Dagsbrún


Dagsbrún - 22.08.1916, Blaðsíða 3

Dagsbrún - 22.08.1916, Blaðsíða 3
D AGSBRÚN 101 öldurnar æða«. Kjörum sjó- mannskonunnar hefir verið við- brugðið, þegar þannig stendur á, og slíkir dagar koma marg- ir íyrir á ári hverju. Og er ekki öllu eðlilegra og mann- legra, að hugur konunnar dvelji meira hjá »manninum«, en hjá peningunum, sem hann á að leggja heimilinu. Annars ber líka að gæta, þegar þetta mál er athugað. Sú spilling virðist meir og meir grafa um sig, meðal ógiftra kvenna, að skoða gittinguna meira sem »praktiskt« spor í tífinu, en sem eðlilegan enda- hnút á undangengnu tilhugalífi sem til er orðið fyrir »hjartans skuld«. Móti þessari andlegu pest, ber öllum rétthugsandi mönnum að berjast, af því að hún er þegar byrjuð að grafa íslensku konunni gröf. Eg segi íslensku konunni, af því að sú kona — sú kvenþjóð — sem mest og best hefir hlýað þjóð vorri á þrautastundum hennar, hefir verið ósérplægin, fórnfús ágætiskona, sem aldrei hefir orðið snortin af léttúðar-glis- girni tildurrófunnar, sem gift- ist af »praktiskum ástæðum«. Pað virðist ekki vera neitt fyrirmyndarheimili, sem blasir við sjónum þeirrar »ólofuðu«. Eftir anda bréfsins að dæma, er það hlutur mannsins, að leggja heimilinu peninga, og hlutverk konunnar að eyða peningunum — og þar með búið. Það er eltki að sjá, að heimilið hennar, eigi að vera annað og meira en frjáls gist- ingarstaður fyrir manninn, þeg- ar hann dvelur í landi — sem æskilegast væri að sjaldan þyrfti að koma fyrir. Langar ykkur ekki til að eignast þvílíkt heimili, ógiftu sveinar? Haldið þið að sú »lofaða« verði ekki stétt ykkar til sóma og uppbyggingar, íslensku hús- mæður? Vera má að svo verði litið á, sem hér sé ekki um stór- vægilegt mál að ræða; en ég er á annari skoðun. »Uppeld- ið skapar manninn«, segir mál- tækið. Heimiliii leggja grund- völlinn undir lífshamingju barnanna. Séu heimilin eins og þau eiga að vera, ala þau upp fyrirmyndar framtiðarþjóð. En hversu heillavænlegur skóli skyldi heimilið það vera, þar sem húsfaðirinn er aldrei heima og húsmóðirin álitur skyldu- störfin á heimilinu þrælkun- arvinnu ? Yér viljum útrýma ofdrykkju úr landinu, af því að hún spillir þjóðinni. Yér viljum starfa að því, að allir eigi við jöfn og góð, andleg og efnaleg kjör að búa, af því að vér er- um þess fullvissir, að því fylgi blessun fyrir þjóðfélagið. En vér megum ekki gleyma' fyrsta skóla mannsins — bernsku- heimilinu. Konurnar hafa þar umfangsmikið verkefni fyrir höndum, sem uppeldismálin eru, og þeim er trúandi til að leggja drjúgan skerf og heilla- ríkan til þeirra mála — það er að segja, þeim konum, sem vilja vera, og eru »konur manna sinna«. Og þær konur ættu að láta til sín heyra um þetta mál. Ritað á konudaginn 1916. Halldór Friðjónsson frá Sandi. Grein þessi hefir, ásamt mörgum öðrum, orðið að bíða Iengi sökum rúmleysis. Klukkunni flýtt. Skv. fyrirskipun stjórnarinnar var klukkunni flýtt í fyrri viku um eina klukkústund. Hönd réttvísinnar. Svo sem áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu, höfðaði hr. Sigurjón Pétursson tvö mál gegn ritstjóra þessa blaðs, bæði í tilefni af fregnmiða frá blað- inu meðan á verkfallinu stóð. t fregnmiðanum var sagt frá viðskiftabanninu, er Hásetafé- lagið lagði á Sigurjón, og enn- fremur, að það virtist óþarfi, að láta óviðkomandi menn leika sér að þvi að gerast »varð- hundar auðvaldsins«. Þess orð tók Sigurjón til sín og hefir réttvísin litið svo á, að það væri átt við hann, því hún dæmdi ummæli þessi dauð og ómerk, og ritstjóra þessa blaðs í 30 kr. sekt i landssjóð (eða 6 daga fangelsi, ef ofan á fyrri glæpinn bættist það, að hann væri svo fátækur, að hann gæti ekki borgað) og 20 kr. máls- kostnað. Það er því áreiðanlegt, að Sigurjón er enginn varð- hundur, ekki einu sinni »varð- hundar auðvaldsins«. Ef það er einhver, sem ekki veit hvað Sigurjón er, þá viti hann það nú: Sigurjón er glímukappi og kaupmaður, og auk þess bróðir Ólafs Péturssonar, eins góð- kunningja ritstj. Dagsbrúnar. Ennfremur höfðaði Sigurjón skaðabótamál gegn ritstj. blaðs- ins, og krafðist 20 þús. kr. skaðabætur fyrir það, að birt var viðskiftabannssamþyktin. Réttvísin hefir nú — í likingu Jóns Magnússonar bæjarfógeta — kveðið upp þann dóm, að ritstjóri þessa blaðs skuli gjalda Sigurjóni 35 kr. í málskostnað, og skaðabætur eftir dóm- kvaddra, óvilhallra manna mati, þó ekki yfir 1000 kr. Dómn- um verður áfr57jað. Kveðjur. Guðm. Eiríkssou frá Kurlsstöðum. Bréf yðar meðtekjð. Beztu þakkir fyrir viðskiftin. Fyrirspurnir. Hérmeð bið eg yður, herra ritstjóri, að ljá þessum fyrir- spurnum mínum rúm í heiðr- uðu blaði yðar, og jafnframt svara mér þeim. 1. Af hvaða ástæðum eru allir þurfalingar sviftir kosning- arrétti og kjörgengi? Er það bara vegna fátæktar? En því eru þá ekki yfirmenn, sem hafa gert sig seka í þjófnaði og lagabrotum, undir sömu lögum, því hafa þeir kosningarrétt og kjör- gengi? 2/ Er það lögum samkvæmt, að oddvitar hafi leyfi til þess að skrifa borgarstjóra Reykjavíkur beiðni um að kvelja þurfalinga sem hér dvelja, en eiga sveit út um land? 3. Geturekkiborgarstjórikom- ið ábyrgð á hendur þeim mót slikri beiðni, eða er öll lagasyrpa þjóðarinnar tóm axarsköft? 4. Eða mega allar familíur liða, nema þegar verið er að hrekja þær frá einni plágu til annarar, sbr. tvö vegabréf frá Jóni Magnús- syni bæjarfógeta, þar sem skýrt er tekið fram að faini- lían megi ekki líða. En sam- kvæmt þessu biðja oddvitar borgarstjóra að kvelja og kvelja, og þetta og annað eins fæ eg alls ekki skilið. — Að lögin séu svona skilja vart nema oddvitar og axar- skaftalagasmiðir. En skyldi ekki herra borgarstjórinn vilja svara hvort borgarstjórastaðan sé sett saman af illum og illa sinnuðum lireppsnefndar- mannaskríl, sem aldrei hafa lært að skilja þessa setn- ingu: »Á miskunnsemi hefi eg þóknun, en ekki á offri«. Fátœkur. S v a r: Fátækur er nokkuð stórorð- ur, en mönnum hættir nú til þess, þegar þeir tala um rang- læti. Viðv. 1. spurn. er að svara, að það stafar af heimsku og mannúðarleysi, að menn sem þyggja af sveit eru sviftir kosningarrétti, jafnt hvort fá- tæktin er þeim sjálfum að kenna, eða óverðskulduð. Þeir sem verða uppvísir að laga- brotum þeim, sem eru nefnd, missa atkvæðisréttinn, hvort þeir eru ríkir eða fátækir. Viðv. 2. spurn.: Þeir hafa ef til vill leyíi til þess að gera það, en þeir eru ómenni og mann- hundar ef þeir gera það, enda mun borgarstjóri ekki fara eftir því. Viðvíkjandi þvþ hvort öll lögin séu axarsköft þá er það varla. Viðv. hinum spurningunum er bezt að leita svars bæjarfó- geta og borgarstjóra, eða herra Jensens borgarstjórafullmekt- ugs. Himinn og jörð. Fýllinn eða fýlingurinn (fulmarus glacialis) er algengur fugl hér við land, og er hér bæði vetur og sumar. Hann er hvítur að lit, gráleitur á baki og stéli og flugfjaðrirnar dökkar. Einstaka fýling- ur er dökkur á lit, og er þá nefndur »smiður«. Fýlingurinn er auðþektur frá öðrum fuglum á fluginu, sem er mjög stirt (létt veitist honum það þó auðsjáanlega). Hann verpir að ems einu eggi, og er það hvítt á litinn. Fýl má hvorki skjóta né veiða i net. Þó hafa, skv. hagskýrslunum, veiðst af honum árlega síðustu tíu árin milli 40 og 50 þúsund. Rindill (troglodytes borealis) eða músar- bróðir, er minsti fuglinn, sem er hér á landi, og af þeim, sem eru hér alt árið, vafalaust sá sjaldséðnasti. Hann er auðþektur á því, að stélið á hon- um stendur beint upp í loftið. Rindillinn er sökum lifnaðarhátta sinna að mörgu leyti merkilegur fugl. Hann býr sér úr mosa keilumynduð hús — dyrnar eru á hlið þess — og heldur sér við það — eða við þau, því vanalega eiga hver hjón ein tvö, þrjú hús — alt árið; sefur hverja nótt undir þaki. I Englandi og Danmörku ungar hann út tvisvar á hverju sumri, en hér vafalaust að eins einu sinni. Rindillinn syngur mjög fallega, og jafnt hvort sumar er, og grundirnar eru grænar, eða veturinn hefir hulið hvítri líkblæju blómin sem dóu — bara ef sólin skín! Langafi hans Nonna. (Saga frá 20. öldinni eftir Örn). »Hann hefir fjörlegu bláu augun og ennið hans langafa síns«, sagði amma gamla og strauk mjúklega gulljörpu lokk- ana frá hvelfda enninu hans Nonna litla, sem sat á gólfinu og var að leika sér. »Já, það var slysalegt með langafa hans«, sagði móðir drengsins. »Hvernig vildi það til að bátnum hvolfdi í hvíta logninu?« »Þeir voru allir drukknir«, sagði amma gamla og hörku- svip brá fyrir á andliti hennar. »Aðílutningsbannið hefur þá ekki verið komið á«, sagði móðir drengsins. »Jú, að vísu var búið að lögleið^ það«, sagði amma gamla, »en ,hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það‘. Hjá öllu ,fína‘ fólkinu í bænum, eitthvað 50 fjölskyld- um, var stöðugt vín á borð- um«. »Já, en s57slumaðurinn?« »Sýslumaðurinn! Hann var nú ekki alveg bráðónýtur, hann gætti laganna með því að sitja í veizlum ,fína‘ fólksins og drekka vinið, sem hann átti að verja að kæmi inn í landið«. »En átti hann ekki að inn- sigla alt vínið i skipunum urn leið og þau komu að landi?« »Jú, sýslumaðurinn hjá okk- ur hafði tvo skrifara, sem hann sendi i þeim erindum um borð í skipin, en skrifararnir drukku báðir, og laumuðu víni í land þegar þeir gátu,

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.