Dagsbrún


Dagsbrún - 31.07.1916, Síða 1

Dagsbrún - 31.07.1916, Síða 1
DAGSBRUN [ ÞOLID BKKI RANQINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÖT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 29. tbl. Reykjavik, mánudaginn 31. Júli. 1916. Þrjú Yopn alþýðunnar. 1 hinni ströngu baráttu fyrir betri kjörum er alþýðan í öll- um mentalöndum heimsins heyjir gegn valdhöfunum og auðvaldinu, eru það aðallega þrjú vopn, er hún getur vegið með: verkmannafélög, sam- vinnufélög (kaupfélög) og notk- un kosningarréttarins. Að íslenzki Alþýðuflokkurinn ætli að nðta þessi sömu vopn má sjá á stefnuskrá flokksins, sem birt hefir verið hér í blað- inu. Skilningurinn á þvi, að verkmannafélög séu nauðsyn- leg er stöðugt að skýrast fyrir íslenzkri alþýðu, svo sem sjá má á því, hvernig ný háseta- og verkmannafélög rísa upp út um land, og á þvi, hvernig nýtt Qör færist í eldri félög, sem legið hafa í móki eða alveg i dái. Skilningurinn á nauðsyn kaupfélagsskaparins er einnig stöðugt að aukast, og þó það hingað til hafi verið nær ein- göngu bændur, sem hafa haldið uppi þessum þarfa félagsskap, þá eru nú sjómenn og verka- menn farnir að sjá nauðsyn hans, svo sem kaupfélög, er stofnuð hafa verið á þessu síð- asta ári á Akureyri, og hér í Rvík — þó egm sé í smáum stíj — bera órækan vott um. Hvert þessara þriggja vopna sé mikilvægast í baráttu alþýð- unnar (jafnaðarmanna) fer eftir því, hvernig til hagar í hverju landi. Þar sem eins hagar til og hér á landi (atkvæðisréttur almennnr, öll alþýða læs, og að mestu á sama menningar- stigi og valdhafarnir) hlýtur rétt notkun atkvœðisréttarins að verða öflugasta vopnið í hendi alþýðunnar til þess að sprengja með bönd þau, er halda megin- hluta íslenzku þjóðarinnar í fátækt, um leið og það er ráð til þess að komið verði skipu- lagi á framleiðslu þessa ágæta — og þó ísland heiti — auð- uga lands, sem er heimkynni þjóðar vorrar. íslenzkir sjómenn, verka- menn og iðnaðarmenn hafa, svo sem þeir vita, er þetta blað lesa.ájafnaðarstefnu-grundvelli, myndað nýjan landsmálaflokk. Ekki til þess að halda uppi þýðingarlausu þrefi og þjarki við Dáni um ríkisréttindi, eða enn auðvirðilegri innanlands- deilum um völd og peninga, heldur til þess að kjósa menn til þingsetu, sem fylgja fram ákveðinni stefnuskrá í innan- anlandsmálum, sem, af því hún miðar fyrst og fremst að því, að bæta kjör alþýðunnar, miðar að sönnum framförum íslenzku þjóðarinnar. Við kjördæma-kosningarnar til alþingis, sem eiga að fara fram i haust, verða menn í kjöri frá Alþýðuflokknum í nokkrum kjördæmum, þar á meðal Reykjavik og Akureyri. Nú á laugardaginn (5. ágúst) fer fram kosning á 6 þjóðkjörn- um þingmönnum í stað kon- ungkjörnu þingmannanna, sem með hinni nýju stjórnarskrá voru numdir úr lögum. Kosn- ing þessi er listakosning, þannig, að kosið er um lista, en ekki um einstaka menn. Á lista Alþýðuflokksins (sem er C-listinn) eru menn, sem að fullu má treysta til þess aldrei að svika málefni flokksins, eða með öðrum orðum: málefni ís- lenzkrar alþgðu. Hvernig kosning þessi fer, er mikið undir því komið, hvern áhuga íbúar Reykjavíkur sýna þennan dag, því á því, hvernig þeir muni kjósa, ef menn á annað borð alment nota kosn- ingarréttinn, getur ekki leikið vafi. Bæjarstjórnarkosningarnar i vetur, þegar Alþýðuflokkur- inn kom að þrem mönnum af fimm*), sýndu það að alþýðan hér í Rvík hefir nú þegar full- an skilning á því, hvað nauð- synlegt er, ef auðvaldið á ekki að gleypa íslenzku þjóðina. Því þó mennirnir sem stóðu á lista Alþýðuflokksins séu mjög hæfir menn, og hafi nú þegar komið meiru til leiðar, en vænta mátti, þar sem þeir nú hafa valdið stefnubreyting í þá átt, að bærinn hættir nú loks að selja (eða réttara sagt gefa) lönd sin, þá voru þeir fyrir kosninguna að miklu leytióþekt- ir nema innan sinna félaga, og má af því sjá að það var mál- efnið, sem barist var fyrir, en ekki persónu-dýrkun, eins og hjá gölmu flokkunum. Vanræki Reykjavíkurbúar ekki að nota atkvæði sitt, getur ekki vafi leikið á því, hvernig kosningin fer 5. ágúst! Almennur atkvæðisréttur. Hann kom ekki of snemma. Það var sannarlega ekki of snemma, að rýmkað var um kosningarréttinn. Því hefði ekki verið búið að því áður en fór *) Alþýðuflokkurinn fekkgii atkv., Heimastjórnin 630 og Sjálfstæðisfl. (ísafoldarliðið) 167 atkv. að bera á alþýðuhreyfingunni, eru öll líkindi til þess, að nokk- ur bið hefði orðið á því, að það yrði gert, því margir þing- menn litu illu auga til almenna atkvæðisrétlarins. T. d. hefir Guðm. Hannesson hvað eftir annað haft orð á því, hve var- hugavert það væri, að láta múginn ráða. Nú er atkvæðisrétturinn feng- inn. Nú er að tjota hann tif þess, að efla alþýðuvaldið í landinu. Þess vegna má eng- inn sitja heima kosningardag- inn i stað þess að fara og kjósa lista Alþýðuflokksins, C-listann. Verðlagsnefndin. Einhver þolinmóður náungi skrifar nýJega í Yísi hálfgerða áminningarræðu til þessarar nefndar. Eg hélt, satt að segja, að enginn maður gæti framar lagt sig niður við, að tala um þá óvirðulegu nefnd, — en gaman væri samt að sjá einu sinni enn, hverjir eru í henni. Mig minnir, að einhverntíma hafi verið skipuð dýrtíðarnefnd í bæjarstjórn Reykjavíkur. Hverjir eru í þeirri nefnd, ef til er, og hvað hafa þeir gert? O. Svari þeir sem vita! — Ritstj. „Nýir vegir“. Svo heitir skýrt hugsuð og vel rituð ritgerð er birtst hefir í blaðinu »íslendingur« og síð- ar gefin út sérprentuð í bæk- lingsformi. Höfundurinn, hr. Böðvar Jónsson, lögmaður á Akureyri, kemur i ritgerð þess- ari fram með nýjar tillögur all-yfirgripsmiklar, en þær eru þessar: 1. Að landinu verði með lög- um áskilinn einkaréttur til þess að salta sild til útflutn- ings á Islandi og í landhelgi íslands. 2. Að síldveiði með herpinót í landhelgi íslands verði fyrir- boðinn öllum, innlendum og útlendum, nema þeim skipum einum, sem landstjórnin gerir út, eða selja landsstjórninni afla sinn, eða hafa fengið sér- stakt leyfi landstjórnarinnar til þess að afla síld til bræðslu. 3. Að bannað verði að flytja síld, er veiðst hefir utan land- helgi íslands inn fyrir land- helgina eða á land til söltunar eða bræðslu, nema síldin sé seld landsljórninni. 4. Að landssjóður kaupi ár- lega síldarafla hæfilegra margra skipa, láti salta síldina og selji hana saltaða til útlanda, eftir því sem markaðurinn tekur við, án þess að verð síldarinn- arinnar falli úr hófi fram. Tilgangurínn með þessum ráðstöfunum á fyrst og fremst að vera til að auka tekjur landssjóðs, en þó jafnframt það, að koma góðu og stöð- ugu verði á síldina með því að salta ekki til útflutnings meira en markaðurinn erlendis getur tekið við. Ennfremur — ef þörf gerist — að sporna við því, að svo mikið verði veitt af síldinni,. að hætta sé á því, að hún gangi til þurðar. Tillögum. gerir ráð fyrir, að gróði landssjóðs af þessu yrði tvœr miljónir króna árlega. En sem reksturfé álítur liann að landssjóður þurfi eina milj. króna. Tillögumaður álítur mergð síldarinnarinnar við Norður- land vera að minka, og bend- ir á hvernig geirfuglinum hafi verið alveg útrýmt, og hvöl- unum næstum útrýmt, áður en menn vissu af, eða áttuðu sig á því, og vill ekki láta fara á sama hátt með sildina. En þar er nú ólíkt saman að bera, því geirfuglinn verpti ekki nema einu eggi á ári, og hvalir fjölga enn tregar, en síldin gýtur (eftir minni tilfært) 200,000 hrognum. Það virðist þvi engin hætta fyrst um sinn á þvi, að um of verði drepið af henni. Till.m. segir, að íslenzka síld- in skapi sér sjálf markað, þann- ig, að gott verð fáist altaf fyrir hana, ef ekki veiðist of mikið af henni. Hefði landið einka- rétt til þess, að salta síld til útflutnings, mundi ekki saltað meir en markaður væri fyrir gegn góðu verði, og gerir t.m. ráð fyrir, að það yrði jafnan hægt að selja hverja tn. af síld á 20 kr. Sé þetta rétt, eru það óneitanlega veigamikil með- mæli með till., því þá ætti þetta einnig að vera stórhagnaður fyrir útgerðarmennina, þá, sem ekki eru einnig síldarkaup- menn (o: þá, sem ekki flytja síld til útlanda sjálfir). Tillögur þessar eru í fullu samræmi við jafnaðarstefnuna. En það þarf mikinn undir- búning til þess, að koma þeim í framkvæmd; og meðan ekki er fengin full sönnun fyrir þvi, að islenzka síldin mvndi sér sjálf verð, virðist áhættan nokk-

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.