Dagsbrún


Dagsbrún - 15.07.1916, Qupperneq 1

Dagsbrún - 15.07.1916, Qupperneq 1
FREMJIÐ EKKI RANGINDI í DAGS B ] R J U ] N [ ÞOLID EKKI RANQINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA / . GEFIN ÚT MEÐ STYRIC NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 27. tbl. Reykjavik, laugardaginn 1 5. Juli. 1916. Listi Alþýðuflokksíns "við kosningarnar 5. ágúst er C-listinn Á honum eru þessi nöfn: Erlingur Friðjónsson, trésmiður, Akureyri. Ottó N. Þorláksson, verkamaður, Reylcjavík. Þorvarður Þorvarðsson, prentsmiðjustjóri, Reykjavík. Eggert Brandsson, sjómaður, Reykjavík. Guðmundur Davíðsson, kennari, Reykjavík. Skattamál. Eftir Erling Friðjónsson. Þeim röddum fjölgar dag frá degi, sem telja skattamál lands- ins óviðunandi, og bent hefir verið á leiðir til endurbóta á þeim, leiðir sem stefna að því að bæta úr þeim órétti, sem cfnalítill fjölskyldumaður er beittur með þeim rangláta nef- skatti, sem á hann er lagður með sykur-, kaffi- og vörutoll- inum. Og þó munu enn all- margir formælendur þess fyrir- komulags sem vér höfum við að bua í skatlamálunum, þó hart sé að verða að kannast við, að þjóðin skuli ekki vera vaxin upp úr því að leggja þyngsta skattabyrði á þá, sem þarfastir eru þjóðfélaginu; þá sem leggja því til vinnukraftinn, þá sem vinna skyldustörfin, þá »sem bera erfiði og þunga dagsins«. Sú skoðun hefir mjög verið ríkjandi meðal almennings, að auðsafn eða hreinn gróði ein- staklingsins væri helgidómur, sem það opinbera mætti ekki drepa fingrinum við. Löggjaf- arvaldið hefir kropið á kné fyrir þessari kenningu, eins og hún væri móðir réttlætis og þekkingar. En hverjum myndi standa nær að bera byrðar þjóðfélagsins en þeim, sem kraftana hafa til þess. Myndum vér leggja þyngstu byrðina á þann kraftaminsta, ef vér vær- um á ferð yfir öræfi og þyrft- um að koma ákveðnum þunga til landsins handan við öræfin. Nei, það myndum vér ekki gera, af því mundi leiða það að sá ósterki myndi uppgefast á miðri leið og aldrei komast til fyrirheitna landsins. Sú leið hefir þó verið valin í skattamálum; á hinn máttar- minni er þar lögð þyngri byrð- in. Fjölskyldumaður, þó efna- smár sé, geldur þar hæðsta skattinn, án nokkurs tillits til gjaldþols. Skattinn geldur hann með tollum, sykur-, kaffi- og vörutolli. Reikningsglöggir menn hafa reiknað það út, að fimm manna fjölskylda gyldi með tollunum í landssjóðinn 70—80 kr. á ári og þegar við það bætast inn- heimtulaun,sem kaupmaðurinn tekur fyrir að innheimta toll- ana, er íúlga sú sem 5 manna fjölskylda greiðir í skatt og fyrir innheimtu skattanna hart nær 100 kr. á ári. Hví skyldum vér búa við slík ókjör og mann- úðarleysi, að láta þann greiða hæðstan skatt, sem heldur við þjóðfélaginu. Það stríðir á móti heilbrigðri skynsemi ogóspiltri mannúð. Það striðir einnig á móti þeirri löggjöf sem deildir þjóðfélagsins — sveitafélögin — hafa við að búa. Þau (sveita- félögin) hafa ekki einasta rétt- inn til að leggja á gjöld til sveitarþarfa eftir efnum og ástæðum, heldur hafa þau og skylduna til þess að hjálpa þeim, sem ekki geta án hjálpar verið. Þjóðfélagið er laust við þessa skyldu, en það hefir rétl- inn til þess að reita fjaðrirnar af olnbogabarni auðs og valda og að síðustu að svifta það af- skiftum af þjóðmálum. Svona langt gekk einokunin alræmda ekki, þó ill væri; hún tók ekki annað en fjármunina. Eg hefi drepið á innheimtu kaupmanna á tollunum. Menn veita því ekki alment eftirtekt hvað kaupmenn taka fyrir innheimtu tollanna, skal því hér farið nokkrum orðum um það atriði. Hagstofunni telst svo til, að kaupmenn leggi á allar aðflutt- ar vörur 20 kr. á hvert hundrað kr. virði, fyrir reksturskostnaði og þeim gróða sem þeir vilja liafa af versluninni. Kaupfélögin sem selja vöru með sama verði og kaupmenn sanna að álagn- ingin er ekki minni en þetta, að öllum likindum er hún meiri á sumri tollskyldri vöru. En gerum ráð fyrir að álagning- in sé ekki nema 20 af hundraði og athugum hvað þá kemur upp á teningnum. Kaupmaður- inn leggur á tollinn á sama hátt og hann leggur á vöruna jafn hátt hundraðsgjald, 20 af hundraði eða jafnvel meira. Þjóðin verður þvi að gjalda kaupmanninum, innheimtu- manni tollanna, 20 af hundraði i innheimtulaun eða jafnvel hærra og virðist slíkt alldýr innheimta. Vera má að ein- hverjir haldi að eg sé hér að fara með goðgá eða hugaróra, en við nánari athugun mun hver og einn sannfærast um, að þetta er rétt. Kaupmaður- inn verður að standa skil á tollinum strax og varan er komin í hans hendur, þó varan skemmist eða verði algerlega ónýt í höndum kaupmannsins kemur alt fyrir eitt og sama tollinn verður að greiða, og það fyrirfram. En kaupmaður getur ekki ætið selt vöruna strax, verður hann þá að reikna rentu af því fé sem í vörunni stendur og þá eðlilega eins af þvi, sem tollinum nemur. Og þess munu ekki fá dæmi, að kaupmaður hafi legið með vöru óselda árlangt, eða lengur, eða lánað hana út og ekki fengið hana borgaða fyr en seint og síðar, eða jafnvel tapað verðinu algerlega, fyrir öllu þessu verð- ur að ætla jafn háa álagningu á verð tollsins eins og annað verð sem i vörunni stendurog reynslan hefir sannað, að það er elcki innan við 20 af liundr- aði. Það væri enda algerlega óeðlilegt og ólíkt kaupmönn- um, ef þeir vildu ekki hafa sitt fyrir innheimtu tollanna, enda þjóðinni sjálfri að kenna eða leiðtogum hennar, að tollunum er fyrirkomið á þann afai- óheppilega hátt að láta þá ganga í gegnum hendur kaup- mannanna, sem jafnan hafa reynst óþarflega djTrir vinnu- menn þjóðarinnar. Tollar sem hvíla á inníluttri vöru, og þar af leiðandi eru fyrst heimtirinn afkaupmönn- um hjá notendum vörunnar, og síðan af lögreglustjórum hjá kaupmönnum, námu árið 1913 1 miljón 198 þús. 504 kr. Ef nú er gert ráð fyrir, að kaup- menn hafi lagt á tollinn 20 af hundraði, þá hafa landsmenn greitt til kaupmaona í inn- heimtulaun af ofangreindum tolltekjum landssjóðs árið 1913 næstum 3 kr. á mann. Væri tollunum breytt í beina skatta hyrfi sú upphæð, sem kaup- mennirnir taka nú fyrir inn- heimtu sína og þjóðin græddi á því hart nær þrjár kr. fyrir hvern mann í landinu. Hvílíkt endemis fyrirkomulag í skatta- löggjöf landsins! Bóndi með konu og 4 börn verður að greiða alt að 15 kr. í innheimtulaun af þeim gjöldum, sem hann greiðir til þess opinbera. Það er álika fúlga eins og meðal bóndi í sveit verður að greiða til sveitarþarfa. Er hægt að hugsa sér öllu ámátlegra fyrir- komulag ? Og hvað er svo unn- ið með þvi? Bókstaflega ekkert! Upphaflega mun það hafa verið hugmynd löggjafarvalds- ins, að þjóðin yrði ekki eins vör við gjöldin til þess opin- bera, ef þau væru tekin með óbeinum sköttum eins og ef skatturinn væri beinn, en héðan af eru þær ástæður einkisvirði vegna þess, að hver sæmilega skýr maður veit hvað skattgjald hans er hátt í óbeinum skött- um, hver maður mjmdi því verða ánægðari með að greiða skattinn beint, sem tekjuskatt, landsskatt, verðhækkunarskatt, eignaskatt, framleiðsluskatt. Skattarnir eiga að svo miklu leyti sem auðið er að vera skattar af hreinum tekjum. Það verða ætíð sanngjörnustu skattarnir. Þeir ná til allra þeirra, sem tekjur hafa fram yfir þarfir, en skilja hina eftir, sem ekkert hafa aflögu. Tekjuskattur mundi aðallega verða af þrennu: 1. Hreinartekjur afframleiðslu hafa á síðari árum hlaupið á hundruðum þúsunda hjá sumum útgerðarfélögum. Tekjuskattur af þannig lög- uðum gróða gæti vel verið 30 til 40 af hundraði. 2. Tekjuskattur af fasteign, lausafjáreign, sparisjóðseign gæti aldrei orðið mjög hár, því fáir munu hafa tekjur af þessu svo skifti þúsund- um á ári, en skattur af því gæti þó verið 10 af hundr- aði á fyrsta þúsundinu, en hækkaði með hækkandi tekjum. Hér er eðlilega átt við hreinar tekjur, svo sem rentu af sparisjóðseign og leigu af skuldlausri fasteign. 3. Tekjuskattur af atvinnu. Hann mundi ná til allra þeirra sem hefðu svo góða atvinnu, að hún gæfi af sér 1000 kr. eða meira í hreinan ársarð, og yrði skatturinn þá, eins og undir öðrum lið, 10 af hundraði af fyrsta þúsundi, en hækkaði með hækkandi tekjum. Verðhœkkunarskattur. Lands- sjóður ætti að eignast helming allrar verðhækkunar á landi þar sem verðhækkunin er ekki landssjóði að þakka, svo sem vegna unninna mannvirkja sem landið hefir kostað, en sé verð- hækkunin landinu að þakka á það að sjálfsögðu að hafa hana óskifta. Jörð hækkar ekki i verði fyrir annað en það, að afurðir jarðarinnar hækka í verði, nema jörðin hafi verið endurbætt af eiganda eða land- seta og á hann þá að sjálf-

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.