hver er sá er farið ,hefir land úr landi, gjammað fram allar stefnur og skoðanir, aldrei skilið neitt, aldrei unnið neitt. En lifað eins og sníkju dýr á vinum og vandamönn- um, að svo miklu leyti sem hann ekki hefir getað svikið út úr einfeldningum og öðrum sem hafa aflað sér brauðs með heiðarlegu móti. Farið land úr landi, stað úr stað og alstaðar unnið sér fyr- irlitning allra nýtra manna, hefir nú kórónað skömmina með verkfalli því er hann heíir stofnað til meðal háseta, og gert fjölda þeirra atvinnu- lausa og leitt bölvun yfir heim- ili og fjölskyldur, sem áður hafa aflað sér brauðs á heið- arlegan hátt. En alt heiðar- legt er pest i hans beinum.

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.