Dagsbrún


Dagsbrún - 27.06.1916, Side 4

Dagsbrún - 27.06.1916, Side 4
84 DAGSBRÚN Fyrsta kosningafundinn hélt Alþýðu-flokkurinn í Báru- búð á Sunnudaginn var. Fund- armenn um 200. Næsti fundur í Bárubúð á Sunnudaginn kem- ur kl. 4. Þá meðal annars rætt um kola- og olíumálið. Húsaleigan í Rvík, Sem dæmi upp á hve gífur- lega er okrað á húsaleigunni hér i Reykjavík, má nefna, að leigan á kjallaraíbúð einni, sem var í vetur leigð á 6 kr. hefir verið sett upp í 10 kr. um mánuðinn án þess að neift hafi verið gert við íbúðina. Stofa í sama húsi, sem í vetur var leigð á 7 kr., er nú leigð út fyrir 14 kr. Hvað lengi á þetta okur á húsaleigu að líðast? Hvenær fer bærinn að byggja? ijveravellir unðir þaki. Ferð inn í framtíðina. Frh. ---------- En það kom aldrei til þess að eg fengi tækifæri til þess að sýna hugrekki, því villidýrið var að velli lagt, áður en eg komst á vettvang. Mér var mikil forvitni að því að sjá dýrið, og fór að troðast til, þess að komast að þvi. Að það ekki væri mjög stórt, þóttist eg sjá á öllu, en þegar eg loks sá hvaða skepna það var, sem fólkið hafði þotið upp til handa og fót til þess að vinna á, þá varð eg svo hissa að eg kom ekki upp hlátrinum, sem mér var í hug. »Það er skotið flugueitri úr þeim«, sagði Ari Höfði um byssurnar, um leið og við kom- um þeim fyrir, þar sem við höfðum tekið þær. Hann rétti mér ávaxtafatið. »Þér mun finnast við gera mikið úr litlu«, tók hann aftur til máls. »Ykkur var það ekki Ijóst 1010, að hús- flugan er hættulegasta dýr jarð- arinnar — það dýr sem flest- um mannslífunum hefir grand- að. Hver fluga flytur með sér að meðaltali 1 milljón af bakt- eríum, og oftast eru þær vel birgar af tegundum. En auk sýkingarhættunar, þá er sóða- skapurinn að þeim. Mig hefir stundum furðað á því að þið — svo langt þið voruð komnir í þrifnaði — skylduð þola ann- an eins óþverra og fluguna, sem situr á vixl í hrákadallin- um og í sykurkerinu. En eg var að segja frá æð arfuglinum. Fyrsta skrefið i áttina til þess sem nú er, var gert, eftir að hætt var að drepa hann, og var það, að taka nokkur egg frá hverri æðar- kollu og unga þeim út í vél. Þetta varð til þess að æðurnar verptu meira. Næsta sporið var að gefa ungunum, og halda þeim í landi, fvrsta hálfa mán- uðinn, eða þann tíma, sem þeim er mest hætta búin. Því næst var farið að leggja sér- staka rækt við þær æður, sem mest verptu, og beztan dún höfðu til þess að reita af sér. En árangurinn af því hefir orð- ið, að nú eru margar tegundir að æðarfugli eins og jafnan hefir orðið um þær tegundir dýra og jurta, er mennirnir hafa tekið undir verndarvæng sinn. Æðartegundunum má skifta í tvent: egg-æður og dún-æð- ur. Hinar fyrnefndu tegundir reyta sig ekki, og eru því að- eins hafðar vegna eggjanna. Þær verpa frá 40 til 100 eggj- um, hinar ýmsu tegundir, sum- ar byrja í marz, aðrar tegundir enda í september. Dún-æður- nar verpa aftur aðeins 12 eggj- um þær tegundir, sem fæstum verpa, og 30 þær bezt verpa. En þær hafa helmingi til fer- falt meiri dún að reita af sér nú, en þær höfðu þegar æðar- tuglinn var viltur fugl. ísland hefir nú geysimiklar tekjur af af æðarfuglinum, miðað við það sem áður var, enda fer ekkert land enn þá fram úr okkur hvað dúnframleiðslu snertir, en Nýfundnaland fer bráðum að gera það. Af öðr- um löndum, sem mikil æðar- vörp eru i, má nefna Hellu- land, Grænland, Skotland, Nor- eg og löndin norðan við Eystra- salt. En öll þessi æðarfugla- rækt er íslenzk menning, því það erum við, sem höfum hæði fundið upp æðarræktina og fullkomnað hana, og má sjá þess merki á þvi að íslenzka orðið »varp« hefir gengið ó- breytt inn í flest tungumál, sömuleiðis, oftast þó lítið eitt breitt, orðin »blíki« og »vetur- liði«. En eg gleymdi að segja, að á sama hátt og við liöfum flutt hingað til landsins pólnautin, moskushjörtinn, alpakkadýrið, hérana, safalann,sæbirnina, haf- oturinn o. s. frv. hefir islenzk- ur æðarfugl verið fluttur til landanna við Berningshaf og nyrðst við Kyrrahafið. Enn fremur — nú fyrir fáum árum — til suður hvelsjarðar, til Eld- landsins, I'alklandseyja, Suður- Georgiu o. fl. landa. (Frh.) Úr eigin herbúðum. Verkmannafélag ísfirðinga var stofnað 1. april í vetur. Meðlimir eru rúmir 80. í stjórn eru Sigurður Þorsteinsson, for- maður, Kristján Dýrfjörð, vara- form., Gunnar Hallgrímsson, ritari, Guðm. Sigurðsson, fjár- málarit., Magnús Jónsson,gjaId- keri, ennfremur tveir til vara. Þjóðjarðasalan. »Lögrétta« segir frá því, að jörðina Háls í Ivjós, sem Þórð- ur Guðmundsson hreppstjóri keypti af landssjóði haustið 1909 fyrir eitthvað 5 þús. kr. hafi Þórður nú selt Englend- ingnum Copland, fyrir 20 þús. kr. Á stefnuskrá Alþýðuflokks- ins stendur, að þjóð- og kirkju- jarðasölu skuli hœlt. Listi Alþýðuflokksins er: C-listinn. Frasg' meyjarsæng'. Hið ágæta skáld, höfuðdýrðlingur íslenzku þjóðarinnar, hálfguðinn Hannes Hafstein, sem er efsti mað- urinn á lista Heimastjórnarmanna, er einn af þeim sem mest og bezt hefir barist fyrir því, að þjóðjarða- sala yrði lögleidd. Ein af röksemda- færslum hans fyrir þjóðjarðasölu, er þessi, (það má lesa hana í al- þingistiðindunum). Dóttir hansbarn- ung vildi ekki sofa i rúmi er henni var ætlað, fyr en henni var sagt, að hún ætti rúmið sjálf. Af þessu dró hr. H. H. að betra mundi að selja þjóðjarðirnar. Pað fer því miður stundum saman, að vera ágætt skáld og afarlélegur stjórnmálamaður. Félagsmaður látinn. Þann 12. Febr. druknaði Kristján Einarsson vélstjóri á fiskflutningsbát Lofts Loftsson- ar kaupmanns, þeim er fórst á leiðinni milli Reykjavíkur og Sandgerðis. Kristján var ekki nema lið- lega tvítugur að aldri, fæddur á Firði i Barðastrandarsýslu. Um fæðingardag hans eða fæð- ingarár veit eg ekki. Hann var barn að aldri, er faðir hans dó, og ólst hann að mestu upp hjá Snæbirni Kristjánssyni hreppstjóra í Hergilsey. Snemma hneygðist hugur Krist- jáns að sjómensku, enda gafst honum brátt færi á að reyna sjómenskuhæfileika sína. Var hann um nokkur ár háseti á þilskipum, frá ýmsum stöðum. Síðan dvaldi liann í Noregi, nekkurt skeið. Nam þar vél- fræði og var í siglingum á norskum skipum. Eftir heim- komu sína var hann oftast vél- stjóri á mótorskipum, stærri og smærri, og seinast á bát þeim, er har hann að feigðar- ströndu. Kristján heitinn gat sér hver- vetna hið hesta orð fyrir dugn- að og atorku, var gætinn og greindur vel, og mun óhætí að segja, að hann sé harm- dauði öllum er þektu hann. Hann var einn af stofnendum hásetafélagsins í Reykjavík, og erAþannig hinn fyrsti er hnig- ur úr fylking þeirri. Vér fél- agsbræður hans eigum hér á bak að sjá ötulum liðsmanni og sjómannastéttin islenska, vöskum dreng. Hásetafélagi nr. 309. Þetta og hitt. 12 milj. kr. vega í eintómum 500 kr. seðlum 72 pund. Vélar til þess að unga út eggjum, eru nú alment notaðar erlendis. Fást fyrir 50 kr. eða minna. Kveðjur. Knútur hertogi. Rúmið í blaðinu er mjög lítið um þessar mundir. H. B. Skag/jörð. Ritstj. þakkar bréf og skilvísi. Gunnl. Magnússon, Patreksfirði. — Dagsbrún þakkar fyrir viðskiftin. Ynnu aliir, sem vel er við hana, eins vel fyrir henni og þér, og væru eins skilvísir, þá gæti hún komið út tvisvar í' viku og heilt blað í hvert sinn, án þess verðið væri fært upp. Bækur um jafnaðarstefnuna. Öllum þeim, sem þekkja vilja jafnaðarstefnuna vel, er nauðsynlegt að lesa um hana á útlendum málum, þvi enn- þá vantar bækur um hana á íslenzku. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar hefir þessar bækur um jafnaðarstefnuna: H. G. Wells: Nye Verdener. Verð 1 kr. 50 aur. A. Bebel: Kvinden og Soci- alismen. Verð 1 kr. Mönnum út um land er ráð- lagt að draga ekki að panta þessar bækur, þar bókaverzl- unin hefir tiltölulega fáar af þeim. Utanáskrift er: Bókaverzlun S. Eymundssonar, Reykjavík. Xlzðaverzlun og saumastoja Guðm, Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt íataeíni ekta litir. ié'Ijót af- <>rciðsla — Vönduð vinna. Ný fataefni með hverju skipi. Sparið peninga. „Suðurland“. Afgreiðslu þess, hér í Rvík. hefir hr. Ólafur Gíslason verzl- unarmaður i Liverpool. Tekur einnig við auglýsingum i blaðið. 3&kabnðin á taugav. 4 — ,AntikvariskÉ bókaverzlun — Mikill afsláttur af brúkuðum : ; bókum. : : Anglýsingnm í Dagsbrún veitt móttaka í Bókabúðinni, Langavegi 4. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.