Dagsbrún


Dagsbrún - 04.06.1916, Síða 2

Dagsbrún - 04.06.1916, Síða 2
72 DAGSBKÚN heldur á ólögum og yfirgangi. Landi er öllum ætlað til að lifa af. Auðsuppsprettur nátt- úrunnar eiga eftir lögum nátt- úrunnar og ætlun skapara alls, að vera öllum jafnt til lífs- uppeldis, og allir eiga að hafa jafna aðstöðu til að notfæra sér þær. f Frá landssimanum. Eg heyri marga kvarta und- an landssímanum. Sjaldan sést þó kvartað undan honum í blöð- unum, og er það skaði að það skuli ekki vera gert, því þá er víst helzt von að afgreiðslan batni eitthvað svolítið. í dag kl. 12 á hád. pantaði eg mann í Bolungarvík til við- tals kl. 2. Kom aftur á sima- stöðina á tilteknum tima, og beið i einn klukkutima og var mér að þeim tíma liðnum, sagt að síminn væri »upptekinn«, og að eg mundi ekki geta komist að að tala, fyr en hálf fjögur, en þegar kl. var það, var mér sagt að það vceri verið að senda eftir manninum. Eftir nýja klukkutima bið fékk eg að tala við manninn, það er að segja, mér var sagt að hann væri í simanum, og eg þóttist líka heyra ofurlítið til hans, en gat ekkert við hann talað af því alt af gall við í símanum: Halló Akureyri, halló Vestmannaeyjar, halló Keílavík og halló, eg veif, ekki hvað. Eg kvartaði til síma- varðarins, en hallóin héldu á- fram, svo eg hætti »talinu« án þess að hafa haft nokkurt not af því, en fyrir öll þessi »halló« varð eg að borga 1 kr. 50 aura. Rvík 23. Mai 1916. > Hjörtur Porleifsson Laugaveg 22. Álþýðu-dagblað. Hver var aðalorsökin til þess að við ekki unnum verkfallið algerlega? Engin önnur en sú að við höfðum ekki blað sjálf- ir sem kom út daglega. Slíkt blað þurfum við að fara að fá, og það strax. Vilja 19 menn ásamt mér ábyrgjast 50 krónur hver til þess að stofna með blað sem kemur daglega? Háseti. Sjóorusta stóð í Norðursjónum síðasta dag Maímánaðar. Bretar mistu 18 skip eða meir. Þjóðverjar eitthvað 6. Líklegast verður þessi enski ósigur til þess að hleypa nýjum hug í þýzku þjóðina, og lengja stríðið. Um hvað er deilt? i. Mjög eru enn skiftar skoðanir um það, hvað togaraeigendum og hásetum ber í milli. Máls- aðilar sjálfir eru ekki líklegir til að skifta um skoðun. Þeir vita hvað um er deilt. En allur almenningur, sem mynd- ar sér skoðun um málið, eftir því sem honum virðist mála- vextir og sanngirni benda til, hefir að mestu fengið frásagnir um deiluna frá hlið útgerðar- manna. Raunar vita nú llestir að deilan var um lifrina. 1 fyrstu var henni fleygt á islenzku togurunum. Útgerðarmönnum þótti ekki borga sig að hirða hana. En síðar varð það úr, að hásetarnir fengu lifrina sem uppbót á kaupið, en um leið féll burtu lág »premía« sem þeir höfðu áður fengið. Þetta að veita hásetunum hlutdeild í afla hlaut að hvetja sjómennina til að leggja sig sem mest fram við vinnuna við að afla fisks- ins, sem einn var eftirsóknar- verður fyrir útgerðarmenn. Hinsvegar var sú fórn, að láta hásetana fá í kaupuppbót, það sem útgerðarmenn létu annars kasta í sjóinn, ekki sérlega kostnaðarsöm. Kaup hásetanna hefir venju- lega verið 70—75 krónur á mánuði, og lifrin sem hlutur, síðan sú venja komst á að há- setar fengju hana. Allir sjá, að kaupið eitt, 840—900 kr., er alt of litið til viðunanlegs framfæris handa tjölskyldu- heimili í Reykjavtk. Og þegar litið er til þess, að starfsárið á togurunum er að minsta kosti einum þriðja lengra en við landvinnu (vökurnar), og að hraustustu menn þola ekki vinnuna nema nokkur ár, og eru þá oft lítt færir til veru- legrar áreynslu. Þá er það ljóst, að kaupið sjálft er al- gerlega óviðunandi fyrir háset- ana, ef þeir fá ekkert annað fyrir vinnuna. Aðalatriðið í málinu er það, að hásetar hafa nú á undan- förnum árum verið ráðnir upp á kaup og part of afla, lifrina. Að réttu lagi eiga þeir að mega gera’ hvað sem þeir vildu við lifrina, eins og kaupið sjálft, enda var jafnan kveðið svo að orði, að þeir fengjn lifrina, en ekki part af lifur, helming eða hluti o. s. frv. Útgerðar- menn viðurkendu þannig í verki að þetta væri hlutur verkamannsins, og að útgerðin hvildi ekki að öðru leyti á lifrarframleiðslunni. En jafnframt komst það lag á að útgerðarmenn verzluðu með lífrina. Og með því að halda verðinu óeðlilega lágu, náðu þeir mestu verði hennar i sínar hendur, þó að svo líti út, sem hásetarnir hefðu mest notin. Hér er komið að kjarna málsins. Hver á að liafa sölu- gróðann af lifrinni9 Eiga verkamenn að fá lifrina í orði. en útgerðarmenn á borðil Og ef útgerðin getur ekki borið sig, nema með því að taka hluta sjómannanna, hvers vegna þá ekki að viðurkenna það hreinskilnislega, í stað þess að hafa fé af sjómönn- unum með blekkingarsölu á hlut þeirra? Síðar verður vikið að því, hvernig aðrar stéttir, verka- menn á landi, embættismenn og bændur hafa litið á málin, þegar þeir hafa verið beittir svipuðum rangindum, eins og hér er gert við báseta. Brjánn. Húsaleigulögin dönsku, i Mjög merkileg eru húsaleigu- lög þau er nýlega hafa verið samþykt í Danmörku. Heimila þau bæjarstjórnum að skipa húsaleigunefndir — þriggja manna nefnd í hverjum bæ — og má ekki setja upp húsaleig- una á smærri íbúðum, nema með hennar leyfi, en hún má aðeins leyfa leiguhækkun á þeim ibúðum sem gert hefir verið við eftir beiðni leigjanda, og aðeins um 6°/o af því sem við- gerðin kostaði. Er talið að lög þessi nægi til þess að hindra alla verðhækkun á húsaleigu minni íbúða. Þetta og hitt. ('anda-kerinn. Canada hefir nú vígbúið alls */» mill. hermanna, og er pað 60 pús. meira en allur her Englendinga var pegar stríðið byrjaði. í Canada- liernum eru nokkrir íslendingar, svo sem kunnugt er. Nytt danskt tímarit ' fer að koma út 1. Júlí. 1*30 á að heita »Pressens Magazín« og koma út tvisvar á mánuði. Útgef- andi er Blaðamannafélagið danska. Ritstjóri verður Sten Drewsen áður ritstj.: »Verden og Vi«. Þjóðhetja dáin. Arthur Goergey sem var aðalher- foringi Ungverja í frelsisstriði peirra 1848 og 49 er nj'dáin 99 ára aldri. Grænlandslivalurinn. Af honum hefir á öldinni sem leið veiðst alt að 2000 árlega, en nú erhann nær upprættur. Síðuslu árin hafa ekki veiðst nema örfáir ... w a an. Hásetar farnir úr bænum. Sigurður ólafsson (af Jarlin- um), Sigurður Sveinsson (Mars) fóru nú í vikunni norður á Siglufjörð, og verða á mótor- bát þar í suraar. Guðm. Jó- henn'esson (Mars) og Ólafur Steinn (Jón forseti) eru á vél- skipinu Hekla, sem er við veiðar undan Jökli. Kosningarnar og kaupamenn. Það er gömul íslenzk venja, að sjómenn hópist að veiði- stöðvunum, og á seinni tíð á skip þau er lengra geta faríð, þegar veiðitíminn fer í hönd, Eru þeír tímar oft dýrmætir , fyrir verkamenn, sem verða að lifa af afla þeim, er þeir fá með súrum sveita, og leggja oft líf og heilsa í sölurnarjjfyrir. Fram að síðustu tímum hafa að eins karlmenn getað stund- að fiskveiðar og íiskvinnu að mestu leyti, en síðan farið var að stunda síldveiðar hér við land, hafa konur lika fengið tækifæri til að leggja fram krafta sína og vinna að fram- leiðslu afurðanna, allri þjóð- inni í hag. Eftir því sem fram- leiðslan hefir vaxið, hefir komið betur í ljós, hve óhæíilega lág vinnulaun verkafólks hafa verið, í samanburði við ágóð- ann, er þeir hafa getað stungið í sinn vasa sína, er hafa haft peningana fram að leggja, án þess að leggja mjög mikið á sig að öðru leyti. Við það að einhver hlutur hækkar í verði, vex gildi hans. Eins er því varið með vinn- una. Siðan að verkalaun fóru að hækka, hefir verkaíólk farið að smávakna til meðvitundar um þýðingu vinnuaflsins, og hvort vinnukaupanda beri 1 rauninni nokkuð meiri réttur til að hirða allan ágóðann at framleiðslunni, heldur en að vinnuþiggjendur megi taka hæfilegan þátt í ágóóanum, en sá þáttur er auðvitað ekki ann- að en hækkuð vinnulaun. Þeir sem peninga hafa til atvinnu- reksturs, virðast flestir hafa þann skilning, að sá, sem legg- ur lil vinnuna eigi að eins að hafa nægilegt til að lifa af, en alls ekki meira, og er slíkt bæði ómannúðlegt og ranglátt, ef hægt væri að koma því við, mundu vist sumir kaupendur kjósa eða álíta rétt, að verka- fólk hefði alls ekkert kaup, heldur fengi framfærslu frá vinnuveilanda, að eins til að geta lifað — og unnið. Ef hægt væri að halda verkalýðn- um í þeim skorðum, mundi skiljanlega ekki hætt við, að verkafólk heimtaði nein skil- yrði til að geta veitt sér nein lífsþægindi, frekar en skynláus- um skepnum eru veitt. Eins og áður er sagt, er al- þýðan að vakna til meðvitund- ar um sjálfa sig, og tekur sama ráðið, og aðrar þjóðir hafa haft til að bæta kjör alþýð- unnar: Mynda félagsskap, en slíkur félagsskapur á, af mörg- um ástæðum erfitt uppdráttar, fyrst í stað, ve/dur þó miklum erfiðleikum hve fólki gengur seint að skilja, hvað góður fé- lagsskapur hefir að þýða, til að upphefja þjóðina i heildinni. Almennur íélagsskapur er mjög ungur hér á landi meðal

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.