Dagsbrún


Dagsbrún - 04.06.1916, Side 3

Dagsbrún - 04.06.1916, Side 3
DAGSBRÚN 73 verkafólks, og eins og við er að búast, mætir hann megnri mótspyrnu frá þeim, sem hafa hag af því, að verkafólkið standi á sem allra lægslu þroskastigi, en það eru vinnu- veitendur, og hafa þeir mikið til síns máls, þó ranglátt sé; þvi eftir því sem þeir fá vinn- una fyrir minna verð, getur ágóði þeirra orðið meiri, þeir geta því að vissu leyti verið heiðarlegir mótstöðumenn. Alt öðru máli er að gegna með þá, sem aldrei hafa verið vinnu- þiggjendur eða vinnukaupend- ur, heldur alla sína æfi lifað sem snýkjudýr á þjóðinni, og eru því sannnefnd þjóðaróþrif. Þegar þessir piltar fara að helia sér yfir verkafólk og þá menn aðra, sem þora að láta í ljósi álit sitt um réttmæti al- þýðusamtaka til að bæta kjör sin, þá eru þeir að auglýsa líístarf sitt, sem vert er að veita eftirtekt. I3að er rétt að athuga litið eitt, hvað þessir piltar hafa til sins máls, til að berjast móti alþýðunni. Hingað til hefir þjóðin falið embættismönnum næstum ein- göngu að fargt með málefni sín og hafa á því fundist ýmsir gallar, sem óneitanlega stafa að sumu leyti af vanþekkingu þessara manna á sumum mál- efnum. Hvernig er mögulegt að embættismenn þeir, sem aldrei hafa stundað neina erf- iðisvinnu, geti gert sér fulla grein fyrir því, hvers verka- I^’ðurinn þarf við til að eíla hagsmuni sína, enda er tæpast sanngjarnt að heimta, að þeir viti það eins og þyrfti. Á hverju ári kemur heil- mikið af útskrifuðum nemend- um frá skólunum, og er vist fremur fátítt að þetta fólk fari að vinna erfiðisvinnu á eftir, ef mögulegt er hjá því að kom- ast. Embætti eru ekki nóg handa þessum usla, svo þetta fólk safnast utan um hvern bitling, er leiðtogar þjóðarinn- ar geta miðlað, en þó sumt af því virðist ekki sem þarfast, er öllu óhætt meðan enginn er til eftírmálanna. Ef að alþýðan færi nú að hafa hönd i bagga með mál- efnum, mætti búast við því að þessir bitlingar smá fækkuðu og er ei furða þó þessum þjóðþrifagemsum þætti sinn hlutur litið lagast við það. Þess vegna skjóta þeir eyrun- um undan húðinni nú og reyna að púa lífi i hiha, næst- um dauðu, pólitísku flokka landsins, sem þeir hafa gerst leppar fju'ir, og halda að al- þýðan muni hafa mist alla trú á sjálfri sér vegna aidrifa verk- fallsins, nýlega, en timinn mun skera úr því, hvort þeir reikna það dæmi rétt. Frh. G. Hj. Borgað fyrirfram 2 árganga blaðsins með 5 kr.: H. K. Hverfisg. Nýju hásetarnir. Dettur nokkrum í hug að blöðin »Vísir« og »Morgun- blaðið mundu hafa barist af meiri ákaía fyrir málstað auð- valdsins móti alþýðunni, þó full- trúar auðvaldsins — útgerðar- mennirnir — hefðu átt blöðin? Eg held ekki! Sannleikurinn er sem sé sá, að útgerðarmennirnir eiga sál- irnar í hr. Vilhjálmi Finsen og hr. Jakobi Möller — ef á ann- að borð er gengið út frá því að þeir hafi einhverja tegund sálar, (dýrin, t. d. hundarnir, eru taldir hafa sál), svo ekki er við öðru að búast af þeim. En þessi grein átti nú ekki að vera um það náttúrufræð- islega atriði, hvort J. Möller, V. Finsen og hundarnir hefðu sál, heldur um síðustu heimzku þessara góðu manna, en það er lofsöngur þeirra um nýju hásetana á togurunum. Hver er sannleikurinn í því máli? Sá, að óvönu mönnunum hefir verið l}rúgad í land af togur- unum, og að þeir koma ómeiddir, eiga þeir ekki sjálfum sér að þakka heldur gömlu hásetunum sem hafa orðið að orga sig hása til þess að vara þessa mann- garma við vírunum og öðru sem þeir gátu drepið sig á. Sjálfur. Tvenuii- eru tíraarnir fyrir ísafold. Árið 1909 voru þrir merkismenn ritstjórar við blaðið og auk þess Ólafur Björnsson. Nú er Gísli og Einar, í hjáverkum báðir, enda flestir hættir að kalla ísafold blað. X. Kveðjur. S. J. Kaflarnir »Himinn ogjörð« fara að koma aftur i næsta blaði. gökabnðin á laugav. 4 — ,Antibvari8k‘ bókaverzlun — MikiII afsláttur af brúkuðum : : bókum. : : Xlæiaverzlun saumastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt íataeíni ekta litir. Fljót af- g-reidssla — Vönduð vinna. IVý íataefni með hverju skipi, Sparið peninga. Auglýsingnra í Dagsbrún veitt raóttaha í Bókabúðinni, Laugavegi 4. Stejnuskrá yHþýðujlokkrins. í. Utanrikismál. Flokkurinn er mótfall- inn því, að byrjað verði fyrst um sinn á samningatilraunum um samband Islands og Danmerkur, hinsvegar sé hagsmuna landsins gætt vandlega í skiftum við Dani og aðrar þjóðir. 2. Skattamál. Afnema skal alla tolla af aðfluttum vörum. Fyrst og fremst koffitoll, sykurtoll og vörutoll (um tóbak sjá lands- verzlun), en til að standast útgjöld lands- ins séu lagðir á beinir skatlar að svo miklu leyti sem arður af framleiðsln og verzlun er rekin sé fyrir hönd þjóðfélags- ins, ekki hrekkur til gjalda landsins. hessir beinu skattar séu: a. Hœkkandi eigna- og lekjuskattur, þar sem hæfilegur framfærslueyrir fjölskyldu- manns sé látinn vera undanþeginn skatti en siðan fari skatturinn smáhakkandi og sé hlutfallslega mestur á mestum tekjum og verðmestu eignum. b. Verðhœkkunar skatlur af öllum lóðum og löndum að því leyti sem verðhækkun- in stafar af almennum framförum lands- ins eða aðgerðum þjóðfélagsins. Skattur þessi skiftist eftir ákveðnum hlutföllum milli landssjóðs og sveilar- (eða bæjar) sjóða. 3. Landsverzlun og -framleiðsla. Landið taki að sér einkasölu á ýmsum vöruteg- undum, fyrst og fremst: steinolíu, kolum salti og tóbaki, taki þátt i atvinnu og fram- leiðslufyrirtækjum svo sem: stórskipaútgerð til íiskiveiða og fiutninga, síór-iðnaði, námugreftri og þessháttar. Þegar hvalaveiðar verða teknar upp aft- ur, skulu þær eingöngu reknar af landinu. 4. Bankamál. Landið hafi umráð yfir aðalpeningaverzlun landsins, skal í þvi skjmi auka og etla Landsbankann. Til að greiða fyrir hringrás peninganna skal með heppilegri löggjöf stutt að stofn- un sparisjóða og lántökufélaga með sam- vinnusniði víðsvegar um landið. 5. Samuinnumál. Samvinnufélagshreyfing- una skal styðja i baráttunni við kaup- mannavaldið bæði með hentugri löggjöf og ríflegum fjárveitingum til að útbreiða þekk- ingu á henni. 6. Samgöngur. Áherzla skal fyrst og fremst lögð á að koma samgöngum á sjó í gott lag, einkum með bættum strand- ferðum. Frá kauptúnum skal leggja vel gerðar og breiðar akbrautir til sveitahéraðanna. Hættu- legar og illfærar ár brúaðar, og erliðir fjall- vegir bættir og varðaðir. Járn-brautir, sem verða lagðar í landinu skulu lagðar og reknar fyrir opinbert fé. Öll samgöngutæki séu þjóðareign. Einnig síma- og loftskeytatæki. 7. Sávarútvegsmál. Mikil áherzla skal Iögð á að bæta lendingar og gera bátahafn- ir alstaðar þar sem bátaútvegur er rekinn. Nákvæmt eftirlit sé haft með útbúnaði skipa og báta. Vitar séu bygðir og sjóinerki auk- in. Veðurathugunarstofa sett á stofn. Líf- trygging sjómanna sé aukin og endurbætt stórvægilega frá því sem nú er. 8. Landbúnaðarmál. Til þess að efla hinn aðalatvinnuveg þjóðarinnar, land- búnaðinn, og til þess að koma i veg fyrir ofmikið aðstre}rmi fólks úr sveitunum til kaupstaðanna, skal varið nægilega miklu fé til tilraunastöðva, og til að útbreiða ókeypis hagkvæma búnaðarþekkingu. Ábúðarlöggjöfinni sé breytt leiguliðum í hag, landsetum landsjóðs sé veitt lífstíðar ábúð, en þjóðjarða- og ltirkjujarðasölu hætt. 9. Alþgðumeniun. Kappkosla skal að bæta hana, sérstök áherzla lögð á að kenna mönnum hagfræði og félagsfræði. 10. Dómsmál. Umboðsvald og dómsvald sé aðskilið. Meðferð sakamála fari fram opinberlega og munnlega. 11. Hegningarlöggjöfinni sé breytt í mildari og mannúðlegri átt og stefnt að því að bæta þá brotlegu, fremur en að hegna þeim. 12. Trúmál. Trúarbrögð eru einkamál og hinu opinbera óviðkomandi, komi þau eigi í bága við þjóðfélagslífið. 13. Eftirlaun. Eftirlaun embættismanna, eins og þau eru nú, séu afnumin. 14. Verndun mannslífa. Lög séu samin er komi í veg fyrir að mönnum sé mis- boðið með illri og ómannúðlegri vinnu, hvort heldur á sjó eða landi. 15. Fálœkralöggjöfm sé tekið til ræki- legrar endarskoðunar, aðaláherzlan lögð á það að fátækrahjálpin sé hjálp til sjálfshjálp- ar og að menn sem verða bjargarþurfa, án þess að þeim verði með réttu umkent, fái nægilegan stuðning án mannorðsmissis eða mannréttinda. 16. Sáttasemjari Sérstakur maður sé skipaður til þess að leita sátta milli verka- manna og atvinnurekanda við verkföll og verkbönn.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.