Dagsbrún


Dagsbrún - 17.09.1916, Page 1

Dagsbrún - 17.09.1916, Page 1
FREMJIÐ EKKI RANGINDI DAGSBRU N E O L I Ð BKKI RANOINDI BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÚT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 34. tbl. Reykjavik, sunnudaginn 17. september. — A 1916. Fulltrúar alþýðunnar í bæjarstiórn Reykjavíkur, Nú þegar nálgast sá tími, þegar kosnir verða þingfulltrú- ar fyrir bæjarfélagið, er heppi- legt tækifæri til að rifja upp aðstöðu þeirra tveggja ílokka, sem deila um yfirráðin í bæn- um. Það er ekki Heimastjórnin og Sjálfstæðið. Þau nöfn eru nú hætt að skifta málum í því efni. Það er auðvaldið og al- þýðuvaldið. Gömlu flokkarnir höfðu komið inn í bæjarstjórn- ina meiri hluta af mönnum, sem jafnan líta á málin frá sjónarmiði »jrfirstéttarinnar«. Það eru mennirnir, sem reistu gasstöðina, sem gáfu burtu lönd bæjarins einstökum mönnum og keyptu þau svo uppsprengdu verði handa bænum aftur. Það eru mennirnir, sem ekki vilja gera nema kákráðstafanir til að verja fátæka fólkið f bæn- um fyrir afleiðingum dýrtíðar- innar. En móti þessum mönn- um beitast fjórir menn í bæjar- stjórninni, þeir Ágúst Jósefsson, Jörundur Brynjólfsson, Kristján V. Guðmundsson og Þorvarður Þorvarðsson. Þessir menn eru fulltrúar alþýðunnar. Þeir eru i minni hluta enn, og meiri hlutanum tekst enn þá með drengilegri aðstoð Zimsens borgarstjóra, að drepa í fæð- ingunni þær tillögur, sem veru- lega væri gagn að fyrir bæjar- félagið. Skal nú drepið á fáein slík mál. Húsaleysið er nú allra mest mein bæjarbúa. Spekúl- antar braska óspart með þá húskofa, sem faJir eru og geyma þá auða í lengstu lög, til að geta þvi betur pínt húsvilta menn til að kaupa þau eða leigja við okurverði, þegar alt er komið í eindaga, og ekki lítur út fyrir annað, en fólkinu verði kastað út á götuna í vetrarbyrjun. Húsnæðiseklan sýnist þessvegna miklu meiri, en hún er i raun og veru. Full- trúar alþýðunnar stungu nú upp á að láta rannska þetta ýtarlega, hvað mikið húsrúm er til í bænum, og hvað mikils húsrúm fólkið í bænum þarfn- ast. Með þessu fengist ljóst og ábyggilegt yfirlit um alt hús- næðismálið i heild sinni, og sérstaklega ábyggilegur grund- völlur til að byggja á bráða- byrgðalög um húsaleigu í bæn- um. En meiri hluti bæjarstjórn- ar feldi þessa tillögu fyrir fjórmenningúnum, en samþykti hinsvegar að láta undirbúa bráðabirgðalög um hámark húsaleigu. En við hvað þeir ætla að miða, er mönnum hulinn leyndardómur. Og í höndum borgarstjóra mundu slík ákvæði verða álíka gagn- leg leigjendum í bænum eins og verðlagsnefndin sæla, sem allir kannast við nú orðið. í sumar skoruðu alþýðufulltrú- arnir á bæjarstjórn og borgar- stjóra að gera ráðstafanir til að birgja bæinn með kol og olíu til vetrarins, með vægari kjör- um heldur en einokunarhring- arnir bjóða hér. Nefndir voru kosnar þar sem auðvaldssinnar voru í meiri hluta, og fram- kvæmdir mest í höndum Zim- sens. Hefir hann verið frámuna- lega aðgerðalaus og er jafnvel haft í ílimtingum, að hann álíti »Kol og salt« einna heppi- legasta viðskiftavininn. Þó mnn hann nú hafa lofað að gera ráðstafanir til að kaupa frá út- löndum 2000 smálestir af kol- um. Bara að það verði nú ekki »óegta« kol eins og á dögun- um, svo að hann geti sparað »Kol og salt« ómakið að panta handa sér. Yfirleitt er við litlu að búast í kolamálinu, eins og þar er alt í pottinn búið. En sú hreyflng, sem komin er á það mál, er þó eingöngu að þakka alþýðufulltrúunum. Bet- ur lítur út með framkvæmdir á öðru áhugamáli þeirra, olíu- málina, en það er því að þakka, að landsstjórnin pantar hingað olíu og verður þá varla kom- ist hjá fyrir borgarstjóra að taka við einhverju af farminum handa bænum. Má vænta, að sú framkvæmd spari bæjar- félaginu mörg þúsund krónur i vetur. En því má ekki gleyma að alt sem auðvaldssinnar í bæjarstjórn neyðast til að gera í þessu efni, það gera þeir með hangandi hendi og sárnauð- ugir. Og sárt þykir þeim bless- uðum að geta ekki fyrir alþýðu- fulltrúunum gefið lönd bæjar- ins (loftskeytastöðin) eða selt kaupmönnum hinar dýrmæt- ustu lóðir við höfnina (Höepfn- er). En í því efni hefir stefna al|}ýðuflokksins gersigrað, svo að erfitt mun reynast að taka upp hina gömlu óstjórn í því efni. Þannig má segja að mik- ið hafi áunnist alþýðunni lil hagsbóta fyrir aðgerðir alþýðu- fulltrúanna, þólt í minnihluta séu. Ogsvo mundi einnig reyn- ast í þinginu, ef alþýðan ætli sér þar nokkra ákveðna og hug- heila lalsmenn. n. Landskosningarnar fóru á þá leið að kosnir voru: Hannes Hafstein 1852 atkv. Guðj. Guðlaugsson 1584 — Guðm. Björnson 1446 — (af lista Heimastj.m). Sig. Eggerz .... 1319 — Sigurðurí Yztafelli 1241 — Hjörtur Snorrason 1164 — (Sig. Eggerz og Hjörtur af lista þversum manna, en Sig. í Yztaf. af lista Óháðra bænda). Þrír listar komu engum að, sem sé Alþýðuflokkslistínn (tæp 400 atkv.), Þingbændalistinn og ráðherralistinn (Einars Arnórs- sonar). Þingbændalistinn fékk 37 atkvæðum meira en Alþýðu- flokkslistinn, en ráðherralistinn fékk 21 atkvæði umfram hann. ÞegnskylduYÍnnan. (Niðurl.) ---- Óbygða-herinn. Þó þegnskylduvinnansé óhaf- andi í því formi, sem hún að eins er skattur á þjóðinni, er ekki þar með loku skotið fyrir, að þeir, sem intu þegnskyld- una af hendi, ynnu landinu gagn með vinnunni, um leið og þeir ynnu sér sjálfum gagn. Þegnskylduliðið gæti vei'ið eins konar her, sem herjaði á óbygð- ir landsins — færðu út bygðina, því þó bygðin í sveitunum ætti að vera margfalt þéttari, en hún er, og ræktunin meiri, kemur þó einhverntíma að þvi, að við gerum að bygðum allar þær núverandi óbygðir, sem til þess eru hæfar. En grein þessi er ekki rituð til þess að koma með neinar ákveðnar tillögur um það, hvernig koma megi viti inn í þegnskylduhugmyndina. Því það er margt, sem þjóðinni liggur meira á, (fyrst og fremst á því, að bæta skattalögjöfina), heldur aðallega til þess að benda á, að þegnskylduvinnan, í því lormi, sem hún nú liggur fyrir í, er ekki annað en afar- óréttlátur skattur, sem ekki ber að greiða atkvæði með. Símiini. Akureyri 8. sept. iqió. Kæri vinur! Mig langar oft til að tala við þig í síma, en geH það sjaldn- ar en ella, af því það er alveg grábölvað að ná í þig. Þó hefir það sjaldan gengið eins illa og siðast. Ef eg hefði haft skip með góðri brekkusnígils- ferð, var í lófa lagið, að sigla suður í Vík, og rabba við þig nokkra kl.tíma á jafnlangri stund og simtalið var að kom- ast í kring. Kl. 5 þ. 5. sept. bað eg stöð- ina um að fá þig til viðtals kl. 9 þá um kvöldið, beið eftir samtalinu til 10 og var mér þá sagt, að þú værir ókominn. Þá bað eg símastúlkuna að útvega þig kl. 9 um kvöldið eftir og beið eg þá aftur kl.- tíma, en svarið var stöðugt að línan væri upptekin. Þá bað eg um þig enn á ný kl. 8^/2 morguninn eftir, en alt af varst þú ókominn. Mér þótti hart að hætta við svo búið og bað um þig kl. 8 um kvöldið og fekk þig loks kl. 8,45 mín. þ. 8. eftir þrjá daga....... Finnur Jónsson. S var: Kæri vinur! Eg fekk enga tilkynningu fyr en 8. sept. Þann dag gáði eg í bréfakassann kl. 10 og lá þá í honum viðtals tilkynning og stóð á henni kl. 8^/2 Bir«á. (hvorki árd. né siðd. strykað út). Seinna um daginn fekk eg aðra til- kynningu um að koma til við- tals kl. 8 þá um kvöldið. Eg kom stundvíslega, en þó fekkst þú ekki samband við mig fyr en eflir 3/4 tíma bið. Ó. F. Svik Heimastjórnarforingjanna við sína menn. Af 1950 atkvæðum sem Heimastjórnarlistinn fekk við landskjörið voru að eins eitt- hvað um 900, sem ekki voru gerðar breytingar á, og bera þessir mörgu breyttu seðlar vitni um hinar miklu brellur og blekkingar, sem Heima- stjórnarflokkurinn hafði í frammi við kjósendurna, og skal nú fljótlega frá þeim skýrt. En fyrst skal getið, að hlut- fallstala þriðja manns á Heima- stj.listanum (A.) var 650, en hlutfallstala annars manns á D-Iista (Óháðra bænda) 645. Helði D-listinn fengið 11 at- kvæðum meira en á hann féllu, hefði hlutfallstala annars manns á honum orðið 6501/2, og Óháð- ir bændur komið að tveim mönnum, en Heimastjórnar- menn ekki nematveimur, ístað þriggja nú (og Heimastjórnar- menn hefðu við það mist lang- boðlegasta manninn, sem var

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.