Dagsbrún


Dagsbrún - 26.09.1916, Page 1

Dagsbrún - 26.09.1916, Page 1
r _____ IEMJIÐ EKKll I A /% g* LJ I 3 I I IV I |POLIOEK» ranoTnd,j i j q JQ y L"awo,npi BLAÐ JAFNAÐARMANNA GEFIN ÓT MEÐ STYRK NOKKURRA IÐNAÐAR- OG VERKMANNAFÉLAGA RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: ÓLAFUR FRIÐRIKSSON 35. tbl. Reykjavlk, þriðjudaginn 26 september. 1916. Alþingiskosningarnar. Allir, sem þetta blað lesa að staðaldri, vita : að Alþýðuflokk- urinn er myndaður af sambandi íslenzkra verldýðsfélaga, og að eitt aðal-takmark hans er að koma á þing mönnum, er eindregið fylgja stefnuskrá flokksins, er prentuð hefir verið hér í blaðinu. Það þarf ekki að fara neitt í launkofa með það, að flokkurinn ætlar sér með tímanum að ná algerðum meiri hluta i þinginu, til þess að geta stjórnað landinu alþýðunni þ. e. sjálfri þjóðinni í vil, þannig að fátæktin verði alveg útlæg gerð úr landinu, og hvert manns- barn islenzkt sem fæðist, eigi öll ytri skilyrðin til þess að verða að sann-mentuðum manni. En til þess að koma þessu á, þarf langan tima — manns- aldur minst — og fyrsta skil- yrðið er að Alþýðuflokkurinn hafi meiri hlutann í þinginu. En meiri hlutann getur flokk- urinn ekki fengið strax — ekki fyrri en meginhluti alþýðunnar er vaknaður til meðvitundar um hvað er skylda hennar gagnvart sjálfri sér og fram- tíðarvelferð hinnar íslenzku þjóðar. En af því íslenzk al- þýða — að reynslu þess er þetta ritar — er lljótari að sjá hver er kjarni hvers máls, en al- þýðan alment i álfunni, þá má gera ráð fyrir því að Alþýðu- flokkurinn gæti við þriðju al- þingiskosningar frá því nú, þ. e. árið 1928, verið búinn að ná meiri hluta i þinginu, ef unnið er af kappi nœstu tólf árin. Þess vegna þarf að byrja nú þegar, og það gerir flokk- urinn með því að bjóða menn fram til þings í þeim kjör- dæmum, sem sennilegast er að flokkurinn geti komið að í sín- um mönnum. Við kosningarnar fyrsta vetrardag verða þrír menn í kjöri frá Alþýðuflokknum. Á Akureyri: Erlingur Friðjónsson frá Sandi. / Regkjavík: Jörundur Brynjólfsson kennari og Þorvarður Þorvarðsson prentsmiðjustjóri. ★ * Er það nú mikilvægt fyrir alþýðuna að þessir menn kom- ist að? Já, af þvi að það er hagur að því fyrir flokkinn að vinna nú þegar kjördæmi, því þá eru þó þau unnin, (og reynslan, erlendis frá, sýnir, að það kemur sjaldan fyrir, að jafnaðarmenn missi aftur kjör- dæmi, sem fyrir fult og alt eru unnin). En einnig af þvi, að fulltrúar alþýðunnar í þinginu — þó þeir verði að eins fáir — geta nú þegar farið að starfa að löggjöf, sem að hagkvæm er alþýðunni, svo sem lesa má í annari grein hér í blaðinu. Hyað þeir geta gert. Þó Alþýðuflokkurinn geti ekki komið öllum áhugamál- um sínum í framkvæmd fyr en hann hefir náð meiri hlut- anum i þinginu, þá getur hann þó komið ýmsum áhugamálum alþýðunnar í framkvæmd nú á næstu þingum, et honum tekst að koma einhverjum mönnum að við í hönd farandi kosningar — og alt bendir á að það muni takast. Þing- menn flokksins geta t. d. flutt tillögur um breytingar á skatta- löggjöfinni, þannig að óbeinu sköttunum, sem hvíla þyngst á alþýðunni, verði breytt í rétt- látari, og fyrir þjóðfélagið sjálft keppilegri skatta (sbr. stefnu- skrána). Likindi eru einnig til að þeir mundu geta komið fram málum eins og t. d. líf- tryggingu sjómanna, tryggu eftirliti á þilskipum, mótorbát- um o. s. frv., og jafnvel einnig þvi, að landið byrji einkaverzl- un á helztu lífsnauðsynjum þjóðarinnar.sem nú eru í hönd- um einokunarhringa, t. d. steinolíu. En þó þeir kæmu engu öðru fram, þá munu þeir þó koma því til leiðar að brátt verði eðlileg flokkaskifting í landinu. En það er ekki eðlileg ílokka- skifting eins og það er nú, að fátœkir styðji ríka til þings, til þess að þeir ríku geti lagt skaita-byrðarnar á þá fátœku. ★ ¥ * Fulltrúarnir fjórir, sem Al- þýðuflokkurinn á í bæjarstjórn- inni hér í Rvík, hafa sýnt hvað fáir menn geta gert á slikum stað, þó þeir séu ekki i meiri hluta. Þeir hafa komið því til leiðar, að bærinn er hættur að gefa (eða sama sem það) ein- stökum mönnum aí eignum bæjarins (löndin), og þeim er það einnig að þakka, að bær- inn nú kaupir kol og steinolíu. Sjómannslífið lítils virði. Laugardagskvöldið 2. sept. var togarinn »Ingólfur Arnar- son« að fara út af Akureyrar- polli, og var skipinu þá siglt á land á Oddeyrina, nálægt Gránufélags-húsunum. Skal hér látið ósagt, hvort það var af þvi, að sá er stefnunni réði hafi verið blindur eða blind- fullur, en annað hvort hefir verið. Daginn eftir, þegar verið var að ná skipinu út, hvolfdist bátur, er notaður var við að flytja út varpakkeri, og lét þar lífið Jón Guðmundsson, sonur Guðmundar Guðmundssonar og Ingibjargar Björnsdóttur á Hrafnagili í Laxárdal í Skagafj.- sýslu. Jón heit. varð 26 ára gamall. 1 vor giftist hann i Vestmann- eyjum Jórunni Ólafsdóttur, ættaðri úr Borgarfirði. Ekki voru aðstandendur Jóns heit. látnir vita um slysið fyr en seint og siðarmeir, t. d. vissi Björn bróðir hans, sem er mótoristi á vélbát hafnargerð- arinnar, ekkert um það, fyr en hann las fregnina í »Visi«. Og líkið var jarðað á Akureyri þegar 7. þ. m., áður en að- standendur fengu tækifæri til að ráðstafa þvi annað, sem þó var ætlunin. Er þetta hvort- tveggja meira skeytingarleysi gagnvart ættingjunum, en á að liðast. Akureyringur, sem var sjón- arvottur að slysinu, hefir lofað að senda blaðinu grein um það, og mun hún birtast bráðlega. Á Akureyri var alment álitið, að slysið hefði orðið fyrir það, að eigi hefði nægrar varúðar verið gætt. Þingmannaefni Alþýðuflokksins í Reykjavik. í vetur þegar Alþýðuflokk- urinn kom þrem mönnum i bæjarstjórnina, eignaði ísafold sér (eða Sjálfstæðisflokknum sáluga) Ágúst Jósefsson (vara- form. Dagsbrúnar), af þvf að Ágúst er gamall Sjálfstæðis- maður. Á sama hátt eignaði Lögrétta sér og Heimastjórnar- flokknum Kr. Guðmundsson (gjaldkera Dagsbrúnar) af því hann er gamall Heimastjórnar- maður. Eins má nú búast við að gömlu flokkarnir reyni að telja sér þingmenn Alþýðu- flokksins eftir þvi, hvaða flokki þeir fylgdu áður, þegar gömlu flokkarnir og gamla flokka- skipunin áttu rétt á sér. Einnig má búast við þvi, að mótstöðumenn Alþýðuflokksins reyni að spilla fyrir kosningu Þorvarðar með því að segja að hann sé Heimastiórnarmaður, og fyrir kosningu Jörundar, með því að segja að hann sé »þversum«. En það er lítil von fyrir þá, sem þessu kynnu að vilja ljúga, að nokkur trúi þeim. Það má vera, að einhver hefði lagt trúnað á slikt, ef tilviljunin hefði viljað, að báðir frambjóð- endur flokksins hefðu verið fyrverandi Heimastj.m., fyrv. þversum eða fyrv. langsum, en nú, þar sem annar maður- inn er fyrv. heimastj.m. og liinn fyrv. þversum, þá trúir því enginn. Úr Heimastjórnar-herbúðunum. Eins og menn muna, klofn- aði »Fram«-félagið í bræðingn- um sæla. Hannesi Hafstein tókst að sameina i bili mikinn hluta af flokki sínum við veikar sálir úr Sjálfstæðisflokknum. En L. H. B. var eftir með nokkurn hluta flokksins, og var um stund fullkomin andstaða milli þeirra manna, sem fylgdu L. H. B. og hinna, sem »hlupu yfir« með H. H. En þegar frá leið, er mælt, að allmargir »Fram«-félagar hafi farið að sjá eftir framkomu sinni við L. H.B. og kom svo á útmánuðum síð- astl. vetur, að um 40 af helstu mönnum flokksins báðu L. H. B. að ganga aftur í »Fram«, þar á meðal menn úr stjórninni. Litlu siðar tóku sig saman nokkrir menn úr »Fram« og »Þjóðreisn« um að bræða flokkabrotin saman; enda kusu »Fram«-menn einn mann úr »Þjóðreisn« i nefnd þá, er stinga skyldi upp á þingmanna- efnum úr sínum flokki fyrir Reykjavíkurbæ, við kosningar þær er fara í hönd. Urðu þau úrslit i nefndinni, að 4 menn héldu fram Jóni Magnússyni og Knud Zimsen, en 3 vildu hafa L. H. B. i stað K. Z. Stjórn »Fram«-félagsins ákvað nú að halda stóran undirbúningsfund, og bauð þangað allmörgum af fylgismönnum L. H. B. og þar á meðal Þorleifi bróður hans, en ekki sjálfum prófessornum. Enda hafði Jón Þorláksson bannað ritaranum að senda honum bréfspjald. Fundurþessi var haldinn 8. september. Jón verkfræðingur skýrði frá að

x

Dagsbrún

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.