Dagsbrún


Dagsbrún - 27.05.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 27.05.1916, Blaðsíða 2
70 DAGSBRÚN Qveravellir unðir þaki. Ferð inn í framtíðina. Frh. Við komum inn í stóran veitingasal, þar sem gestirnir urðu sjálíir að bera sig eftir björginni. Höfði verzlaði fyrir okkur báða, fekk mér fat með stórum grænum eggjum, og brauði, sjálfur bar hann drykkj- arkönnu, skál með ávöxtum og eitthvað fleira. Við settumst við hornglugga, og tókum til matarins. »Þetta er alveg eins og æð- aregg«, sagði eg. »Það er það líka«, svaraði Höfði. Eg lét í ljósi undrun yflr því að við værum að eta æðaregg í Apríl- mánuði, og eins hinu, að æð- areggin skyldu vera etin. »Saga æðarfuglsins á tuttug- ustu öldinni«, sagði Höfði, «er A sjálfu sér mjög eftirtektar- verð, þó samtíðarmenn mínir veiti henni ekki mikla eftir- tekt. Árið 1916 var dúntekja á öllu landinu ekki nema eitt- hvað 3000 vogir, og æðarvarp ekki nema á einum stað af hverjum fimmtíu, sem auð- velt var að hafa varp á. Æð- arvörpin voru því féþúfur ein- stakra fárra raanna, svo það var sízt að furða, þó fátækir menn skytu fuglinn óspart sér til matar á vetrin. Auðvitað var slíkt hið . mesta tjón frá þjóðhagfræðilegu sjónarmiði; æðarkollan var varla eins mik- ils virði, höfð til matar, eins og það sem hún gaf af sér í dún árlega. Að drepa hana var því nokkuð í áttina að því að slátra hænunni sem verpti gulleggjum, þar eð minsl 24 hlutar af 25, töpuðust við það. Varpeigendur voru, eins og þú veizt, mjög grimmir yfir drápinu og skrifuðu hvassyrtar greínar um það í blöðin, en verzíu drápsmennirnir voru þeir margir hverjir sjálfir, með ó- hæfilegri eggjatöku. Frh. Reykjavík. son, Kristján Ólafsson, Jón Árnason, Þórður Markússon, Eyvindur Magnússon, Bene- dikt Benediktsson, Asgeir Páls- son, Hallur Pálsson. Á þilsskip á Vestfj. fara: Guðbjörn Þorleifsson, Óli Sig- urjón Vigfússon (af Norðf.) o. fl. LJr bréfi. Frá F. J. . . . Illa fór með verkfallið, en við megum ekki æðrast, þó við töpum einu sinni, við vinnum að lokum. Nú er um að gera að drífa upp félög um land alt, svo bróðir vegi ekki aftan að bróður sínum, þegar hann berst við óvininn. Pað þarf að senda menn út aj örkinni. Það gerðu Templ- arar. Goðafoss stansaði á Hjalt- eyri, og fór eg inn eftir með Ólafsfirðingum á mótorbát. Þeir voru allir áhugamenn og töldu gott að stofna þar háseta- og verkam.fél., sögðust hafa reiknað út fyrir nokkru að þar væru 100 manns, sem gengið gætu í félagið. Svona er það víða. Það þarf að hrinda þeim á stað. Samtökin eru í byrjun enn, en að ári, þá verða þau orðin meiri. Rógur og lygar vinna aldrei á verkam.-samtökum, því þau eru orðin líf lýðsins hér og erlendis. Miinchausen og Eyga-Bjarni væru fullsæmdir af að vera höfundar slúðusagn- anna sem gengið hafa um verkfallið bæði á prenti og í lausafregnum. Ekki var um annað talað alla leiðina norð- ur en verkfallið, og síðast við Hjalteyri lenti eg í hörkurifrildi við einn asna af verzlunar- skólunum, sem hafði heyrt og trúað (!) að Hásetafél. hefði tekið tíu þúsund kr. lán úr landssjóði (!) til að styrkja félagssjóð. Alm. var sagt hér að hásetar hefðn heimtað 40°/° af aflanum ! ! ! um að gera að reyna að safna sjóðum. Við verðum að var- ast víti bændanna, sem nú eru að drepa úr hor, og tryggja okkur gegn hörðum tímum. Látinn merkismaður. Skúli Thoroddsen alþingis- maður lézt að heimili sínu hér í Rvík þ. 21. þ. m. 57 ára að aldri. Yfirlýsingar. Vegna misskilnings, sem vart hef- ir orðið, skal það tekið fram, að með gein þeirri sem birtist hér um daginn með fyrirsögnínni »Dags- brúnar hyskið« var alls ekki ver- ið að skamma hyskið, sem er í fél- aginu »Dagsbrún« þvi svo grunn- hygginn er ég ekki, að ég sjái ekki að það tjáir ekki að svívirða með berum orðum verkamenn hér i Reykjavik, sem blaðið lifir á. Aftur á móti hygg ég að verkamenn séu svo grunnhyggnir, að þeír fáist ekki um það, þó forgöngunjenn þeirra séu svívirtir. Jakob. Með því að sá orðrómur hvað ganga, að eg hafl keypt herra rit- stjóra Árna á Höfðahólum til þess ^ð skrifa skammir um Dagsbrún, skal þess getið, að þetta er tilhæfu- laus þvættingur. í fyrsta lagi er ég svo kunnugur Árna, að ég veit að hann tekur ekki borgun fyrir það að skrifa skammir, í öðru lagi, vil ég geta þess að ég hef ekki tekið til mín, neitt af því sem hefir stað- ið í »Dagsbrún«. Mérheflr verið sagt að það hafl staðið í nefndu blaði að ég hafl átt að tala almennilega við skipshöfnina hér um daginn. Hafi þetta staðið í blaðinu, sem ég efast um, því ég er vanur að lesa »Dagsbrún« vandlega, þá lýsi ég því hérmeð yfir, að þetta er tilhæfu- laus uppspuni. auðsjáanlega gerður ti'l þess að ófrægja mig í augum stéttarbræðra minna. Kolli. Reykjavik. Von er blöðið blessi odd- borgarana mína, sem í laumi lifrarbrodd læddu í vasa sína. líéðinn. Akureyringar staddir hér: Hallgrímur Kristinsson kaupfélagsstjóri og skáldin Páll Jónsson og síra Matthías. Eggert Stefánsson söngvari, sem dvalið hefir erlendis víð söngnám undan- farin ár, söng nú í vikunni í Bárubúð troðfullri af fólki, og var gerður hinn bezti rómur að. Hásetar farnir úr bænum. Ársæll Brynjólfsson, (af Braga) og Gamalíel Jónsson, (af Ingólfi Arnarssyni) verða í sumar á vélbátnum »Auðun« af Álftanesi, sem stundar fisk- veiðar við Breiðafjörð til hausts. Farnir austur á firði: Símon Guðmundsson, Finnbogi Jens- Mótstöðumenn alþýðunnar eru farnir að urra og gelta, en við skulum taka undir með kappanum og segja; »Ei hræðumst vér hótanir þínar Grímur kúluvambi«. Þetta er stærsta glíman sem hér hefir verið glímd. [Stærsta tröllið sem nokkur tslending- ur hefir glímt við. Þó menn- irnir yrðu undir í þetta sinn þá vinna þeir næst. Við tök- um okkur í munn visu. Lát hugann hvergi falla, þó herði á strengi alla, i hárri sök, skal herða tök, og hátt skal lúðurinn gjalla. Þetta er þó barnaleikur á móts við það sem lýst er í »Pelle Erobreren«. En nú er Skipstjórinn: Nú er helstí hátt í skut, hásetanna minna, því skal litlum lifrarhlut. læða í vasa hinna. Héðinn. Stafagáta. I I N D O O A A A A A R R R R R Stöfum þessum sé raðað þannig að í e/stu línu frá vinstri til hægri og í fremsla línu, að ofan og niður sé stúlkuna/n í annari línu (frá vinstri til hægri og að ofan niður) heiti, þriðju: heiti fjórðu: heiti = á hugtökum og öðru. Gátan er eftir mann norður í Pingeyjasýslu. Nákvæmar fréttir. Norðurland gat þess þrisvar að Ragnar Ólafsson konsúll væri farþegi á »Goðafossi«, tvisvar í blaðinu og einu sinni á fregnmiða. Sama blað segir að bandamenn flytji Serbaher ^ landveg frá Korfu til Saloniki. (Korfa er eyja). Eftir því mega Akureyringar eiga von á að fá þessar fréttir í Norðurl. (ef ekki á fregnmiða):’ Ragnar Ólafsson fór í bankann í gær, og Grímseyingar komu land- veg í dag. Ö. latjurtarfræ - Blomíræ Blómlaukar flestar tegundir og það besta. Nú er sáðtími og íögur glugga- blóm er besta híbýla- prýði, er selt í (klæða- verzlun Guðm. Sigurðs- sonar) Laugaveg ÍO Svanl. Benediktsdóttir. Klæðaverzlun og sauraastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt íataefni ekta litir. Fljót af- g-r'eiösla — Vönduð vimia. Ný lataeíni með hverju skipi, Sparið peninga. 1 fiBnrnasöffur, mjög skemtilegar, fást í Bókabúðinni LaUgavegi 4. Draumaráðningar, fást i Bókabúð- inni á Laugavegi 4. . Nálega 20 teg. af rímum fást i Bókabúðinni Laugavegi 4. Myndagátur. Eftir Rikharð. Prcntsmiðjan Gutcnberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.