Dagsbrún


Dagsbrún - 04.07.1916, Síða 1

Dagsbrún - 04.07.1916, Síða 1
IEMJIÐ EKKlj 1 ^ ^ LiC EZZ9 I I 1^1 |ÞOI.IDEKI ranq,ndi j ij vj[ o d n u i\ L rawq,npi BLAÐ JAFNAÐARMANNA ÖEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 26. tbl. Reykjavlk, þriðjudaginn 4. Júli. 1916. Xosningin 5. ágúst er að því leyti merkileg, og frá- brugðin fyrri ára kosningum, að hún snýst eingöngu um inn- anlandsmál. Og þó eru af þeim sex flokkum, sem taka þátt í kosningunni aðeins einn ílokk- ur, sem hefir ákveðna stefnu- skrá í innanlandsmálum — Al- þýðuflokkurinn. Eldri flokkarnir — tveir Sjálf- stæðisflokkar og Heimastjórn- arflokkurinn, hafa árum sam- an verið að rífast um Iands- réttindi og haft þar ákveðnar skoðanir(?), en hvað ber þess- um flokkum á milli nú? Spyrj- ið þá ekki að þvi, þvi þeir vita það ekki! En spyrjið t-vo Sjálf- stæðismenn hvort þeir séu með því að afnema tollana, sem þyngst hvila á alþýðunni, og það er tilviljun, ef þeir ekki eru sinn á hvoru máli. Eða spyrjið tvo Heimastjórnarmenn um, hvaða skoðun þeir hafi á þjóðjarðasölu, verðhækkunar- skatti, eða landseinkaverslun, og það verður undir mönnun- um komið, en ekki ílokkn- um, sem þeir fylgja, hvort þeir eru með eða móti. Nei, gömlu flokkarnir hafa enga stefnuskrá, og eru því engir flokkar, heldur aðeins klíkur, með það eilt fyrir aug- um, að koma sinum mönnum til æðstu valda. Til hvers? Spyrjið flokksmennina að því: Þeir vita það ekki! j*á er þó að skömminni skárri bændaflokkarnir tveir, þeir hafa þó það ákveðna tak- mark, að vinna fyrir bændur á þingi, þó þröngt sé það svið. Alþýðuflokkurinn aftur á móti, vinnur fyrir alla þjóðina. (Sjá stefnuskrána). Yerkamenn, sjómenn, iðnaðarmenn og aðr- ir, sem flokkinn fylla, vita, að kjör almennings til sjávarins, géta ekki batnað að miklum mun, nema að þau geri það líka í sveitunum. Þess vegna 4- meðal annars — berst Al- þýðuflokkurinn (sem er sam- band af félögum verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna) fýrir framförum allrar þjóðar- innar. Berst fyrir þvi, að allri fátækt verði útrýmt úr landinu, én móti þvi að auðvaldinu líð- ist að gleypa þjóðina. Listi Alþýðuflokksins er c Sá, sem fylgir llokknum, en neytir ekki atkvæðisréttar síns, hanp svíkur bæði sjálfan sig og framtíðarvordraum íslensku þjóðarinnar. Til sjómannanna. Við verðum að nota okkur af þvi, að við getum kosið hér, áður en við förufh norður. Enginn sjómaður, sem hefir kosningarrétt, ætti að leggja af stað, fyr en hann er búinn að fara á bæjarfógetaskrifstofuna og kjósa. Og þá auðvitað kjósa c Það er skylda okkar gagnvart stétt okkar. Hásetafélagsmaður. Frá Noregi. í vor ætluðu atvinnurekend- endur í Noregi að stöðva nokk- ur verkföll, með því að setja verkbann (lock-out) á verk- smiðjur er samtals unnu í um 70 þús. verkamenn og konur. Brá þá stjórnin við og lagði fyrir norska þingið lög, er heim- iluðu henni að banna hvert verkfall eða verkbann er henni sýndist, og skjóta málinu til gerðardóms; skyldi í þeim dómi eiga sæti 3 menn er stjórnin skipaði, en verkamenn og atvinnurekendur skyldu kjósa sinn manninn hvor, og skyldu lög þessi standa jafn- lengi og stríðið. Jafnskjótt og lögin voru lögð fyrir þingið, hófu verkamenn allsherjar verkfall um endilang- an Noreg til þcss að mótmæla með því lögum þessum. En það kom fyrir ekki, lögin voru samþykt, og var þá verkfallinu hætt, en verkamenn neituðu að kjósa menn í dóminn og með því viðurkenna lögin, en það gerðu atvinnurekendur, sem þó höfðu ekki siður verið á móti lögunum (enda þau til orðin, fyrst og fremst, sem bragð á móti þeim). óvíst er hvort lög þessi koma að haldi, þvi ómögulegt er að neyða nokkurn mann i frjálsu landi til þess að vinna á móti vilja sínum. Englendingar bönnuðu verkföll hjá sér, og lögðu við fangelsisvist fyrir foringjana, en þrátt fyrir það hafa orðið þar stór verkföll, t. d. kola- námuverkfallið í fyrra, er einnig var getið um í islenzkum blöðum. Stríðið. Eftir fregnum er hingað hafa borist síðustu dagana lftur út fyrir, að bandamenn vinni lítils háttar á, á vesturvígstöðvunum. Tyeir alþýðuvinir. Af því margir eru enn svo skammsýnir, að þeir sjá ekki að hr. Vilhjálmur Finsen, rit- stjóri Morgunblaðsins, er al- þýðuvinur, skal hér bent á eitt atvik, er sýnir, að hann er það. Hr. Y. F. hafði lengi gramist hvað mikið seldist af »Morgun- blaðinu«, þar eð hann er mað- ur réttsýnn, og þvi vissi, að blaðið, eins og það er, fult af auglýsingum, hóli um »heldri« menn, og upptuggnum og end- urjórtruðum stríðsfréttum, eftir útlendum blöðum, var alt annað en holl andleg fæða. En hvað gat hann gert? Ekki gat hann, gagnvart auglýsendunum, ráðið mönnum frá að kaupa blaðið. Og þess þurfti heldur ekki með, því honum kom það snjallræði í hug, til þess að fá almenning til þess að hætta að kaupa blaðið, að setja upp verðið á blað- inu, úr 3 aur. uþp í 5 aura (sunnudagsbl. úr 5 upp í 10 aura). Morgunblaðið kostar því nú yfir árið keypt í lausasölu: 313 blöð á 5 aura 15,65 52 blöð á 10 aura 5,20 Kr. 20,85 Og þetta hefir Finsen bara gert fyrir alþýðuna! ★ ¥ ¥ Þó fáir vissu áður að hr. Finsen væri alþýðuvinur, vissu allir það um hr. Jakob Möller, ritstj. »Vísis«, að hann er ein- dreginn alþýðuvinur, eins og bezt má marka á því, að hann, meðan á hásetaverkfallinu stóð, lét blað sitt daglega flytja um það lygafregnir, er sköðuðu há- seta. Annars er vert að geta þess hér, að hr. J. M. er afar fjölhæfur maður: hann ermeð kaupfélagsverzlun ogmeðkaup- mannaverzlun, hann er með bannlögunum og móti bann- lögunum, hann er móti þjóð- jarðasölu og með þjóðjarða- sölu o. s. frv. En það var i vetur, fyrir bæjarstjórnarkosningarnar, að hr. J. M. einkum sýndi, að hann var alþýðuvinur. Fyrst lét hann »Vísir« flytja afar heimskulega árás á verkamenn, bara til þess að sýna, hveger- samlega málstaðslausir »langs- um«-menn væru. En þar eð hann sá, að þetta ráð mundi ef til vill ekki duga, sem skyldi, og útlit var á, að »langsum« kæmi einum manni að, en verkamenn að eins tveimur, þá gekk hann með einstökum dugnaði fram í því, að heimta, að hann yrði settur á lista langsummanna, í þeirri öruggu von, að þá kæmist áreiðanlega enginn að af þeim lista. Og hér sýndi hr. J. M., að hann sá lengra fram í tímann, en allir hans langsum-flokksmenn til samans, því þetta, að hann var settur á listann, hreif. Listinn fekk að eins 167 atkvæði, og kom engum að, en alþýðulist- inn fekk 911 atkvæði og kom að öllum sínum mönnum. Landskosningarnar. Eftir Herrauð. (Frh.) --- Pingið 1909. Fyrir þvi þingi lágu mörg mikilsverð mál, og eitt af þeim mikilsverðustu var bannmálið. Ekki þurfa menn að fylkja sér um Heimastjórnarlistann fyrir það, að því máli sé þar mikils stuðnings að vænta. Sagt var þá á þingi um H. H., að hann mundi vera »hinn langsnjallasti og rökfimasti málsvari Bakkusar á þessu þingi og á þessu landi«. Enn fremur sagði sá er þá andmælti H. H., að hann mundi vera »sjálfkjörinn fulltrúi þess mál- staðar« (vínsins). Sjá þingtíð- indi 1909 B II bls. 988. Þriðji maður á lista Heima- stjórnarmanna er Guðjón Guð- laugsson. Enginn eftirbátur er hann H. H. hvað vilja snertir að vera á móti bannmálinu, þó stórum skorti hann vits- muni og rök á við H. H. í því máli, sem öðrum, og verður það alls ekki lastað hvað þetta mál snertir. Annars hafa margir haft það á orði, að furðu gengdi að Heimastjórnarmenn skyldu setja G. G. á lista til landskosninga, og því meir eru menn undr- andi yfir þvi, sem menn þekkja manninn betur. Annar maður á listanum er G. B. Hann er nú bindindis- maður góður og bannvinur, og mun bindindismönnum því ætlað að kjósa listann hans vegna. En það er jafn skyn- samlegt af þeim, ef þeir gerðu það, eins og verkamönnum að kjósa listann af því sjöundi maðurinn á listanum er verka- maður. Gerum ráð fyrir að H. H. og G. B. kæmust báðir að. Hvað mundi vinnast fyrir bannmálið þegar á þing væri komið og gengið yrði til atkvæða? Atkvæði H. H. og G. B. mættust þar, útkoman yrði

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.