Dagsbrún


Dagsbrún - 04.06.1916, Qupperneq 4

Dagsbrún - 04.06.1916, Qupperneq 4
74 DAGSBRUN Boðorð sjómannsins. (Fundið úti fyrir ísafold- arprentsmiðju). 1. Minstu að þér ber að kjósa »vatnslistann« (þann sem gengur í vatnið). Eng- inn »broddur« verðskuld- ar fremur íylgi þitt en E. A. fyrir útbýtingu hans á landssjóðsvörunum {til kaupmanna). 2. Minstu að ísafold er »bezta» blaðið, ágætlega ritað, og ófáanlegt til að skiftastefnu, eða breyta dómum um menn og málefni. 3. Minstu að »Morgunblaðið« er fyrirtaks eign í húsi hvers fátæklings. Það kost- ar ekki nema 18 kr. á ári (5 x 360). Ekkert blað styður jafnvel málstað verkamanna, né ver þá fyrir ofsókn ágengra vinnu- veitenda. Sannleiksást þess er óviðjafnanleg. 4. Minstu að »Vísir« prýðir kjallaraíbúð öreigans, þó að hann kosti ekki enn nema tæpar 15 kr. á ári. Útgerðarmenn skrifa í þetta margar þarfar hugvekjur fyrir sjómennina. Miða þær allar að því að hækka kaup sjómanna. 5. Minstu að verkalýður Reykjavikur getur á eng- an veg gert sér sjálfum meira gagn en með því að kaupa og borga skil- víslega svo sem 1000 ein- tök árlega af hvoru dag- blaðinu. Með því eru rúmar 33,000 krónur veitt- ar árlega til að útbreiða hollar lifsskoðanir meðal alþýðu. 5. Mundu að enginn stjórn- málamaður verðskuldar fremur fylgi þitt en G. S. Hann talar á við bezta prest um »eilífðarmálin« og er viss með að fara með þig beint inn í himnaríki, ef þú lofar honum að teyma þig. Hann er ákaflega hlyntur hækk- un á kaupi verkalýðsins Skilnaðarmaður er hann svo mikill að ekki mun vanta mikið á að hann hafi snúið Lögréttu frá Dönum. Fáir menn hafa jafn oft verið hundsaðir við alþingiskosningar, og væri þakkarvert, ef sjó- mennirnir vildu nú gleðja hann í haust. 7. Minstu þess, sjómaður, að þitt hlutskifti er að þræla fyrir aðra og að vera prettaður um kaup þitt. Ekki máttu eins dags hvíld hafa fyr en þú veltur út af niður í gröfina. 8. Minstu að þú ert saurug- ur, svo að hver sem nálg- ast þig verður óhreinu eins og þú. Ef þú spyr til vegar, og er sagt satt, þá er sá sem við þig tal- ar, ekki framar verður að leysa skóþvengi út- gerðarmanna. 9. Minstu að undirgefni og þakldáfssemi er þín mesta prýði. Sérstaklega skaltu bera blýjan hug til þeirra sem svikja þig, Ijúga upp á þig og sýna þér óvild og fyrirlitningu á allan hátt. 10. Minstu að þér ber alt til æfiloka að þegja um landhelgisbrot íslenzkra togaraskipstjóra. Þó að þeir brjóti lögin það gerir ekkert til. Lögin eru ekki til nema fyrir fátæklingana, til að halda þeim í skefjum. Hlutur okur- karlsins verður ekki of mikill samt, þó að togar- arnir hans fái dálítið af stolnum fiski. X ★ ★ * Birt pó að Dagsbrún sé ekki al- veg sampj’kk. Myndagátur. Báðní'ngin á gátunni í 20 tbl. er há seta r = Hásetar. Gátan í síðasta tbl. V ert (strítt) í ð (innan í ð)ar lok = Vertíðarlok. Hér koma 3 gátur eftir einn af þessum dulrænu mönnum sem ekki vilja Iáta nafns síns getið. Rik- harður hefir sagt mér sögu þess- ara gátna þannig, að hin undirstrik- uðu skötuhjú voru að draga sig saman í pukri. Petta vissi ein af þessum ástríku og öfundsjúku ver- um sem eiga bágt með að láta skötuhjú í friði, og alt af eru á gægjum hvar sem smuga er á þili. Nýtt. Aldrei, fyr en nú, hefi eg séð togarahásetum hælt opinber- lega í blöðunum fyrir dugnað sinn. Nú birta skipstjórarnir og ritstjórar dagblaðanna þelta hrós daglega, jafnóðum og skipin koma inn. Af því að margir togarahásetar eru nú nýir menn við þann starfa og þess sérstaklega getið, að við þá er átt, ætti ekki að verða vandræði að halda skipunum útí, þó þau fjölguðu en fólkið fækkaði sem vildi stunda þá vinnu öðru fremur, enda er þetta einn þáttur úr leik þeim, er skipstjórarnir sumir leika og hafa leikið gagnvart hásetun- um, en — skyldi þetta aldrei breytast? 7. Jórtrið. Siðan 1874 hafa stjórnmála- mennirnir og þingið þvælt og jórtrað sömu stjórnarskrár- og ríkisréttinda-tugguna. En nú hafa stjórnmálamennirnir okk- ar loksins »tapað jórtrinu« — þrefinu um sambandsmál og stjórnarskrá. Engir vanalegir sauðir eða naut jórtra tvisvar sömu tugguna. En þetta gera þó blaðamenn okkar út úr vandræðum. Nú hafa þeir ekki öðru að jórtra en gömlum út- kljáðum málum. »íslendingur«. Lifrin á „Eggert Ólafssyni". Hásetar á togurunum eru svo sem kunnugt er, ráðnir upp á að fá (allir í sameiningu) 60 kr. fyrir hverja tunnu fulla af lifur, ojf er þar auðvitað átt við að tunnurnar séu fyltar sam- vizkusamlega um borð, en ekki að þær eigi að vera fullar, botnanna á milli, þegar í land er komið, því slíkt er ómögulegt, nema bætt sé á þær í landi, því lifrin sigur saman. Lifrar- kaupmenn hafa því hingað til ekki fundið að því þó eðlilegt borð væri á lifrarfötum þeim er þeir keyptu. En nú kemur ný saga. »Eggert Ólafsson« kom fyrir skömmu inn með 42 tunnur af lifur, og hafði verið látið sam- viskusamlega í þær, svo sem sjá má af því að borðið á þeim var að eins ‘ó1^ þuml. En hvað skeður! Útgerðarfél. borgar hásetum að eins fyrir 37 tunnur — dregur 5 tunnur frá, og segir að það sé ofanálag fyrir það sem vanti í tunnurnar! Vafa- laust er hér um hrópandi órétt- læti að ræða, og ættu hásetar tafarlaust að kæra fyrir lög- reglustjóra, ef beita á þá slíkum órétti aftur. Og hér er líklegast meira en óréttur, því vel er lik- legt að hér sé um hreinan og beinan þjófnað að ræða, því hafi sá sem keypti lifrina, borg- að útgerðarfélaginu fyrir 42 föt, þá hefir þessum 5 lifrarfötum, blátt áfram verið stolið af há- setum. Blátt áíram stolið! Húsabyggingamálið. Hvað líður húsab)rgginga- málinu í bæjarstjórn? Húsnæðisleysið og liúsaleigu- okrið er nú farið að keyra svo fram úr hófi að jafnvel Morg- unblaðið er farið að flytja greinar sem því berast, þess efnis, að bærinn fari að byggja hús og leigja út. Nú verður að fara að komá framkvæmd! Qveravdlir unðir jiaki. Ferð inn í framtíðina. Frh. Saga æðarfuglsins er i stuttu máli þetta« hélt Ari Höfði á- fram. »Til þess að koma i veg fyrir að fuglinn yrði skotinn, voru öll vörp á þjóð- og kirju- jörðum gerð að eign hreppsins eða sýslunnar sem þau lágu í. Varð það til þess að fjöldi manns, sem áður drap æðar- fugl, hætti þvi, og í öðru lagi til þess að margir, sem létu sig æðarfuglsdráp engu skipta, þoldu þau ekki lengur. Æðarfuglinn var viltur fugl á þessum tímum, en nú verð- ur að skoða hann sem alifugl — þó hann gangi að mestu leyti sjálfala....« Þegar hér var kornið sög- unni varð skyndiléga mikill gauragangur í höllinni. Úað var hrópað »Fluga!« og upp til handa og fóta þaut fólkið, og þusti yfir í hinn enda hall- arinnar. Höfði þreif tvo málm- sivalninga sem héngu á krók- um á borðinu sem við sátum við, rétti mér annan (eða rétt- ara sagt rak hann í mig) og rauk í sömu átt og hitt fólkið. Um leið og ég hljóp af stað á eftir honum varð ég þess vísari að málmsívalningur- inn sem ég hélt á var skotvopn þó það líktist mest loftdælu (hjólhests). »Hvaða villidýr get- ur þetta verið« tlaug mér í hug um leið og ég þaut. Satt að segja var ég all-smeikur því ég er gunga að eðlisfari, en ég hef aldrei látið neinn sjá það á mér, og ég ætlaði sízt að sýna þessum framtíðar íslendingum það. Matjurtarfræ - Blómíræ Blómlaukar ílestar teg-iincllr og það besta. Nú er sáðtími og fög-iii* glugga- blóm er besta híbýla- prýði, er selt í (klæða- verzlun Guðm. Sigurðs- sonar) Laugaveg ÍO Svanl. Benediktsdóttir. „Suðurland“. Afgreiðslu þess, hér í Rvík. hefir hr. Ólafur Gístason verzl- unarmaður í Liverpool. Tekur einnig við auglýsingum í blaðið. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.