Dagsbrún


Dagsbrún - 15.07.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 15.07.1916, Blaðsíða 2
88 D A G S B R Ú N sögðu verð fyrir endurbót jarð- arinnar, en stafi hækkunin af verðhækkun landsafurða, er gróði eiganda tvöfaldur, fyrst græðir hann á afurðum lands- ins og siðan á jörðinni og sé hún seld undir þeim kringum- stæðum, er fyllilega eðlilegt að landssjóður eignist verðhækkun landsins að hálíu. Sá skattur mun að líkindum geta orðið landinu drjúg tekjugrein í fram- tíðinni, ef jarðir hækka í verði eins og horfur eru á, og gæti þá verið að með því fyrirkomu- lagi næði landssjóður aftur í eitthvað af því, sem hann hefir tapað á síðari árum, með því að selja jarðir sínar fyrir helst til lítið verð. Ýmsir hafa haft það á móti tekjuskatli, að dregið yrði und- an við framtal á tekjunum og hann kæmi því ekki að fullum notum. í öðrum löndum er bygt fyrir þau'tíundarsvik með þungum fjársektum, ef uppvist verður og yrði að sjálfsögðu að hafa það eins á vorulandi; myndu þá flestir kynoka sér við að skýra rangt frá tekjum sínum. (NI.) íslending:ar við sddveiðar á norskum skipum, voru, eftir því sem hr. Rósinkranz Ivarsson segir, um 60. A nokkrum norskum skipum varð hlutur háset- anna við síldveiðarnar fullar átta þús- und krónur, frá nóvember til páska. Nokkrir landar urðu þáttakendur í þessum háu hlutum. Rósinkranz segir, að það rouni ekki of hátt, að ætla, að meðalhlutur fyrir þennan tíma hafi á gufuskipum verið 4500 til 5000 kr. Reknetaveiðinbyrjar í nóvember og stendur yfir til janúar- loka; þá byrjar hringnótaveiðin (vor- síldin) sem í ár var tekin framundir miðjan apríl. Norskir útgerðarmenn hafa ekki reynt að færa hlutarkjörin niður, þó hásetarnir hafi grætt vel. Það er dá- lítið annað en íslenzku togaraeigend- urnir, sem ekki gátu haft fulla ánægju af hinum feyki-mikla gróða sínum í fyrra, a/ pví háselarnir grœddu líka. Almennur Alþýðuflokksfundur var haldinn í Bárubúð sunnud. 2. júli. Voru þar bornar upp og samþyktar svohljóðandi till- lögur: 1. Fundurinn skorar á bæj- arstjórnina, að gera nú þegar ýtarlegar ráðstafanir til að út- vega bæjarbúum kol á kom- andi hausti, og telur það sem enn hefir verið gert í þessu máli ófullnægjandi og kák eitt. 2. Fundurinn skorar á bæj- arstjórn Reykjavíkur að hún fari þess á leit við Stjórnarráð íslands, að það sjái um, að kaupmenn og kaupfélög fái olíu hjá »Hinu islenska stein- oIíuhlutafélagi« án þess að gera nokkurn viðskiftasamning við nefnt olíufélag er gildi um lang- an eða stuttan tima. Hinsvegar telur fundurinn sjálfsagt að landstjórnin sé far- in að vinna að því, að losa landsmenn undan kúgunaroki steinolíufélagsins, og því sé á- skorun í þá átt óþörf. 3. Fundurinn væntir, að Stjórnarráö 'íslands kaupi nokkra skipsfarma af nauð- synjavörum (kornvörum), er seldir verði almenningi á næsta hausti við sem vægustu verði að hægt er og auk þess, að það sjái um að nægar vörur verði fyrirliggjandi (bæði innlendar og útlendar) til tryggingar landinu, ef samgöngur yrðu ógreiðar. Norsku húsaleigulögin. 1 vettír var getið hér í blað- inu húsaleigulaganna norsku. Þau lög voru bráðabirgðalög, gefin út af ráðaneytinu. Nú hafa þessi lög verið fullkomn- uð af norska þinginu, meðal annars bætt því inn í lögin, að það má hegna húseigandanum sem brýtur þau með alt að 3ja mánaða fangelsisvist. « Úr bréfi frá Norðlenskum verkamanni. . . . Skoðun myndaði eg mér um verkfallið af Dagsbrún og bréfum þeim, sem fóru á milli Hásetafélagsins og Útgm.fél. og prentuð voru í Morgunblaðinu og ísafold. Eg varð alveg steinhissa þegar eg las grein um »Verkfallsfor- ingjana« í ísafold, hvernig í dauðanum fer þessi L. (leigu- þjónn) að komast að þeirri niðurstöðu, að samningarnir hafi strandað á stífni háseta, þar sem »síðasta boð« útgm. var miklu verra en það fyrsta. . . . Annars er auðséð, að greinin er skrituð í þeim til- gangi einum að sverta alla þá, sem framarlega standa í verk- lýðsbaráttunni. Þessi L. (leigu- þjónn) hefir auðsjáanlega hugs- að sem svo, að gæti hann út- málað þessa menn sem nógu mikla þorpara og samvisku- lausa æsingamenn, myndu verkamenn snúa við þeim bak- inu, og samtökin hætta svo að hann og hans nótar gætu hald- ið áfram að lifa þægilegu lífi á sveila okkar verkamanna. Eg þekki þetta frá þeim ár- um, sem eg vann við höfnina í Hull og seinna í Khöfn. Þar var altaf viðkvæðið, að verk- lýðsforingjarnir væru svo æstir og vitlausir og ef það dugði ekki, sögðu þjónar vinnukaup- enda að þeir væru þjófar og bófar, sem væru að narra okk- ur. En við vorum nú orðnir svo vanir þessum brögðum leiguþjónanna, að við bara hlógum að þeim................. Listi Alþýðunnar er C-listinn. Spaugsamur ritstjóri. Ritstjóri Lögréttu er spaugsamur. I síðasta blaði rétiir hann þessa fyndni að lesendunum: Getur nokkrum dulist hvort betra sé fyrir verkamenn að kjósa H. Hafstein og G. Björnson eða Erling Friðjónsson og Ottó N. Þorláksson ? Með öðrum orðum: Hvort skyldi vera heppilegra fyrir verkamenn að kjósa þann lista sem þeir sjálfir bjóða fram '(þeirra félög), eða kjósa þann mótstöðumannalista, sem er einna öflugastur? En „grínið" ípr að verða heldur mikið hjá Lögréttu-ritstjóranum, þegar hann nú enn á ný teflir fram sjöunda manninum á íleimastjórnarlistanum, og segir að verkamenn eigi hans vegna að kjósa listann. Eða er þetta ekki spaug? £r það má skenýtilraun til þess að krækja í atkvæði þeirra, sem ekki hugsa? Jón Ólafsson fyrrum alþm. og ritstjóri fékk heilablóðfail 11. þ. m. og and- aðist nokkrum stundum síðar. Hann varð 66 ára gamall. Kringum iandið riðandi. Nú í vikunni komu hingað til Rvikur þrír bændur úr Austur-Skafta- fellssýslu, sem ætla sér að fara ríð- andi hringinn í kiing um alt landið. Það eru þeir Sigurður Jónsson, Stafa- felli í Lóni, Þorbergur Þorleifsson, Hólum í Hornafirði og hinn þriðji írá Hoffelli í Hornafirði, alt ungir menn. Sá, sem þetta ritar, hefir aldrei heyrt getið um, að þetta hafi verið farið áður, en -hvort sem það hefir verið farið eða ekki, þá þarf meira en lítinn dugnað til þess að drífa sig af stað í slíka ferð — ekki síst þegar lagt er af stað úr sveit. Dagsbrún vonar að þeir félagar verði ekki fyrir neinskonar slysum, því þá er víst að þeir hafa mikla ánægju af ferðinni. Landskosningarnar. Eftir Herrauð. (Frh.) --- Á þinginu 1912, sem sumir kölluðu »kauphækkunarþingið þunna«, kom stjórnin með frumvarp um einkasölu á olíu. Með því átti að veita útlendu félagi einkasölu á olíu hér á landi. Átti það að tryggja lands- mönnum það, að verð á olíu yrði ekki óeðlilega hátt. Frumvarp þetta var að mörgu leyti merkilegt. Stjórninni átti að veita heimild til að semja við olíufélag um sölu á olíu. Einkaleyfistíminn mátti vera alt að 20árum. Eflandssjóður vildi losna við einokunina, var hann skyldur til að kaupa öll mannvirki af félaginu, skip, sem félagið notaði til flutninga innanlands o. íl. Þegar þetta frumvarp lá fyrir þinginu, hafði olíufélaglð D. I). P. A. hækkað verðið á hverrL olíutunnu um 5 kr., og þá lék orð á því, að það ætlaði sér að hækka enn um 7 kr. Hafði einn þingmað- urinn orð á því, að sér hefði verið sagt að þetta væri »grikk- ur« af fél., þvi olía hefði ekki hækkað í útlöndum, en þetta væri gert til þess að pína Is- lendinga. Ef til vill hefir átt með þess- um orðróm, að fá þingið frem- ur til að sinna einokunarfrum- varpinu og samþykkja það. Nokkrir þingmenn urðu til þess að andmæla þessu frum- varpi, en H. H. reyndi af fremsta megni að fá þingið til að sam- þykkja það. Svo mikið kapps- mál var honum það, að hann ætlaði að framlengja þingtím- ann til þess að koma því í gegn. Málið var afgreitt með rök- studdri dagskrá(feltmeð henni). Á móti dagskránni greiddu atkvæði: Guðl. Guðmundsson, p Hannes Hafstein, Jóh. Jóhannesson, Jón Magnússon, Kristján Jónsson, Matthías Ólafsson, Ólafur Briem, Pétur Jónsson, Sig. Sigurðsson, Stefán Stefánsson, Tryggvi Bjarnason. Þessir ofanskráðu menn vorn með því að koma einokunar- frumvarpinu gegn um þingið. Þetta sama þing (1912) lög- leiddi samt einkasöluheimild til handa landsstjórninni á steinolíu. Var stjórninni veitt heimild til að semja við inn- lent félag um kaup á olíu. Árið eftir (1913) hvarf út- lenda olíufélagið D. D. P. A. og hefir ekki sést hér síðan, en í stað þess kom nýtt lelag alís- lenzkt, hið svo kallaða »ís- lenzka steinolíuhlutafélag«. Forstjóri gamla olíufélagsins. (D. D. P. A.) var gerður að formanni þessa nýja félags, en meðstjórnendur Jes Zimsen og Eggert Claessen. Hve íslenzkur þessi félags- skapur er, má nokkuð marka á því, að bókfærsla þessferfram að mestu eða öllu leyti á dönsku. Þjóðlegur er þessi félagsskap- ur líkp, því nú í vor, þegar Fiskifélag íslands var búið með olíuna sina, þá hækkaði »Hið íslenzka steinoliufélag« um 15 kr. hverja einustu lunnu. Um leið og félagið hækkaði verðið á olíunni, ætlaði það að binda kaupmenn með samn- ingum til að kaupa olíu hjá sér eingöngu, um mörg ár. Önnur blöð hafa birt þessa samninga fél. við kaupm. og fyrir því verður ekki rætt um þá hér að þessu sinni. En auðsælt er að engin van- þörf er á að löggjafarþing jrjóðarinnar láti þetta mál sig miklu skifta. Væri ekki van- þörf á, að koma í vegjfyrir, að ýmiskonar okurfélög^oggróða- brallarar næðu tökunj|i á al- menningi til að féíletta hann. Á þinginu 1912, »kauphækk- unarþinginu þunna«,stóðlands- sjóði til boða að kaupa strand- ferðabáta Thorefélagsins, Austra og Veslra. Þeir áttu að kosta 169 þús. kr. hvor. Bátarnir

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.