Dagsbrún


Dagsbrún - 02.09.1916, Page 1

Dagsbrún - 02.09.1916, Page 1
FREMJIÐ EKKI RANGINDI — DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN DT MEÐ STYRK NOIÍKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 32. tbl. Reykjavik, laugardaginn 2 september. 1916. Þegnskyiduvinnan. Tveir liostir. Forvígismenn þegnskyldu- vinnonnar halda fram tveim kostum, er séu við liana. Annar er sá, að hún sé upp'- eldismeðal, kenni mönnum að vinna, kenni mönnum stund- vísi, hlýðni og margt annað, sem á að gera þjóðina betri og hamingjusamari. Hinn kostur- inn er það, að landið fái með þessu móti ódýran vinnukraft, tjl þess að nota við vegagerðir, lendingabætur o. s. frv. Fyrir sumum, eða jafnvel ílestum, virðist hið síðarnefnda vera aðalatriðið, og verður ekki betur séð, en að nokkrir þeirra vilji gera þegnskylduvinnuna að eins konar skyldudagsverk- um til þess að gera við vegina heima í sveitunum. Síðari kosturinn enginn kostnr. Það virðist ekki þurfa mik- inn hagfræðing til þess að sjá, að það er lélegur búskapur að taka sjómenn, búðarmenn, prentara og aðra menn óvana grjótvinnu, frá vinnu sinni, og setja þá í vegavinnu. Væri það sanngjarnt, að hver maður á landinu legði sinn skerf til vegagerða, þá væri bezta fyrir- komulagið, bæði fyrir þjóðfé- lagið, ogeinstaklinginn að leggja sérstakan nefskatt .á verkfæra menn, og yrði þvi fé varið til vegabóta. Mundi það verða einstaklingnum mikið ódýrara að greiða, en að vinna þegn- skylduvinnuna, og landið mundi fá tvær mílur, eða þrjár, af góðum vegum þar, sem með þegnskyldunni að eins fengist ein. En hver vill mæla með svo afar óréttlátum skatti og þeim, sem nefndur var? Líklegast enginn. Priggja mánaða tími. Um leið og kosið verður til alþingis i haust, á að greiða atkvæði um, hvort þjóðin óski að komið verði á þegnskyldu- vinnu, [alt að þrem mánuðum. Þrír mánuðir er hámarkið sett, og á þeim tíma ætlast forvígis- úienn þegnskylduvinnunnar til þess að unga kynslóðin, sem þeir segja að sé afar óhlýðin og óstundvís, læri hlýðni og stundvísi. Á þrem mánuðum oiga þeir sem enga ást hafa á fóslurjörðinni, að læra að elska hana, og á þrem mánuðum eiga þeir sem ekki kunna að úioka skít, að verða útlærðir í því. Hlýdni. Æði lengi hefir það hróp heyrst hér á landi, að íslend- ingar kunni ekki að lilýða. Sannleikurinn er þó hið gagn- stæða. Það sem aflaga fer hér fyrir agaleysi, stafar nær ein- göngu af því, að menn (þeir sem eru að hisa við það) kunna ekki að stjórna. íslenzkir sjómenn mundu varla hafa á sér jafn ágætt órð og þeir hafa eiiendis, ef þeir kynnu ekki að hlýða, eða dettur nokkrum í hug, að kenna ólag það, sem oft liefir verið haft orð á, að væri á vinnu hér í Rvik því, að menn kypnu ekki að lilýða? Fjuir þeim mönnum, sem kunna að stjórna, eru ekki tif neinir menn, sem ekki kunna að hlýða. Fegnskylduvinnunnar þarf því ekki með til þess, að kenna mönnum hlýðni. Stumlvísi. Þá er óstundvísin. Fyrir stundvfsa menn er hún auð- vitað plága, en að liún sé meiri hér á íslandi, en annarstaðar þar, sem slagæðar þjóðlifsins slá með svipuðum hraða og hér, er blátt áfram bull. Hefir nokkur heyrt það, að landar erlendis, fremur þarlendum mönnum, yrðu af járnbrautum, kæmu of seint í leikhús, eða þessh.? Fjöldi manns hefir gengið 10 vetur eða meir á barna- og mentaskóla, og eru þó ekki stundvísari en gerist. En þegnskylduvinnu áhangend- urnir ætla að kenna mönnum hana á þrem mánuðum! Aðeins eitt getur vanið menn á stundvísi, og það er, að fólks- flutningaskipin fari á ákveðn- um tíma, og að sjónleikir, fyrir- lestrar, hljómléikar, jarðarfarir o. s. frv., byrji á jieim tíma, sem auglýstur heflr verið. Þegnskylduvinnu þarf því ekki til þess, að kenna okkur stundvísi, enda er hún ónýt lil þess. Föðurlamlsást og skítmokstur. Ein af kenningum áhangenda þegnskylduvinnunnar er það, að menn muni fá óslökkvandi föðurlandsást á því, að vinna kauplaust eða kauplítið við grjót- eða moldarvinnu. Hvers vegna skítmoksturinn á að hafa þessi álirif á föðurlandsástina? Ja, því er ósvarað enn. Sem dæmi upp á hvílíka dómadags vitlevsu, að öðru leyti skynsamir menn, geta sagt, má í þessu sambandi minna á atriði úr grein eftir Finn Jónsson prófessor, sem nýlega stóð í ísafold. Hann fer þar fögrum orðum um, hve vænt sér þyki um Öskjuhlíðar- veginn, af því að hann hafi, sem unglingur, verið i vinnu við gerð hans. Hr. F. J. gleymir hér aðalatriðinu, en það er að hann vann þarna samkvæmt eigin vilja, en ekki móti hon- um. Hann var ekki sjómaður, sem nauðugur viljugur var látinn hlaða grjóti, eða' náms- piltur, sem þurfti að vinna fyrir sér, en var tekinn úr arðsamri vinnu og látinn aka hjólbörum fyrir ekki neitt. Og þó ekki væri nú tekið tillil til viljans, sem hér er aðalatriðið, þá virð- ist það æði seinleg aðferð fyrir einstaklinginn, til þess að fá ást á landinu, að þurfa að vera þátttakandi i vegagerð um landið gervalt! Jþegnskylduvinnan persónu- skattur. Framar i grein þessari hefir vcrið sýnt fram á, að það er að eins sem uppeldismeðal, að til máfs geti komið, að þegn- skylduvinnan vcrði að gagni. En það er lítt hugsandi, að hún geti komið að neinu haldi sem uppeldismeðal í því formi, er hún nú liggur fyrir til at- kvæðagreiðslu — tíminn þrjr mánuðir, eða þaðan af styttri. Að greiða atkvæði með þegn- skylduvinnunni við kosning- arnar í haust, er þvi sama og að greiða atkvæði afar órétt- látum nefskalti, því þegnskyldu- vinnan, eins og hún nú liggur fyrir, er ekki annað en per- sónuskattur, með öllu því órétt- læti, er slíkum skatti fylgir (kemur þyngst niður á þeim fátækustu). Ekki skyliluviniia. Pó menn greiði ekki atkvæði með þegnskylduvinnunni, eins og hún er fyrirhuguð nú (skit- mokstur fyrir ekki neitt), er ekki loku skotið fyrir, að við getum notað sem uppeldis- meðal fyrirkomulag, að sumu svipað þvi, sem vakir fyrir áhangend um þ egn sky 1 d u n n a r. En fyrsta skilyrðið fyrir því að þegnskylduvinnan (svo við not- um það nafn) komi að haldi, er, að það sé ekki í fyrstu skylduvinna. Nú segja margir, að sem sjálfboðar fáist engir til þcss að inna af hendi þegn- skylduna, en fari svo, þá er það fyrir það, að ungu menn- irnir álita það ekki borga sig, þ. e. þeir hafl ekki það gagn af þegnsk. seinna í lífinu, að tímanum, sem til hennar fór, hefði ekki verið betur varið öðruvísi. Geti ungu mennirnir aftur á móti lært á þegnskyldu- tímanum eitthvað það, sem þeir geta haft gagn af seinna í lífinu, svo ómótmælanlega verði sagt, að þegnskyldutímanum hafi verið vel varið, þá mun ekki vanta þátttakendur. Þegar fengin væri 20—30 ára reynsla fyrir að þegnskyldan komi að tilætluðum notum, mætti gera hana að því, sem nafn hennar bendir á, að skyldu. Allir ættu að knnna. Það er margt, sem ekki er kent i skólum, sem þó allir ættu að kunna. Þó við íslend- ingar séum búnir að búa hér á gamla íslandi á annað þús- und ár, þá kunnum við þó varla að lifa í landinu. Til skamms tíma hefir það verið álitið hérumbil sama og dauði, ef þeir menn sofnuðu, sem höfðu grafið sig í fönn. Nú er það komið upp úr kafinu (sbr. Steingr. Matth.), að það er engin hætta að sofna, fyrir menn, sem grafið hafa sig i fönn, ef þeir hafa gert það i tíma, þ. e. áður en þeir urðu þreyttir. Það er ekki tilgangurinn með þessum línum að telja hér upp alt það, sem sjálfsagt virðist, að hver íslendingur kunni. Sumt skal þó nefnt. Allir ættu að kunna að synda, og allir ættu að kunna að gera lifgunartilraunir á druknuðum, binda um sár, binda til bráða- birgða um beinbrot o. s. frv. Allir ættu að kunna að fara með hesta, kunna að beizla og leggja á, bæði söðul og aktygi. Hver maður ætti að kunna einföldustu heyskaparverk, hrýna, slá, raka, binda. Vafa- mál er hvort allir ættu ekki og að kunna að plæga og herfa, og það eins hvort þeir ætluðu sér að verða sjómenn, lögfræð- ingar, búðarmenn eða bókbind- arar. Sýslumaður nokkur sagð- ist iðulega taka róðrartúra, til þess að halda við líkamsorku sinni. Hefði hann kunnað að plægja, hefði hann að líkind- um gert það, eins og Tolstoj gamli. Allir ættu að kunna lítið eitt í vélfræði, t. d. kunna að stjórna mótor. Allir íslendingar ættu að kunna áralagið, og kunna að sigla bát og slægja fisk. Líklegast líka að beita línu, leggja net, og vita hvor endi handfærisins það er, sem haldið er í. Rlanta trjám, hlaða

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.