Dagsbrún


Dagsbrún - 23.07.1916, Page 3

Dagsbrún - 23.07.1916, Page 3
DAGSBRÚN 93 Haframjöl 50 kg..........kr. 16,00 Hveiti(Pilsbury Best)50kg. — 15,75 — (Straights) 50 kg. . . — 15,25 (Frítt á höfn Rvíkur). 1 tilboði stjórnarinnar til kaup- manna voru þessar sömu vöru- tegundir með þessu verði; Haframjöl 50 kg..........kr. 17,75 Hveiti(PilsburyBest)50kg. — 20,00 — (Straights) 50 kg. . . — 17,50 Eg geri ráð fyrir að ráðherra Einar Arnórsson hafi ekki keypt þessar vörur hœrra verði hjá mági sínum O. Johnson og fé- laga hans, en kaupmenn áttu kost á að fá þær, og verður þá álagning stjórnarinnar þannig: Á haframjöl..............ca. llVo - hveiti (Pilsbury Best) — 27°/o — (Straights) . . . —l-P/e0/* eða h. u. b. 172/*°/o til jafnaðar. Kostnaður við að koma vör- unum út um land getur ekki hafa farið fram úr 122/a°/o og verður þá hreinn ágóði í lands- sjóð 5#/o. Ekkert væri á móti því að landssjóður græddi á verzluninni, ef stjórnin léti vör- urnar úti beint til neytendanna, og sparaði alþýðu álagningu kaupmannsins. En með þessu móti verður landssljórnin nýr milliliður á leið vörunnar til negtendans, sem gerir vöruna dgrari. — Eitt heljarbjarg í við- bót, við fargið sem dýrtíðin legg- ur á alþýðuna. Álagning kaupmanna var víð- ast hvar, sem hér segir: Haframjól 50 kg.......kr. 25,00 (Hækkun ca. 52*/o) Hveiti (Pilsbury Best) 50 kg. — 25,00 (Hækkun ca. 25°/o) ókunnugterum álagninguá Straights, eða 38'/»0/o að meðaltali. Landsmenn hafa þannig greitt að meðaltali ca. 57% af þess- um tveim vörutegundum síðan þær komu á R.víkurhöfn. Mikið af þessari hækkun er óþörf og kemur hún sér jafn- illa fyrir • menn í kaupstöðum eins og bændur, sem neyðst hafa til að gefa skepnum sínum mat, fyrir svo hundruðum og þúsundum króna skifti, í harð- indunum í vetur og vor. Auð- vitað var skepnunum ekki gefið haframjöl og hveiti, en engin á- stæða er til að ætla að lands- stjórnin og kaupmenn hafi lagt hlulfallslega minna á rúgmjöl og mais, en aðrar vörur. III. Gangur stjórnar-verzlunarinn- ar er þessi: Stjórnin kaupir vörur af umboðssala og selur kaup- mönnum, og þeir aftur almenn- ingi. í stað þess að láta almenn- ing fá vörurnar beint, gerist stjórnin að óþörfu umboðsmað- ur einstakra fárra manna — kaupmanna, án þess þeir æski þess, og metur hag þeirra meira en hag allrar þjóðarinnar, sem er óþarft, því kaupmenn hefðu ekki verið á flæðiskeri staddir, þó þeir hefðu ekki fengið að selja landssjóðsvörurnar. Því þareð þeir Jeggja á hverja krónu, sem í gegnuin hendur þeirra fer, græða þeir miklu meira nú, síðan alt hækkaði í verði, en fyrir stríðið. IV. Mjög hefir verið kvartað um að afgreiðsla landssjóðsvaranna væri í slæmu lagi. Þrátt fyrir það þó vörurnar séu á ýmsum stöðum út um land, er ekkert hægt að afhenda nema með »allra mildilegustu« samþykki’ stjórnarráðsins, og svarar það pöntunum og fyrirspurnum bæði seint og illa. Trúlegt er einnig að Vestur-Húnvetningar hefðu haft meiri þörf fyrir eitthvað af matvöru, með »Goðafossi« í mai, heldur en þessa 110 kaffisekki (6,600 kg.) sem stjórnarráðið sendi einni verzlun á Hvamms- tanga. Árið 1913 var innflutt kaffi til Hvammstanga 5,400 kg. (Hag- skýrslur íslands 7. tafla 4), svo ekki hafa Húnvetningar átt að deyja úr kaffileysi. Af þessu ólagi má ráða að ekki dugar að láta lögfræðing- ana í stjórnarráðinu annast vöru- kaupin — lögfræðingana vantar praktiska þekkingu í verzlun, eins og fleiru. Stjórnin getur og á að létta mönnum dýrtíðina, og koma í veg fyrir okur (t. d. á steinolíu) með því að kaupa vörur, en hún má ekki okra á þjóðinni, né hjálpa öðrum til þess (það er svívirðing). Né láta menn, sem ekkert vit hafa á verzlun, vasast i afgreiðslunni. Það þarf verzlunarfróðan mann til að annast landssjóðsverzlun- ina. V. - Ábyrgðina á því að lands- menn hafa neyðst til að kaupa landssjóðsvörurnar nærri þvi helmingi hærra verði en þörf var á, ber ráðherrann EinarArn- órsson (sjá umræður um vel- ferðarnefnd i sameinuðu þingi) og þeir sem honum hafa hossað i ráðherrasessinn, afturhalds- flokkurinn, eða »heimasljórnar«- flokkurinn svo nefndi. F. J. ,,Atvinnurekendur“. í siðasta tbl. voru prentuð lög Alþýðusambands íslands. í 3. gr. laganna er talað um félög sem hafi atvinnurekendur innan vé- banda sinna, og að þau hafi takmarkaðan rétt til þess að ganga í sambandsfélagið. Til þess að koma i veg fyrir misskilning, skal það tekið fram hér, að Al- þýðusambandið kallar ekki verka- menn eða sjómenn atvinnurek- endur, þó þeir eigi part í út- gerð eða öðrum atvinnurekstri, svo framarlega að parturinn sé ekki svo stór, að þeir hafi meiri hagnað af þvi að kaupið lœkki, en að það hœkki. Loftskeytastöð hefir stjórnin nú ákveðið að skuli reist bráðlega hér í Rvík. Blaðið »Norðurland« segir að stöðvar- stjóri muni verða hr. Vilhjálmur Finsen, ritslj. »Morgunblaðsins«. Vöruvöndun. Mbl. hefir getið sér mikinn orðstír fyrir málæði sitt um skemdar matvörur, sem höfuð- staðarbúar yrðu að leggja sér fil munns. En blaðið er ekki jafnkræsið um andlegu fæðuna, sem það býður bæjarbúum daglega. Verður henni ekki betur lýst en með því að segja að hún sé lík og ameríska ketið, sem Finsen fræddi fólk um nýlega. En út yfir tók þó blekkingavefurinn og ósannind- in um landið við Laugarnar. Og blaðið var svo gráðugt í að skamma fulltrúa alþýðunnar í bæjarstjórn, að það gætti sín ekki og lét það sama dynja yfir Svein Björnsson. Var það þó síst fært nú, eins og margt gengur á móti Sveini og hans flokki. Blaðið er svo heimskt að halda að það sé nýtt að bærinn kaupi aftur lönd sem hann hefir gefið (þvi að erfða- festan getur ekki kallast annað en gjöf eins og henni er háttað). Bærinn hefir hvað eftir annað keypt slíkar eignir fyrir tugi þúsunda, sem vel hefði mátt spara, ef jafnaðarstefnan hefði fyr verið ráðandi hér i bænum. Og engin breyting verður á þessu, engin andmæli gegn landgjöfunum, sem neitt kveð- ur að, koma fram, fyr en al- þýðuflokkurinn kom sinum fulltrúum að i vetur. Enginn vafi er á að sömu heimskunni hefði verið haldið áfram af lóðabröskurunum og blöðum þeirra, ef ekki hefði verið að óttast alþýðuflokkinn. Landið sem nú var um að ræða er fyrirtaks vel fallið til garðyrkju. Þess vegna sækjast garðyrkjumenn eftir þvi. Nú er það sem bærinn gaf fyrir nokkr- um mánuðum seljanlegt fyrir 2500 kr. Á komandi árum mun það vafalaust enn stíga i verði. Og það er sá gróði sem full- trúar alþýðunnar vildu fá handa bænum. En sjálf landgjöfin (til óskars) er skömm, sem skellur á gömlu fulltrúana, en ekki hina nýkosnu, sem vilja bjarga því sem hægt er að bjarga. Fjárhagstjón er ekkert við að kaupa landið, þvi að Ragnar og Guðm. eru sagðir fúsir til að leigja það af bænum og borga undir eins fullkomna peningarentu. Og hver er þá skaðinn? Alls enginn. Engróð- inn sá að bærinn á landið og alla þess verðhækkun i fram- tíðinni. Gáfuleg og góðgjarnleg var aðdróttun Finsens um að bæjarfulltrúarnir stæðu í ábyrgð fyrir óskar og vildu létta á sér byrði með að misnota stöðuna. Sér Finsen ekki, að ef um ábyrgð var að ræða (en alt það var hauga lýgi), þá var ekki mætara að fá 2500 kr. upp í hana frá bænum, heldur en Ragnari og Guðmundi? Ágæt er líka sú viska Finsens (og borgarstjóra, sem kvað eiga að vera þingmannsefni rikisbubb- anna hér í haust) aðefbærinn keypti eilt erfðafestuland, þá yrði hann að kaupa þau öll. Það er álika rétt eins og að segja að allir menn séu skiln- ingslausir, af þvi að Knútur og Vilhjálmur eru það. Borgari. Stríðið. Sókn bandamanna heldur á- fram bæði að austan og vestan, og virðastþeir vinna lítilsháttar á. íslensk ættarnöfn. Fátt hefir vist mætt svæsnari mótstöðu en ættarnöfnin, en á fátt hefir þó mótstaðan hrifið jafn lítið. Móti ættarnöfnunum hefir aldrei heyrst ein ástæða af viti, enda er ástæðan gegn þeim aðallega spröttin af afturhalds- semi og skilningsleysi. Með ættarnöfnunum er sú ástæða (og hún nóg til þess að gera þau nauðsyn) að það er afaróhentugt, að margir sem búa í sama bæ, eða í sama þorpi heita nákvæmlega sama nafn- inu. Meðan ekki voru nema mest nokkur hundruð manns í hverju þorpi, voru minni vandræði að samnefnunum en nú, þegar þúsundir eru farnar að safnast saman á einn stað. Veldur það ýmsum óþægindum og misskilningi, svo sem þeim er kunnugt, sem eitthvað hafa þurft að eiga við niðurjöfnun- arskrá, kjörskrá eða meðlima- skrá stórra félaga. Auðvitað er ekki hægt að koma algerlega í veg fyrir sam- nefni þó ættarnöfn séu alment tekin upp, en þau munu valda þvi, að það verða að eins tug- ir samnefna þar sem áður voru þúsund. En það er engu síður áríð- andi en að ættarnöfn séu tek- in upp, að þau séu vel valin, og ekki séu þau öll hvort öðru lik t. d. allur fjöldinn með sömu endingunni. Endingarnar -drup -strup og -rup í dönskum ætt- arnöfnum eru helst til tilbreyt- inglítil, og á þetta þó einkum við um endingarnar -ström og -gren í sænskum ættarnöfnum. Hérlendis virðast margir ætla að nota endinguna -berg, sem að vísu er góð, sé hún ekki í öðru hvoru nafni. Mesta íjölda af fallegum ættarnötnum má fá af örnefnum, bæjarnöfnum o. s. frv., og skulu hér nefnd- ar nokkrar endingar, sem heppilegar verða að teljast: -holt, -vör, -vik, hóp, -vatn, -brún, -bjarg, -fjall, -hæð, -sund, -tún, -vað, stöð, -sker, -strönd, -á, -hraun, -ey, -tell, -ás, -öxl, -gil, -lón, -höfn, -tjörn, -fljót, -ós, -kleyf, -horn, -gatl, -hlíð, -kinn, -skarð, -urð, -barð, -kot, -ból, -þing, -nes.

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.