Dagsbrún


Dagsbrún - 27.06.1916, Síða 1

Dagsbrún - 27.06.1916, Síða 1
I-, r tEMJIÐ EKK! | I ^ LJ B J I I IV I fpOLIOEKI *""= J U A vjr O D n U 1N Li^ BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN CT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 25. tbl. Reykjavik, þriðjudaginn 27. Júni. 1916. Kosningasigur Alþýðuflokksins við kosningar 5. ágúst er kominn undir því hve almennur er áhuginn með- al flokksins manna, á þvi, að úrslitin verði góð. Þeir, sem sökum ungs aldurs, engan hafa kosningarréttinn, geta unnið að góðum úrslitum engu síður cn hinir, sem atkvæðisréttinn hafa, þó mest sé auðvitað undir því komið, að enginn karl né kona úr Alþýðuflokknum, sem at- kvæðisrétt hefir, láti hann ó- notaðann. Við bæjai’stjórnar- kosningar hér í vetur vann Alþýðuflokkurinn glæsilegan sigur. Listi hans fékk 911 at- kv., listi Heimastjórnarflokks- ins 034, Langsum (Isafoldar- liðið) 163 atkvæði og Þversum 80. Sigur þennan unnum við af því, að áhugi fyrir góðu mál- efni var almennur í flokknum. A sama hátt mun sigurinn við landlistakosningarnar vera und- ir því kominn að sem ílestir hafi áhuga á því að vel fari. Munum það! Kosoiip ii borð í skipum. Sjómenn kjósa á þann hátt, að þeim er fenginn auður seð- ill er þeir i einrúmi skrifa á bókstaf þess lista er þeir ætla að kjósa. Þeir sem kjósa C- listann, sem er listi Alþýðu- flokksins, skrifa því að eins eitt c á blaðið. Siðan láta þeir seð- ilinn innan í umslag, sem lika er autt, og líma það aftur. Svo verða þeir að útfylla og undirskrifa yfirlýsingu, á þar til gerðu eyðublaði, enskipstjóri ritar undir vottorðið neðan við yfirlýsinguna og einhver annar, er hann kveður til, ritar undir sem vottur. Að þessu loknu lætur kjós- andi umslagið með kosninga- seðlinum og vottorðið innan í stærra umslag, límir það einnig aftur og ritar utan á það til sýslumanns (eða bæjarfógeta) héraðs síns og ritar nafn sitt undir, eins og sýnt er á um- slaginn. Að eins má nota þau um- slög og kosningaseðla og vott- orðseyðublöð, sem stjórnarráð íslands gefur út. | Annars er kosningin ógild. Um kosninguna skal geta í dagbók skipsins, þar skal skýrt frá fullu nafni kjósanda, hvar hann standi á kjörskrá og hver hafi vottað undirskrift hans. Kosning um borð í skipi þarí að fara fram svo tímanlega að kosningaseðlarnir séu komnir til kjörstjórans fyrir kosningu (eða í síðasta lagi kosningadag- inn 5. ágúst). Sjómenn þurfa því að kjósa meðan þeir eru inni nú. Þið fjarverandi! Þeir, sem verða fjarverandi frá kjördæmi sínu, þegar kosn- ing fer fram, geta hvort sem þeir vilja heldur, fengið vott- orð hjá sýslumanni (eða bæjar- fógeta) um, að þeir standi á kjörskrá, svo sem getið er um i síðasta blaði, og svo kosið 5. ágúst, þar sem þeir verða staddir, eða þeir geta kosið.hjá hreppstjóra eða bæjarfógeta áður en þeir leggja af stað. Peir, sem fara austu.r eða norður, cettu því að kjósa áður en þeir fœru. í Ileykjavik (og Hafnarfirði) fer kosningin fram hjá bæjarfógetanum (þar, sem hreppstjórar eru, hjá hrepp- stjórum). Kosningin fer þannig fram, að þeim, sem vill kjósa, er fenginn hvítur miði, sem hann í einrúmi skrifar á bókstaf þess lista, sem hann vill kjósa, en hvorki nafn sitt né nokkuð annað, nema hann vilji breyta röðinni á listanum, en sé það gert, er afar-hætt við því, að atkvæða-seðillinn ónýtist. Mið- inn er síðan látinn í utnslag er honum fylgir og því lokað, og að öllu farið að eins og sagt er um kosningu sjómanna. Áríðandi er að allir sem œtla að fara að greiða atkvœði áður en þeir leggja af stað, og að þeir, sem farnir eru, sendi at- kvœði sín svo timanlega, að þau verði komin fyrir kosninga- daginn. Hvar áttuð þið heima þegar þið skrifuðuð ykkur á manntalslista í fyrrahaust? Ef þið eruð flutt þaðan, þá skriflð einnig gamla bústaðinn (götu- númer og nafn) á skírteiníð sem fylgja á atkvæðinu. Kosningasjóður Alþýðuflokksins. Eins og almenningur veit, eiga landskosningar að fara fram 5. ágúst í sumar, og hefir Alþýðuflokkurinn fyrir löngu komið sér saman um mennina á þeim lista. Nöín mannanna hafa oftar en einu sinni verið birt í »Dagsbrún« svo eg nenni ekki að þylja þau upp nú, það nægir að geta þess, að menn- irnir eru allir líklegir til að bera áhugamálalþýðunnar fram til sigurs ef þeir komast á þing. Ennfremur á í haust að kjósa menn á þing úr öllum kjör- dæmum landsins og þyrfti þá alþýðan að ná í sem flesta menn úr sínum flokki. I tilefni af kosningunum sem i hönd fara i sumar og haust hefir Alþýðusambandið mynd- að sérstakan sjóð, sem heitir kosningasjóður, og er til hans stofnað með írjálsum samskot- um og vil eg heita á alla góða menn og konur sem unna mál- stað alþýðunnar, að leggja ein- hvern litinn skerf i þann sjóð. Helgi Björnsson, Laufásveg 27, er gjaldkeri sjóðsins. Það þarf enginn að skamm- ast sín þó hann geti ekki gefið stórt, eg býst við að Helgi taki á móti því, þó það sé lítið. En margt smátt gerir eitt stórt. Vilhj. Vigfússon. Landskosningarnar. Eftir Herrauð. Lögrétta fer um þær nokkr- um orðum i 29. tbl. og þykist I5rsa þar afstöðu heimastjórnar- flokksins til landsmálanna. Telur hún heimastjórnar- flokkinn hæfastan og makleg- astan til þess, að styrkjast og eflast á komandi timum og byggir þá skoðun sína á vinnu- brögðum þess flokks á liðnum þingum. Eru það firnmikil, að Lögrétta skuli gera slíkt, þar sem þó hvert mannsbarn á landinu, sem nokkuð hefir fylgst með, veit, að einmitt sá flokkur, heimastjórnarflokkur- inn, hefir mjög oft verið þrösk- uldur i vegi fyrir að ýmis kon- ar framfaramál næðu fram að ganga, eins og hér mun sýnt verða, en jafnframt verið örugg- asta skjól og skjöldur ýmis- konar gróðafélaga. Má það og furðulegt heita, er Lögrétta hjalar um það að gjöra heima- stjórnarflokkinn að öflugum framsóknarflokki, þar sem ein- mitt sá flokkur hefir hingað til bezt gengið fram i því að flækj- ast fyrir í mörgum helstu fram- faramálum landsins, og tafið þau um nokkurra ára skeið og algerlega eyðilagt sum. Heimastjórnarflokkurinn hef- ir á mörgum sviðum verið þreytandi afturhaldsflokkur nú um mörg ár, og má hver trúa því sem vill, að þaðan sé fram- sóknar að vænta. Ef til vill gerir Lögrétta sér vonir um, að ísafold muni reynast örugg til áhlaupa með sér íframsókninni, en reynist hún jaín trú og hingað til, er Lögrétta ekki öf- undsverð af fylgi hennar. En víst er það, að ísafold á heima í flokki heimastjórnarmanna, því þar er nú hugur hennar og hjarta. Þá fer Lögrétta nokkrum orðum um listana við lands- kosningarnar. Eg skal leiða hjá mér að tala um það sem hún segir um list- ana, nema verkmannalistann. Lögréttu finst það eðlilegt, að verkamenn vilji fá fulltrúa á þing og segir að það hafi heimastjórnarflokkurinn viður- kent og látið verkamann á sinn lista. Já, það var nú viður- kenning! Sjöundi maðurinn á lisla heimastjórnarmanna er verkamaður. Líklega býst þó Lögrétta ekki við, að hann komist að, þar sem ekki á að kjósa nema 6 menn. Með þessu hefir heimastjórn- arflokkurinn sýnt það, sem hann hafði ekki hreinskilni til að segja, að hann vildi engan fulltrúa frá verkamönnum á þing. Það er líka' mjög eðlilegt, þvi hagsmunir ráðandi manna í heimastjórnarflokknum og hagsmunir alþýðumanna stríða hverir á móti öðrum. Lögrétta telur að heppilegra hefði verið fyrir verkamenn að vera í félagi með öðrum við þessar kosningar t. d. heima- stjórnarflokkinn. Eg er á sömu skoðun, að svo framarlega sem þess hefði verið nokkur kostur, þá hefði verið langbezt að vinna með öðrum flokki að þessu sinni. En það var ómögulegt. Afstaða verkamanna til þess- ara flokka var þannig, að ekki er hægt að vinna með þeim, og mætti nefna mörg dæmi þessu til sönnunar. Eg nefni hér nokkur. Á síðasta þingi (1915) flutti Skúli heitinn Thoroddsen svo hljóðandi þingsályktunartillögu:

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.