Dagsbrún


Dagsbrún - 02.09.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 02.09.1916, Blaðsíða 2
104 DÁGSBRUN vegg, og eitthvað til steinsteypu- vinnu og garðræktar ættu allir að kunna. Sömuleiðis að leggja i ofn, sjóða graut, laga kaffl og þvo gólf. (Giftir menn ættu líka að kunna að þvo bleiur með barnaskit; hjónaböndin yrðu yfirleitt hamingjusamari, og eiginmenn mundu betur kunna að meta konurnar, ef að þeir vissu um alt, sem þær þurfa að gera). Allir Islending- ar ættu að kunna að búa sig í langferð — kannske líka að kunna að tína fjallagrös. (Hér er ekki tekið fram það, sem allir ættu fyrst og fremst að kunna, það er likamsrækt, til þess að viðhalda heilsu sinni, því það ætti að kenna mönnum á undan faðirvorinu). — (Frh.) Stríðið. Rúmenar, sem hingað til hafa setið hjá, eru nú loks komnir í ofriðinn — hafa sagt Austur- ríki stríð á hendur, en þeim aftur Þjóðverjar, Búlgarar og Tyrkir. Búist er við að Grikkir lendi þá og þegar i stríðinu, og þá með Bandamönnum. Lendi Grikkir í ófriðnum, eru að eins 6 Evrópuríki hlut- laus, en það er Spánn, Sviss, Holland og Norðurlöndin þrjú. Ekki eru líkindi til þess, að lönd þessi lendi í stríðinu, og þá sízt Sviss eða Norðurlönd. Embættismannaflokkurinn, Svohefir Heimastjórnarflokk- urinn löngum verið kallaður. Nú virðist svo sem Heima- stjórnarmenn ætli að reyna að festa sér þetta nafn með því, að hafa í boði til þingmensku hér tvo æðstu embættismenn bæjarins. Kjör konunnar. Ritstjóri! Þér verðið að Ijá mér lítið rúm í »Dagsbrún« til þess að svara Halldóri Friðjónssyni frá Sandi, sem tók til máls í síð- asta blaði. Þeir, sem hafa lesið grein mína, sem hann minnist á, vita, að ég hefi aldrei kallað öll heimilisverk »þrældómsstörf«, þó ég segist vera búin að sjá fyrir löngu, að líf flestra giftra kvenna er ein samfeld þræl- dómskeðja, nema á þeim heim- ilum, sem eru svo efnuð, að húsmóðirin þarf ekki annað að gera en sitja á stól og fitna, og, þegar henni svo lízt, skamma vinnukonurnar, sem hún hefir til þess að þræla fyrir sig. (Til þess að valda ekki misskilningi, ætla ég að taka fram, að það eru margar húsmæður, sem gera mikið sjálfar, þó þær hafi vinnukonur). Mér er ekki með nokkru móti mögulegt að sjá, að það sé »andleg spilling« í því, þó unga stúlku langi ekki til þess að gifta sig upp á þær spítur, að það geri hana að ánauðug- um þræl (eða réttara að am- bátt), sem aldrei sér út yfir annirnar og aldrei má vera að því að líta í bók. Auðsjáanlega álítur Halldór það »afgrunn þjóðspillingar og öfugstreymis«, ef kona ekki fúslega gerist þrældómsdýr mannsins síns. Hún veil hverju hún á von, sú sem giftist Halldóri (eg vona að hann sé ekki giftur, því menn með hans hugsunarhætti eiga skilið enga konu að fá). Halldór talar um, að sú spilling sé meir og meir að grafa um sig meðal ógiftra kvenna að skoða giftinguna mest sem »praktiskt« spor í lífinu. Vel má vera að svo sé um sumar stúlkur; en áður en eg svara ennþá greinilegar en eg er búin, fyrir mig, þá er bezt að athuga karlmenninadálítið. Erþaðmeð óréttu, að karlmönnunum alla daga hefir verið brugðið um, að þeir sæktust eftir ríku kvon- fangi? Og þar sem ekki verður annað séð á grein Halldórs, en að hann telji æðstu skyldu konunnar vera það, að vera trygt og þolinmótt vinnudýr, þá finst mér óþarfi að bera frekar af kvenfólkinu. Halldór og þeir hinir karlmennirnir hreinsi fyrst fyrir sínum dyr- um. Hvað mér sjálfri viðvikur, þá getur hver sem er, og hvað fallegur sem hann er, bölvað sér upp á það, að eg giftist aldrei þeim manni sem ætlast til þess, að konan verði vinnu- dýr hans. Eg er vön að vinna og get látið hendur standa fram úr ermum, og ætla líka aðiiota þær til þess að halda vel mínu (væntanlega) heimili. En að stjana undir manninum mín- um, það mun eg aldrei gera. Eg hefi gaman af því að lesa, og hefi lesið mikið, miðað við það, að eg er ekki af því fólki, sem kallað er að vera af betra taginu.*) En hvað komast kon- ur til þess að lesa, eftir að þær eru búnar að eignast 2 til 3 börn, ef að maðurinn er alveg ósjálfbjarga á heimilinuf getur til dæmis ekki sjálfur rent vatni í fat úr krananum til þess að þvo sér um hendurnar, eða tekið bolla úr skápnum, ef hann þarf að fá sér að drekka? Skyldu eiginmenn ekki vera alveg jafnt hamingjusamir hvort konurnar þeirra bursta fyrir þá skóna eða ekki? Eg segi fyrir mig, ég ætla ekki að bursta skóna mannsins míns. Vilji hann vera á burstuðum skóm á sunnudögum — og það vona eg að hann vilji — þá held eg að hann muni ekki mikið um að gera það sjálfur. Svona er eg nú. Stúlka (ennþá ólofuð). Himinn og jörð. Súla eða hafsúla (sula bassana) heldur sig altaf við sjóinn og er hér við land alt árið. Súluvörp eru hér og þar kring um alt landið, en eftir því sem hagskýrslurnar segja, hefir ekki 1 þessum vörpum verið drepið nema nokkur hundruð af þeim árlega (4— 8 hundr.) síðustu árin. Súlan verpir að eins einu eggi; það er ljósblátt með hvltum kornum, sem fljótt dökkna af óhreinindum. Ungar súlur eru gráleitar með hvítum skellum, en lýsast smátt og smátt, þar til þær eru fullorðnar 6 ára gamlar; eru þær þá alhvítar, nema vængjabroddarnir, sem eru svartir. Súlan lifir á fisktegundum er synda nálægt yfirborði sjávarins, einkum sfld. Það er mjög skemtileg sjón, að sjá súlur á veiðum. Þær fljúga hátt uppi, en þegar þær sjá bráð, draga þær að sér vængina og láta sig íalla beint á höfuðið niður í sjóinn, og mistekst þeim sjaldan veiðin. Sá, er þetta ritar, sá eitt sinn dauða súlu, er maður hafði fala, og var hvorki á henni blettur né hrukka, er benti á hvað orðið hefði henni að bana. Hún hafði látið lífið á þann einkennilega hátt, að hún hafði steypt sér eftir slli er hún sá i lóni einu, en það var þá svo grunt, en ferðin á henni svo mikil, að hún hálsbraut sig í botni. Frá jafnaðarmönnum erlendis. Nýlega var kosið til finska Landdagsins. Kosnir voru 103 jafnaðarm. og verkamannafull- trúar. Af hinum fjórum flokk- unum voru"samtals kosnir 96 menn. Jafnaðarmenn hafa því meirihluta í finska þinginu. *) Eg hefi rekist í blöðum á ýms kvæði eftir Halldór frá Sandi, sem hafa verið ólíkt betri en ritsmíðhans í síðasta blaði Dagsbrúnar. Laust og fast. Hann vill það ekki. Hannes Hafstein hefir beðið „Lög- réttu" að geta þess, að sér sé rang- lega eignað kvæðið, sem birt var í síðasta tbl. Dagsbrúnar. Margir hafa getið þess til, að næstur H. H. væri Jón í Kallaðarnesi líklegastur höfundur. f Jón ritstjóri Olafsson. Laus við orða lexikon, ljóti það er gallinn, að Jón kappinn Ólafsson er til jarðar fallinn. Þarfur var Jón þingmaður þjóðkunnur aí orðum, óhlífinn og einarður, eins og Lúter forðum. Víst fór Jón í Vesturheim, vitringur nam rasa. íslandsvin kom aftur heim, en með tóma vasa. Það lái eg ekki Jóni, því ekki græddi eg peninga í Ameríku. Kunni þar ekki við mig. E. Jochumsson. kemur nú aftur út um hverja helgi. Myndagátur. Enn ein eftir Ríkarð. Þetta og hitt. Bæjarstjórn í Warschau. Þjóðverjar hafa nú gefið út lög um bæjarstjórn i höfuðstað Póllands, og er búið að kjósa þar. Er bæjarstjórn- in tekin til starfa. Dýr eiginmaður. Á Titanic fórst ameríski auðmaður- inn John Jakob Astor, sem var ný- giftur á brúðkaupsför. Konu hans var bjargað, en sjálfur varð hann eftir á hinu sökkvandi skipi. Þegar erfðaskrá hans var opnuð, kom í ljós, að hann hafði ánafnað konu sinni 25 miljónir dollara (94 milj. króna) — það er sama fjárhæðin og Bandaríkin bjóða Dönum fyrir Vesturheimseyjarnar — þó með því skilyrði, að hún ekki gifti sig aftur. Frú Astor hefir nú ný- lega gifst aftur manni þeim, er William Dick heitir, en varð um leið að láta af 94 miljónunum. Það var dýr eigin- maður. Lnndaveiði. Af lunda er drepið árlega um 200 þúsundir hér við land. Lunda má ekki skjóta, né veiða í net, og alger- lega friðaður er hann frá 10. maí til 20. júní, en um miðjan ágúst er hann farinn úr varpinu. Þessir 200 þús. lundar sem árlega eru drepnir, eru því allir veiddir á hálfs annars mánt tíma. 55 Suðurland". Afgreiðslu þess, hér í Rvik. hefir hr. Ólafur Gíslason verzl- unarmaður í Liverpool. Tekur einnig við auglýsingum í blaðið. Xlæðaverzlun og saumasto|a Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur óclýrt fataefni ekta litir. JL^ljót af- g-reiðsla — Vönduð viima. IXý íataeíni með hverju skipi. Sparið peninga. j)ökabúðin á £augav. 4 selur gamlar bækur, íslenskar og útlendar, með miklum afslætti. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.