Dagsbrún


Dagsbrún - 11.06.1916, Qupperneq 1

Dagsbrún - 11.06.1916, Qupperneq 1
IEMJID EKKI^n T I |\Y V ÞOLIÐ EKKI^ B~J U Au O D n U 1N L---J BLAÐ JAFNAÐARMANNA * GEFIN ÖT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG YERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁRYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 23. tbl. Reykjavik, Sunnudaginn 1 1. Juni, 1916. Landskosningarnar. Lista Alþýðuflokksins við kosningarnar, sem fram eiga að fara 5. ágúst i sumar, hefir nú verið skilað til landskjörstjórn- ar, og eru likindi til þess, að hann hljóti bókstafinn C. Á lista þessum eru, svo sem kunnugt er, þessi nöfn: Erlingur Friðjónsson (fráSandi) trésmiður, Akureyri. Otto N. Porláksson, verka- maður, Reykjavík. Porvarður Porvarðsson, prent- smiðjuforstj., Reykjavik. Eggert Brandsson, sjómaður, Reykjavík. Guðmundur Davíðsson, kenn- ari, Rvík. Búast má við þvi, að blöð hinna flokkanna fari bráðum áð reyna að gera þessa menn tortryggilega, eins og þegar er farið að gera það manna á milli. Það veri því sagt strax: Menn- irnir á lista Alþýðuflokksins eru menn, sem aldrei, hvorki með góðu né illu, hvorki fyrir mútur né hótanir, munu svikja málstað alþýðunnar, né víkja frá stefnuskránni, þegar á þing er komið. Við íslendingar höfum nú haft sjálfstjórn í 40 ár, og í öll þessi ár hafa það verið embætt- ismennirnir sem hafa ráðið, af því þeim hefir tekist að telja þjóðinni trú um að þeir einir hefðu vit á landsmálum. Já, þeir hafa laglega haft vit á þeim! Þeir hafa hrúgað niður hand- ónýtum og bandvitlausum lög- um, öpuðum í blindni eftir út- lendum lögum, án tillits til þess, hvort slíkt hefir átt við eða verið framkvæmanlegt hér á voru landi. Og þeir hafahlaðið gjöldunum á þá sem sízt máttu við að bera þau, alþýðumenn- ina. En hvað hafa þeir látið ógert? Alt, nær alt, hafa þeir látið ógert. Þær framfarir sem hafa orðið, eru flestar til orðnar fyrir rás timans og þrátt fgrir þingið. Og hvað eru svo allar framfarir hér á landi hjá því sem verið gæti? Bíða ekki hundruð þús- unda af dagsláttum af graslendi eftir þvi að verða breytt i tún og flæðiengi? Hvað hefir börnum íslands orðið úr fossanna og lauganna ótæmandi og ómælda afli til iðnaðar og gróðurs? Ekkert, eða sama sem ekkert. En eru líkindi til að sú stétt manna, sem í 40 ár hefir verið við völdin, og fáu komið til leiðar, nema því, að skara eld að sinni köku, muni koma á þeim fram- förum, sem vordraumar ís- lenzku þjóðarinnar spáhenni? Ónei, líkindin eru engin. Þess vegna verða nýir menn úr nýjum flokk að komast á þing. Þess vegna verða allir góðir íslendingar, sem vilja vel, að fylkja sér um lista Alþýðu- flokksins við kosningarnar 5. ágúst. Stefnuskrá flokksins var birt í siðasta blaði. Til liðsm. Alþýðuflokksins út um iand. Þar eð ennþá er óráðið í hve mörgum kjördæmum verðafram- bjóðendur, af hálfu flokksins, eru menn varaðir við að heita nokkrum öðrum flokkum fylgi, þar eð búast má við því að frembjóðendur verði, af flokks- ins hálfu, í fleiri kjördæmum en enn þá hefir verið rætt um opinberlega. Kosningarnar og kaupamenn. (Nl.). Nú eru það ekki gömlu flokkarnir sem berjast; þeir eru of máttlausir til þess, en í fjörbrotunum reyna þeir nú að sporna á móti Alþýðu- flokknum og ota til þess leigu- körlum sínum. Eg skil varla i öðru en að blöðin, að minsta kosti ísa- fold, fari að þreytast á vinnu- körlunum; þeir hafa sumir gefið bakreikninga fyrir illa unnið starf og enda er ekki orðið óvanalegt, að sjá á eyru þessara pilta í flokki þeim, sem þeir hafa áður mest skammað og svívirt. Eg held, að æfistarf þessara manna geti tæpast fært þeim mikla sæmd, nema ef vera kynni í heimi andanna. Það þarf að fletta skýlunni af þessum fuglum, svo alþýðan sjái þá við dagsins ljós, einsog þeir eru. Sú mun koma tiðin og má ske fyr en varir, að alþýða verður í miklum meiri hluta um meðferð sinna eigin mála og verða þá nógir vinirnir; en þeir piltar, sem nú gala sem leppar mótpartsins munu seint villa alþýðunni sýn, hún mun þekkja þá. G. Hj. Hugleiðingar um landsrétt og skatta. Eftir Glúm Geirason. (Frh.). Ef litið er til baka, á sögu elztu þjóðanna, þá sést að alstaðar þar sem þjóðfélög hafa myndast, hefir hinn sam- eiginlegi eignaréttur til lands- ins upphaflega verið viður- kendur, og allir einstaklingar þjóðfélagsins þar með haft jafnan rétt til að fá land til afnota, ekki sem óskoraða eign, heldur til leigu. En það, að fá einstaklingunum rétl til að kaupa og eiga land, er seinni tíma verk, framkvæmt með ránum og yfirgangi og stutt með valdi (— auðvaldi), og þeirri breytingu hefir allsstaðar fylgt hóflaust auðsafn einstak- linga og vonlaus örbyrgð fjöld- ans. Þessi breyting hefir rugl- að skoðunum manna á eignar- réttinum, hann hvilir ekki á manna lögum, þau hafa oft gengið fram hjá honum, held- ur hvílir hann á náttúrlegum lögum. Hann er hreinn og ein- hlýtur, hver sem brýtur hann, hvort sem það er einn maður eða heil þjóð, brýtur boðorðið: »Þú skalt ekki stela«. Maður, sem dregur fisk, ræktar gras, byggir hús, málar mynd, smíð- ar vél o. fl., hefur á hverjum þessara hluta einhlítan eignar- rétt, vinni hann fyrir sjálfan sig, sem ber með sér rétt til að selja, gefa eða ánafna öðr- um þennan hlut; m. ö. o. alt sem vér framleiðum með vinnu vorri er okkar eign. En bjó nokkur maður jörðina til, svo hann geti krafist slikrar eignar á henni, eða hluta af henni, og þar með fengið rétt til að gefa hana eða selja? Nei, eng- inn af oss gerði það, hún er aðeins aðsetur — staður vor um stundarsakir — ein kyn- slóðin tekur við af annari, og allir eru þar sjáanlega með jöfnu leyfi skaparans, enginn getur því öðrum fremur talið sér óskoraðan eignarrétt til hennar. Eignunum má því skifta í tvent: 1. Hina sameig- inlegu eign: jörðina og allar auðsuppsprettur hennar. 2. Séreign einstaklinga, sem er það, sem þeir framleiða með vinnu sinni. Af þessum ástæðum er eigi hægt að tala um það, sem ó- rétt eða skerðing á eignarrétti, þó þjóðfélagið taki það til sín, sem er eign þess. Þeir einstak- lingar, sem hafa haft eignar- ráð á landi, hafa fengið i sinn vasa inntektir af því verðgildi landsins, sem vöxtur og fram- farir þjóðfélagsins hafa gefið þvi, þess vegna getur ekki heldur verið að tala um að veita þeim uppbætur úr sjóði þjóðfélagsins, þó þessar auka- inntektir, verði af þeim teknar — hvort sem þeir hafa notið þeirra lengi eða stutt — þvi það væri að halda óréttinum við. Með þvi að athuga skatta- málin, kemur enn betur í ljós hversu mikill óréttur er að fá landið einstaklingum í hendur (til eignar). Þegar þjóðfélögin hafa tapað landinu úr höndum sér, til einstaklinganna, og þar með tekjum af því, hefir á annan hátt þurft að hafa sam- an tekjur í hinn sameiginlega sjóð þjóðfélagsins, sem úr á að greiða hin sameiginlegu gjöld til framfara og viðhalds þjóð- félagsins. Undantekninga lítið hefir teknanna verið aflað með því að gera kröfu til hluta af vinnuarði einstaklinganna — tollar lagðir á aðfluttar vörur, — sem eðlilega kemur fram í auknu verði [aðfluttujvörunn- ar; um leið og menn kaupa aðfluttu vöruna, fyrir verð sinna framleiddu vara — vinnuarð sinn — greiða þeir jafníramt talsverðan hluta af verðinu til hins opinbera, eða m. ö. o. nokkur hluti af verði aðfluttu vörunnar er tollur, sem menn greiða um leið og varan er keypt. (Nl.). fað sem ekki má gleyma. Bærinn þarf að annast kola- kaup. Bærinn þarf að fara að bgggja, til þess að bæta úr húsnæðis- eklunni. Jafnvel »Morgunbl.« er nú farið að játa þetta. Bærinn þarf að eignast skip til þess að geta séð bæjarbúum fyrir :nœgum og ódgrum fiski. Bærinn þarf að koma upp kúabúi til þess að geta séð bæjarbúum fyrir nœgri, ódgrri, bollri mjólk. Blaðið »Vísir« flutti meðan stóð á verkfallinu svivirðilegri lygar gagnvart alþýðunni, en nokkurt annað af blöðum óvin- anna, (Morgunblaðið ekki und- antekið). Hvað? Hvað ætli hásetar hefðu feng- ið fyrir lifrina núna ef ekki hefði verið neitt verkfall?

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.