Dagsbrún


Dagsbrún - 04.06.1916, Side 1

Dagsbrún - 04.06.1916, Side 1
DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN DT MEÐ STYRK NOKKURIIA'IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON FREMJIÐ EKKI RANQINDl POLIB BKKI RANQINDI 22. tbl. Reykjavik, Sunnudaginn4. Junu 1916. Stefnuskráin. Ætluðu allir íslendingar að hittast á einhverjum tilteknum stað, t. d. á Þingvöllum, yrðu þeir að fara sinn í hvora átt- ina til þess að komast þangað, eftir því hvar á landinu þeir ættu heima. Austfirðingar yrðu t. d. að fara í vestur, Norð- lendingar í suður o. s. frv. Stefnan yrði i ýmsar áttir þó allir stefndu að því sama. Jafnaðarmenn um allan heim hafa alstaðar sama takmarkið: að útrýma fátæktinni (með því að gera þau af framleiðslu- tækjunum sem mikilvægust eru að þjóðareign) svo hver og einn geti fengið tækifæri til þess að þroska og fullkomna alla góða og fagra meðfædda hæfileika. En þó takmarkið sé alstaðar hið sama, þá liljóta stefnuskrár jafnaðarmanna í hinum ýmsu löndum að vera í mörgu frá- hrugðnar hver annari vegna frábrugðnra staðhátta, að sínu leyti eins og mennirnir sem ætla að mætast á Þingvelli hafa sína stefnuna hver. Stefnuskrá hérlendra jafnað- armanna — Alþ5Tðuílokksins — sem birt er á öðrum stað í blaðinu, er því í ýmsu frá- brugðin stefnuskrá enskra, danskra eða noskra jafnaðar- manna, af því öðruvísi hagar til í löndum þessara skoðana- bræðra okkar en hér á landi. Hversá sem les stefnuskrána, hlýtur strax að reka augun í mjög áberandi mun sem er á henni og stefnuskrám allra annara íslenzkra stjórnmála- flokka er birt hafa stefnuskrá, s. s. að i stefnuskrá Alþýðu- flokksins kemur fram ákveðin skoðun um helzfu mál sem fyrir þjóðinni liggja, þar sem stefnuskrár hinna tlokkanna hafa tóma hálfvelgju eða mein- ingarleysu. Kolin. í fyrra lét bæjarstjórnin svo sem hún ætlaði að kaupa kol, auglýsti eftir tilboði o. s. frv., en úr framkvæmdum varð ekkert, svo sem kunnugt er. Svona má ekki fara í ár. Bærinn verður að kaupa kol, og bæjarstjórnin þarf því nú þegar að fara að framkvæma þetta mál. Kolin kosta nú 12 kr. skpd. L. í „Isafold4. Mér er ekki kunnugt hvort nokkrir menn utan Hásetafé- lagsins hafi stutt þá eða hvatt til verkfallsins, en það veit eg, að eg gerði það ekki. Eg skifti mér ekkert af því, og kom þar ekki nærri. Hr. L. sem líklega á að merkja lj'gin laun- ritstjóri, langsum eða lögfræð- ingur, — gat því sparað sér að blanda mér þar inn í. Hafi nokkrir utanfélagsmenn hvatt háseta til verkfallsins, og ef þeir menn eiga heiður skilið, þá heiður þeim sem heiður ber, — að dómi þremenning- anna: Yísis, Morgunblaðsíns og L. i ísafold. Á það að vera skömm, þá eiga þeír að láta skömm skella þar sem hún á heima. En hvort senrfbr. L, heitir launritstj., lýgin lögmað- ur eða langsum, þá gæjast grænu eyrun upp úr sjónum og tilgangur með grein hans sést að það er ekki af vor- kunnsemi við háseta, og ekki af umhyggju fyrir bæjarfél. eða landsfólkinu yfirleitt. Og engin vissa er fyrir því að honum hafi verið illa vjð verk- fallið, heldur öll líkindi til að honum hafi þótt mjög svo vænt um það, sérstaldega þeg- ar það ekki fór á sem æskileg- astan hátt, fyrir háseta, — til að geta notað á sem hagkvæm- astan hátt, við í hönd farandi kosningar. Og noti hann og hans nótar það, gjöri þeir svo vel. Þeir græða ekki mörg atkvæði á því. Mörgum er víst í minniwmold- veðursgauragangur« þrenning- arinnar, V, M. og I., fyrir síð- ustu bæjarstj.-kosningar, og allir muna hver árangurinn varð. Einu sinni kom ungur lög- fræðingur heim frá Danmörku. Hann var eldheitur skilnaðar- maður, og bar fram tillögu á tjölmennum fundi, um að ís- lendingar skildu strax við Dani. Tyiagan fékk 8 atkvæði. Yesa- lings maðurinn sagðist ekkert botna i fólkinu, að það skildi ekki samþ. skilnað. Hr. L. skilur ekki fólkið nú, frekar en ungi lögíræðingurinn gerði þá. Það hleypur ekki upp um hálsinn á stjórnamálaforingj- um sem eru að berjast við að halda uppí löngu dauðum stjórnmálaílokkum, þó þeir skrifi skammir og lýgi um þá alþýðumenn sem að einhverju leyti standa framarlega í fylk- ingu verkamanna eða sjó- manna. Ofsóknirnar á alþýðuflokkinn eru byrjaðar, og ef halda á áfram fram yfir kosningar, verð- ur einhvern tíma gaman að lesa. Þær byrja úr sömu átt og fyrir bæjarstjórnarkosning- ar, og álít eg það út af fyrir sig góðan fyrirboða. Eg læt hér staðar numið, og vilji hr. L. og hans hyski oftar glepsa í hæl mér, er þeim það velkomið. Það er óvandaður eftirleikurinn. Otto N. Porláksson. Hugleiðingar um landsrétt og skatta. Eftir Glúm Geirason. Neðanmálsgrein þessigleymd- ist í siðasta blaði. ’) Sama hvort þeir eru leigu- liðar eða sjálfseignarbændur, i fyrra tilfellinu rennur iandsleigan í hýt landeigandans, í því seinna í vasa þeirrar peningastofnunnar sem bóndinn hefir fengið lán í til að kaupa jörðina uppsprengdu verði. Framkvæmdin liefir því orðið sú, að fjarlægja nýbýla- hugmyndina, og löggjaíarvaldið hefir stutt rækilega að því með þjóðjarðasölulögunum. Að visu hefir með samning og sam- þykt þeirra, átt að stíga spor til að lyíta landbúnaðinum á- fram, en það spor er vafalaust miástígið, afleiðingar þeirra laga verða öfuðar við það sem upphafsmenn þeirra vildu og ætluðust til að yrðu, er eðli- legt að svo færi, þar sem lög- in eru bygð á algerlega röng- um grundvelli. Betur myndi hafa reynst, og afleiðinga betra fyrir landbúnaðinn, að þá hefði verið endurbætt búnað- arlöggjöfin og leiguliðinn bet- ur trygður, en nú er. Réttur- inn til umbóta þeirra, sem þeir gera á landi og húsum ábýlisjarða sinna. Hefði nú verið farinn að sjást árangur þeirra laga i auknum jarða- og húsabótum — annar meiri og betri en af þjóðjarðarsölu- lögunum. Eins og nú er komið, er það við steininn talað, að ræða um auka bygð, og engin von um framkvæmd fyr en búið er að gera landið alt, að eign allrar þjóðarinnar, þ. e. opna öllum leið að landinu, og jafn- framt að sjá til þess, að enginn einstaklingur geti haft meira land undir undir höndum en hann þarf tíl að lifa af. Það eru takmörkin, sem að þarf að stefna, og þeim er hægt að ná, með því að leggja skatt á landið, svo háan að engin vilji hafa land undir höndum, sem hann ekki þarf nauðsynlega að nota. Skatturinn á að vera hundraðsgjald af verðmæti landsins umbótalausu, þ. e. a. s. við verðlagningu lands til skattgreiðslu, á aðeins að taka til greina verð landsins, án húsa og umbóta*), sem lega þess veitir því. Land, sem liggur rétt við góða höfn, verð- ur eðlilega eftirsóttara, og þá um leið verðmeira en jafn- stórt land efst upp til dala, þar sem samgöngur eru erfiðar. Landið við höfnina verður fýsilegra til bygða, vegna hægri flutninga og betri aðstöðu við markað. — 1 þéttbýlinu, sem oftast myndast fljótt við hafn- arstæði, verða fleiri tækifæri tií að fá vinnu og gera arðber- andi og þægilega t. d. með bæfilegri skifting, auk margs annars, sem ætíð dregur menn að þéttbýlinu. Við auknar framfarir og aukið aðstreymi fólks að þéttbýlinu, verður meiri eftirspurn eftir landinu. — Það hækkar í verði. — Á þessu verði landsins, á skatt- urinn að hvila. Við mörg verk, sem þjóðfé- lagið lætur gera, t. d. hafnar- gerðir, vegabætur o. fl., hækk- ar landið í kring í verði. Er ekki rétt að sú verðaukning, sem verður fyrir aðgerðir þjóð- félagsins alls, komi einnig þjóð- félaginu öllu að gagni, en renni ekki í vasa einhvers einstak- lings, sem blind hendingin hefir fengið i hendur eignarráð á landinu, og sem þar með fær honum leið til þess, að raka saman auð á kostnað allra ann- ara einstaklinga þjóðfélagsins? Gera má ráð fyrir að það verði fært sem ástæða móti landsskatti, að hann sé skerð- ing á eignarrétti. Skatturinn felli landið í verði, og þar með jarðir einstaklinga, svo þær svari eigi til þess verðs, sem fyrir þær hefir verið greitt, og að einstaklingarnir ættu þá minstakosti heimting og rétt til skaðabóta frá hinu opinbera, ef skatturinn gerði jörð þeirra verðminni. Við þetla ber að athuga að eignarréttur einstak- linga á landi byggist ekki á ekki á náttúrlegum lögum, *) T. d. nýlega unnar jarða- bætur (sléttur) hafa ekki áhrif á verðl. til skatts.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.