Dagsbrún


Dagsbrún - 12.09.1916, Blaðsíða 2

Dagsbrún - 12.09.1916, Blaðsíða 2
106 DAGSBRUN né Keisararíki, og höfðu þessi ríki legáta sína eða sendiherra við hirð Yanakonungs, og voru það menn stórættaðir, en þó stiltir vel. í þjónustu legáta Keisaralands var maður einn klaklenzkur, en eigi er þess getið hvað hann hét. Maður þessi var mikilmenni, og þykir þvi þeim, er þetta ritar, vel til fallið, að hann hér sé nefndur Brandur, því svo nefndi Ibsen sitt mikilmenni. Brandur var ungur og framgjarn og hugði mjög á að efla hylli sína hjá legáta, og hafði til þess mörg ráð. Loks hugkvæmdist honum að koma Klakalandi úr hendi Vanakonungs og undir yfirráð keisarans í Keisaralandi. Samdi hann uppkast eða »plan« þar að lútandi og færði legáta. En legáta fanst um fátt, og fleygði í ruslakistu. En eigi lét Brand- ur hugfallast við þetta. Samdi hann nú hvert uppkastið á fætur öðru og fekk legáta. Kom þar að lokum, að legáti fór að gefa gaum tillögum Brands, og skrifaði um það yfirmönnum sínum í Keisara- landi. Báðherrar Keisaralands skildu fljótt, að hér máttu þeir og land þeirra mikla gagnsemi af hljóta i seinni viðureign sinni við Eyríki. Stefndu þeir því Brandi á sinn fund, og komu þeir sér skjótt saman um hvað gera skyldi. Keisaraland skyldi veita Klakalandi 10 miljóna lán. Skyldi nota það að nokkru til þess að koma á stórfeldum fyrirtækjum í Klakalandi. Fyrir 5 milj. skyldi gera járnbraut frá höfuðstaðnum austur i hin frjósömu héruð landsins er þar eru í nánd. Skyldi þar gera áveitu mikla í því héraði, er Fen nefnist. Fyrir 3 milj. skyldi kaupa landinu til handa aðal- peningastofnun landsins og leggja við þjóðbanka Klaka- lands, og þá um leið breyta seðlum Klakalands í innleysan- lega seðla (að vísu yrði Klaka- landsbankinn með þessu móti að eins útbú frá þjóðbanka Keisaralands). Tveim miljón- um átti svo að verja til þess að kaupa með fylgi þingmann- anna í Klakalandi, og var bú- ist við að 10 til 100 þúsundir þyrfti að gjalda hverjum þeirra. Fylgi þingmannanna skyldi fólgið í því, er nú mun skýrt frá. Keisaralandsmenn gerðu ráð fyrir, að stríð það hið mikla, er þeir háðu gegn Ey- ríki, mundi enda þannig, að hvorugt ríkið hefði betur, og þá friður væri saminn, mundi hvorugt ríkið í fyrstu 50 árin leggja út i stríð á ný, nema sjálft ríkið stæði í voða. Ekki átti að kaupa þá þingmennina í Klakalandi til þess að gerast föðurlandssvikara — það var bæði álitið kostnaðarsamt, og svo þurfti þess heldur ekki með. Þingmennina átti aðkaupa til þess að gerast föðurlands- vini, þ. e. þingið átti að stríð- inu loknu að segja skilið við Yanakonung. Þetta mundikoma all-flatt upp á Vani, sem að líkindum mundu hrinda á flot einum vígdreka og senda af stað til þess að jafna á Klaka- lendingum, og aftra skilnaði landanna. Þá átti Keisaraland að taka málstað Klakalands og neyða Vani, með því að hóta þeim öllu illu til þess, að sleppa Klakalandi. í þakklætis- skyni eiga Klakalendingar að bjóða keisaralenzkum prins konungdóm — skal það hnoss hreppa prins einn, sem er við sveit Keisaralandslegátans í Vanalandi. Um leið og ófriðn- um er lokið, skyldi aísetja ræð- ismann Keisaralands í Klaka- landi, engeraaðyfirræðismanni doktor einn, sem er við ræðis- mannssveitina í Vanalandi, en Brandur skal gerast undirræð- ismaður. Keisaralendingar eiga að fá sand af einkaréttindum til þess að nota hin margvíslegu nátt- úruöfl Klakalands, fossa o. s. frv. Þegar Klakaland er orðið sjálfstætt, á það að ganga í hervarnarsamband við Keisara- land, sem á að fá einn fjörð, hvar aldrei kemur ís, sem her- skipalagi. Herskyldu á að koma á í Klakalandi, en þori þing- menn ekki að semja þau lög, nema fyrir sérstaka borgun, á að afnema stjórnarskrána um óákveðinn tíma, og ekki kalla saman alþing. Með tímanum skyldi svo Klakaland — sem er álitið mikið framtíðarland — falla sem þroskað epli í skaut Keisaralands, þó með nokkrum sérréttindum, t. d. rétt til þess að halda málamyndasendiherra við nokkrar hirðir, og annað þessháttar, er glatt getur hina hégómlegu tegund föðurlands- ástar, sem er sérkennileg fyrir fjölda Klaklendinga. Nú er að segja frá Brandi, að hann lætur í haf frá Vana landi og heldur til Klakalands. Kemst hann þangað, mest fyrir fulltingi Loðins föður sins, sem vissi jafnlangt nefi sínu. Geng- ur Brandur nú á tal við Nar jarl, og segir honum fréttir. Líkar Nari jarli vel fréttirnar, og sækir hann nú um lán það sem tiltekið var, því Keisara- landsmenn heimtuðu, að það kæmi beiðni um það beint frá honum, en þó gegnum skrif- stofu Klakalands í Vanalandi til legáta Keisaralands þar. En ekki sagði jarl þetta öllum sín- um mönnum. En nú er að segja frá Eyríki, að það hefir einn ógurlegan njósnara í Klakalandi og er hann í handritum ýmist nefnd- ur Boss eða Hross (eða jafn vel Kapall). Komst hann á snoðir um hvað á seiði var, og brást fljótt við og bauð Nari jarli jafn stórt lán, eða stærra, en það sem Keisaraland bauð. Nar jarl er maður, sem kann að bera kápuna svo hún klæði báðar axlir og þótti mönnum því óvíst hvernig fara mundi. En vitrir menn, sem heyrðu um lánstilboð þessara gráðugu ríkja, þótt eigi þektu þeir til- ganginn út í æsar, hugsuðu með kvíða til skuldadaganna. x. y. z. Ríkarður Jónsson hélt sýningu á teikningum o. fl. á Akureyri í lok fyrra mán- aðar. Ríkarður er nú kominn heim til Reykjavíkur, eftir hringferð um landið. Fór hann landveg af Djúpavogi austur og norður um land og fekk sól- skin hvern einasta dag — nema hérna megin Holtavörðuheiðar. En þá daga var hann nú líka rakur, segir Ríkarður. Þeir urðu samferða mest af leiðinni, Jónas frá Hriflu og Ríkarður. Himinn og jörð. Reyðarhvalir, Af þeim eru 5 tegundir hér við land. Stærst þeirra er steypireyðurin (balænoptera gigas) er Norðmenn nefna bláhval. Hún er 85 feta löng fullorðin, en þó mælt að hún geti orðið alt að 100 fet. Steypireyðurin lifir eingöngu á smádýium (aðallega krabbadýrum), sem sjórinn kringum ísland er fullur af á sumrin. Sandreyðurin (b. borealis) — Norð-. menn nefna hana seihval — verður 40—50 feta löng. Hún lifir á sams konar fæðu og steypireyðurin, en hvorug þeirra éta loðnu, síld né aðra fiska. Langreyður eða síldreki (balenop- tæra musculus) — á norsku „finhval" — er fullvaxin 60—70 feta löng. Lang- reyðurin heldur sig oft í hópum, einkum þegar hún er með ungum (ungarnir eru um 18 feta langir, þegar þeir fæðast). Þessi hvalategund lifir á síld og loðnu. Hrefna eða hnffill (b. rostrata) — á norsku vaagehval — er algengasti reyðarhvalurinn hér við land. Verður 25—:23 fet. Étur loðnu, fisk og sfld. Hnúfubakur eða hnúður (megaptera boops) er ólíkur öðrum reyðarhvölum í laginu, miklu gildari og bækslin afar- stór (Um V3 af lengd hvalsins). Hnúfu- bakurinn lifir aðallega á smádýrum (hvalátu), en þó einnig á loðnu. Steypireyður, langreyður' og hnúfu- bakur eru aðaltegundirnar, sem hval- veiðamenn drápu hér við land. Hrefnur drepa þeir ekki, þykir hún of lítil og spretthörð. Hvalveiðar eru nú algerlega bann- aðar hér við land í 10 ár. Ef til vill yrfti að friða hvalina í 10 ár til. egar hvalveiðar hefjast á ný hér við land, ættu þær að rekast sém lands- sjóðsfyrirtæki. Það gæti orðið landinu drjúg tekjugrein. lslenzkan. Einn af vinum ritstjóra þessa blaðs, (P. J.), hefir fundið að þvi, að það væri slæm íslenzka að segja »laga« kaffi; sömul. »bleiur«. Sá, sem þetta ritar, hefir aldrei heyrt neinn ísland- ing kalla það annað en að »laga« kaffi, sömuleiðis aldrei heyrt annað nefnt en »bleiur« (P. J. vill kalla það »hlanddulur«, en það orð er ekki fagurt, né nær því, er það á að tákna). Fréttir af Norðurlandi. Nú er þjakað Norðurland, nokkru valda mislingar, en öllu meira unnu grand andatrúar þyrsklingar. Hestasveinn. Gunnar Gunnarsson. Ný bók eftir Gunnar Gnnn- arsson kemur út í haust hjá Gyldendal, segir »Politiken« 25. ág. Niðnrlag greinarinnarum þegnskylduvinnuna verður að bíða næsta blaðs. Þetta og hitt. Skógarbrunar í Canada. Ogurlegir skógarbrunar geysuðu í Canada um mánaðamótin júlf—ágúst. Mörg hundruð manns hafa látið lífið í þeim. Forseti Kínaveldis, sá sem nú er, heitir Li-Chuan-Hung. Sór hann lýðveldinu hollustueið í byrjun fyrra mánaðar. Enskar hergagnasmiðjnr. I byrjun ágústmánaðar tilkynti her- gagnaráðherrann enski, að Bretar hefðu þá 4052 hergagnaverksmiðjur. Kjöt. Á friðartímum éta Englendingar að meðaltali go pd. af kjöti á mann á ári, Bandaríkjamenn 135 pd., Frakkar 70 pd. og Þjóðverjar 58 pd. Bjart lierbcrgi, er nota má fyrir vinnustofu, óskar und- irritaður að fá sem fyrst. Helzt í austurbænum. Ríkarður Jónsson, Hverfisgötu 47. „Suðurland“. Afgreiðslu þess, hér í Rvík. hefir hr. Ólafur Gíslason verzl- unarmaður í Liverpool. Tekur einnig við auglýsingum í blaðið. Xlxðaverzlun og saumastoja Guðm. Sigurðssonar Laugaveg 10 selur ótlýrt íataefni ekta litir. JLPljót af- g-reiösla — Vönduð vinna. Ný fataeíni með hverju skipi, Sparið peninga. Jökabúíin á £augav. 4 selur gamlar bækur, íslenskar og útlendar, með miklum afslætti. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.