Dagsbrún


Dagsbrún - 19.06.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 19.06.1916, Blaðsíða 4
80 DAGSBRÚN Kjósendur sem fara austur á land, eða norður, eða eru farnir, eru beðnir að at- huga, að þeir geta notað kosn- ingarrétt sinn þar sem þeir eru í sumar, e/ þeir fá vottorð sýslumanns eða bæjarfógeta í kjördæmi þvi, er þeir eiga heima i, um að þeir standi á kjörskrá þar, en ætli ekki að nota atkvæðisréttinn á þeim stað. Peir sem ekki hafa vott- orð fá ekki að kjósa fyrir aust- an eða norðan. Þeir sem eru farnir, ættu strax að skrifa eft- ir vottorði til þess að vera bún- ir að fá vottorðið í tæka tíð, og þeir sem ekki eru farnir, að fá það áður en þeir fara. Uppl. á skrifstofu Dagsbrún- ar. Vottorðin eru ókeypis. Upp úr kafínu. Það er nú komið upp úr kafinu, að ritstjóri »Vísis« var með hásetum í verkfallinu um daginn. Hann segir það sjálf- ur í grein um verkfallið, sem birtist í »Visi« um fyrri helgi. Margt má nú segja manni án þess eyrun detti af höfð- inu! Hvers vegna flutti »Vísir« nær daglega meðan á verkfall- inu stóð greinar á móti háset- um? Hvers vegna tók »Visir« svo að segja eingöngu greinar, þar sem hallað var á háseta, en neitaði hógværlega rituðum greinum um málið og sveikst um að birta slíkar greinar, þó ritstjórinn væri búinn að lofa að birta þær? Hvers vegna flutti »Vísir« daglega lygafréttir um verkfall- ið, fréttir sem voru þess eðlis, að þær sköðuðu háseta? Hvers vegna létritstjóri »Vís- is« seinni hluta hógværar grein- ar um verkfallið, er byrjuð var að koma í blaðinu, ekki koma fyr en verkfallið var búið? Svar við öllum spurningun- um: Af þvi ritstjórinn var með hásetunum! Þetta og hitt. Tilbninn marmari. Sænskur verkamaður, Paul Lind- gren að nafni, hefur fundið upp aðferð til þess, úr steinsteypu, að búa til marmara, og eftirlíkingar af ýmsum öðrum steinategunum, hent- ugum til bygginga, svo sem t. d. granít. Steinar þessir voru sýndir opinberlega í Stokkhólmi, og hlutu mikið lof byggingarfróðra manna. Færeyingar drepa árlega æði mikið af grind, smáhvölum, sem ganga í vöðum. Fara þeir út á mörgum bátum og reka vöðurnar inn í grunna firði og drepa grindina þar. Árið í fyrra var sérlega góð grindarveiði, voru alls drepnar 1199 grindur — árið 1914 ekki nema 291. Englending'ar hafa nú það af hermönnum, að þeir verja fjórða part herlínunnar á vestri vigstöðvunum. Bólusetning' við taugaveiki. í útlendum blöðum er sagt frá því að rússneskur læknir — Ned- rygalilov að nafni — hafi fundið upp bólusetningarefni við tauga- veiki. Líklegast er hér um nýtt efni að ræða, því það er langt síðan farið var að bólusetja við þessari veiki, með þeim árangri, að það varði þann bólusetta í eitt til tvö ár, og hefur bólusetning þessi ver- ið notuð mjög í herum ófriðarþjóð- anna. Aíli Færeyiuga var í fyrra samt. 3,672,329 kr. virði, og er það meira en nokkru sinni áður. Árið 1914 var hann 2,352,244 kr. virði. Útlit er fyrir að afli þeirra verði einnig ágætur í ár. Bæjarstjórnin í borginni Oðinsvé á Fjóni hefur keypt 4000 smálestir af koksi til þess að selja bæjarbúum fyrir sannvirði. Ýmsar aðrar danskar borgir eru að ráðgera kola- *og koks-kaup. Hámarksverð á sóda er i Danmörku ákveðið 10 aura pundið. Hér í Rvík kostar hann 15 aura. Hvalveiðar í Færeyjnm. Hvalveiðar eru leyfðar ennþá í Færeyjum, og voru drepnir þar í fyrra 280 hvalir (i hittið fyrra 172). Blaðadeila á Akureyri. Frímann B. Arngrímsson og 'Finnur Jónsson, eru komnir í snarpa deilu um jafnaðarstefn- una, annar í »Norðurlandi« hinn í »íslendingi«. Skortir þar hvorki góða röksemda- færslu né stóryrði. Röksemda- færslan er öll í grein Finns. Frímann gamli lilýtur altaf að vera að yngjast — að dæma eftir því hvað tal hans um jafnaðarstefnuna er barnalegt. Myndagátur. Ráðningarnar á myndagátunni í 22. tbl. eru: M án gi = Mangi. R án ka = Ranka. I sleif ur = ísleifur. Hér kemur logandi góð mynda- gáta eftir Ríkarð: Erlingur Friðjónsson fór um daginn út í Ólafs- fjörð, og stofnaði þar verka- mannafélag. í það gengu um 80 manns. (Símfregn af Akureyri). Refurinn og berin. í vetur var gerð tilraun, af »ísafoldar«-liðinu, til þess að fá verkamenn til þess að vera í bandalagi um landlista. Yerka- mönnum átti allra mildilegast að veitast sú náð, að fá að lifta hans hágöfgi Einari Arnórssyni inn í þingið. Pá voru verkamenn og verka- mannaforingjarnir nógu góðir, en nú, nú eru þeir óalandi og óferjandi. Hvað var það nú aftur sem refurinn sagði um berin, sem náði ekki til? Hipninn og ]örð. Fnglalíflð við líeykjavík. Beru kollarnir kring um Reykja- vík, sem fyr á öldum voru skógi vaxnir, en nú eru blásnir upp, valda að umhverfið virðist hrjóstugt. En það er það nú ekki, því stórar grösugar lægðir eru á milli grýttu kollanna, enda er fuglalífið i út- jarði borgarinnar furðu fjölskrúð- ugt. Ritari þessara lína, fór í vik- unni suður fyrir tjörnina og sá á þeirri leið 8 fuglategundir, en það voru kría, sandlóa, steindepill, maríuerla, þúfutitlingur, þröstur, óðinshani og hrossagaukur. Auk þess heyrði hann bæði til lóu og spóa. írskt blóð. Sú skoðun er útbreidd, að mikill hluti þjóðarinnar sé af írsku — eða keltnesku — kyni (hinn dökkhærði hluti hennar). Skoðun þessi er vafa- laúst röng. 1. írsku (og skozku) þrælarnir sem landsnámsmenn höfðu með sér, hafa vafalaust verið tiltölulega mjög fáir, í samanburði við hitt fólkið. 2. írar og Skotar eru ekki alment dökkhærðari en íslendingar. 3. Pau héruð sem landnámsmennirnir voru aðallega úr, í Noregi, eru enn þann dag í dag, bygð aðallega dökkhærðu fólki, en eigi ljóshærðu, [svo sem mestur hluti Noregs. Alt það, sem sagt hefur verið um blóðblöndum keltnesks og norræns kyns hér á landi, og af- leiðingar þess, er því sennilega bull. I* j óðarskömm er það, engu síður en bæjar- skömm, að dauðadrukknum mönnum skuli óátalið líðast að þvælast fyrir hunda-, hesta- og mannafótum á almannafæri i höfuðstað vínbann-landsins. Allir vita, — eða hafa að minsta kosti á samviskunni — að bannlagabrot, og óregla, sem af þeim stafar, á sér stað svo að segja daglega á almanna færi, — rétt fyrir utan dyrnar hjá þeim mönnum, sem eiga að gæta laga og réttar, án þess, að því sé nokkur gaumur gef- inn. Við öðru er ekki að bú- ast, en heiðurinn, elskan og virðingin, sem »yflrmenn« þykj- ast eiga heimtingu á að þeim sé sýnt af »undirmönnum« sín- um, festi ekki djúpar rætur, og fari út um þúfur hjá öllum þorra alþýðumanna, sem láta sér ekki alveg á sama standa hvernig »löggæsla« er leyst af hendi. Hér í Reykjavík er það lög- reglustjórn og bæjarstjórn, sem á þann heiður skilið að teljast »yfirmenn« bæjarfélagsins. Það hlýtur því að hvíla á þeim skylda að láta það ekki við- gangast hegningarlaust, að æðri sem lægri virði að vettugi bann- lögin, og fótum troði einfaldar velsæmisreglur á almannafæri í höfuðborginni sjálfri. Einfaldasta ráðið til að bæta úr þessu er það, að hver ein- asti drukkinn maður, sem sést á almanna færi, sé tekinn með löggjafarvaldi og varpað í tugt- húsið, og látinn »dúsa« þar þangað til hann er algáður, svo að skömmin skelli á þeim, sem til hennar vinna. Borgari. Hvað? Hvað hefði lifrarverðið verið nú ef hásetar hefðu tapað verk- fallinu? Vísir beðinn að svara. ísafold os> Alþýðulistinn. Isafoldjsegir, að það munu engir kjósa Alþýðulistann. í vetur við bæjarstjórnar- kosningarnar hér í Reykjavík fékk ísafoldarlistinn 163 at- kvæði og kom engum að, en Alþýðulitstinn 911 athvæði og kom öllum mönnunum að. Reykjavík. Togarar bilaðir. »Eggert Ólafsson« hefur legið í höfn nú um tíma, skrúfubrotinn. »Mars« kom inn nú í vikunni með bilað mastur. Lúðrafél. Harpa skemti fólkinu á 2. hvítasunnudag, með hornablæstri. Slík skemtun ætti rað vera á hverjum sunnudegi að sumrinu. Hásetafélag'smaðnr á »Mars« (Guðm. Kristjánsson) biður þess"”getið að) lifrarhlutur hásetanna í næst síðasta túr, hafi verið 155 kr., en ekki 200 kr., eins og Morgunblaðið sagði frá. Ætli þetta sé ekki alveg í fyrsta skifti, sem Morgunblaðið fer með vitleysu? Fypipspuwi. Er leyfilegt að geyma 10 tunnur af steinolíu í skúr, sem er áfastur við íbúðarhús við eina götu bæjarins? Eldhrœddur. S v a r: Vafalaust ekki. pkabúSin á laogav. 4 — ,Antikvarisk‘ bókaverzlnn — Mikill afsláttur af brúkuðum : : bókum. : : Anglýsingum í Dagsbrún veitt móttaka í Bókabúðinni, Laugavegi 4. Prentsmiðjan Gutenberg,

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.