Dagsbrún


Dagsbrún - 04.07.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 04.07.1916, Blaðsíða 2
86 DAGSBRÚN núll. En svo þegar litið er á það, hvor líklegri er til að hafa áhrif á menn, þá blandast víst engum hugur um það, að þar mundi H. H. verða G. B. langtum slingari. Vinningur bannvina yrði þvi áreiðanlega mikið minni en ekki neinn, stór »mínus«. Það er nú reyndar alveg eftir einstaka bindindismanni, að kjósa heimastjórnarlistann fyrir þetta. Hvers má ekki vænta af mönnum, sem ekki bera betur skyn á þetta mál heldur en það, að þeir hafa verið með- mælendur og unnið af kappi að því að koma manni þar að, sem nokkuð var komið undir hvort hann var með eða á móti aðflutningsbanninu, og rétt áður hafði sá maður greitt atkvæði gegn því máli. En sú trygð og festa við gott málefni! En víst er um það, að eng- inn góður bindindismaður og bannvinur kýs Heimastjórnar- listann. Guðmundi Björnson landlækni er þá farið að fara stórkostlega aftur, ef hann kýs hann, og stendur þó óneitan- lega dálítið sérstaklega á fyrir honum. Og raunalegt væri það, ef verkamenn, eða yfir höfuð alþýða manna, vill leiða yfir sig þá bölvun, scm af vínnauín- inni leiðir. Minnast mætti og þess að Heimastjórnarflokkur- inn, nær óskiftur, ætlaði sér á þinginu 1911 að fresta fram- kvæmdum bannlaganna. Sig. Stefánsson varð til þess að fitja upp á þvf. Og svo hrifinn varð 4. konungkjörinn þm., Steingr. Jónss., af þvi, að hann þóttist þar hafa hitt sjálfstæðismann, sem hann gæti verið »fullkom- lega þektur fyrir að taka ofan fyrir«, og taldi þetta »sóma- stryk af honum« (sjálfst.m.). Náttúrlega. Dáfallegt er það að telja þá menn vinna sómastryk, sem vinna að því, að halda við í landinu því eitri, sem bæði bornum og óbornum má til meins verða, og tefur og lamar þjóðar þroskann. Er meðferð bannlagamálsins gott sýnishorn þess, hve Heimastjórnarflokk- urinn er allur veill í því máli. Að framkvæmdum bannlag- anna var ekki frestað á þingi 1911, var mest að þakka ötulli tramkomu Björns heitins Jóns- sonar. (Frh.) Laust og fast. Þessir prestar hafa fengið lausn frá embættum, frá pessa árs far- dögum: Kristinn Daníelsson, Út- skálum, Jakob Björnsson, Saurbæ, hyjafj., Sigurður Gunnarsson, Stykk- ishólmi og Jónmundur Halldórsson, Mjóafirði (áður Barði í Fljótum). Úr sólstnngn dó maður i Borgarfirðinum, Það mun vera sjaldgæft hér á landi. „Póltískur dauðh Herra ritstjóri! Eg er orðinn margleiður á þessu sífelda rausi um »pólitískan dauða« og »póli- tísk lík«, þegar talið berst að mönnum, sem setið hafa á al- þingi, en hverfa þaðan, ná ekki kosningu. Hvað er »pólitík«? — (Heitið er runnið af gríska orðimi polis = borg, og politeia = borgarstjórn). — Forfeður okk- ar kölluðu pólitíkina landráð; »að fást við póltík«, það var að ráða landráðum; og hver »pólitíkus« var nefndur land- ráðamaður; en þeir gáfust svo misjafnlega í þá daga landráða- mennirnir, að orðið hafði (á 13. og 14. öld) merkingaskifti, fór í þá merkingu, sem við þekkjum og enn tíðkast: land- ráð = föðurlandssvik. Bara það fari nú ekki eins um »póli- tíkina«! En við skulum nú tala svo allir skilji og segja þjóðráð, en ekki »pólitík«, og kalla það góða þjóðráðagerð, sem nú er nefnt »góð pólitíko, — án þess alþýða viti hvað átt er við. — Þá , blasir hún við okkur heimskan í þessum pólitísku dánarfregnum. Góður þjóðráða- maður gengur ekki fyrir stap- ann, þó hann hverfi úr þing- sölunum; hann vinnur jafnt eftir sem áður að áhugamálum sinum, og verður oft fult eins mikið ágegnt þó að hann »sitji(t) ekki á þingi«. Hitt er satt, að ómjtir þjóðráðamenn detta jafn- an í dá, ef þeir »missa þing- sætið« hafa ekki atkvæði á al- þingi. Og alt þekka hjal hér á landi um »pólitísk lik« er blátt áfram vottur um það eitt, að hér hafi verið fremur fátt um mjta þjóðráðamenn. Ef þér nú rennið augum yfir æfiferil minn, þá mun yður, og öllum, skiljast, að eg er víst jafndauður eftir sem áður, hvort sem eg næ kosningu eða verð »strykaður út«, — hefi skemst- an hluta æfinnar setið á alþingi, og ekki neitt meira líf í mér þá en endrarnær, og svo mun enn reynast. G. Björnson. Myndagátur. Rétt ráðning á myndagátunni í 24. blaði: P ctur í ón (ofni) son = Pétur Jónsson. Hér kernur logandi góð mynda- gáta (eftir Ríkarð eins og ileiri góðar): ijveravellir unðir þaki. Ferð inu í framtíðina. Frh. — Fuglakvak, sem mér fanst eg kannast við, barst nú til eyrna mér, og út um gluggann kom eg auga á söngvarann. Mér hafði ekki skjátlast, það voru hinir angurblíðu molltónar svartþrastarins, er eg hafði heyrt. »Og svartþröstinn hafið þið flutt til landsins«, varð mér að orði. »Ónei«. »Eg bæði sá hann, og heyrði til hans núna rétt í þessu«, sagði eg, »mér þykir of vænt um svartþrestina til þess, að eg ekki þekki þá . .« »Já, þeir eru hér«, tók Höfði fram í fyrir mér, »en þeir hafa hafa ekki verið fluttir til lands- ins, þeir komu sjálfir«. »Komu sjálfir ?« »Já; komu aldrei svartþrest- ir . .« »Jú, oft. Eg man eftir tveim- ur, sem héldu til part úr vetri í reynitrjánum á Akureyrk. »En þeir verptu ekki?« »Nei, einhver »náttúruvinur« skaut annan þeirra til þess að gefa hann safninu, og svo flæmdist hinn burt«. »Ja, sem eg segi, svartþröst- urinn, sem nú er islenzkur fugl, kom hingað sjálfur. Eg má segja, að menn urðu þess fyrst varir í skógunum í Fljóts- dal, að hann væri orðinn hér- lendur. Annars minnir mig, að það séu fleiri tegundir, sem hafa komið sjálfar, en flestar hafa þær verið fluttar, semvið hafa bætst. Hvað voru margar fuglategundir hér á landi þeg- ar . .?« »1916? Eitthvað 60 sem verptu, og eitthvað 60 aðrar, sem komu hér að eins við á ferðalagi sínu, eða flæktust hingað. Geirfuglinn . .« »Var hann ekki útdauður 1916?« »Jú, eg ætlaði að fara að segja það, var útdauður þá fyrir eitt- hvað 70 árum. En hvað verpa hér margar tegundir nú?« »Eitthvað um hundrað, hygg eg vera, auk hverafuglanna«. »Hverafuglarnir! sú gamla bábilja 1« »Nei, þú misskilur. Eg ávið suðrænu fuglana á Hveravöll- um«. »Á Hveravöllum?« »Já, en nú sé eg, að eg þarf að fara með þér þangað. Líttu á«, hann lyfti með hendinni stóru bláu múskatþrúgunum, sem hann var að borða af. »Þær eru íslenzkar — af Hvera- völlum!« Eg brosti, því eg vissi ekki vel, hverju eg átti að trúa. »Þessar kanske líka?« sagði eg og tók upp úr skálinni gular Malaga-þrúgur, stærri en eg hafði séð þær áður (og kjarna- lausar reyndust þær). »Já, íslenzkar eru þær, og plómurnar og steinfíkjumar líka. Líttu á« — hann benti út um gluggann. Þokan, sem legið hafði í lægðunum og yfir höfn- inni, var að verða að engu, og í lægðinni til austurs glampaði sólin gegnum gisna þokuna á langa, og að því er virtist sam- felda breiðu af glerþökum. »Þetta eru gróðrarhúsin, sem fá hita úr laugunum, við skul- um skoða þau seinna í dag, þó þau séu ekki mikið á móti Haukadal eða Hveravöllum, sem sannarlega er hluti af hita- beltinu, þó hann liggi viðjaðar pólbaugsins, og meira að segja fram á regin fjöllum«. (Frh.) Himinn og jörð. Steindepilllnn eða steinklappan (saxicola æn- anthe) er farfugl. Kemur í miðjum maí og fer vanalega í ágústbyrjun, pó ott verði einhverjir fuglar eftir pangað til í miðjum september. Hann gerir hreiður sitt (í grjóthrúg- um, undirsteinum o. s. frv.), úrsinu og fóðrar pað oft með rjúpufirði. Eggin eru ljósblá, og vanalega 5 að tölu. Steindepillinn er auðpektur á hvítrí rák sem er yfir stélið á hon- um, og af hljóðinu, sem hann gefur frá sér, sem er líkt og barið sé saman smásteinum. Frá hásetum. Jón Guðnason (félagsm.nr. 1) hefir meðal hásetanna á »Nirði« safnað all álitlegri upphæð í hinn nýja sjóð Hásetafélagsins. Meiri hluta upphæðarinnar hafa utanfélagsmenn gefið, og með þvi sýnt, að þeir hafa skilning á félagsskapnum, þó þeir séu ekki gengnir i félagið enn. Kosningarrétt til landskosninganna 5. ágústhafa allir karlmenn sem eru 35 ára (nema vinnumenn, sem verða að vera 40 ára) og alt kvenfólk, sem er 40 ára. Þó hafa peir ekki kosninga- rétt, sem hafa pegið af sveit, né peir, sem ekki eru fjár síns ráðandi (fallit). Aftur á móti er pað nú úr lögum numið, að menn purfi að greiða út- svar til pess að hafa kosningarrétt til alpingis. Meinleg prentvilla er á bls. 82 í 2. dálki 4. línu í grein Herrauðs í síðasta blaði. Þar stendur: Getur nú Lögrétta ætlast til að verkamenn séu i, o. s. frv., en á að vera: Getur nú Lögrétta ætlast til að verka- menn trúi o. s. frv. Á öðrum stað í sömu grein er 3000 þús., en á að vera 3 þús. Verðlaunasagan fæst í Bóka- búðinni. Bökabúðin á íaugav. 4 selur gamlar bækur, islenskar og útlendar, með miklum afslætti. Prentsmiðjau Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.