Dagsbrún


Dagsbrún - 12.09.1916, Blaðsíða 1

Dagsbrún - 12.09.1916, Blaðsíða 1
DAGSBRÚN BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÖT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFCR FRIÐRIKSSON 33. tbl. Reykjavlk, þriðjudaginn 1 2. september. 1916. Framkvæmdir bæjarfélaga. Þess hefir áður verið getið í Dagsbrún — og reyndar fleir- um islenzkum blöðum — að það væru mörg hundruð, eða má ske þúsund, borgir og hreppar í Suður-Þýzkalandi, sem ættu svo miklar arðberandi eignir, að íbúarnir þyrftu enga skatta að gjalda. Sumir þeirra eru jafnvel svo stöndugir, að þeir láta hverjum borgara ókeypis í té eldivið og kol, og jafnvel einnig ákveðna peninga- upphæð ár hvert. Þannig hefir t. d. bærinn Klingenberg auk eldsneytisins látið hvernborgara bæjarins fá 300 mörk (270 kr.) í peningum. Bærinn Freuden- stadt i Wi'irtenberg hefir um 125 þús. kr. tekjur árlega af skóga og akurlöndum sinum. Af þessu ganga um 95 þús. til útgjalda bæjarins, en um 30 þúsund kr. er árlega skitt á milli 1300 fjölskyldufeðra bæj- arins. Og það er langt frá því að þessir bæir séu einsdæmi, því í Baden og Bajern einungis voru um aldamótin 637 bæir og hreppar, sem áltu svo mikl- ar eignir, að ibúarnir voru al- geiiega lausir við skatta. Þetta er, eins og margt ann- að, sem satt er, furðu ótrúlegt/ af því maður á hinu að venj- ast, að lagðir séu skattar eða útsvör á íbúana. Mörgum Islendingum er fyrir löngu ljóst, að svipað fyrir- komulag gœti verið hér á landi. Á nokkrum þingmálafundum fyrir síðasta þing heyrðust raddir um það, að sýslunum ætti að gefast kostur á að eign- ast arðberandi fyrirtæki, til þess að auka með því tekjurn- ar, og hér í Reykjavík hefir verið skrafað um það, að bær- inn ætti að eignast kúabú, togara o. s. frv. En hvað hefir orðið úr framkvæmdunum? Þvi er fljótsvarað, að úr fram- kvæmdum hefir ekkert orðið. Og bærinn hefir ekkert gert til þess að bæta úr dýrtíðinni fyrir íbúum bæjarins nema það, sem fulltrúar Alþýðuflokks- ins hafa verið að hamra í gegn í bæjarstjórninni. Bærinn heldur sæmilega launuðum borgar- stjóra, en ekki er kunnugt um, að frá honum hafi komið neitt, er miði að þvi, að létta dýr- * Það er furðu ótrúlegt t. d,, að Heimastjórnarmönnum skuli finuast að borgarstjóri og bæjarfógeti hafi ekki annað að gera en að sitja á Þingi. líðina fyrir borgurum bæjarins. Og margt er þó hægt að gera; það sýna ótal dæmi trá út- löndum — dæmi, sem útlend blöð eru full af. En hversvegna befir borgar- stjóri ekkert gert? Varla hefir þó tímaleysi valdið því, enda ótrúlegt, að hann færi að bjóða sig fram til þings, ef svo væri. Landskosningarnar. í gærdag var byrjað að telja saman atkvæðin trá landskjör- inu, sem þá voru öll komin hingað til Reykjavíkur. Úrslitin verða þó varla kunn fyr en seint í kvöld. Þar eð kosn- ingaþátttakan ekki varð meiri en raun varð á, eru ekki likindi til þess, að Alþýðuflokkurinn komi manni að í þetta sinn við landskjörið. í fyrsta sinn sem danskir jafnaðarmenn tókuþátt í þingkosningum — það var árið 1872 — fengu þeir samtals að eins 268 atkvæði, og komu auðvitað eng- um að. Árið 1913 fengu þeir samtals 107 þús. atkvæði af samtals 362 þús- und atkvæðum, er greidd voru. Englendingar tóku Guðbrand Jönsson. Marga hefir furðað á því, að ekkert blaðið skuli hafa sagt frá því, þegar Englendingar í sumar tóku Guðbrand Jónsson (doktors Þorkelssonar). Eink- um hefir marga furðað á því að dagblöðin tvö, sem vana- lega keppa um að geta þess, ef einhver, sem þeim finst heldri maður, fer upp að Árbæ, skuli ekki hafa með einu orði minst á jafn sögulegan atburð og hér er um að ræða, og má af því ráða, að þau hafi verið beðin að þegja yfir þessu. Guðbrandur var farþegi á skipi Sameinaðafél., »lsland«, á ferð þess til Khafnar í júlí, og vissi enginn til þess, að hann ætti sér neins ills von i Leitb. En þegar þangað kom, sendu Bretar herlið á skipsfjöl, til þess að handsama hann, og var þeim engin mótstaða veitt. Brá öllum íslendingum er á skipinu voru mjög við þetta, því þeim var Casement í fersku minni. Þeim eina, sem ekki brá, var Guðbrandi sjálfum, og undruðust þeir, sem á horfðu, hugrekki hans og dáðust að þvi. Bretar fóru með Guðbrand beint til Lundúna, en létu þó fara vel um hann og voru hinir kurteisustu. Færðu þeir honum danska blaðið »Politiken« og kom honum það vel, því það blað les hann að jafnaði í Khöfn. Þeir buðu honum lika upp í sig danskt tóbak, en Guðbrandur brúkar það ekki, líka buðu þeir honum í nefið, en ekki þáði Guðbrandur það, því hann vill hafa það annað hvort frá Leví, eð þá úr Litlu búðinni. Þegar til Lundúna kom var Guðbrandur spurður spjörunum úr; ekki vita menn þó hverju hann svaraði, en sumir þykjast vita, um hvað hann hafi verið spurður. Var Guðbrandi siðan sagt að velja sér náttstað, og sagðist hann vilja búa á sama stað og ís- lenzki sendiherrann, Björn Sig- urðsson, fyrrum bankastjóri. Var honum þá fylgt að húsi einu hrörlegu og sagt, að þar ætti heima sendiherra Islands. Snerist Guðbrandi þá hugur, og nefndi dýrasta hótelið í Lundúnum, er hann kunni nafnið á, og var honum fylgt þangað. Hélt Guðbrandur þar veislu öllum íslendingum er staddir voru í borginni, en þeir voru þrír: Björn Sigurðsson sendiherra, Haraldur Hamar skáld og Jón Stefánsson doktor phil. Daginn eftir spurðu*"'Bretar Guðbrand hvert á jarðríki hann óskaði sér, og sagðist hann vilja til Khafnar. Komu þeir honum þá fyrir í dönsku skipi, er »La Cour« heitir (1. farrými) og fór Guðbrandur á því skipi til Danmerkur og lét vel af för- inni. Allan kostnað er af þessu leiddi, greiddu Bretar, þar á meðal þau þrjú sterlingspund, sem veislan kostaði, er hann hélt íslendingunum. þ. æ. ö. Akureyrarbær kaupir kol. Akur^yrarkaupstaður fær um miðjan þennan mánuð 600 smálesta kolafarm, er hann kaupir fyrir 88 kr. hverja smál. (2100 pd.), komna á höfn á Akureyri (skippundið 13 kr. 41 eyr.). Búist er við að kolin verði seld bæjarbúum á ca. 92 kr. smálestin, eða 14 til 14,75 skippundið. Hvar templarar eru. í 31. tbl. Dagsbrunar, 22. ágúst 1916, spyr »Bannvinur« að því, hvar Goodtemplarar séu nú. Þeir munu helst halda til í »Gúttó« á kvöldin og svo á Uppsölum og Skjaldbreið. Annars ber mjög litið á templurum nú um þessar mundir. Þeir liggja líklega í dvala þangað til á aftökudegi aðflutningsbannslaganna. Spói. Nýjustu fregnir frá Klakalandi. Skáldsaga? Klakaland heitir eyland eitt norður i höfum. Það er að mörgu ágætt land og allstórt, og líklegt til framfara, en eigi er þar mikil bygð. Klakaland lýtur konunginum í Vanamörk, en hefir þó sjálfstjórn, og er æðsti valdsmaður landsins nefndur jarl. Fyrir sunnan Vanamörk er land eitt mikið er Keisaraland nefnist; þjóðin þar er herská, og mjög um- hugað um að færa út kviarnar, þ. e. leggja ný lönd undir keisarann, er löndum þeirra ræður. Keisaraland á í höggi við ríki eitt voldugt, er Eyríki heitir (aðrir nefna það Bull- land hið meira, eða hið mikla, því þar eru margir andatrúar- prestar). Auður mikill er í Ey- riki og lúta því mörg lönd. Keisai-aland og Eyríki bera bæði mjög af öðrum rikjum að veldi og herafla, og gera sumir mikið úr þvi, hvað þau gera á hlut smærri ríkjanna, gera þau sér áhangandi með fégjöfum og lánveitingum, en taka i staðinn flest arðbær fyrir- tæki landanna í sínar hendur. Er það því mál manna að vart sé vinátta þessara ríkja viðsjár- minni en fjandskapur þeirra. Er það því viðleitni flestra smáríkja að hafa þau hvorki að vinum. né óvinum. Nú er að segja frá Klaka- landi, að þar situr við völd jarl sá, er Nar heitir. Unir hann illa yfirráðum Vanakon- ungs, og svo var um marga aðra i þvi landi. Ýmsum fanst þó styrliur að Vönum og vildu ekki slíta við þá sambandinu, og sumir höfðu lýðhýlli mikla og atvinnu góða af því að skamma Vani bæði í ræðu og riti, og vildu því ekki skilnað við Vani, því þeir sáu, að burtu var þá sú atvinna. Þá er að segja frá Vanamörk, að hún er hvorki með Eyríki

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.