Dagsbrún


Dagsbrún - 23.07.1916, Qupperneq 4

Dagsbrún - 23.07.1916, Qupperneq 4
94 DAGSBRÚN Herleiðing „Flórir. í fyrri viku lagði »Flóra« af stað sunnan um land til Siglu- fjarðar með eilthvað um 300 manns, og mun mest af því hafa verið kvenfólk. Fyrir sunnan land tók hana brezkt herskip og fór með hana til Lerwich. Bjuggust nú flestir við að »Flóru« yrði strax slept, og að hún mundi þegar halda með fólkið til Siglufjarðar — það var búið að verða fyrir nógum hrakningi samt. En reyndin hefir orðið önnur. Þegar þetta er skrifað (föstudagskvöld) er enn ókomin frétt um það hvenær fólkið muni komast heim, eða yfirleitt, hvernig því líði. Aftur er komin frétt um að »Flóra« fari beint frá Eng- landi til Noregs, og að fólkið verði eftir í Englandi. Það er auðséð á öllu að mjög ræfilslega hefir verið gengið fram frá landsstjórnarinnar hálfu í því að fá leiðréttingu á þessari dómadags-heimsku og ótvíræð- um yfirgangi Englendinga, að taka skip, sem er fullt af far- þegum, og er að fara milli hafna hér á landi. Ef ráðherrann ekki kom sér að því að heimta, að »Flóra« yrði strax látin laus, og látin fara þegar heim með farþegana, þá átti hann að sjá um að krafan kæmi til brezku stjórnarinnar gegnum utanríkis- ráðaneytið danska. Til hvers höfum við Dani, ef ekki til þess að geta haft gagn af þeim, þegar á stendur eins og hér? Enda verður ekki annað sagt en að Danir hafi reynst okkur vel, undir svipuðum kringumstæðum. Þeir komu því t. d. til leiðar, að Englendingar hættu að taka póst, sem til íslands átti að fara. Fyrir Englendinga er þessi »sigur« hin mesta hneisa, því hann sj’nir vel hve mikið fum er á siglinga-eftirliti þeirra, því enski ræðismaðurinn, herra Cable, hafði búið út skjal fyrir skip- stjórann á »Flóru«, sem átd að nægja að sýna, til þess »Flóra« yrði ekki herleidd til Englands, en hreif þá álíka vel og grallara- blaðið sem sett var við kolbrand- inn. Vafalaust hefir hr. Cable, sóma síns vegna, gert það sem hann gat til þess að fá óréttinn lagaðan, og sýnir því þetta dæmi að gagnað okkur getur hann ekki. Ráðherrann verður nú strax að fleygja frá sér allri feimni, og gera gangskör að því að fóikið verði ílutt heim, og að því geti liðið þolanlega þá daga, sem það á eftir ódvalda í her- leiðingunni. Eins og það er heimskulegt af íslenzkum vinum Þjóðverja, að láta þetta verða til þess að hella skömmum yfir Englend- inga, eins heimskulegt er það af hérlendum vinum Englend- inga, að vilja þola þeim alt. Heimsstyrjöldin er okkur íslend- ingum óviðkomandi, við erum hlutlausir. Þegar Englendingar gera upptækar vörur okkar eða neyða okkur til þess að selja þær fyrir mikið minna verð en við getum fengið annarsstaðar, þá þegjum við við því, af því að við getum ekki annað. En þó við þegjum við því sem Eng- lendingar gera í nafni þess góða málstaðar, sem þeir segjast vera að berjast fyrir, þá þegjum við ekki yfir þeim órétti, sem þeir gera fyrir heimsku eða »mal- konduite« einstakra sinna manna. Það væri ræfilsskapur og ó- menska! ár eftir ár. Gaman væri, et einhver hefir séð þennan hombrotna háhyrn- ing 1 fyrra, að hann léti Dagsbrún vita. Sömuleiðis ef hann sést í ár, og þá lika hvað margir háhyrningar eru í vöðunni með honum. Steindepllsungar. Mesta fjölda af steindepilsungum, sem þegar eru fleygir, má sjá þessa dagana kringum gróðrarstöðina. Hrcindýrin. Kunnugur maður segir, að við Snæfell muni vera um 300 hreindýr, við Kröflu 150 og á Reykjanesfjall- garði 15. Hann tók þó fram, að þetta væri að eins laus ágiskun. Nýr landamærarördnr. Holllendska blaðið „Dagblad van Noord-Brabant« segir frá því hvernig Þjóðverjar varna með rafmagni hin- um ólánssömu Belgíubúum frá að fara í óleyfi til Hollands. Rafleiðsl- an lítur út til að sjá eins og staura- girðing með þráðum á milli, og sjást langt til töflur, sem Þjóðverjar hafa skrifað á á þremur tungumálum: „Háspennustraumur — lífsháski". Girðingin er búin til úr 7 þráðum, sem festir eru á hvítar glerklukkur (Isolatora). 5 miðþræðirnir eru á eik- arstaurum sem reknir eru íjörðniður og ná yfir 2 metra frá jörðu. Báðu- megin þessara þráða eru gildari þræðir einnig á eikarstarum. Rafmagnsstyrk- urinn er 2400 volt. Á að giska hálfan meter frá raf- leiðslunni eru 4 varnarþræðir, sem eiga að koma í veg fyrir að fólk lendi óviljandi á rafleiðslunni. — Ö. Steinar á ferðalagi. í ríkinu Nevada í Norður-Amertku eru til steinar, sem flytja sig sjálfir úr stað. Þeir eru á stærð við ertu eða stærri, alt að 20—30 cm í diameter. Steinum þessum fylgir mikil hjátrú, og er það ekkert undarlegt, því leggi maður þá á gólf eða annan sléttan flöt, svo sem */*—1 meter hvern frá öðrum, flytja þeir sig saman i hvirfing, þangað til þeir liggja saman eins og egg í hreiðri. Leggi maður einn steininn dálítið frá hinum, fer hann strax á stað í áttina til hinna. Þessir undarlegu steinar finnast helst i lautum á Iáglendi. Undrið er útskýrt á þann hátt að steinarnir eru að mestu úr segulmögn- uðu járni. Ö. Megn grútarlykt. Ritstjóri Morgunblaðsins skýrir frá þvi i blaði sínu í gær, að hann hafi fundið megna grútarlykt á föstudag- inn var, og jafnfrarnt því. að það sé ekki i fyrsta sinni sem hann finnur hana. Þessi frétt kemur víst flatt upp á marga! Draumnr. Mann nokkurn dreymdi hér í vetur, að hann sæi bráðlifandi eitt af þess- um stóru skeljaskrímslum sem lifðu á fyrri jarðöldum. Daginn eftir fór að koma út blaðið »Landið«, fult af fyrir- og eftirvara stælu, og öðru þjarki og þrefi, sem fyrir löngu er úr sög- unni. Síðan blaðið »Þjóðstefnan« fór að koma út, hefir þennan mann aldrei dreymt neitt! Xlæðaverzlun og sanmastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ódýrt íataeíni ekta litir. XCljót sx f- g’reiösla — Vönduð vinna. Ný fataefni með hverju skipi, Sparið peninga. Verðlaunasagan fæst í Bóka- búðinni. Bökabúðin á £augav. 4 selur gamlar bækur, íslenskar og útlendar, með miklum afslætti. Prentsmiðjan Gutenberg. pNjörður". Svo nefnist mjög lítið og sér- lega hortugt blað, sem farið er að gefa út á ísafirði. Ritsljórinn er séra Guðm. Guðmundsson (frá Gufudal) og ber blaðið vott um ekki einungis óvenjulega blaðamanns-, heldur einnig rit- stjórahæíileika blaðstjórans. Stefna blaðsins virðist — eftir grein í þriðja tölublaði að dæma — vera, að fá þjóðina til þess að virða (og elska?) þá menn, sem grætt hafa á útgerð. Margt er nú skrítið í harmoniu! Laust og fast. Látln er í Kaupmannahöfn frú Caroline Marie Balthazar- Christensen, 92 ára gömul. Hún var seinni kona danska stjórn- málamannsins Balthazar-Christ- ensen, er lézt fyrir 30—40 árum. Við íslendingareigum þeim manni að þakka — engu síður en Jóni Sigurðssyni — að við fengum sjálíir löggjafarþing. Sonur þess- ara hjóna er Alf. Christensen fólksþingsmaður, sem margir ís- lendingar kannast við. Himinn og jörð. Háliyrningnrinn (orca gladitor) telst til tannhvalanna. Fullorðinn er hann um 20 feta langur, en getur orðið alt að 30 fet. Hann er auðþektur á hvítum bletti, sem hann hefir, sinn hvoru megin ofan og aftan við augun, og á því, hve bakugginn er hár (á karldýrunum um 3 fet). Ugginn eða hornið er til að sjá eins og prik, eða staur, beint upp í loftið, þegar horft er framan á háhyrninga, og stafar af því hið norska nafn hans „staurhynningen" (llka „spæhugger"). Háhyrnfngarnir eru félagslyndir, og halda sig í hópum. Aðalfæða þeirra er síld, en þeir éta einnig !ax og aðra fiska, er halda sig ofarlega 1 sjónum. Enn fremur drepa þeir seli og éta, og skíðishvali, og hafa því verið kallaðir »ú!far hafsins*. Það kvað vera stór- fengleg sjón, að sjá háhyrningavöðu ráðast á reyðarhval, eða annan stór- hval, og rífa af honum spikið og drepa hann. Rósinkrans ívarsson, nótabassi á s.s. „íslending", hefir sagt þeim, sem þetta ritar, að hann hafi þrjú sumur i röð (1912—13—14) séð sama háhyrninginn á Axarfirði (1915 kom hr. R. Iv. ekki á þann fjörð). Háhyrningur þessi var auðþektur á því, að hornið á honurn var brotið, oggróiðskakt saman aftur þannig, að það sem brotið var, stóð lárétt út til vinstri hliðar. Vafalaust hefir það verið sama háhyrningavaðan sem komið hefir þarna á Axarfjörð Kosningin. Hér í Reykjavík eru 3854 kjósendur á kjörskrá til lands- kosninganna. Kosningarrétt heíir alt kven- fólk sem er 40 ára eða eldra, og allir vinnumenn á sama aldri, en allir aðrir karlmenn hafa atkvæðisréttinn ef þeir eru 35 ára. Þeir sem þegið hafa af sveit, hafa ekki atkvæðisrétt, nema þeir hafi endurgreitt sveitarstyrkinn; aftur á móti hafa menn atkvækisrétt þó menn hafi ekki goldið útsvar (á þetta hvortveggja auðvitað jafnt við um konur sem karla). Mjög áríðandi er, að engin — hvorki karl né kona — sem hefir áhuga á málefnum alþýð- unnar, vanrœki að sœkja kjör- fund. Listi Alþýðuflokksins er: C-listinn. „ísafold“ og Einar. Margur hefir spurt að því hvernig á því stæði að ísafold mælti svo slælega með E listanum. Segja sumir að það sje af því, að „Langsum" geri sér enga von að koma manni að, en „stilli“ Einari bara í blóra við „Þvers- um“. Aðrir kenna aftur værugirni þeirra sem blaðið rita, um að það sé tóm þunniídi (ísubeinin fylgja svo sem kunnugt er þunnildunum). Þetta og hitt. Bandaríkin í Ameríkn ætla að auka flota sinn með 5 or- ustubeitiskipum, 4 njósnarbeitiskipum, 10 tundurspillum, 50 kafbátum og 130 sæ-flugvélum. Grímur til varnar móti gasi, er nú verið að útbúa danska herinn með. Ekki má þó skilja þetta svo sem Danir búist við að lenda í ófriðnum. Samvinnufélög í Svíþjóð. Meðlimatala sænsku samvinnufélag- anna jókst, 1915, um 30 þús. Nú eru þar samtals í samv.fél. 181,538 með- limir. Látinn er i Khöfn í byrjun þ. mán. dýra- fræðingurinn dr. William Sörensen, 68 ára gamall. Hann var frægur vís- indaroaður — meðlimur danska vís- indamannafélagsins — en átti í mikl- um brösum við þá, sem réðu við Khafnarháskóla, og var árið 1900 settur frá starfi því, er hann hafði með höndum fyrir Náttúrugripasafnið, án þess fundið yrði að starfi hans. Dr. Sörensen var jafnaðarmaður.

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.