Dagsbrún


Dagsbrún - 04.08.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 04.08.1916, Blaðsíða 1
FREMJIÐ EKKI RANOINDI DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN OT MEB STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGBARMAÐDR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 30. tbl. Reykjavlk, föstudaginn 4. ágúst. 1916. Hverjir eiga að kjósa lista gömlu flðkk- anna? Það eiga allirrikisbubbar, kaupmenn, atvinnurekendur o. s. frv. að gera, því gömlu ílokk- arnir eru allir á einu máli um það að láta ástandið að mestu haldast eins og það er. Það eina sem þá greinir á um, er það, hvort það eigi að vera Einar og Sveinn, Sigurður og Bjarni eða Hannes sem eigi að fá aurana. Hverjir eigaað kjósa lista Alþýðuflokks- ins, C-listann? Það eiga verka- menn, verkakonur, sjómenn og iðnaðarmenn að gera og allir aðrir, sem vilja láta létta toll- unum og byrðunum af alþýð- unni, og láta gera dýrtíðarráð- stafanir, sem fólkið munar eitthvað um. Þeir sem kjósa C-listann eiga að Cbtja kross við C-ið á kjör- seðlinum þannig: X O-listi Erlingur Friðjónsson, trésmiður, Akureyri. o. s. frv. 09 Hervaldið liggur sem farg á frelsisviðleitni alþýðunnar í ófriðarlöndunum. Samt hafa verið gerð stór verkföll bæði í Englandi og Þýskalandi, og við kosningar, sem fram hafa farið í Finnlandi, hafa jafnaðarmenn náð sem næst því meirihlutan- um. í fæstum löndum fara fram almennar kosningar, fyr en að stríðinu loknu, þess vegna ber minna á framgangi jafnaðar- stefnunhar en ella mundi, því þó altaf fjölgi þeim mönnum jafnt og þétt, sem sjá hve óhaf- andi er fyrirkomulag það, sem nú er á þjóðfélaginu, og því gerast jafnaðarmenn, og þó atkvæðafjöldi jafnaðarmanna hafi fjölgað við hverjar einustu kosningar í öllum mentalönd- um síðasta mannsaldurinn, þá hefir jafnaðarstefnunni aldrei unnist [áhangendur eins gifur- lega, eins og þessi fyrir Evrópu- Þjóðirnar svo þungbæru stríðs- ár. Því neyðin og dýrtíðin, sem af stríðinu hefir leitt, hefir á átakanlegan hátt fært fjöldan- um sannanir fyrir því, hve viti sneytl það fyrirkomulag er, sem nú rikir, að framleiðslan sé miðuð við hvað framleið- endurnir græða mest á, en ekki það, hvað þjóðfélaginu erfyrir beztu. í þeim löndum, þar sem áhug- inn fyrir velferð almennings er vakandi meðal þeirra, sem með völdin fara, hefir á þessum ófriðarárum margt verið gert til þess að létta þunganum af þeim stéttum, sem minstar höfðu tekjurnar. Einkum heflr mikið verið gert í þessa átt á Norðurlöndum, og sérstaklega í Danmörku, því þar eru jafn- aðarmenn biinir að ná tiltölu- lega flestum þingsætum, og geta því haft mest áhrifin þar á löggjöfina. Af því sem gert hefir verið þar í þessa átt má nefna: húsaleigulögin, sem koma í veg fyrir að hægt sé að sprengja upp húsaleiguna, há- marksverð sett á nauðsynja- vörur (og jafnframt séð um, að nóg sé til af þeim), fjöl- skyldumönnum með lágar tekjur veittur kostur á að kaupa nauðsynjavörur lægra verði, en gangverðið (hið opinbera borg- ar verðmismuninn, og féð til þess, og margra nýrra þarfa- fyrirtækja, tekið með nýjum sköttum, lögðum eingöngu á þá sem allra hæztar hafa tekjurn- ar) o. s. frv. Hvað hefir nú verið gert hér á landi til þess að létta dýrtið- ina á mönnum. Þvi er fijót- svarað, að það hefir sama og ekkert verið gert og hefði það þó verið hægðarleikur. Húsa- leigulög er kæmu í veg fyrir hina hóflausu leiguhækkun, hefði mátt lögleiða; hámarks- verð hefði mátt sefja á allar nauðsynjavörur, útlendar og innlendar. Landssfjórnin hefði getað látið flytja til landsins marga farma af kolum, oliu, matvöru, sykri o. s. frv. og selt landsmönnum það fyrir inn- kaupsverð, að viðbættum kostn- aði, án nokkurra milliliða, og þannig veitt hverri fjölskyldu ef til vill, fleiri hundruð króna dýrtíðaruppbót. En hvers vegna hefir ekki neitt verið gert? Auðvitað af því, að verkamenn eiga sér enga fulltrúa í þinginu. Það er ekki einber tilviljun, að það skuli vera i sambandslandi voru Danmörku, að mest hefir verið gert til þess að bæta úr dýr- tíðinni fyrir verkamönnum og öllum almenningi. Orsökin er beinlínis sú, eins og þegar hefir verið tekið fram, að jafnaðar- menn hafa þar náð tiltölulega flestum þingsætum, enda hafa þeir stöðugt knúið dönsku stjórnina til þess með löggjöf að leysa hvert þarfamálið á fætur öðru. Eins og oft hefir áður verið tekið fram hér í blaðinu, þá eru þessi stríðsár beztu árin, sem fyrir landið hafa komið frá upphafi bygðar þess. Enn allur gróðinn lendir til ein- stakra manna, allur almenning- ur er jafn fátækur eftir sem áður — og að sumu leyti fá- tækari. Hefði landinu verið stjórnað með almennings hag fyrir augum, hefði mátt láta þessi ár, sem hafa verið góð fyrir landið, einnig verða góð fyrir þjóðina. En því hefirþað ekki verið gert? Af þeirri ofur skiljanlegu ástæðu, að alþýðan á sér enga fulltrúa, sem slíka, í þinginú. Enga fulltrúa, sem eingöngu hugsa um hag al- mennings, án þess að láta trufla sig af því, sem kaupmenn eða útgerðarmenn kunna að finna uppá. Það er sama svarið og við þvi, hvers vegna að meginið af tekjum landssjóðs er tekið með tollum af þeim, sem minstar tekjur hafa, sem sé af alþýðunni sem enga fulltrúa hefir átt i þinginu, er bæru hönd fyrir höfuð hennar. En þetta er nú að breytast eins og menn vita. Við kosn- ingarnar sem fram eiga að fara á morgun hefir alþýðan sér- stakan lista, C-listann. En til þess að ,við komum mönn- um að af honum má enginn sitja heima, sem hefir kosning- arrétt, hvorki karl né kona. Og eins og kosningarrétturinn er borgaralegur réttur hvers eins, þannig er það borgaraleg skylda að nota kosningarréttinn, hvort sem hann er að vinna kosn- ingardaginn eða ekki. Hver maður, sem kosningarréttinn hefir, hefir jafnframt rétt til þess að nota hann, og þann vinnuveitanda, sem reynir að aftra- manni sem er í vinnu hjá honum, frá því að kjósa, með því að hóta honum vinnu- missi eða þvílíku, má draga fyrir lög og dóm. Notið því atkvœðisréttinn menn oy konur, til þess að bœia með því kjör gkkar. Farið og kjósið, hvort sem þið eruð i vinnu kosningadaginn eða ekki. Viljið þið halda tollunum? Kjósið þá gömlu flokkana! En viljið þið láta afnema þá, þá vanrækið ekki að sækja kjörfund til þess að kjósa C-listann. Ekkert lát. Því miður er ekkert útlit fyrir, að friður verði saminn fyrst um sinn — ef til vill ekki fyr en eftir nokkur ár. En af- leiðingin af stríðinu hlýtur að vera sú, að því lengur, sem það stendur, því meir hækkar vöruverðið, þ. e. versnar dýr- tíðin. Við verkamenn og verka- konur þurfum þvi nú þegar að koma mönnum til þings, ef ekki á að kreppa ennþá ver að okkur seinna. Samfélagar, verkamenn! Lát- ið ekkert aftra ykkur frá að nota kosningarréttin! Og þið, verkakonur! Látið ekki graut- arpottinn eða barna-arg aftra ykkur frá því, að fara að kjósa. Verið ekki i rónni, fyr en þið með atkvæði ykkar hafið stutt að sigri alþýðunnar! Ver/camaður. Listi Alþýðuflokksins er C-listinn Sú verkakona eða sá verka- maður, sem vanrækir að nota atkvæðisréttinn, svíkur sjálfan sig og sína stéit. Verkamannakonur og konur sjómanna, iðnaðar- manna o. s. frv. Hvern lista eiga þær að kjósa? Auðvitað Alþýðulistann (C-listann), þvi þær hafa sama hag af því að tolla-byrðunum sé létt af alþýð- unni og karlmennirnir. Heimastjórnarmenn halda, að þeir geti talið verkakonum trú um að þær eigi að kjósa A- listann, af því frú Briet er á honum — sú fjórða í röðinni, langt neðan við allar vonir um að komast að. Nýtt um landbúnað. Morgunblaðið sagði i fyrri viku frá því, að útskipun á hestum hefðitafist af því, að hestarnir hefðu verið ójárnaðir! Seinna leiðrétti blaðið þó þessa speki. Nú í vikunni flutti blaðið broddgrein um súrhey. Er þar sagt, að þegar hæfilegur hiti sé kominn i heyið, þá sé gott, efþurkurkomi, »að bera heyið sundur og láta rjúka úr því hitaun«. Það er hætt við því, að búfræðingunum muni finnast þetta svipað og sagt væri, að gott ráð mundi við saltfisk, að dýfa honum í vatn, þegar hann sé að verða þur, til þess að hafa úr honum þerrinn.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.