Dagsbrún


Dagsbrún - 27.05.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 27.05.1916, Blaðsíða 1
DAGSBRUN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÍT MEÐ STVRK NOKKURRAUÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 21. tbl. Reykjavik, Sunnudaginn 27. Maí. 1916. Verkfallið og kosningarnar. Verkfallið — eða rétta'ra, hvernig það fór — hefir orðið til þess að hleypa nýjum móð í gömlu pólitízku flokkanna, sem voru orðnir svo vondaufir með útlitið i Reykjavík, að þeir voru um það að hætta víð að hafa nokkra menn í boði móti þeim mönnum sem Alþýð- flokkurinn mun bjóða fram. En það, að hásetar ekki unnu algerðan sigur, hefir tendrað í hjörtum bitlingalýðsins, — kvíðafullum fyrir valdamissi — þá von, að það sé nú ekki óhugsandi að Reykvikingar fá- ist til þess að kjósa einu sinni enn þá eftir gömlu flokka- skiftingunni. En þeir vita vel, þeir góðu herrar, að ef von þeirra á að rætast, þá veitir ekki af að byrja strax á þeim rangfœrslum og ósanmndum sem eru einu vopnin sem bitl- ingalýðurinn getur gert sér von um að hrífi gagnvart Alþýðu- flokknum. Af þessum toga er grein sú spunnin sem Gísli Sveinsson er sagður hafa ritað undir merkinu L. í 37 tbl. »ísafoldar«, Grein þessi heitir »Verkfallsforingjarnir«, og er tilgangurinn bersýnilega sá, að reyna að sverta og gera tor- tryggilega alla þá alþýðufor- ingja sem greínarhöf. veit nafnið á. Gísli Sveinsson hafði jafnan þann sið, áður en hann gerð- ist leynilegur ritsfjóri andatrú- arblaðsins ísafoldar að rita nafn sitt eða upphafsstafi undir rítsmíðar sínar, en að hann bregður vananum og undirritar ekki með nafni, þessa nefndu Isafoldargrein, er ofur skiljanlegt, því í henni eru ósannindi, auðsjáanlega sörð gegn betri vitund. í grein- inni stendur að það hafi ekkí verið hásetarnir, sjómennirnir sem stofnuðu til þessa verk- íalls nú, heldur nokkrir menn t i landi. Þetta segir Gísli að haíi þegar í upphafi verið á vitorði almennings, »enda síð- an upplýst orðið«. En hér er Gísli að fara með ósannindi, vel þess vitandi að það eru ósannindi, því í 19. tbl. Dags- brúnar, var búið að skýra frá því, að í Hásetafélaginu væru að eins þrír menn sem ekki Væru hásetar. Sömuleiðis hlýt- ur Gísli að vita að hann fer með rangt mál þar sem hann segir að hásetar hafi heimtað að skrásett yrði þannig, að orðin »eftir lögum Hásetafé- lagsins«, yrðu færð í viðskifta- bækurnar, (öðruvísi verða orð hans ekki skilin). Hásetar vildu fá lifrina, svo að þeir gætu selt hana hverjum sem þeir vildu, þó þannig að út- gerðarmaður ætti kost á að kaupa hana hæzta verði er aðrir byðu. Þetta eru þau kjör er lög Hásetafélagsins til- nefna, og það sem hásetar fóru fram á, hitt var hásetum sama um, hvernig lögskrán- ingin var, væri hún að eins samkvœmt lögum félagsins. Það er annars gam- an að , athuga að ísafold var hlutlaus þangað til verk- fallinu var lokið. Pá fgrst þóttust aðstendendur hennar sjá með hverjum málsaðila mundi betra að vera, og enn- fremur — mundi Gísli hafa reynt að , svívirða forgöngu- menn Alþýðuflokksins nú, cf verkamenn hefðu fengist til þess að gera bandalag við ísa- íoldarliðið um landlista með Einari Arnórssyni efstum? Ætli að það hefði þá ekki verið annað hljóð í strokk- bullunni (eða bullinu) hans Gísla? Dag-jsbrún kostar kr. 1,25 til ársloka Bréf til ritstjórans. Ólafsfirði 15. Febr. 1916. Góði vin! Eg sendi þér hér með borg- un fyrir 10 eintök »Dags- brúnar« þ. á. að upphæð 25 — tuttugu og fimm krónur. Á eg að senda þér þau blöð sem liggja hjá mér óseld frá fyrra ári? Þau seljast ekki hér. 10 eintök af blaðinu fyrir þetta ár er eg heldur ekki búinn að selja ennþá, — 2 óseld enn, — en eg ætla að reyna að koma þeim út, og í því trausti sendi eg borgunina nú, þótt eg reynd- ar heldur sé ekki búinn að fá borgunina í vasann fyrir þau eintök sem þegar eru seld. En það »rukka« eg inn í sumar. Kær kveðja. Þí inn Grímur Grtmsson. Heybandsreypi fást Frakkastíg 24. Ur Norðfirði. Frh. ------ Landsráðendur bera það oft fyrir, að gripabeitin megij ekki missa það, en sannleikurinn er sá, að mikill fjöldi húsanna er bygður á uppblásnum melum, þar sem varla, og als ekki, fær titlingur í nef sitt, af gróðri, og auglýst er nú 10—20 aura eftir- gjaldaf ? meter til garðræktun- ar í þessu gózenlandi, — lík- lega til þess að hindra það, að nokkur reyni að stíga svo djarft framfaraspor, enda reynir það enginn með slikum afarkostum. Ýmist er það borið fyrir, að eftirsóknin sé, svo mikil hér um byggingarleyfi, að landið láti það ómögulega eftir, að löglegar útmælingar eigi sér stað, og tómthúslögin frá 1907 eigi ein- ungis við til sveita. En þar mun aldrei þurfa á| þeim að halda. í sambandi við téðar mótbárur, er það athugavert. að útmælingar sem hér hafa verið veittar, eru flestar miklu stærri en lög ákveða, að veitast megi utan löggildingar, og eru þó þær útmælingar meira og minna inni í löggildingunni. Það er jafnvel útlit fyrir, að hér sé, í umræddu efni, forð- ast alt samræmi við lögin. Miklir eru hér melar og göm- ul hlaup, sem rækta mætti, ef það fengist, en fjara er hér litil vegna þess, að víða er fyrir hana hlaðið með veginum og flóð- görðum. Svo þar, sem einna bezt er, að bátum er að eins stætt í smástreymi og veður- blíðu. Því eru margir hér, sem ekki hafa önnur úrræði, en rekast aftur og fram með fleyt- ur sinar um annara útmæling- ar, eða vogbinda oft. En fult uppsátursgjald verca þeir að greiða. Landráðendur taka það með góðri samvizku. — En mun það vera lögum samkvæmt og saklaust, að taka þau gjöld af eðlisskilvisum og fáfróðum mönnum, sem ekki er sann- gjarnt að krefja þá um, og þeim auðvitað ekki ber að greiða? — Yfir höfuð eru tómthúsmanna- kjörin hér, ómögulega viðun- andi né bjargvænleg, og yrðu þau þannig alment á landi voru, þá er bersýnilegt, að slikt blýtur að leiða af sér stanzlausan landflótta og eyði- legging sjómannastéttarinnar. En mundi þá eigi landssjóður- inn kenna á sínum hlut? — ísland er af náttúrunnar hendi kjörin veiðistöð, þótt ekki geti svo heitið, að það hafi enn náð þeim tilgangi, — en til þess að það megi verða, viljum vér biðja með bæn Hjálmars: »Líkn- aðu oss, eða láttu sökkva í leg sitt aftur forna mær«. Þess vegna viljum vér mega treysta því, að þing og stjórn vakni til meðvitundar um hve brýn nauðsýn það er, og skil- yrði fyrir þrifum þjóðfélagsins, að vernda sjómannastéttina og tómthúsmenn yfir höfuð, fyrir ániðslu og okri þeirra sem bú- jörðunum ráða. Oss sýnist þeim það of gott gengi, að þurfa varla önnur lífsskilyrði en reita peninga úr vösum tómthús- manna. Þótt tómthúslögunum sé þörf á endurbót, eru þau þó svo hagkvæm að viðvært væri undir þeim að búa, ef þeim væri fylgt. Það er því einkum lög- gæzlan sem þarf að umbætast. Það er hart, að þ'au lögbrot, sem lögð er sekt við, skuli jafn- vel hafa fylgi þeirra sem lag- anna eiga að gæta. Fátítt. Það er vist fremur óvanalegt að kaupmenn, er skip skifta við úti frá, sýni hásetum mikla samúð, þó að skipstjórarnir, sumpart stöðu sinnar vegna, njóti risnu eða þæginda er þeir koma á land. Þess vegna vildi eg geta þess, að er tog- arinn »Jón Forseti« kom sið- astliðinn vetur inn á Patreks- fjörð, sendi hr kaupm. Ólafur Jóhannesson V1 kassa af ágæt- um vindlum um borð til há- setanna, og syndi með því skilning á því, að undirmenn eru menn, engu síður en yfir- menn. . Háseti. Þetta og hitt. Yilhjalmur fyrv. kóngur i Albaníu, reynir nú að ná þar konungdómi á ný. Jafnaðarmannafundur. Eftir tillögum frá jafnaðarmanna- flokkum Argentínu og Bandaríkj- anna hefir miðstjórn alþjóðasam- bands jafnaðarmanna, boðað til fundar í Haag (í Hollandi) fulltrua jafnaðarmanna i öllum hlutlausum löndum. Fundurinn á að byrja 26. Júni. Ver/lnnarfloti Norðmanna var um áramótin 3486 skip samt. 28/4 smálesta.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.