Dagsbrún


Dagsbrún - 23.07.1916, Qupperneq 1

Dagsbrún - 23.07.1916, Qupperneq 1
iEMJIÐ EKKi~l X Í l^kT (^POtlÐ BKI rano'ndi J L/ Jr\ vJT O D n U 1N L "ANQ,Np, BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 28. tbl. Reykjavlk, sunnudaginn 23. Julí. 1916. Skattamál. Eftir Erling Friðjónsson. (Nl.) Eríitt er að segja að hve miklu leyti þeir skattar, sem eg hefi nefnt hérað framan, myndu bæta landssjóðnum þann skaða sem hann biði við að missa sykur-, kaffi- og vörutollinn, því enn er óséð, livað tekjurnar af greindum sköttum myndu verða miklar á ári, og væri því sjálfsagt að hafa eitthvað til vara, sem borið gæti mismun- inn og væri þá eðlilegast að landið tæki einkasölu á einni eða fleiri vörutegundum, svo sem kolum, salti, steinolíu og tóbaki. Að öllum líkindum myndu kolin ein geta borið mismuninn, sem varla gæti farið fram yfir 400 þús. kr. á ári og myndu þó kolin að sjálf- sögðu verða notendum ódýrari en þau nú eru. Samkvæmt verslunarskýrsl- um fyrir árið 1913 voru fluttar til landsins rúmar 100 þús. smálestir af kolum. Ef ráð er gert fyrir því að hreinn ágóði kaupmanna af sölu kolanna sé ekki meiri en 3 kr. af hverri smálest nemur hann þó rúm- um 300 þús. kr. á ári. Rynni þessi gróði í landssjóðinn í stað þess að hann nú rennur í vasa kaupmanna, fengi landssjóður- inn þarna .300 þús. kr. og áður hefir hann 100 þús kr. í vöru- toll af kolum og eru þá komn- ar 400 þús. af þessari einu vörutegund, eða það sem að líkindum þyrfti til þess að lands- sjóðurinn væri skaðlaus at breytingunni á sköttunum; það væri einnig best, að landið þyrfti elcki að taka einkasölu á fleiri en einni vörutegund í einu; það væri fyrirhafnar- minst og mætti þá taka aðrá vörutegund síðar er þörf krefði. Eina ástæðan sem nokkur veigur er í á móti einkasölunni er sú, að kaupfélögin eigi að hafa alla verslun landsins i sinum höndum, og er sjálfsagt að þau stefni að því að ná henni allri á ,sitt vald, en sjálfsagt á það langt í land að þau nái undir sig verzlun á kolum í stærstu kauptúnum landsins, eða þar sem það skiftir mestu að þau nái henni, þar eru kaupmenn þegar húnir að ná svo góðri aðstöðu, að verzlunin verður trauðla tekin úr höndum þeirra nema með þvi að landið taki hana. Ljósasta sönnunardæmið í þessu efni er að Kaupfélag Eyfirðinga, stærsta verzlunin á Akureyri, hefir ekki getað verzl- að með kol vegna þess, að kaupmenn eru búnir að ná þeirri aðstöðu, sem vegna stað- hátta útilokar alla samkepni. Tæki landið einkasölu á kol- um, myndu bæirnir að sjálf- sögðu skyldaðir til að leggja til góða sölustaði og þar sem því yrði komið við yrðu bygðar bryggjur og geymsluhús fyrir kolin fast við bryggjurnar. Yerzlun kolanna þannig komin á eina hönd með minni rekst- urskostnaði en nú er og ný- tízku áhöldum við að afferma skipin, myndi ekki einasta gefa landssjóðnum drjúgar tekjur eins og bent hefir verið á hér að framan, heldur myndu og notendur fá kolin til muna ódýrari, en ef kaupmenn verzl- uðu með þau eins og verið hefir. Búast má við að kaupmenn verði æfir og uppvægir út af þessu einkasölumáli; þeir hafa ætíð titrað af skapvonsku, ef eitthvað hefir átt að gera al- menningi til hagsbóta, hafi það að einhverju leyti náð til þeirra. Regar einkasölumálið var á dagskrá þjóðarinnarfyrir nokkf- um árum var það kallað »ein- okun« og öðrum jafnvitlausum nötnum af ýmsum vikadrengj- um kaupmanna. Sum blöðin voru full af slíkum orðum og jafnvel var þeim kastað fram í þingsalnum; svo gamansamir voru þeir þingmennirnir okkar, að líkindum af fullmikilli hjarta- gæsku við kaupmenn, sem eðli- lega ekki vilja tapa gróðanum af þeirri vöru sem þcir hafa áður haft til sölu. En kaup- mennina þarf ekki að svifta atvinnu við að selja kolin, að minsta kosti ekki alla, ein- hverja þ.arf til að standa fyrir verzluninni á hverjum stað, þó hún sé rekin fyrir landið og væri þá ekki óeðlilegt, að þeir kaupmenn, sem hafa sýnt ráð- vendni í viðskiftum og þessa vöru hafa haft til sölu áður, tækju að sér landssjóðsverzl- unina, hver 1 sínu kauptúni gegn sæmilegum launum fyrir sölu á vorunni og ábyrgð sein kaupmaðurinn yrði að sjálf- sögðu að hafa. Landssljórnin ákvæði verðið á kolunum, sem yrði jafnt alstaðar á landinu og sæi hún einnig um innkaup og flutning til landsins. Með fyrirkomulagi einkasölunnar gæti það ekki komið fyrir, að ýms kauptún stæðu uppi kola- laus tíma úr árinu, einsogvið- gengist liefir á siðari árum; landsstjórnin myndi sjá um nægar byrgðir á hverjum stað. Eins gæti verðið ekki farið upp úr öllu valdi, eins og hvað eftir annað hefir orðið T sumum kaupstöðum vegna skorls á kolunum og af því að þá hefir verið hægt að koma við ein- okun. Þá er enn ótalað um lands- skatt og framleiðlsuskatt. Þeir skattar eru ekki eins sann- gjarnir eins og tekjuskattar og verðhækkunarskattar, því engin trygging er fyrir því, að þeir leggist ætíð þar á sem hreinar tekjur eru fyrir, virðist því eðlilegra að landið taki einka- sölu á einni eða fleiri vöruteg- undum og nái á þann hátt í tekjur sem að eins fáir menn hafa nú, en myndu nægar til að bera mikinn part af gjöld- um landsins; þó mætti leggja á vægan landsskatt, miðaðan við verðgildi jarðanna; hann ætti ekki að vera hærri en svo, að hver meðal bóndi mundi græða 40 til 50 kr. á ári á því að sykur-, kaffi- og vörutollurinn væru afnumdir. Heimastjórnarflokkurlnn ekur nú fram öllu stórskotaliði sínu, meira að segja „Kvennablaðinu" líka. Síðasta tölublað þess byrjar á grein um hvernig eigi að fara að kjósa Ilannes Hafstein, og endar á grein um hvernig eigi að fara að gera súrur að mannamat. Alt einn eldhúsbálkur! Landhelgisvarnir íslendinga, Tveimur vélskipum halda íslending- ar úti í sumar til þess að verja land helgina fyrir ágangi útlendra síldveiða- manna. Heitir annað „Garðar" og er 12 smálesta. £r þar „chef“ Guðm. B. Kristjánsson (gjaldk. Hásetaf. Rvíkur). Hitt beitiskipið heitir „Draupnir" og er 9 smálesta, og chefinn þar Jón Þorkelssön (líka i Hásetaf. R ). Sam- tals eru á flotanum 8 manns, 4 á hvorum dreka. „Hafið þið nokkrar byssur með yklcur?" var Jón chef spurður. „Nei, ekki einu sinni stólpípu, hvað þá pfstólu'f^var svarið, „nema einhver vilji kalla baukinn sem yfir- brytinn geymir í salt og allehaande, „pipar-byssu". Landskosningarnar. Eftir Herrauð. (Nl.) Sama ár fekk Sameinaða fé- lagið breytt samningi þeim, er Björn Jónsson hafði gert við það. Farþegar urðu að borga auka- gjald, sem ekki hafði áður tíðk- ast, og auk þess var »frakt«- gjöldum breytt til mikils óhag- ræðis. f Vel hefði H. H. getað neitað Sameinaða félaginu um þessa brejdingu á samningnum, ef hann hefði viljað, en með þessu meinleysi sínu við Sameinaða félagið, bakaði hann lands- mönnum margra þúsund kr. tjón á ári. Um það var ekki verið að fást. Loks mætti minnast á launa- frumvarpið og tekjuskattsfrum- varpið 1913. Hæst launuðu embættismenn landsins fóru fram á launa- hækkun og stjórnin (H. H. var þá ráðherra) lagði fyrir þingið lagafrumvarp um launahækkun liæst launuðu embættismann- anna. Þeir embættismennlands- ins, sem lægst voru launaðir, en jafnframt kannske unnu mest, áttu enga launahækkun að fá, að minsta kosti flutti stjórnin ekkert frumvarp þar að lútandi. Henni hefir fundist að þeir gætu vel beðið. Þeir sem áttu að fá launa- viðbótina voru þessir; Biskup, landritari, skrifstofu- stjórarnir í stjórnarráðinu, yfir- dómari og meðdómendur í landsyfirdómnum, póstmeistari, Iandssímastjóri, verkfræðingur landsins, forstöðum. mentaskól- ans, yfirkennari mentask. og 1.—5. kennari. Þessir menn höfðu helst þörf á haunalækkun eins og allir vita. Biskup hefir t. d. að eins 5 þús. kr. laun, landritari 6 þús. kr., en hvað er það handa jafnstórum mönnum. Nefnd þeirri er fjallaði um þetta mál í þinginu taldist svo til, að hækkunin næmi á næsta fjárhagstímabili (2 árum 1914 —1915) lianda þessum áður- töldu mönnum, kr. 23,773,06. Þennan bagga vildi H. H. þá leggja á þjóðina alvegaðóþörfu. Er ekki að undra þó Lögrétta búist við að almenningur sé hrifinn af slikri handleiðslu Heimastjórnarforingjans! Þetta vildi H. H. £era fyrir hest launuðn menn landsins. En vildi hann þá ekkert gera fyrir lægst launuðu mennina? ó-jú. H. H. kom þá með frum- varp til laga um tekjuskatt eins og vikið var að áður. Eftir því frumvarpi • átti að gjalda skatt i landssjóð af öll- um árstekjum, eign og atvinnu. Þeir menn er höfðu haft 1000 kr. tekjur (laun) voru skatt- frjálsir, en eftir þessu frum- varpi stjórnarinnar áttu þeir að greiða skatt, t. d. sá, sem hafði

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.