Dagsbrún


Dagsbrún - 27.06.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 27.06.1916, Blaðsíða 3
DAGSBRÚN 83 Til skáldkonunnar Huldu. Mér gelur ekki dulist ég dáist að þér Hulda, sem dregur fram í ljósið hið smágerða og dulda úr fylgsnum vorra sálna — og fléttar þætti saman, með fegurð, yndi og hagleik í alvöru og gaman.J ¥ Þó hart sé stundum barist og harmur drjúpi af rósum, þú heldur uppi skyldunnar björtu vegaljósum, og lætur þínar hetjur úr hildarleiknum stranga eins hreinar eins og Fönix úr eldsloganum ganga. Og það er einkum þetta, sem þakka vil ég Hulda: hið þýða, hreina bergmál hins viðkvæma og dulda, og ef jeg mætti óska, ég oftar kysi að heyra frá æskuhlýju ströndunum dálítið meira. Freyja. Eftir »íslending«. Bæjarmál, Á siðasta bæjarstjórnarfundi var létt af kvöð af lóð Péturs J. Thorsteinssonar við stein- bryggjuna. Þessi kvöð var þannig, að bærinn gat skipað P. J. Th., að ílytja hús sitt af lóðinni. bænum að kostnaðar- lausu, og tekið lóðina til eignar eftir mati óvilhallra manna. Þessi kvöð á lóð á besta stað við höfnina, var bænum mikils virði. En hafnarnefnd lagði samt til, að létta henni af. Að visu þarf bærinn ekki þessarar lóð- ar núna. En hver getur sagt nær bærinn þarf hennar? Hætt er við, að lóðin geti nú orðið bænum dýr, ef hann þarf að kaupa hana með húsinu, sem á henni er. Um það er ekki verið að fást. Bærinn þarf ekki að gæta hagsmuna sinna. Á móti þessari ráðstöfun greiddu atkvæði: Benedikt Sveinsson, Frú Guðrún Lárusdóttir, Jörundur Brynjólfsson, Kristján Guðmundsson, Þorv. Þorðvarðsson *). En með voru: K. Ziemsen, borgarstjóri, Hannes Hafliðason, Jón Þorláksson, Magnús Helgason, Sigurður Jónsson, Sveinn Björnsson. Einu sinni voru bænum boð- in kaup á Elliðaánum og Skild- inganesinu. — Elliðaárnar áttu þá að kosta um 30 þús. kr. Bæjarstjórnin synjaði þeim kaupum af því fulltrúunum sýndist bærinn ekki þurfa ánna, þegar tilboðið lá fyrir. Seinna kaupir bærinn svo árnar á um 140 þús. kr. Góð ráðstöfun það. Skildinganesið stóð bænum til boða fyrir um 5 þús. kr. Bæjarstjórnin vildi ekki kaupa það, af þvi henni sýndist bær- inn ekki nauðsynlega þurfa þess þann daginn, sem tilboðið kemur til hennar. Nú er sá timi koíninn, að bærinn vildi gjarnan eiga Skildinganesið, þvi nú þarf hann þess nauð- synlega. Hvað kostar Skild- inganesið þá nú? Liklega 50 þús. kr. Ætli það hafi ekki verið eitthvað svipað þessum ráðstöfunum, það sem gert var á siðasta fundi viðvíkjandi lóð P. J. Th. Svo mikils þótti borgarstjóra við þurfa, að hann greiddi at- kvæði með því, að bærinn af- salaði sér þeim réttindum, sem hann átti á þessari umræddu lóð, en annars' greiðir hann sjaldan atkvæði. Gott að eiga slíka forráða- menn. Bœjarm. *) Agúst Jósefsson var ekki á fundi, en víst, að hann hefði orðið á móti þessu. Yopn Heimastj.flokksins I síðasta tölublaði »Lögréttu« stendur, að það sé mesta vit- leysa af verkamönnum, að vera að kjósa sérstaka fulltrúa á þing. Þeim væri miklu betra, að eiga sér einhverja menn i Heima- stjórnarflokknum, og mun þar vera átt við sjöunda manninn á Heimastjórnarlistanum, sem er verkstjóri. Nú á ekki að kjósa nema sex menn á öllu landinu; það er þvi jafn sennilegt, að sjöundi maður á lista komist að, eins og að það komi fyrir, að páskarnir beri upp á hvíta- sunnuna! Og þetta vita þeir Heimastjórnar-höfðingjarnir.— Þeir vita lika, að allir skyn- samir alþýðumenn og konur, sjá, að þetta er bara blekkíng. En hvern rækalinn sjálfan eru þeir þá að setja þetta í blaðið? Jú, tilgangurinn er auðsær, Heimasijórnar-flokkurinn œllar sér að hafa álirif á þann hluta alþýðunnar, sem ekki hugsar, þ. e. á þá heimskustu. Heima- stjórnar-höfðingjarnir vita, að skynsamir alþýðumenn fylgja Alþýðuflokknum við kosning- arnar, en þeir halda, að þeir, með því að beita heimskunni sem vopni, geti vilt þeim hluta alþýðunnar, sem er óupplýst, svo sýn, að hann fylgi þeim. Margt er nú skritið! Ekki þektir. Mótstööume,nnirnir láta það út ganga, að mennirnir á lista Alþýðu- flokksins séu ekki »þektir« menn, og munu þar eiga við, að á honum séu hvorki kaupmenn né embættismenn. Futltrúar alþýðu/élaganna völdu þessa menn til þess að vera á list- anum, af því þeir þektu þá og ein- mitt þess vegna treystu þeim til þess að svíkja aldrei málstað alþýðunnar. Lögskráð ættarnöfn. Jón Ólafsson rithöf. og synir hans nafnið Ólafson. Porsteinn Sigurðsson kaupmaður Laugavegi 22 ættarnafnið Manberg. Valdimar Brynjólfsson prentari og bræður hans, Sigurður og Guð- mundur, ættarnafnið Hersir. Helgi Salómonsson ættarnafnið Hjörvar. Sumarauki. Veðurathngunarstofa. Enginn er sá íslendingur, að ekki óski hann þess, að veðráttan væri betri en hún er hér á landi. En hvað er út á veðráttuna að setja? Er of heitt hér á sumrin? Nei. Er of kalt hér á vetrin? Heldur ekki! Pað sem einkum er að, er það, hvað tíðin oft er umhleypingasöm, og það sem verst er, hve snögglega of- viðri geta skollið á. Pessi ofviðri sem koma að óvöru, valda feikna tjóni á eignum og lífi, mesta tjóninu — einnig fjárhagslega séð — á lífum islenzkra sjómanna. (Dagsbrún hefir áður sýnt fram á, hve mikils pen- ingavirði mannslífið erþjóðfélaginu). Pað væri því feykilega mikill ávinn- ingur, ef hægt væri að breyta veðr- áttunni þannig, að ofviðri kæmu ekki eins skyndilega og nú. En er það nú hægt? Já, óbeinlínis. Pað er ekki hægt að varna því að þau komi jafn snögglega og áður, en það er hægt að vita um þau 1—2 dœgr- um áður en þau skella á. Veður/rœðin er tiltölulega ung vís- indagrein — vist ekki nema eitthvað 60 ára. Samt er hún komin svo langt, að veðarathugunarstofa með nógum simasamböndum, getur sagt fyrir, í stórum dráttum, hvernig veðrið muni verða, t. d. hvort þurkatíð haldist, eða hvort von sé á rigningatíð. En það sem slíkri veðuratliugunarstofu aldrei þarf að skjátlast i, það er í þvi að vara við skgndilegu o/viðri. Hejði verið til fullkomin veðurat- hugunarsto/a hér á landi, hefðu menn- irnir ekki /arist, sem fóru í o/viðrinu hér í vetur, og eigi heldur þeir, sem drukknuðu í haust við ísa/jnrðar- djúp! Já, og meira enþetta! Mann- skaðaveðrið mikla, þegar fjöldi manns drukknaði fyrir augunum á Reykjavikurbúum, hefði þáliklegast aldrei orðið neitt mannskaðaveður! Veðurathugunarstofa starfar þann- ig, að starfsmennirnir, af daglegum símfregnum úr öllum áttum, um loftþyngd, hita o. s. Irv., sjá fyrir- fram, hvaða veðra er von, og senda skeyti um það út um landið. í öll- um þorpum (og einkum í hverri veiðistöð), eru höfð merkja-möstur, og með þeim gefin viðvörunarmerki þagar von er á ofviðri. í sumum löndum er minni skipum bannað með lögum, að viðlagðri hegningu, að halda úr höfn, eftir að gefið hefir verið viðvörunarmerki, en sjaldan munu þau lög vera brotin. Augljóst er, að veðurathugunar- stofu þarf sem allra bráðast að setja á stofn hér á landi. Pær fáu þús- undir sem það kostaði landið, mundu gefa hundrað/aldan arð (það er laf- hægt að sýna það með tölum). En jafnvel þó það nú gæfi engan fjár- hagslegan gróða, þá þurfum við veðurathugunarstofu samt, því ís- lenzka þjóðin vill ekki missa íslenzk líf að óþörfu í sjóinn. Eins og nú er drukkna margir að óþörfu (ef svo má að orði kveða). Pví þá látabörnin verða föðurlaus? Pví þá láta konurnar þurfa að gráta menn sina, eða foreldrana uppkomna §yni? Eða ungu stúlkuna ástvininn, sem sjórinn tók? Á stefnnskrá Alþýðuflokksins er, meðal annars, það, að stofnsett verði veðurathug- unarstofa. Listi Alþýðuflokksins við kosningarnar 5. ágúst er C-listinn. Strika Guðmund út. »Það er ekki annað en strika Guðmund út, þá kemur Guðjón npp«, sagði einn af forsprökk- um heimastjórnarmanna nýlega við mann, sem kom inn til hans. Maðurinn vissi ekki hvað- an á sig stóð veðrið og rak upp stór augu. Heimastj.m. bað hann svo fyrir bréf til föður hans, sem er merkur bóndi í sveit, þess efnis, að gangast fyrir því í hreppnum, að heimastj.m. þar strikuðu Guðmund land- lækni út af landlistanum. Ástæð- ur til þess taldi hann þær, að Guðmundur væri bannvinur og yflrleitt of frjálslgndur maður. Þetta taldi þessi heimastj.m. næga sök fyrirpólitiskumdauða Guðmundar. Af þessu má sjá hvað mikið los er komið á gömlu flokkana, sjálfstæðisílokksbrotin éta hvort annað upp, og heimastjórnar- flokkurinn hangir á einni, taug, Hannesi Hafstein, flokks- mennirnir eru sjálfum sér svo sundurþykkir, að varla hittast tveir heimastj.m. sem ber sam- an um aðalmálin, sem nú eru á dagskrá, þeim kemur ekki saman um neitt annað en bara hanga, hanga, hanga i H. H., — öllum nema þeim, sem ekki treysta á taugina og eru farnir. Þar á meðal er ég. Gamall heimastjórnarmaður. Himinn og jörð. Marlnerlaii (motacilla alba) er farfugl. Kemur til landsins í April' og fer í Septbr. Hún kann vel við sig nálægt manna- bústöðum, einkum nálægt sjó, eða vötnum. Hreiður sitt gerir hún oft í bryggjum eða jafnvel í skipum og uppskipunarbátum, er liggja mann- lausir i höfn um varptímann. — Hreiðrin býr hún til úr sinu og fínum tágum, og fóðrar það hross- hári eða (sjaldnar þó) með fiðri. Eggin eru vanalega 4 til 5, og eru hvit á litin og þétt sett smáum grá- um dröfnum. Mariuerlan er sérlega fim að fljúga og ræðst ótrauð á hvaða ránfugl sem er, sömuleiðis á hrafna og kjóa, og er oft gaman að sjá það. Hér i Rvík er mariuerlan fremur fáséð, en vafalaust mætti hænahana til borgarinnar, ásamt þröstum, sól- skríkjum, steindeplum o. fl. smá- fuglum með þvi, að hengja upp hreiðurkassa hér og hvar á hús.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.