Dagsbrún


Dagsbrún - 11.06.1916, Síða 2

Dagsbrún - 11.06.1916, Síða 2
76 DAGSBRÚN Rödd Péturs Jóssonar °g Mensaldur í Papey. Það var fyrir nokkrum ár- um á íslendingafundi í Kaup- mannahöfn að eg heyrði fyrst til Péturs Jónssonar og varð eg þá strax mjög hrifinn af hinni frjálsuogöfluguröddhans. Síðan heyrði eg til hans við og við í Kaupmannahöfn og eins hér í Reykjavík 1913, og þótti altaí bæði skemtilegt og hressandi að hlýða á tóna hans. En lang mest hefir Pétri farið fram síðastliðin 3 ár í Þýzka- landi, enda er nú hrein unun á hann að hlýða. Eg hefi heyrt blíðari raddir (lyriskari), eins og t. d. rödd Herolds, sem. aftur á móti var ekki nærri eins mikil og karl- mannleg. Eg heíi líka heyrt einstöku raddir, sem kanske eru eins miklar, en aftur vanta fegurð á við Péturs rödd. Mér hefir löngum þótt góðar (barytan) raddir einna skemti- legastar, þvi að þær hafa oft- ast meiri karlmenskukraft í sér fólgnar heldur en háraddir (ten- órraddir), en þessa saknar mað- ur ekki hjá Pétri Jónssyni. Eg mun hafa heyrt til flestra af hinum helztu Norðurlanda- söngmönnum, en enginn þeirra finst mér hafa jafn margt af því sem nauðsynlegt er, sam- einað í rödd sinni eins og Pét- ur Jónsson. Söngrödd hans er með þeim allra mestu, sem eg hefi heyrt og hún er líka fög- ur og karlmannleg. Söngur Péturs kemur manni 1 gott skap, getur jafnvel vakið viðkvæmni, en aðallega er það eldur og viljakraftur, sem sindr- ar úr söng Péturs og maður fær ímyndaða vængi. Þá er lika mikils um vert að Pétur hefir fallega og prúð- mannlega framkomu og fram- burður orðanna orðinn miklu betri en áður var. Eg ætla í þessu sambandi að skrifa eitthvað af því sem eg heyrði í barnæsku minni um einn af forfeðrum Péturs Jónssonar, Mensaídur, sem bjó í Papey fyrir löngu, líklega um 1800. Hann var langmestur söngmaður er menn höfðu heyrt til, þar um slóðir, og það jafnvel svo framúrskarandi að ýmsar sögur mynduðust um söng hans og róm og sumar miður trúlegar, eins og verða vill. Átti hann t. d. að hafa sungið svo að heyrðist úr Pap- ey til lands, og kallað ferju yfir Beruljörð. Á »lönguföstu«, söng hann 3 passíusálma á hverju kvöldi 2 fyrir og 1 eftir lestur, og svo vel að fólk syfjaði ekki, en svo hefir þó oft viljað verða undir venjulegum sálmasöng þó minna hafi verið sungið. Þó eru enn æfintýralegri sögurnar um hafmeyjarnar, er Mensaldur átti að hafa seytt að landi með söng sinum, og söng hann fyrir þær, undir björgum eyjarinnar. Þó var það ein af hafmevj- unum, sem átti innilegast samband við Mensaldur, fyrir hana eina söng hann á sunnu- dögum þegar gott var veður, undir hömrum nokkrum aust- anvert á eynni. Þetta vissu menn nú ein- hvernveginn, en enginn vissi fyrir vist hvernig það hafði komst upp, og þýðingarlaust var að grenslast um hagi Mens- aldurs undir Papeyjarbjörgum því að hann átti huliðhjálms- stein úr Búlandsárgljúfrum, er hann notaði við lík tæki- færi. Helst söng Mensaldur þar sem að björgin hvefldust fram yfir sig, veittu margir sér á- nægju stundir með því að læð- ast fram á hamrana og hlusta á og þótti þeim þá oft sem bergin nötruðu er hann tók á rödd sinni með fullum krafti, en líka kunni hann að syngja angurblítt, og sérstaklega um sólarlagsbil. Oft söng hann lög sem engir höfðu heyrt fögur og áhrifamik- il, en sjaldan nema einusinni hvert og höfðu menn það fyr- ir satt að hann byggi þau til um leið og hann söng. Sumt af þessu mun fólki finnast ó- trúlegt, en það sýnir hvað mik- ið mönnum þótti til raddar hans koma. Og ef Mensaldur í Pap- ey hefir sungið nokkuð líkt Pétri Jónssyni,sem ekki er ólík- legt, get eg t. d. vel trúað sög- unni um hafmeyjarnar. Ríkarður Jónsson. Hvaða flokknr? Hvaða flokkur vill afnema tollana og aðra skattabyrði, sera nú hvíla á alþýðunni, og leggja nauðsynleg útgjöld þjóðfélagsins á þá sem aura- ráðin hafa, þ. e. láta verðhækkun- arskatt og hækkandi eigna- og tekju- skatt koma í staðinn? Svar: Al- þýðuflokkurinn. Ekki batnar -- -- í »Morgunblaðinu« 8. Júní er sagt írá því að róðrarbátar sem fari vestur á Svið, fái 10—30 fiska í hlut. »En það þykir einkennilegt«, segir þetta mál- gagn skarpskygninnar, »að fisk- urinn tekur ekki beitu, og veiða menn því alt á bera öngla«. Pessi klausa í Mbl. er mjög eftirtektarverð. Allir vita, að þegar fiskurínn er í síli, tekur hann ekki beitu, (nema síli) og fæst því ekki nema með því að krækja hann (á beran öngul- inn). Þetta mun varla neinum þykja merkilegt, nema ritstj. »Mgbl.« Hann kemur því ó- mögulega fyrir sig, að þorskur elti öngul, nema það sé beita á honum! En hvað segir hinn blessaður ritstjórinn — hann Jakob Möll- er, með bankaráðsbitlinginn í lúkunum, og bankastjórann í vömbinni, um þetta beituatriði? Þetta og hitt. Ný ættarnöfu Peim fjölgar nú öðum sem taka sér ættarnöfn. Einar Hjörleiísson skáld, börn hans, bræður hans og þeirra börn hafa látið lögskrá sér nafnið Kvaran. Svavar Sigurbjarnarson verlzunar- fulltrúi hefir tekið sér nafnið Svav- ars. Sigvaldi Stefánsson læknir (bróð- ir Eggerts söngmanns) hefir tekið sér nafniö Kaldalóns. Börn sira Haraldar Níelssonar prófessors, hafa tekið nafnið Haralz. Bjarní Jónsson frá Vogi, hefir ekki tekið sér ættarnafn enn þá, ekki heldur Bogi Ólafsson né Árni Páls- son. Fiselier Petersen. Ungi stjörnufræðingurinn J. Fisch- er Petersen mag. scint. sem margir landar kannast við, og bróðir hans Jóhannes Petersen kaupmaður hafa látið lögskrá sér ættarnafnið Fisch- er-Petersen. »Vendsyssel« skip Sam.fél, rakst 10. mai á ensk- an kafbát, og kom að því nokkur leki. Kafbáturinn ætlaði að stinga sér undir »Vendsyssel« en varð of seinn. Eitt skrúfublaðið af »V.« sat fast í þilfari kafbátsins og brotnaði af. Um Hólmn í Reyðarfirði er sagt að sæki Stef- án Björnsson fríkirkjuprestur á Fá- skrúðsfirði, Pétur Porsteinsson prest- ur að Eydölum og Ólafur Stephen- sen prestur i Grundarfirði(?) Alþjóðafnndnr Good-Templara sem halda átti í Minneapolis 1917, er nú ráðgert að halda í Khöfn. eða Árósum 1918. Ákafar vorleysingar urðu í byrjun maí bæði í Noregi og Svíþjóð. Uxu ár og fljót svo á- kaft að mikill skaði varð af vatna- vöxtum. Er mælt að vorleysingarnar hafi ekki verið jafn ákafar í þessum lönd- um i 200 ár. Góðnr hlutnr. Magnús Kjartansson úr Patreks- firði (nú til heimilis i Noregi) er á norsku síldveiða-gufuskipi er stund- að hefir hér reknetaveiðar. Eftir viku veiðar var hásetahlutur á ship- inu um 800 kr. Kjörin voru 32°/o af aflanum, án fæðis. Himinn og jörð. Hreiðnr. Dagsbrún hvatti menn i vor til þess að setja upp »hreiður- kassa« handa þröstum (og öðrum smáfuglum), en enginn mun hafa orðið við þcim tilmælum. Samthafa nokkrir þrestir bygt hreiður sin hér í borginni. Ein þrastarhjón t. d. í þakrennuenda á fískþurkunarhúsi Duus-verzlunar (beint á móti skrif- stofugluggum Dagsbrúnar). Önnur þrastarhjón hafa gert sér hreiður skamt frá — í þakrennu á húsi B. H. Bjarnason kaupm. 1 góðum árum unga þrestir tvisv- ar út. Miinna mnnnr. Meðan stóð á verkfalli háseta gengu úr félagi þeirra milli 30 og 40, en í það nálega 50. Félagsmönn- um fjölgaði því við verkfallið. Pvilíkur munur á þeim mönnum sem ganga úr félagsskapnum á erv- iðum timum, og þeim, sem ganga í félagsskapinn pál Kræk-í-berið. Heyrst befir að Jakob Möller geri sér von um að verða banka- stjórj. Einhver stakk upp á þvi að breyta nafninu á dagbl. »Vísir« og kalla það »Grænjaxlinn«. En væri ekki réttara (eftir þess- ar fréttir) að »Visir« breytti nafni og yrði nefndur »Kræk- í-berið« ? Litla blaðið kom út núna í vikunnni. Það stóð ekkert í því um stríðið, en það var fult af góðum fréttum um það, hvað kaupa megi ódýrt í Litlu búðinni. Þeir, sem efast um að blaðið hafi sagt allan sannleika um Litlu búðina, geta farið þangað. fengið ókeypis i nefið og látið sannfœrast. Bökabúðin á £augav. 4 — ,Antikvarisk‘ bókaverzlnn — Mikill afsláttur af brúkuðum : : bókum. : : Xlæðaverzlun og sanmastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt íataeíni ekta litir. lA'ljót af- g,r*eiOsia — Vönduð viima. Ný íataeíni með Ixverju skipi, Sparið peninga. Maijurtarfræ - filómfræ Blómlaukar flestar teg-imclír og það besta. Nú er sáðtími og fögur glugga- blóna er besta híbýla- prýði, er selt í (klæða- verzlun Guðm. Sigurðs- sonar) Laug'aveg ÍO Svanl. Benediktsdóttir. „Suðurland“. Afgreiðslu þess, hér í Rvík. hefir hr. Ólafur Gíslason verzl- unarmaður í Liverpool. Tekur einnig við auglýsingum í blaðið. Auglýsingnm í Dagsbrún veitt móttaka í Bókabúðinni, Langavegi 4. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.