Dagsbrún


Dagsbrún - 15.07.1916, Blaðsíða 4

Dagsbrún - 15.07.1916, Blaðsíða 4
90 DAGSBRUN E.s. „GULLPOSS" fer héðan til New-York í byrjun september- mánaðar, þaðan beint til Reykjavíkur. Skipið fer héðan aftur vestur og norður um land til þess að taka kjöt. E.s. „GOÐAFOSS" fer héðan til New-York síðast í september. Pdutningsgjaldskrár fást á skrifstofu félagsins. P'argjöld verða þau sömu og í fyrra. H.f. Eimskipafólag- íslands. Ameríkumenn hverju tonni af grjóti í hæð þessari voru 3700 únsur af gulli. Morgan keypti hæðina fyrir 12000 kr. ogvar byrjað að grafa 1883. Síðan hefir gullhæðin gefið af sér yfir 250 milj. króna. Ö. Graflð gnll. I mógröf í Stenildvad nálægt Aars í Jótlandi, fanst íalinn fjársjóður frá fornöld; voru pað ýmsir gripir úr gulli, meðal annars9 gullhringar. Alt var petta sent þjóðmenjasafninu danska. Konnr frönskn hernmnnanna fd fjárstyrk frá ríkinu er nemur 1 fr. 20 c. (90 aura) á dag, og auk pess 50 c. (36 aura) fyrir hvert barn. Mikilvæg; pýsk skjöl. Þýska flotastjórnin hefir sent út lýsingu á sjóliðsverkfræðingi einum Haupt að nafni, er fórst í sjóorust- unni í Norðursjónum i byrjun fyrra mánaðar, og heitið miklu fé fyrir að finna lík hans og skjöl pau er hann hafði meðferðis. Erhaldið, að í þeim standi eitthvað, sem Þjóð- verjar vilja ekki láta Englendinga vita. Norðnrlönd. í Svípjóð eru nú 53/« miijón íbúa, i Danmörku 3 miljónir, íNoregi2‘/> miljón, á íslandi 90 þúsundir og í Færeyjum 20 pús. ibúa. Á hverjum □ km í þessum löndum búa, í Ðan- mörku 77, í Svíþjóð 13, í Noregi 8, í Færeyjum 14, en á íslandi ekki nema 1 á hvern ferkilometer, ogpó tæplega pað. Frá Canada var 20. f. m. búið að senda 340 þús. hermenn til vígvallarins í Evrópu. íhúðacklan í Khöfn. í dönskum blöðum er mikið rætl um íbúðaekluna i Khöfn. Húsaleig- an hefir siðustu fimm árin stigið par um ’/«. tveggja herbergja ibúðir, en priggja og eins herbergis íbúðir um V8- Petta pætti ekki nokkur hlutur hér í Rvík. Hvenær verður annars farið að gera eitthvað við pví að húsaleigi stígi? Lloyd Goorge hergagnaráðherra áetiar að fara að gefa út dagblað. Norðnrlandaþjóðirnar. Ibúar Norðurlanda eru nú sam- tals 11*/* mijjón. Haldi peim áfram að fjölga með sama hraða og nú, verða þeir að hundrað árum liðnum 25 miljónir. Par afí Svipjóð 12 milj., Danaveldi 8 milj. og Noregi 5 milj. Norrænn kcnnarafundnr var haldinn í Khöfn í fyrra mán- uði. Samskonar fund á að halda aftur 1918 — pá í Stokkhólmi. Dönskn verkmannaféiögin kaupa í félagi koks frá London, og eru pau flutt þaðan beint — margir skipsfarmar. Danski verzlnnarllotinn hefir aukist um 25 skip á árinu sem leið. Danir seldu 129 skip sam- tals 58 pús. smálestir, en keyptu og iétu smiða 154 skip, samtals 85‘/í þús. smáiesta. eru komnir til SigluQarðar og munu ætla að afla þar sild. Himinn og jörð. Uglurnar telja sumir náttúrufræðingar til ránfuglanna, en aðrir telja pær sér- stakan flokk. Prjár uglutegundir hafa verið drepnar hér á landi, og er snæuglan (nyctea scandiaca) peirra algengust, og er álitið að hún verpi hér, að minsta kosti við og við, pó aldrei hafi fundist hreið- ur hennar. Snæuglan er stór fugl; karlfuglinn er alin á lengdogkven- fuglinn enn stærri. Gamlar snæ- uglur eru alhvítar á lit, nema aug- un, nefið og klærnar, sem er svart; en yngri fuglar eru svartdröfnóttir á höfðinu og bakinu. Uglur eru auðþektar frá öðrum fuglum á höf- uðlaginu. Snæugla sást í fyrri viku hér í Rvík; flaug um kvöld (liðl. kl. 12) meðfram höfninni. Myndagátur. Ráðning myndagátunnar í síðasta tbl. er: Mar í A = María mey Hér kemur ein ágæt, auðvitað eftir Ríkarð: Kaupakona óskast á gott heimili í Rang- árvallasýslu. Gott kaup í boði. UpplýsingarhjáSigurjóni Gunn- arssyni, Njálsgötu 50 (uppi). Xlæðaverzlun og sauraastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt íataefni ekta litir. JH’ljót saf- <>reiðsla — Vönduð vinna. Ný fataefni með hverju Skipi. Sparið peninga. Verðlaunasagan fæst í Bóka- búðinni. Bökabúðin á taugav. 4 selur gamlar bækur, íslenskar og útlendar, með miklum afslætti. Prentsmiðjan Gutenberg. 2 3. að kjósa til opinberra starfa fyrir bæjarfélög, sveitafélög og landið eingöngu menn úr sambandinu, sem fylgi hiklaust og í hvívetna stefnuskrá sambandsins, nema svo standi á, að sambandið bjóði engan mann fram til kosninga. 4. að eíla sem mest samvinnufélagskap. 5. að gefa út blöð, bækur og ritlinga, sem veki menn til umhugsunar einkum um jafnaðarstefnuna, samvinnu- félagskap og alþýðusamtök. G. að greiða fyrir stofnun verkl57ðsfélaga, er gangi í sam- bandið. 5. gr. Rækt úr sambandinu er hvert það félag, sem gerir sig sekt í einhverri þeirri athöfn, sem er samband- inu til tjóns eða vanvirðu að dómi sambandsstjórnar. 6. gr. Hvert félag, er í sambandið gengur, heílr fult og ótakmarkað frelsi um sín innri mál, þó svo, að eigi komi í bága við sambandslögin. En í öllum afskiftum opinberum verða hin einstöku félög að fylgja eindregið stetnuskrá sambandsins. 7. gr. Öll þau félög, sem eru i sambandinu, mynda innbyrðis samband innan kjördæmanna, og skulu fulltrúar þeirra koma sér saman um frambjóðendur í því og því kjördæmi í allar opinberar stöður, er kjósa skal i. Samþykkja skal sambandsstjórn frambjóðendur kjör- dæmanna til þings, svo þeir teljist löglegir frambjóðendur frá sambandsins hálfu. Á landlista tilnefnir sambandsstjórn- in þingmannaefni. Kostnað við fulltrúafundi, ef nokkur verður, skal greiða af félögunum í réttu hlutfalli við fulltrúaQöldann. 8. gr. Félög innan sambandsins hafa rétt til að skjóta 3 öllum sínum ágreiningsmálum, sem rísa kunna upp í fé- lögunum, til sambandsstjórnar. Áfrýja má úrskurði hennar til sambandsþings. 9. gr. Hvert félag kýs einn fulltrúa fyrir hvert hundrað löglegra félaga eða brot úr hundraði og einn fyrir félagið. Kjósa skal jafnmarga til vara. Hver fulltrúi sýnir kjörbréf sitt á sambandsþingi, und- irritað af íormanni þess félags, sem hann er sendur frá. Heimilt er félögum fyrst um sinn að kjósa menn úr öðru félagi innan sambandsins á sambandsþing. 10. gr. Sjóður sambandsins nefnist sambandssjóður. Hvert félag greiði í hann árlega af hverjum löglegum fé- laga, karlmönnum 25 aura, kvenmönnum 15 aura. Gjald- dagi á tillaginu er 14. maí. 11. gr. Sambandið greiðir kostnað sambandsþings, húsaleigu, ritfangakostnað o. s. frv. En ferðakostnað full- trúa greiða félögin sjálf fyrst um sinn. 12. gr. Sambandsþing slcal halda í Reykjavík annað hvert ár að haustinu til, í fyrsta sinni 1916. En aukaþing skal stjórnin kalla saman, þegar þurfa þykir eða meiri hluti félaga í sambandinu krefst þess. Á sambandsþingi skulu tekin fyrir öll þau mál, er þurfa þykir og sambandið varðar. bað samþykkir reikn- inga sambandsins fyrir umliðið ár, endurskoðaða af 2 mönnum kosnum af sambandinu, og fjárhagsáætlun kom- andi árs. í öllum málum ræður einfaldur meirihluti nema um þau mál, sem öðruvísi er ákveðið um í lögum þessum. Sambandsþing er lögmætt, ef það er löglega boðað. Þingfundur er lögmætur, þegar fullur helmingur þing- manna er á fundi.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.